Þjóðviljinn - 16.06.1979, Síða 1

Þjóðviljinn - 16.06.1979, Síða 1
Bernhöftstorfan: DJOÐVIUINN Laugardagur 16. júni 1979 —134. tbl. 44. árg. Friöunarsjónarmiö ofan á í borgarráöi A fundi borgarráðs I gær var vegna Bernhöftstorfumálsins. lögð fram tillaga meirihlutans Tillagan er á þessa leið: Verkbaimið er ólöglegt! im • om • 1 i a Ná lögln yfir atvinnurekendur? Ný staða virðist komin upp I verkbannsboðun Vinnuveitenda- sambandsins. Múrarafélag Beykjavikur hefur ritað VSt og Múrarameistarafélaginu bréf, þar sem brigöur eru bornar á lög- mæti verkbannsins, þar sem at- vinnurekendur virðast ekki hafa hlftt lögum við ákvörðun þess og boöun. Helgi Steinar Karlsson for- maður Múrarafélagsins staðfesti, að múrarar hefðu tilkynnt at- vinnurekendum, að þeir teldu ólöglega staðið- að verkbanninu. Þá ákvörðun grundvölluðu þeir á ákvæðum i lögum um verkföll og vinnudeilur. En þar segir i 2. kafla 15. grein: „Þegar stéttarfélag eða félag atvinnurekenda ætlar að hefja vinnustöðvun, þá er hún þvi aðeins heimil, að ákvörðun um hana hafi verið tekin, a) við almenna leynilega atkvæða- greiöslu, sem staöið hefur i að minnsta kosti 24 klst., enda hafi félagsstjórnin auglýst nægilega, hvar og hvenær atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina skyldi fara fram, eða b) af samninganefnd eða félagsstjórn sem gefið hefur verið umboð til að taka ákvöröun um vinnustöðvunina með al- mennri atkvæðagreiöslu sem farið hefur fram á sama hátt og greint er undir a-lið.” „Við vitum ekki til þess að atvinnurekendur hafi fariö að þessum lögum”, sagði Helgi, „og teljum þá hafa brotið lög með verkbannsboöuninni, af þeim sökum. Stéttarfélög hafa alltaf orðið að fylgja þessu eftir, og við viljum láta reyna á, hvort lögin nái ekki llka yfir atvinnurekendur”. _öS Farmannadeilan: Samninga- fundir í gærdag Litill árangur Samningafundur yfirmanna á kaupskipum og atvinnurekenda hófst klukkan 141 gær og stóð enn kl. 23 I gærkvöldi er þjóðviljinn hafði samband við þá Torfa Hjartarson sáttasemjara og Pál Hermannsson blaðafulltrúa Far- manna- og fiskimannasambands- ins. Ekki var að heyra á máli þeirra að mikill árangur hefði náðst á þessum langa fundi. Páll sagöi að alltaf væri þó von meöan menn héldu áfram að tala saman og Torfi sagði að rætt heföi verið um ýmis atriði sem kynnu að koma að gagni. Atvinnurekendur hafa staðið fast við orð sin að koma ekki með neitt kauptil- boð. Ekki sá fyrir endann á fund- inum kl. 23 I gærkvöldi. —GFr. Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri tekur fyrstu skóflustunguna að menningarmiðstöðinni sem rfsa á I Hólahverfi I Breiðholti. Borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna í gœr: Félags- og menníngar- miðstöð í Hólahverfi t gær tók borgarstjórinn i Reykjavik, Egill Skúli Ingi- bergsson, fyrstu skófiustunguna að félags- og menningarmiðstöð i Hólahverfi i Breiðholti. Það er framkvæmdanefnd byggingaráætlunar Reykja- vikurborgar sem stendur fyrir byggingunni sem mun verða á tveimur hæöum, alls 2980 gólf- fermetrar. 1 miðstöðinni sem verður þri- skipt til að aögreina starf- semina sem mest, verður m.a. stórt bókasafn þar sem hægt verður að geyma allt að 70 þús. bækur. 1 bókasafnsdeildinni sem verður staðsett i austurálmu miðstöövarinnar verður einnig sérstök hljómlistardeild. 1 vesturálmunni veröur ýmiss Framkvœmdir hafnar við byggingu 60 raöhúsa á veg- um verkamanna- bústaöa konar félagsstarfsemi en i miö- byggingunni verður rúmgóður veitingasalur sem mun rúma um 100 gesti. I félagsálmunni verður sam- komusalur á efri hæðinni auk þess sem minni herbergi fyrir fundarhöld og tómstundastarf- semi veröur þar til húsa. Þá voru i gær einnig hafnar framkvæmdir við byggingu þeirra 60 raöhúsa sem stjórn verkamannabústaða stendur fyrir I Hólahverfi. Er ætlunin að allar þær ibúðir verði tilbúnar á næsta ári. Það kom fram i ræðu Eyjólfs K. Sigurjónssonar formanns stjórnar verkamannabústaða á blaðamannafundi i Höfða I gær að alls voru 638 umsóknir um þær 216 ibúðir sem stjórn verka- mannabústaöa bauð út i siðasta mánuði. Næstu framkvæmdir stjórnar verkamannabústaða verða á Eiðsgrandanum en þar hefur borgarstjórn veitt stjórn verka- mannabustaða lóð undir 150 Ibúðir. —ig Múrarafélag Reykjavíkur: „Vegna bréfs forsætisráðherra um niðurrif „brunarústa” Bern- höftstorfunnar samþykkir borg- arráð eftirfarandi: Borgarráð lýsir yfir stuðningi við ályktun húsfriðunarnefndar sem itrekuð er með bréfi til menntamálaráð- herra dagsettu 31. okt. 1978 um friðun Bernhöftstorfunnar sbr. einnig ályktun umhverfismáia- ráös frá 14. feb. 1979.” Þessi tillaga var lögö fram á fundinum en afgreiðslu frestað. Verður málið væntanlega tekið fyrir á fundi borgarráös á þriðju- dag. Það er nú ljóst að friðunarsjón- armiöin eruofan á i borgarráöi og fer nú vonandi að sjá fyrir endann á þessuþófi. Meðanmáliö gengur á milli ráðuneyta og borgar- stjórnar, grotna húsin niður og þvi er afar mikilvægt að lausn fá- ist sem fyrst. -ká Kafbátaleikurinn á norðurslóðum: Er að færast nordur og út úr Atlantshafi A morgun, sunnudag, er rakin Tér I blaðinu umræða hernaðar- sérfræðinga I Sviþjóð um kaf- bátaleik þann, sem Bandarikja- menn og Sovétmenn eiga i á norðurslóðum. Þar kemur meðal annars fram að: Þróun vigbúnaöar og tækni sem leitar uppi kafbáta hefur oröiö til þess, að sovéskir kaf- bátar og bandariskir munu I vax- andi mæli flytja af Atlantshafi — og þá frá svæðum við Island — og norður á bóginn. Aðalátakasvæöi kaf- bátaleiksins verða höfin norður af Sovétrlkjunum og svo Noröur-lshafið sjálft. Tæknilegt forskot Banda- rikjamanna á þessum sviðum eykur likur á þvi að þeir reyni aö nota yfirburði sina til aö heyja kjarnorkustyrjöld. Sérfræöingum ber saman um það, aö i slikri styrjöld yröi þaö eitt fyrsta verk Sovétmanna að senda eldflaugar til að eyða bandariskum herbúnaöi á islandi. Sá búnaður til kafbátaleitar sem staösettur er á Islandi er þess eölis, að hann er að öllum likindum nytsamlegur fyrst og fremst i sambandi við óvænta árás af fyrra bragði, sem þá miðaði aö þvi að reyna aö þurrka út kafbátaflota andstæöingsins. — Sjá Sunnudagsblaðið Stefna BSRB: Langtímamarkmið ráði í kiarasamningum i tilefni 31. þings BSRB boöaði stjórn bandalagsins blaöamenn á sinn fund til aö greina frá helstu samþykktum þingsins og til að sitja fyrir svörum. Þaö voru þeir Kristján Thor- lacius nýendurkjörinn formaður, Þórhallur Halldórsson sem tekur nú sæti I stjórninni sem fyrsti varaformaður og Haralditr Stein- þórsson 2. varaformaður sem ræddu við fréttamenn. Þeir félagar sögðu að mikil- vægustu mál þessa þings væru kjaramálin og samþykktin um efnahagsmál, einnig hefðu ýmis önnur hagsmunamál launþega verið rædd eins og jafnréttismál, lifeyrissjóösmál og orlofsmál. Stefna ogkröfur BSRB i kjara- málum verða mótuð á næstunni, en búið er að boöa til fyrsta samningafundar hinn 28. júni. Kristján var að þvi spurður hvað hann teldi kjaraskerðingu opinberra starfsmanna vera mikla með „Geirs og Ólafs- lögunum ” og svaraði hanh að hún væri milli 6% og 8%. Haraldur Steinþórsson bætti þvi við að BSRB fólk hefði fengið lltið f sinn hlut úr félagsmálapakkanum. Þeir sögöust vilja leggja áherslu á þá stefnu bandalagsins að kjaramálin þyrftiaðleysameð langtimamarkmið i huga. Þaö þarf að ná verðbólgunni niöur og ráðast að grundvallarmein- semdum samfélagsins. Þaö hefur alltaf verið ráðist á launin þegar átt hefur að lækka verðbólguna en áfram þýtur hún samt. Þeir sögðu aö fjárfestingar- málin þurfi aö taka til gagngerðr- ar endurskoðunar. „Það þarf aö skipuleggja fjár- festingu” sagöi Kristján. „Það á ekki að fjárfesta i fyrirtækjum sem eru óarðbær fyrir þjóðina. Þjóöhagslegur arður er mikil- vægastur.” Þá kom fram aö þeir legðu áherslu á að stefiia rikisvaldsins leiddi ekki til atvinnuleysis. Krafa BSRB er prósentuhækkun launa og jafnlaunastefna. Þórhallur sagöist vilja vekja athygli á stofnun bæjarstarfs- mannaráðs sem i framtiöinni verður ráðgefandi fyrir BSRB og veröur til að veita upplýsingar og efla samstarf. Haraldur nefndi atvinnuleysis- sjóðinn sem nú yrði formlega stofnaöur með 3ja miljóna kr. framlagi auk 15% af félags- gjöldum eöa samtals 22 1/2 miljón. Þjóðviljinn mun siðar gera samþykktum skil. —ká

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.