Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. júll 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 FRAMFARIR, í hverra þágu? I málflutningi þeirra sem kenna sig við frjálshyggju og trúa á markaðslögmál kapital- ismans er hverskyns sósialismi vis leið til ófrelsis. Þeir segja að visu ekki að kapitaliskt efna- hagskerfi sé vis leið til frelsis, enda væri alltof auðvelt að af- sanna það með tilvisun til ein- ræðisstjórna og herforingja- stjórna af ýmsu tagi sem hafa lögmál markaðarins i heiðri. Málflutningurinn segir ekki að kapitalisminn sé hið sama og frelsi og mannréttindi. Hins vegar er þvi haldið fram, að markaðskerfið sé nauðsynleg forsenda frelsis og lýðræðis. Hlutskipti alþýðu I þessum málatilbúnaði vill það gleymast, að menn geri sér grein fyrir misjöfnu hlutskipti þegna þeirra rikja, til dæmis i svonefndum þriðja heimi, sem ekki komastá blað þegar settur er saman listi yfir þingræðisriki sem eiga að heita samkvæmis- hæf. Það er kannski sagt sem svo, að bæði Kúba og Brasilía séu einræðisriki, á einum staðn- um sé kommúnistastjórn en á hinum herforingjaklika. Illt sé það aUt og bölvað. Og þó er kannski um leið látið að þvi liggja að kapltalisminn, mark- aðslögmálin, samkeppnin og allt það, tryggi löndum eins og Brasiliu miklar framfarir sem fyrreða slðar muni hafa áhrif til góðs fyrir lýðréttindi. Miklu sjaldgæfara er að sjá tilraunir til aö bera það saman hvaðtvö þróunarmynstur þýða I raunogveru — hið „brasillska” sem einkennist af hraðri upp- byggingu fyrir tUstilli alþjóð- legra fjárfestinga og hið kúb- anska sem einkennist af „skipu- lagshyggju” og áætlunarbúskap — hvortsem menn nú vilja kaUa Kúbu sósialískt samfélag með nokkrum fyrirvörum eða án þeirra. Brasiiia og Kúba 1 sænska timaritinu Kommentar var ekki alls fyrir löngu gerður slUcur samanburð- ur. Hann nær ekki nema til fárra þátta I samfélagsþróun — tU dæmis kemur þar ekki við sögu sá árangur sem Kúbumenn hafa náð i að byggja upp fræðslukerfi og heilsugæslukerfi og ýmislegt félagslegt öryggi sem mjög er I skötullki í rikjum eins og BrasUIu. Hér er nær ein- göngu spurt um hagvöxt — og svo skiptingu þjóðartekna. Og kemur ýmislegt fróðlegt i ljós. Bæði Kúba og Brasilla geta státað af allmiklum hagvexti á þeim tima sem liðinn er siðan Castro og menn hans héldu skeggjaðir og sigri hrósandi inn I Havana fyrir um það bU tutt- ugu árum. Til dæmis að taka óx þjóðarframleiðsla i' Brasiliu um 9,6% á ári á áratugnum 1966—78 eða um 6,5% á mannsbarn. A Kúbu nam vöxtur þjóðarfram- leiðslu á sama tlma 7,3% á ári eða 5,5% á mann. Sko tU, munu frjálshyggju- menn segja, kapltalisminn stendur sig samt betur! Það er ekki vist. Þegar um- ræddur áratugur hefst eru Kúbumenn enn að súpa seyðið af efnahagslegum hefiidarað- gerðum Bandarikjanna gegn Kúbubyltingunni. En Brasilla er I náðinni hjá öllum lánveitend- um ográðstafendum auðmagns, BrasUia er það land sem einna mest fær til sin I þróunaraðstoð, og fjársterkir auðhringar standa undir 70—90% af fram- leiðs lu a ukn i ngu nni. Hvert fer arðurinn? Hagvöxturinn fer lika til aUt annarra þarfa í BrasUIu en á Kúbu. A Kúbu hafa launakjör batnað i takt við hagvöxtinn (sjá töflu) og ágóðinn farið til þeirrar félagslegu uppbygging- ar sem áður var nefnd. I Brasiliu tekur gróðallnuritið glæsilega sveiflu upp á við meðan laun hreyfast miklu minna — og þessi ágóði skUar sér aftur tU alþjóðlegu auð- hringanna. Ekki skiptir minna máli sústaðreynd, að efnahags- legar framfarir í BrasUIu skila sér fyrst og franst I vasa hinna efnuðu i landinu sjálfu meðan þeir fátækustu mega snapa gams. Arið 1976 fengu um 6% starfandi manna I BrasUIu hver um sig fimm tU tlu lágmarks- laun á mánuði — meðan um helmingur vinnandi manna fékk aðeins þau laun sem opinber- lega eru viðurkennd sem lág- markslauneða minna.Og þegar menn skoða þessa hluti i sam- hengi við veröbólgu, fram- færslukostnað, atvinnuleysi og fleira verður útkoman sú, að I BrasUIu búa um 70% þjóðarinn- ar viö kjör sem eru lakari en * sunnudagspistill Brasilía ________Gróði "Þjóðar- framleiðsla ---Laun Kúba Þjóöar- framleiösla Hagnaöur Laun 1965 1966 1967 1966 1969 1972 1973 1975 1975 Þetta linurit gefur nokkra hugmynd um þróunina —takið eftir vax- andi bili milli þjóðarframleiðslu og launa I Brasiliu og jafnri þróun á Kúbu. opinber skUgreining á „hungur- mörkum” segir til um. Skoðum þetta nánar. Þeir riku urðu rikari Arið 1960 námu þjóðartekjur I BrasUiu 337 dollurum á mann en 703 doUurum 1976. Arið 1960 fengu þau 20% landsmanna sem fátækastir vorúað meðaltali 59 doUara I sinn hlut eða 3,5% af þjóðartekjum. Þau 5% sem tekjuhæst voru fengu 27,7% af þjóðartekjum eða 1869 doUara á mann (munurinn er ca. einn á móti þrjátiu). Arið 1976 fengu þeir fátækustu 2,7% þjóðartekna I sinn hlut eba minna en sextán árum áður, og hver þeirra 95 doUara. Þeir rik- ustu höfðu aukið hlutdeUd slna I þjóðartekjum upp 1 39% og fékk hver þeirra 5475 dollara. (Munurinn um það bil einn á móti fimmtiu og fimm). Þessi misjafnaðarþróun sést ekki aðeins þegar jaðarhópar eru skoðaðir. Arið 1960 fengu þau 40% landsmanna sem fá- tækastir voru 11,5% þjóðar- tekna I sinn hlut en sextán árum slðar var sú hlutdeild orðin 7,9%. A meðan höfðu þau 20% þjóðarinnar sem bestefiii hafa farið úr 54,3% þjóðartekna I 66,1% — og tekjubilið á milU þessara tveggja stóru hópa (60% landsmanna) hafði aukist úr einn á móti tiu I einn á móti sextán eða þar um bil. Aukinn jöfnuður Ef menn svo vilja bera þetta saman við Kúbu, þá má sjá af skýrslum frá 1953 þegar Batista ræður enn fyrir landi, mjög svipaða tekjuskiptingu og I Brasilíu. Þau 20% landsmanna sem minnst hafa fá I sinn hlut 2,1% þjóðartekna eða 33 dollara á mann, en þeir 5% sem rlkastir eru 28% tekna og um 1800 doll- ara á mann. En árið 1973, þegar bylting Castros hefur breytt pólitlsku og efnahagslegu lands- lagi eyjarinnar er tekjuskipt- ingin orðin sem hér segir (meðaltekjur á mann teljast þá vera 602 bandarlskir dofiarar): 20% þeirra sem lægstar tekjur hafa fá i sinn hlut 7,9% þjóðar- tekna eða 236 doUara á mann. 40% þeirra sem minnst hafa fá alls 40,4% eða 305 doUara á mann. 20% þeirra sem mest hafa fá i sinn hlut 34,9% þjóðartekna eða 1044 doUara á mann. Þau 5% sem efst tróna fá 9,5% tekna eða 1136 dollara á mann. Eins og hver maður getur séö er tekjuskiptingarmynstrið hér aUt annaðen I Brasiliu. Stórlega hefur dregið úr þeim mun sem er á lágtekjufólki og hátekju- Eftir Árna Bergmann fólki (er 1973 einn á móti rlflega fjórum) og mjög stór hluti þjóð- arinnar er bersýnilega með einskonar miðlungstekjur. Hér við bætist, að kjör eru ekki ein- ungis mæld I launagreiðslum, og sú umfangsmikla samneysla sem upp hefur verið komið á Kúbu gerir sitt til að draga úr tekjumun —nema þá að einhver duUn friðindi séu ekki reiknuð með i ofangreindum útreikningi (eins og menn verða að gera ráð fyrir þegar talað er t.d. um Sovétrikin). Sem fyrr segir: Þessi saman- burður er ófullkominn. En hann segir sfna sögu um tvennskonar þróun I löndum sömu álfu og minnir á veigamikinn þátt sem oft verður útundan i vangavelt- um um frelsi og mannréttindi: á jöfnuð þegnanna. Þróun til auk- ins jöfnuðar er mikill og ótvi- ræður þáttur I mannréttindum sem eiga að vera meira en formiö eitt. AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.