Þjóðviljinn - 16.06.1979, Side 4

Þjóðviljinn - 16.06.1979, Side 4
4 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN.Laugardagur 16. júní 1979 DlOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsís l'tgefandi: Utgáfufélag Þjóftviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kilstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kréltastjóri: Vilborg Harftardóltir l msjónarmaóur Sunnudagsblaós: 1 ngólfur Margeirssnn Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar SkarphéBinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. CJtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigriÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ölafsson. Skrifstofa: GUÖrún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla : Guömundur Steinsson, Hermann P Jónasson. Kristín Pét- ursdóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Reykjavik. simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Þjóðnýting og mark- viss stýring # Bandaríkjastjórn gæti leyst olíukreppu heimsins á ein- um degi segir hinn umdeildi hagfræðingur Milton Friedman. Aðferðin er einföld. Gefa skal verð á olíu frjálst og framfylgja gildandi reglum sem banna við- skiptasvindl auðhringa með olíu. Ýmsir hagfræðingar hins/<f rjálsa” markaðskerf is halda því fram að iðnrík- in hefðu getað siglt út úr olíukreppunni 1973 með því einu að láta almenning bera hið háa olíuverð án niður- greiðslna um leið og ríkisskattar á bensín hefðu verið stórhækkaðir. Með þessari aðferð hefði sjálfkrafa dreg- ið úr eftirspurn, orkusparnaður orðið fólki tamur, og olíuverð smámsaman farið lækkandi á ný. # Ríkisstjórnir í iðnríkjunum hafa óttast verðbólguáhrif af stefnu sem þessari og óvinsældir meðal kjósenda. I Bandaríkjunum hefur flókið kerfi verðlagseftirlits og niðurgreiðslna stuðlað að samdrætti í olíuframleiðslu heimafyrir og sívaxandi olíuinnflutningi. Bandaríkja- stjórn hefur gert sitt til þess að halda uppi eftirspurn innanlands og með stefnu sinni hefur hún spennt upp olíuverð á uppboðsmörkuðum eins og í Rotterdam. # Hin íslenska hlið þessara mála er sú að olíureikningur íslendinga nær þrefaldast á þessu ári haldi fram sem horf ir. Helmingur orkunotkunar í landinu byggist á olíu- vörum og rösklega fjórðungur útflutningstekna mun fara í olíuhítina. Viðbrögðin við þessari hrikalegu stað- reynd skipta þjóðina alla miklu máli. Flest bendir til þess að olíukreppan muni ágerast og verða viðvarandi vegna fyrirsjáanlegra átaka um takmarkaðar auðlindir i auðvaldsheiminum. # Ef Sjálfstæðisf lokkurinn væri við völd í landinu þyrfti ekki að spyrja hvers eðlis viðbrögðin yrðu. Olíklegt er að hann myndi verða trúr frjálsræðiskenningu sinni og gefa olíuverðið f rjálst. Trúlega hefði hann nú þegar beitt sér fyrir gengisfellingu og afnámi kaupgjaldsvísitöl- unnar. #Tómt mál er að tala um það að lögmál hins frjálsa markaðar dugi sem svar við olíukreppunni á íslandi. Við getum tekið sem dæmi hvað gerast myndi ef f iskiskipa- flotinn yrði látinn bera alla olíuverðshækkunina sem yfirvofandi er. Halda menn að það myndi framkalla hagræðingu og aðlögun að nýjum kostnaðaraðstæðum? Nei, svo einfalt er málið ekki. Kristján Ragnarsson, formaður L.i.Ú. myndi umsvifalaust kalla f lotann í höfn og hreyfa hann ekki fyrr en annaðhvort væri komin gengisfelling eða niðurgreiðsla á skipaolíunni. # Meginhluta íslenskra orkumála er stýrt af opinberum aðilum. Eðlilegt verður að teljast að sá helmingur orku- búskaparins sem byggist á olíu verði einnig settur undir opinbera stjórn. Þjóðvil jinn er þeirrar skoðunar að olíu- innf lutning og olíudreif ingu hérlendis eigi að þjóðnýta nú þegar, og sameina oliufélögin í eitt opinbert fyrirtæki. Um leið og stjórnvöld öðlast þannig aukna möguleika tii stýringar á olíubúskapnum þarf að setja fram áætlun um orkubúskap (slendinga á næstu árum. # Ríkisstjórnin hefur nú til umf jöllunar tillögur að sam- stilltum, markvissum aðgerðum til þess að mæta þeirri röskun sem verða mun á högum atvinnuvega og ein- staklinga af völdum olíuverðssprengingarinnar. í því sambandi er vert að leggja áherslu á að niðurgreiðslur á skipaolíu og húshitunarolíu mega ekki verða til þess að viðhalda orkusóun og ofveiði, heldur verður að tengja þær aðgerðum eins og endurskipulagningu f iskveiðanna og útrýmingu olíu til húshitunar. Aðeins með slíkum samþættum ráðstöfunum er von til þess að íslendingar geti unnið sig út úr olíukreppunni. # Þegar til lengri tíma er litið standa íslendingar sæmi- lega að vígi í orkumálum. Eins og bent er á í fréttatii- kynningu frá ríkisstjórninni kemur þar til ríkuiegt vatnsafl og jarðvarmi, sem meðal annars kann innan tíðar að veita möguleika til framleiðslu á eldsneyti í landinu sjálfu, sem komið gæti í stað olíu. Á þessum sviðum þurfa landsmenn að samstilla kraftana og gera stórátak. Olíukreppan ætti því aðef la menn til átaka þótt allir verði nokkru til að kosta í bráð vegna skyndilegra búsif ja. Langavitleysa lögspekings Arás Siguröar Llndal, prófessors á verkfallsréttinn i sjónvarpi fyrr I vikunni hefur vakiö mikla og almenna reiöi meöal launafólks. Hefur mikil gagnryni komiö fram á þau sjónarmiö sem hann geröist talsmaöur fyrir, og eru ættuö beint úr höfuöstöövum Vinnu- veitendasambandsins. En þaö er ekki aöeins afstaöa prófessorsins sem undrun og reiöi vekur. Ef fariö er ofan i saumana á þulu hans kemur I ljós aö þar er um hreina löngu- vitleysu aö ræöa, og rökfræöi Kollsteypa rökvisinnar. þaröll langtundir þvi plani sem ætla má löglæröum manninum. „Verkfallsrétturinn veldur þvi aö hugtakiö frjálsir samn- ingar veröur merkingar- og marklaust”, var ein af fullyrö- ingum hans, og erþar hlutunum alveg snúiö viö. Þvi þaö má hverjum manni ljóst vera aö án verkfallsréttar eru- „frjálsir kjarasamningar merkingar- og marklausir.” Kjarasamningar eru einfald- lega samningarum kaup ogsöiu á vinnuafli. Ef seljandi vörunn- ar (þ.e. launþegar I þessu til- felli) hefur fyrirfram skuld- bundiö sig til aö afhenda vöruna án tillits til þess hvert verð kemur fyrir, þá gefur það auga leið aö kaupandanum (vinnu- „veitanda”) er þar meö raun- verulega gefiö sjálfdæmi um kaupin. Meö þessum hætti voru vinnu- laun almennings ákveðin fyrir daga verkalýöshreyfingarinnar og Sigurður Llndal veit jafnvel og aðrir af hvllíkum rausnar- skap atvinnurekendur skömmt- uöu launþegum I þá daga. I þvl ljósi veröur einnig harla undarleg sú staðhæfing hans aö verkalýöshreyfingin hafi náö takmörkuöum árangri viö það aö bæta llfskjör umbjóöenda sinna. Megniö af þeim efna- hagslegu og félagslegu gæbum sem viö njótum I dág er beinn árangur af faglegri og pólitiskri baráttu verkalýöshreyfingar- innar. t hinu sama skötulfld eru kvartanir „frjálshyggjumanns-' ins” Líndalyfir þvi aö hóparhá- launaöra launþega svo sem flugmanna beittu afli verkfalls- réttar til aö ná fram sem hag- stæöustum kjarasamningum. En þá er aö benda þeim góða manni á að slík hegöan er I hinu fullkomnasta samræmi viö hug- myndafræöi frjálshyggju og kapltalisma, þar sem grund- vallarlögmáliö er ab hver skuli ota sinum tota eftir megni. Sú kenning Sigurðar, aö há- launamenn eigi af „siðferöileg- um” ástæöum aö gefa eftir mögulegar launahadckanir er I hrópandi andstööu viö alla hug- myndafræði Sjálfstæöisflokks- ins og þaö er beinlínis hættulegt aö halda svona löguöu fram, þvi ef röksemdin er framlengd þá leiðir hún til kröfu um aö at- vinnurekendur gefi eftir eitt- hvaðaf sinni sneiö I þjóöarkök- unni, svona af „siðferöilegum” ástæðum. Og hvar endum viö þá, Siguröur? Baunaö ú dóms- málaráðherra Nú þegar um ár er liöið frá þingkosningum viröist sá góði maöur Vilmundur Gylfason vera farinn aö átta sig á þvl I hverju vinsældir hans fyrir kosningar voru einkum fólgnar, semsé I þvl aö berja á Fram- sóknarmönnum vegna dóms- málanna. Hann viröist nú hafa komist aö þeirri niöurstööu að umfjöll- un um efnahagsmál sé ólíkleg til vinsælda nú um stundir og þvl sé betra að halda sig viö trygg vinsældamál. Hann hóf leikinn aö nýju i Dagblaðinu s.l. mánudag og heggur þar að núverandi og fyrrverandi dómsmálaráö- herra. Tíminn svarar svo af reiði mikilli I leiöara um miöja vik- una og hefur ljót orö um Vil- mund, auk þesssem Steingrlm- ur Hermannsson ber af sér ásakanir I Helgarpóstinum. Dómsmálaslagur Vilmundar og Framsóknarflokks er þvl kominn I fullan gang á ný, og ætli við getum ekki sagt aö þar meö sé komiö á eölilegt ástand með framhalds- skemmtisögu fyrir okkur hin. Ill eru orlofsheimilin Miklir og fjölbreytilegir eru kveinstafir þeirra er atvinnu- rekstur stunda hér á landi. Nú hefur nýr harmagrútur bæst viö og er sá frá veitinga- og gisti- húsaeigendum. Sjá þeir mjög ofsjónum yfir uppbyggingu or- lofe-, dvalar- og gistiheimila úti á landsbyggfinni. Þykirþeim hartaö verkalýös- hreyfinginskuli gæta hagsmuna félagsmanna sinna meö bygg- ingu orlofsheimila, og aö sveit- arfélög leitist viö að tryggja aö- stööu til félagsstarfs meö bygg- ingu félagsheimila. Kemur þetta fram í bréfi stjórnar Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda til Feröa- málaráös vegna sölu Flóka- lundar til verkalýöshreyfingar- innar. En þaö verður aö segjast sem eraðlitla samúð hefur klippari meb kveinstöfum þessum, og má benda veitingahúsaeigend- um á, aö orlofshúsabyggingar verkalýbsfélaganna eru beinlln- is tilkomnar vegna þess að al- menningur átti þess engan kost aö njóta orlofsdvalar á verbi sem hægt væri aö kalla þolan- legt. Orlofeheimilin eru þvl ekki orsök velsældar I veitingahúsa- rekstriá landsbyggöinni, heldur er vesæll veitingarekstur ástæöa fyrir byggingu orlofs- heimila. eng. —ekh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.