Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júli 1979 STJÓRNMÁL? Á SUNNUDEGI Guðrún Helgadóttir skrifar FRÁ ÞVÍ FYRIR ÁRI Þaö er kannski mál til komiö, aö allt fólk sem gladdist svo inni- lega eftír úrslit kosninganna i fyrrasumar fái ofurlitiö aö heyra um þaö, hvernig okkur hefur liöið þennan tima — frá þvl fyrir ári. Þaö er komiö nýtt sumar og sólin skin eftir sem áöur og Esjan er enn á sinum staö eins og Álfheiö- ur frambjóöandi okkar spáöi i magnaöri hvatningarræöu i fyrra. A yfirboröinu sýnist ef til vill flest vera óbreytt aö öðru leyti, en þaö er ekki alveg rétt. Sumt hefur breyst, en frá þvi get ég sagt seinna, 1 sunnudagspistli hlýtur maöur aö mega vera svo- litiö óraunhæfur og upphafinn. Ekki veit ég hvort þaö á viö um alla borgarfulltrUa Alþýöubanda- lagsins, en ég verö aö horfast i augu við þaö aö mér hefur fariö aftur þetta ár. Tvisvar eöa þrisvar á ævinni hef ég fariö i finustu verslun borgarinnar og keypt mér einhverja flik, aö ein- hverju gefnu tilefni. Og ekki fækkar tilefiiunum, þegar maður er oröinn standspersóna cg þarf aö koma fram opinberlega. Nú bar svo við nýlega, aö Sigurjón vildi sýna mig heilli sendinefnd af Kin- verjum, ogenn lagöi ég leið mina i búðaráp þeim til heiöurs. Og þar sem ég ber djúpa virðingu fyrir afrekum kinversku þjóöarinnar, ákvað ég aö fara enn i finustu búö tiskuheimsins i Reykjavik Parisartiskuna. Ég spuröi fyrst kurteislega, hvort til væru siö pils, ég væri nefnilega meidd á fæti. Þau voru ekki tii, svo ég spuröi hvort til væru þá einhverj- ir siöir kjólar. Afgreiðslufrúin horfði raunamæddniöur eftir viö- skiptavininumogsagöisvo: „Þaö eru þá bara svo finir kjólar.” Meö þaö fór hún inn i herbergi bak viö búöina. Kinverjarnir uröu þvi aö sætta sig viö annaö en föt frá fin- ustu búð borgarinnar I þetta sinn en þeir tóku því bara vel, enda voru konurnar i þeirra hópi flestar i jakkafötum. En nú hef ég fengið uppreisn æru. Ekki alls fyrir löngu hringdi i mig elskuleg stúlka frá tisku- blaöinuLIf. Hún vildi örstutt viö- tal um þaö, hvort ekki væri erfitt aö vera svona fræg. Ég svaraöi þvi samviskulega, aö ekki fyndi ég nú tiltakanlega fyrir því. Þaö næsta sem gerist svo er aö ég sé heilsiöuauglýsingu um efni nýs eintaks af Lifi. Meöal helsta efnis er viötal viö borgarfulltrúann og fjórar aðrarstórfrægar persónur. Mér þóttu þetta mikil undur, og fór að hugsa um, hvernig i ósköpunum blaöakonunni heföi tekist aö gera úr þriggja minútna samtali okkar heilt viötal. Kunningi minn útvegaöi mér blaöiö og ég var búin aö fletta tugum siöna af fallegu fólki i fallegum fötum og viötölum viö alls konar snillinga, þar til ég kom á öftustu slöu: Þar voru þessar tiu linur, sem stúlkan tók eftir mér i stmann. Hún haföi einnig talaö við Sigrúnu Stefáns- dóttur fréttamann sjónvarpsins, og ekki höföum viö veriö andrik- ari en svo, aö svör okkar voru nær samhljóma. Mér þótti þvi meira en kynlegt, hvers vegna þessar linur voru geröar aö auglýsingar- efiii. Vitanlega komst ég aö þeirri niöurstööu, aö viö fimmmenning- ar værum svona spennandi, aö helsta ráöiö til aö selja blaöiö væri aö nefna okkur sérstaklega. Og nú skyldi viöskiptaheimurinn vara sig. Honum er ekki eins leitt og hann lætur. Það veröur áfall fyrir Parisartiskuna, þegar ég verö næst spurö: Hvar kaupir þú fötinþvi? ogégveröaö svara: Ég kaupi öll min föt I Dido á Hverfis- götu. Ég tel lika rétt aö vara fi'nar verslanir viö. Ég ætla nefnilega bráöum aö kaupa mér regnhlif. Dragfina og stóra regnhlif. Þaö munaöi satt aö segja engu aö ég dæi eftir hátiöiega athöfn viö leiöi Jóns Sigurössonar 17. júni. Þaö átti ég ólært eins og margt annaö, aö sé maöur i opinberu lifi, ber manni aö eiga regnhlif. Ég var sú eina sem ekki kom meö slikan kjörgrip til hátiöarinnar. Þangaö kom ég lltillega kvefuö og Drott- inn allsherjar hellti yfir vinstri meirihluta borgarstjórnar og aöra helstu menn þjóöarinnar öllu þvi iskalda vatni, sem hann haföi yfir aö ráöa. Holdvot kom ég I anddyri Alþingis og stóö þarna eins og blautur hvolpur, þar til forsetafrúin okkar, félagi Raggi, réttí aðra regnhllf þeirra hjóna aö mér og sennilega varö mér þaö til lifs. En þaö bjargaöi ekki einhverju þjóölegasta kvefi, sem ég hef fengið um ævina. Þaö er hins vegar ekkert þjóö- legt þaö sem ég var aö hugsa i kirkjugaröinum, meöan Sigurjón gaf Jóni blómin. Ég vona aö mér fyrirgefist þó aö ég segi frá þvi. Ég var sem sagt aö hugsa um söguafStorm P. Honum varöein- hverju sinni gengið út i kirkju- garð og stóö þar hugsi yfir gömlu leiði. Kunningi hans kom aö hon- um og spuröi fullur samúöar: ,,Er der — eh nogen som er död?” Storm P. benti yfir garðinn og sagði: „Ja, de alle sammen!” En svo menn haldi nú dtki aö við gerum ekkert annaö en aö vera i einhverju tilstandi, skal það upplýst að borgarendur- skoöandi hefur sannaö meö tölum vegna blaöaskrifa um veislugleöi forseta vors, aö hann eyðir minni peningum i veislur en áður var gert. Mestur timi okkar — og raunar allur — fer i endalaust strit. Mér finnst meira aö segja þaö vera til vansa fyrir okkur aö hafa ekki haldiö veislu að þvi merka tilefni að einn borgar- stjórnarmanna var sleginn til heiöursborgara úti i hinum stóra heimi. Oft hefur nú verið skálaö af minna tílefni i henni Reykja- vik. Éghef rætt máliö viö l’Albert og hann er mér alveg sammála. En kannski hugsum við jafn- undarlega og Birgir Isleifur, sem finnst þaö „einkennilegt hlut- verk” aö hann skyldi „þurfa” aö taka viö kvörtunum Breiöholts- búa vegna þessdráttar sem orðiö hefúr á aö byggja sundlaug i hverfinu. 1 fyrsta lagi frestaði Birgir sjálfur byggingunni upp- haflega, svo að þaö var mátulegt á hann aö svara fyrir þaö. í ööru lagi er Birgir Isleifur ennþá borgarfulltrúi meö fullri ábyrgö, elskaöur og virtur af þúsundum reykvikinga, svo aö þetta var ekkert einkennilegt hlutverk. Þó aö hann sé ekki einvaldur i borg- inni okkar, er hann ennþá full- komlega ábyrgurborgarfulltrúi. Ef þetta hefur eitthvaö skolast til, skal þaö hér meö leiörétt. Maöur fær nefnilega einhverja áráttu til aö leiðrétta alla skapaöa hluti, þegar maöur veröur borgarfulltrúi. Hér áöur fyrr nægöi mér aö vera si- pússandi heima hjá mér sem þrifnaðarhúsmóðir. Nú finnst mér aö ég beri persónulega ábyrgö á öllu þvi rusÚ, sem sam- borgarar minir dreifa um göturnar. Óg oft langar mig aö flytja yfir þeim sama reiöilestur- in ogégles yfir krökkunum min- um heima fyrir. Ég skammast min fyrir skipulag borgarinnar fyrr og siðar, kvelst yfir for- heimskandi leiktækjasölum, subbulegum sjoppum, illri um- gengni um gróöur borgarinnar og öllu þvi sem aflaga fer, en get endanlega ekki mikið gert. Ég gat meira aö segja ekki hjálpaö manninum, sem hringdi I mig og sagöi aö lögreglan heföi tekið hundinn sinn, og nú vildi hann fá hann aftur. Ég sagöiað lögreglan væri einungis aö gera það, sem henni bæri I starfi sinu,en maður- inn hélt þvi staöfastlega fram að ég væri valdameiri en lögreglu- stjóri. Ég hefði veriö kosin, en hann ekki. Þaö er kannski ófor- skammað aö segja frá þvi, en hundinn fékk hann. Ekki meö valdbeitingu, heldur með smá- vægis skilningi milli manna. Og sennilega veröa lögreglumenn aö hafa teygjanlegri skilning á mannfólkinu en annaö fólk tíl aö botna eitthvað i þvi. Og ég vona að voffi sé hress, þó aö hann hafi ekki atkvæðisrétt. Þaö er vinstri meirihlutinn lika eftir áriö, þó aö ákveönir fulltrúar láti smdvegis á sjá. Reykvikingar mega þvi vænta alls hins besta á næsta borgarstjórnarári. 29.«. Forsíöu- myndin Jónlna Lára Einarsdóttir Forsiöumyndin barst noröan frá Raufarhöfn, hún er eftir Jóninu Láru Einars- dóttur og heitir „Leikföng og túlipanar” — unnin I zink- plötu, bæöi i mjúkan grunn og harðan Jónina fæddist i Reykjavik áriö 1947. Hún stundaöi nám viö Myndlista- og handiöa- skóla tslands á árunum 1973—1977. Hún hélt sýningu I Galleri Sólon Islandus 1977 ásamt þrem öðrum og á myndir á farandsýningu sem nú fer um Sviþjóö. Jónina fluttist I október i fyrra til Raufarhafnar og hefur komiö sér upp vinnu- aðstööu þar. AUGLYSING Samkvæmt lögum nr. 22 frá 18. mai 1979 verður 15 milljónum króna ráðstafað úr Gengismunarsjóði til orlofshúsa sjó- mannasamtakanna. Umsóknir um framlög úr sjóðnum óskast sendar ráðuneytinu fyrir 15. júli 1979. Umsóknum fylgi upplýsingar um fjölda starfandi manna i félögunum Sjávarútvegsráðuneytið, 29. júni 1979. • Blikkiöjan Asgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 Auglýsið í Þjóðviljanum D/OÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.