Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júll 1979
pmv/u/m
Málgagn sósialisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
(Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
LJmsjónarmaöur Sunnudagsbiaös: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson
Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón
Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. tþróttafréttamaöur:
Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir SigurÖsson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristín Pét-
ursdóttir.
Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún BárÖardóttir
HúsmóÖir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavlk, ifmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Um eldrí konur
á vinnumarkaöi
• Fyrir viku voru sagðar á jafnréttissiðu blaðsins
nokkrar dapurlegar sögur af hlutskipti eldri kvenna
á vinnumarkaði. Dæmisögur þessar voru mjög i
sama dúr. Konur sem komnar eru á fimmtugsaldur
eða eldri mega búast við þvi, að leit þeirra að vinnu
verði löng og ströng og kannski árangurslaus, og
svo þvi, að þeim verði sagt upp á undan öllum öðr-
um. Þetta öryggisleysi leiðir svo aftur til þess, að
konurnar sætta sig við að gengið er á rétt þeirra
með ýmsum hætti, láta óttann við atvinnuleysið
neyða sig til að taka ýmsum þeim kostum sem
brjóta i bága við sjálfsögðustu réttindi verkafólks.
• í annan stað eru sagðar sögur af þvi, hvernig
ákvæðisvinnukerfi ýmiskonar flæma þær konur
sem teknar eru að reskjast burt úr frystihúsum og
saumastofum, vegna þess að þær hafa ekki lengur
heilsu eða viðbragðsflýti til að risa undir þvi álagi
sem þessi kerfi heimta. Þessi launakerfi reynast
ekki aðeins mjög arðbær vinnukaupendum, sem að
öðrum kosti hefðu ekki tekið þau upp eins og liggur i
augum uppi. Þau hafa um leið sundurvirk áhrif,
rjúfa samstöðu þeirra sem starfa hlið við hlið eins
og sést best af dæmi þeirrar konu sem hrakin var
milli borða i frystihúsi vegna þess að hún þótti of
sein og „dró niður bónusinn fyrir hinum”. Þessi hlið
málsins er reyndar, þegar til lengdar lætur, jafnvel
enn alvarlegri en meira eða minna dulbúin kjara-
skerðing sem ýmsir atvinnurekendur láta sér sæma
að koma á með öryggisleysi illrasettrahópa verka-
fólks að vopni.
• Þessi mál minna mjög rækilega á að kaupgjald er
i sjálfu sér ekki nema takmarkaður mælikvarði á
kjör alþýðu, um þau verður ekki fjallað að gagni
nema að spurt sé um réttinn til vinnu og hvernig
hann er virtur i raun. Og þetta þjóðfélag sýnist i
þessumefnum i þeirri hættu að sogast æ lengra inn i
þróun sem mjög langt er komin i löndum allt i
kringum okkur. Þar hafa fjöldaatvinnuleysi og
kröfur gróðans um hagræðingu leitt til þess, að
starfsaldur dregst stöðugt saman: Mjög ungt fólk
fær ekki vinnu sökum reynsluskorts eins og það
heitir, og sá sem er fertugur, karl og kona, fær ekki
nýtt starf, né heldur þvi gamla, ef harðnar á daln-
um i hans starfsgrein. Reyndar er oft gripið til þess
að benda á riflegar atvinnuleysisbætur, sem bjargi
þessu fólki frá framfærsluvandræðum — a.m.k. i
þeim þjóðfélögum sem rikust eru. Að sjálfsögðu er
ekki ástæða til að gera litið úr atvinnuleysisbótum.
En þær mega aidrei verða til þess, að menn eins og
sætti sig við þá þjóðfélagsþróun sem dæmir fólk úr
leik, frá virkri þátttöku i samfélaginu, brýtur niður
sjálfsvirðingu manna og persónuleika. En þessi eru
einmitt helstu félagsleg og sálræn áhrif langvarandi
atvinnuleysis.
• Samantektin á laugardaginn var f jallaði um eldri
konur við láglaunastörf. Þeirra mál eru brýn i
sjálfu sér og krefjast viðbragða verkalýðshreyfing-
ar og vinstrisinna. Einnig vegna þess, að hlutskipti
þessara kvenna er um leið illur fyrirboði um þróun
sem vofir yfir æ fleiri konum og körlum — ef menn
ekki kunna önnur ráð en þau sem i raun hefur verið
fylgt i nálægum rikjum.
— áb
• úr aimanakínu
Svo viröist sem islenska
sósialista skorti allan dug til aö
andmæla „flokksforystunni”
um þessar mundir. A skömmum
tima hafa þverstæöur stjórnar-
samstarfsins komið skýrt fram:
Alþýðubandalagið á þátt i aö
setja bráöabirgðalög gegn lög-
lega boðuöu verkfalli, Walter
Mondale þakkar rikisstjórninni
góðan skilning á nauösyn her-
stöðvarinnar, Svavar Gestsson
tekur aö sér formennsku
EFTA-ráösins, Hjörleifur Gutt-
ormsson opnar Grundartanga-
verksmiðjuna.
Stjórnarþátttaka Alþýöu-
bandalagsins var I fyrstu um-
deild jafnvel i þingliði flokksins.
Þeirrar deilu sér ekki staö á síö-
Karl Marx þungbúinn yfir
bráöabirgöalögunum.
Þjóðviljinn
og stjórnar-
þátttakan
um Þjóðviljans. Oánægjuraddir
bæra varla á sér i Dagskrár-
greinum: Þörf ádrepa Vésteins
Lúövikssonar fyrir viku er eina
undantekningin.
I forystugreinum blaösins og
öörum stefnumótandi skrifum
er stefna stjórnarinnar réttlætt.
Þó heföi verið gullið tækifæri
fyrir Þjóöviljann til aö sýna
sjálfstæði, láta gagnrýnisraddir
heyrast, spyrja flokksforystuna
erfiðra spurninga. Á þann hátt
hefði hann getað sýnt vilja sinn
tíl aö vera opiö blaö allrar
verkalýöshreyfingarinnar, ekki
aöeins stjórnarmálgagn. Þaö
hefur alltof litiö borið á viðleitni
i þá átt.
Þess i staö berast okkur sem
viljum teljast til vinstri slitur úr
söngnum gamalkunna til eyrna.
Hvaö segir ekki um bráöa-
birgðalögin I stjórnmálagrein
blaösins s.l. sunnudag:
,,En hvort sem við erum fylli-
lega sátt viö þær aðgerðir eða
ekki, þá skiptirþað mestu að við
snúum bökum saman og séum
ekki aö skemmta skrattanum
meðsundrungu i okkar röðum”.
Þennan söng ætti að taka út af
vinsældalistanum. Þaö er með
þessum röksemdum sem
Alþýöubandalagiö hefur viljað
þagga niöur i röddum til vinstri
viö sig, vlsað til þess aö menn
ættu aö gleypa allar ráöstafanir
möglunarlaust — annars fitnar
ihaldið einsog púkinn forðum.
Þaö er einmitt nú sem umræöa
um stjórnlist er áriðandi fyrir
sósíalista á tslandi: Róttækir
vinstri sinnar þurfa aö benda á
aöra leiö en þetta stjórnarsam-
starf. Siöustu atburöir og rétt-
læting þeirra I Þjóðviljanum
ætti að undirstrika nauösyn
slikrar umræöu, vera vinstri
hreyfingu hvatning til athafna.
t leiðara Þjóöviljans þriðju-
daginn 19. júni gat að lita rök-
semdir til stuönings bráða-
birgðalögunum sem eru jafn
heiðarlegar og þær eru nýstár-
legar i þessu blaöi. Dæmi:
„Auk þess eru efnahagsmálin
i heild ákaflega vandmeðfarin
um þessar mundir, og aðrir
hópar launþega hafa fallist á aö
axla sinn hluta af þeim byrbum
sem á þarf aö leggja i barátt-
unni við veröbólguna”.
„Ef eitthvert miö veröur tekið
af tíllögum Sáttanefndar virðist
sem farmenn megi sæmilega
viö una, auk þess sem sú lausn
mála viröistekki gefa tilefni tíl
viöbótarkröfúgeröa frá öörum
hópum launþega”.
„Þar með ættí aö myndast
svigrúm hjá rikisstjórninni til
mótunar tillagna um heildar-
lausn þess efnahagsvanda sem
við blasir”.
Þaö þarf að leggja byrðar á
launþega, koma i veg fyrir aö
aðrir kröfuhópar fari af stað,
svo rikisstjórnin fái svigrúm til
sinna hluta. Og þaö má ekki
skemmta skrattanum með þvi
aö berjast gegn þessari stefnu.
Væri ekki nær að láta hrein-
ræktaða hægri stjórn annast
þessa árás á verkalýðshreyfing-
una (sem þá mætti brýna til
baráttu) og láta Morgunblaðiö
um aö birta leiðara af þessu
tagi?
En hér viröist vera fundin
baráttuviömiöun Alþýöubanda-
lagsins: Aö annast stjórnunar-
Halldór
Guðmunds-
son
skrifar
störf fyrir auðvaldiö. Og ekki
stendur á góöum ráðleggingum
úr sósialisku herbúöunum.
Þannig kom einn flokksmaður
eftirfarandi ábendingu til
islenskra útgerðarmanna á
þessum staö fyrir viku:
„Fiskurinn okkar er orðinn
eftirsótt vara sem við eigum að
selja voldugum og auðugum
þjÆum dýru veröi”.
Ætla má aö litiö yrði um aö-
flutninga til tslands ef allar
þjóöir hefðu sama viöhorf til
sinna útflutningsafurða (hvað
meö Norðmenn og oliuna?).
Þessi dæmi voru tilfærð til að
ýta við sósialistum i Alþýöu-
bandalaginu. Hversu langt eru
þeir reiðubúnir til að fylgja
forystu sinni?
Það er ástæðulaust að hafa
alltaf uppi hávær hróp um svik.
Alþýðubandalagið er sósial-
demókratiskur fiokkur og þann
grundvöll sinn er það á engan
hátt að svikja. Og sé miðað við
þær forsendur að mestu skipti
að halda núverandi atkvæða-
magni og stöðu i þinginu, jafn-
vel þó það kosti aðgerðir sem
þessar, er það sjálfsagt rétt að
Alþýðubandalagið hafi orðið að
standa að bráðabirgðalögunum.
Hreyfingin er allt, markmiðið
ekkert, er haft eftir Bernstein
gamla erkikrata.
En þaö er aftur á móti full
ástæða til þess að benda á að
stjórnlist Alþýðubandalagsins
markar ekki þá frægu „leið ts-
landstil sósialismans”. Viðsem
utan þess stöndum ogteljum að
byltingarsinnaður sósialismi
eigi ennþá erindi til verkalýðs-
stéttarinnar, erum oft sakaðir
um óraunsæi og draumóra-
mennsku. Mér sýnist þessu
þveröfugt farið: Við reynum að
benda á að Alþýðubandalagiö er
að reyna að feta stig endurbóta-
stefnunnar þegar hann er orðinn
ófær. Kreppa islensks og alþjóð-
legs auðvalds er slik aö innan
ramma þjóðskipulagsins er ekki
rúm fyrir veriúegar endurbæt-
ur. Rikisstjórnir þessara landa
fá, hvort sem sósialdemókratar
taka þátt i' þeim eða ekki, það
hlutverk að skerða kjör verka-
fólksins, svo „atvinnuvegirnir”
getí rétt úr kútnum.
Með slikum aðgerðum búa
vinstri stjórnir i haginn fyrir
sigur hægri aflanna — dæmið af
Bretlandi á að þessu leyti við
tsland. Róttækir sósialistar
benda á að islensk verkalýðs-
hreyfing fær ekki risið undir
þjóðfélagslegum völdum einsog
nú er ástatt. Verkefni þeirra er
að búa hana i stakk til þess.
Þátttaka I stjórn, sem ræöst
gegn sjálfum verkfallsréttin-
um, slær vopnin úr höndum
vinstri manna. Þá fyrst er
skrattanum skemmt. h6