Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. júll 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
j > !
mhg ræöir
við Þorstein
Stefánsson,
elsta núlifandi
búfræðing
frá Hvanneyri
Það mun hafa verið
haustið 1941 f remur en 1940
að tveir strákar, sem þá
voru við nám i Garðyrkju-
skóla ríkisins að Reykjum í
ölf usi, tóku aðsér að f lytja
nokkur bílhlöss af heyi
austan frá Þurá í ölfusi og
til Reykjavíkur. Þeir fugl-
ar, sem í þessum flutning-
um stóðu, voru undirritað-
ur og Karl J. Magnússon,
nú vistmaður á Reykja-
lundi.
Viö Kalli vorum og erum miklir
vinir og höföum, þegar hér var
komiö sögu, sitthvaö brallaö
saman. Sem börn vorum viö ná-
grannar noröur i Skagafiröi, siöar
skólabræöur og herbergisfélagar
i tvo vetur á Laugarvatni og nú
haföi sú saga endurtekiö sig á
öörum staö: nú vorum viö báöir i
Garöyrkjuskólanum og her-
bergisfélagar i Hrútakofanum, en
svo nefndist afdrep okkar Skag-
firöinganna þar.
Til heyflutningánna fengum viö
vörubilskrjóö, sem þá var i eigu
þangverksmiöjunnar sálugu i
Hverageröi. Heyinu skyldum viö
skila aö býlinu Haukalandi sem
þá var hérna suöur i Vatnsmýr-
inni. Þaö býli er nú ekki lengur
viö lýöi þvi herinn geröi sér hægt
um hönd og lagöi þaö meö „húö
og hári” undir flugvöllinn sinn.
Upphaflega var þaö ætlun okk-
ar Kalla aö ljúka þessum flutn-
ingum af á tveim dögum, fara
tvær feröir á dag. Sú áætlun
stóðst þó ekki frekar en áætlanir
yfirleitt gera. Þaö var ekki fyrr
en á þriöja degi sem okkur auön-
aöist aö merja af tvo bila á dag.
Orsökin til þessar röskunar á
vandlega gerðri áætlun okkar var
einkum sú, að tvo fyrri dagana
voru sifellt aö bila einhver þýð-
ingarmikil liffæri i bilskrattan-
um. Þar viö bættist aö einu sinni
misstum viö bilinn ofan i pytt
austur á Þurá, eftir aö viö vorum
búnir að hlaða hann. Úr pyttinum
varö honum ekki þokað fyrr en
viö höföum velt niöur öllum bögg-
unum og auk þess brotiö forláta
skóflu og fyrirmyndar reka-
drumb fyrir Eyjólfi mlnum á
Þurá.
Þegar ég nú hugsa um þessa
heyflutninga okkar Kalla frá
þessum haustdögum, þá finnst
mér jafnvel aö um þá mætti
skrifa skemmtilega og lærdóms-
rika frásögn, a.m.k. nokkra
Svarthöfðapistla, þótt ég geri nú
ekki ráö fyrir að hægt yrði aö
selja þá tvisvar, eins og Svart-
höföi karlinn er aö baksa viö meö
sinar afuröir. Þaö veröur þó ekki
að sinni; aðeins skal þvi bætt við
þennan inngang, aö jafnan er
okkur Kalla bar aö hlaðvarpa
Haukalands stóö Þorsteinn bóndi
fyrir dyrum úti og bauð okkur I
bæinn. Okkur skorti þó skynsemi
til aö þiggja þaö fyrr en viö höfð-
um skilað af okkur seinustu bögg-
unum. En þá beið okkar líka
veisla svo um munaöi. Og ekki
nóg meö þaö. Þarna sáum viö
einnig tvær ungar stúlkur, liklega
heimasætur á Haukaiandi, — sem
viö urðum svo skotnir i, aö um
annaö gátum viö ekki talaö á leiö-
inni austur i Reyki, — og varö
raunar litt eöa ekki svefnsamt
næstu nætur.
Víða liggja vegamót
Vikur nú sögunni til sunnudags-
ins 24. júni s.l. Uppi á Hvanneyri
voru saman komnir nokkur
hundruö nemendur þaöan, eldri
og yngri, til þess aö minnast þess,
aö gamli og góöi skólinn þeirra
haföi fyllt 9. tuginn. Hinni fyrir-
fram mótuöu dagskrá hátiöa-
haldanna var lokiö og oröiö gefiö
gestum laust. Árni Snæbjörnsson,
kennari, kemur i pontu og til-
kynnir, aö þarna sé staddur elsti
núlifandi nemandi frá Hvanneyri,
Þorsteinn Stefánsson, meira en
hálf tiræöur aö aldri, útskrifaður
áriö 1903. Hann óski aö koma á
| framfæri ávarpi, jafnframt þvi
I sem hann færi skólanum bóka-
gjöf. Sonur Þorsteins flytur
ávarpiö en Þorsteinn afhendir
sjálfur gjöfina.
Þorsteinn Stefánsson. Mér
finnst ég hálfvegis kannast viö
manninn en er þó engan veginn
viss. Þó fljúga mér i hug hey-
flutningar endur fyrir löngu, Þor-
steinn á Haukalandi og heima-
sæturnar þar. En þaö getur veriö
margur Þorsteinninn og fööur-
Hefur
senn
ár
nafn Þorsteins á Haukalandi man
ég ekki, hef liklega aldrei heyrt
þaö, dagskráin heldur áfram og
ég verö aö fylgjast meö, til þess
er ég hér. En samt sem áöur,
þegar ég horfi á þennan öldung
þarna á ræðupallinum, silfur-
hæröan og svipmikinn, tek ég
ákvöröun, sem ég framkvæmi
daginn eftir, þótt ég sé þvi raunar
vanari, aö láta þaö biöa til morg-
uns, sem ég get gert i dag. Ég
hringi heim til Þorsteins. Ðóttir
hans kemur i simann. Ég segi aö
mig langi til aö eiga viötal viö föö-
ur hennar og birta þaö i blaöinu,
sem ég starfi viö.
„Hvaða blað er það?”
„Þaö er óttalegt blaö, þaö er
Þjóöviljinn”.
„Jæja, ég skal spyrja gamla
manninn”.
Og fer.
Innan skamms kemur rödd i
simann:
„Þú mátt koma þegar þú vilt”.
ótrúlega ern
Ég er staddur niöri á Hrisa-
teigi 8. Viö Þorsteinn höfum kom-
ið okkur fyrir i sófa og sitjum þar
hliö viö hlið. Samtaliö er nokkrum
erfiöleikum bundiö, — og ber þess
kannski merki, — þvi Þorsteinn
er mjög farinn aö tapa heyrn.
önnur hrörnunarmerki hjá þess-
um 96 ára gamla manni eru
naumast oröaverð. Sjónin má
heita góð, hann les"mikiö og jafn-
vel án gleraugna ef svo ber undir.
Hann styöst viö staf en hreyfingar
allar eru þó undra liðlegar enn
hjá svo aldurhnignum manni aö
vera. Hann hefur haft af miklu aö
má „enda hef ég alltaf verið
heilsuhraustur”, segir hann,
„helst er þaö gigtarskrattinn,
sem stundum hefur angraö mig”.
Ætlaði að verða bóndi
Ég spyr um ætt Þorsteins og
uppruna.
— Ég er fæddur aö Desjarmýri
áriö 1883, sonur Stefáns bónda
Péturssonar prests aö Desjar-
mýri. Fimm ára gamall fluttist
ég meö fósturforeldrum minum
aö Stafafelli i Lóni og þá frá
Hjaltastað.
Frá uppvaxtarárum minum er
ekkert sérstakt aö segja, þau liöu
likt og hjá öörum unglingum i
sveit á þeim árum. Mig langaöi i
skóla, en þaö var ekki margra
kosta völ fyrir efnalausan ung-
ling. Ég heföi hugsaö mér aö
verða bóndi og þá lá beinast viö
aö brjótast til náms á Hvanneyri.
Og þaö heppnaðist mér haustið
1901, þegar ég var 18 ára.
A Hvanneyri nam ég svo i tvo
vetur og útskrifaöist þaðan voriö
1903. Er mér sagt, aö ég sé elsti,
núverandi Hvanneyringurinn. Ég
hygg, að Jörundur Brynjólfsson,
fyrrv. alþingismaöur komi næst-
ur, en hann er ári yngri en ég.
Tveggja ára skóli
Hvanneyri var þá tveggja ára
skóli. Bóklegt nám aö vetrinum
en verklegt yfir sumariö. Viö
unnum aö jaröabótastörfum vor
og haust,en viö heyskap yfir slátt-
inn. Nemendahópurinn var nú
ekki stór. Viö vorum þarna 7 fyrri
veturinn minn en 9 þann seinni.
Hjörtur heitinn Snorrason var
skólastjóri og auk hans var svo
einn kennari, Guömundur Jóns-
son aö nafni. Báöir voru þeir góö-
ir kennarar, einkum þó Hjörtur.
Viö bjuggum I heimavistarhús-
inu, sem brann haustið 1903.
Aöbúnaöur var góöur, eftir þvi
sem um var aö gera þá. Þó var
auðvitað stundum nokkuð svalt i
herbergjunum þvi upphitun var
þar engin en hinsvegar var hún i
skólastofunum.
Kennslan fór töluvert fram i
fyrirlestrum en einnig höföum viö
nokkuö af bókum. Þær voru sum-
ar á dönsku eins og t.d. efnafræð-
in og húsdýrafræöin. Þaö hjálpaöi
mér aö ég kunni hrafl i dönsku er
ég kom i Hvanneyri.
Hagkvæmt nám fyrir þá
auralausu
Þetta var i raun og veru ákaf-
lega hagkvæmt nám fyrir efna-
lausa pilta eins og okkur. Viö unn-
um aö sumrinu fyrir skólakostn-
aöinum og komumst þvi létt frá
þessu fjárhagslega.
Á Hvanneyri var allstórt bú,
sem rikiö rak,en Hjörtur var bú-
stjóri.
— Hvaöa jarövinnsluverkfæri
höföuö þiö á Hvanneyri á þessum
árum?
— Og það voru nú auövitað
aöallega handverkfæri, en þó átti
skólinn plóg og herfi, sem viö
læröum aö beita. En annars fór
ræktunin þá og lengi siöan þannig
fram, aö rist var ofan af með
undirristuspaöa, landið siöan
plægt, herfaö, jafnaö og loks voru
svo þökurnar lagöar yfir á ný.
Þetta þætti seinleg og erfið rækt-
unaraöferð nú.
A Hvanneyri var fjölmennt og
fjörugt heimili. Auk þess fólks,
sem beint var tengt skólanum,
voru þar 8 vinnumenn og 8 eða 9
vinnukonur. Um kaupafólk var
varla aö ræöa. Þetta fólk var
þarna áriö um kring og kunni
áreiðanlega vel viö vistina.
Danmerkurför
— Hvað tók svo við þegar
Hvanneyrardvölinni lauk?
— Þá hvarf ég nú aftur heim aö
Stafafelli og dvaldi þar i eitt ár.
En ég haföi áhuga á þvi að námiö
á Hvanneyri yröi aðeins upphaf
að lengri ferö. Mig langaði til aö
sigla, bæði til þess aö sjá mig dá-
litið um i heiminum og eins til
þess aö byggja eitthvaö ofan á
þann grunn, sem ég taldi mig bú-
inn aö leggja með náminu á
Hvanneyri. Svo þaö varö úr aö ég
dreif mig til Danmerkur áriö
1904.
1 Danmörku dvaldi ég i fjögur
ár. Stundaði einkum landbún-
aðarstörf á búgöröum, og gat
Islendingurinn ýmislegt lært af
þvi. Þá vann ég og eitt sumar hjá
Heiöafélaginu danska. Þá voru
Danir aö rækta upp heiðarnar.
Allt annaö voru þeir i raun og
veru búnir aö rækta. Hjá Dönum
var vélanotkun mun almennari
oröin en hjá okkur.
Lýöháskólarnir i Danmörku
stóðu þá meö miklum blóma og
voru merkar menningar- og upp-
eldisstofnanir. Þeir voru talsvert
sóttir af tslendingum, einkum
skólinn i Askov. Mér auönaöist aö
dvelja þar einn vetur á þessum
árum og tel þaö mikiö happ.
Jakob Appel var þá skólastjóri
þar, mikill ágætismaöur.
A ferð og flugi
— Mér skilst aö þú hafir svo
komið heim áriö 1908. Hvað
tókstu þér þá fyrir hendur?
— Til aö byrja með gerðist ég
nú kaupamaöur aö tJtey i
Laugardal. En veturinn eftir tók
ég aö mér kennslu á Hvanneyri,
fyrir Hjört Snorrason. Þá var
Halldór Vilhjálmsson orðinn
skólastjóri, ætli hann hafi ekki
tekib viö þvi starfi 1907. Mér féll
kennslan vel og haföi nóg aö gera.
Ég kenndi, aö mig minnir, stærð-
fræöi, eölisfræöi, liffærafræði,
flatar-og rúmmálsfræöi og teikn-
ingar. Nemendur voru nú orönir
fleiri en áöur.
Eftir að kennslu lauk gerðist ég
verkstjóri á Hvanneyri yfir voriö
og sumariö. Þá brá ég mér aftur
til Danmerkur og var þar nú i eitt
ár. Halldór Vilhjálmsson vildi
gjarnan fá mig aftur til verk-
stjórnar á sinu stóra og myndar-
lega búi og varö úr, aö ég var viö
það i eitt ár.
En ég haföi ekki áhuga á aö
binda mig viö verkstjórnina til
lengdar og næsta sumar tók ég aö
mér plægingar i Borgarfiröi, á
vegum Búnaöarsambandsins.
Sambandið átti allt úthaldiö en ég
var starfsmaður þess. Þetta
sumar fór ég vitt og breitt um
Borgarfjörð og kynntist mörgum.
Svo má segja, að um haustið
hafi ég skipt um spor. Hingað til
haföi ég einvöröungu sinnt land-
búnaðarstörfum heima og erlend-
is en þetta haust brá ég mér til |
Vestmannaeyja og vann þar um
veturinn aö verslunarstörfum
hjá Gunnari Ólafssyni. Þeim
störfum undi ég þó ekki til lengd-
ar en sé þó ekkert eftir þvi aö hafa
fengist við þau þennan vetrar-
tima.
Betur áttu þó sveitastörfin viö j
Framhald á 21. siöu. |