Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 1. júll 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 GuOrún á Ilka fjfar salamöndrur sem sýndu ljósmyndaranum litla þolinmæöi og hlupu I allar áttir. Mussó fylgdist vel meö þegar Guörún sýndl honum boxiö meö þurrkuöum maöki. Guörún setti vftamlntöflu ofan I búriö til slörgúbbanna og þeir gæddu sér á henni meö góöri lyst. éti seiöin sin og lika aö þeir ráöist á aöra fiska. Hvernig er sam- búöin þar sem margar tegundir eru saman? — Hér rikir alls staöar friö- samleg sambúö. Meira aö segja þeir fiskar sem venjulega éta seiöin sin eru steinhættir þvi. Þaö erbara ein tegund sem er árásar- gjörn,en hún ræöst á plöntur. Hún er kölluö sláttuvélin af þvi aö hún hreinlega kubbar niöur jurtirnar. Ég varö aö gefast upp viö aö hafa lifandi gróöur i búrinu. — Er dýrt aö rækta fiska? — Fóöríö er ansi dýrt sérstak- lega þurrfóöriö. Ein dós meö 900 gr. kostar um 11 þús. kr. Þaö er dýrt aö fóöra þá yfir veturinn en á sumrin er hægt aö drýgja fæöiö meö ánamöökum og fleiru. Ég hef selt nokkra fiska svona upp I raf- magn og fóöur en þaö er engin gróöalind. — Er ekki hætta á úrkynjun þegar stofninn vex svona út frá einu pari? — Jú, þaö veröur aö endurnýja meö vissu millibili. Þegar úrkynjunar fer aö gæta hætta fiskarnir aö stækka. — Fiskirækt i heimahúsum i svona stórum stíl hlýtur ab teljast all sérkennileg,hvaöa gildi hefur hún fyrir þig? — Fiskarnir eru orönir eins og hluti af sjálfri mér, og ég held aö myndi sakna þeirra mikiö ef þeir hyrfu. En reyndar eru þeir orönir allt of margir. Ég hef óskaplega gaman af þeim. Ég geri tilraunir i ræktun og meöferö og þar ab auki hafa þeir róandi áhrif á mig. Þaö er svo gott ab hafa þá i kringum sig. —ká Bræðurnir Karamazof prentaðir á íslandi 1 íslenskri bókaskrá sem Landsbókasafnið gefur út er margan fróðleik merki- legan að finna. Til dæmis má lesa, að í f yrra haf i ein merkasta skáldsaga í samanlögðum heimsbók- menntum verið prentuð hér á fslandi, En það er Bræðurnir Karamazof eftir Rússann Fjodor Dostoéfskí. Þaö er hinn atkvæöamikli raf- tækjainnflytjandi og bókaút- gefandi Færeyinga, Emil Thom- sen, sem gefur bókina út og Hebin Brú, þekktur sagna- meistari færeyskur þýddi bókina. Islendingar hafa aldrei komiö þessari ágætu skáldsögu á prent, og hafa reyndar veriö skammar- lega hiröulausir um Dostoéfski. Glæpur og refsing kom út á þriöja áratugnum i þýöingu Vilhjálms Þ. Gislasonar og síöan ekki sög- una meir. Hermt er aö séra Gunnar Arna- son hafi þýtt Karamazobræbur og ekki einu sinni heldur tvisvar. Vegna þess aö handritiö fór á flakk milli útgefanda og týndist. þá hafi séra Gunnar þýtt verkib i annab sinn — og er þaö ekki komiö út enn. Þessi skáldsaga Dostoéfskis er löng og venjulega gefin út i þrem bindum. Svo var og um hina færeysku útgáfu. Olafsfjörður Starf skólastjóra við Tónskóla Ólafsf jarðar Auglýst er laust til umsóknar starf skóla- stjóra Tónskóla ólafsfjarðar frá 1. október n.k. Nánari upplýsingar gefur formaður skóla- nefndar tónskólans Björn Þór ólafsson, Hliðarvegi 61, Ólafsfirði, simi %-62270. Umsóknir sendist á bæjarskrifstofurnar i Ólafsfirði, Kirkjuvegi 12, eigi siðar en 20. júli 1979. Skólanefnd. * Matstofan Hótel Garði er opin frá 18-20 Góður matur — lágt verð Stúdentakjallarinn er opinn frá 11,30-23,30 Pizza, létt tónlist, sild og smurt brauð i ró- legu umhverfi. Stúdentakjallarinn Hótel Garður v/ Hringbraut Sumarferð ABR Farið veröur um Borgarfjörö og m.a. á söguslöðir Snorra Sturlu- sonar. Myndin er frá Borg á Mýrum en þar bjó Snorri I nokkur ár. Borgarnes er beint fram undan en Hafnarfjall til vinstri (Ljósifn.: GFr) Á slóðir Snorra Sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík í ár verður farin sunnudaginn 29. júlí n.k. sagði Guð- mundur Magnússon, nýkjörinn formaður félagsins í samtali við Þjóðviljann í fyrradag. Farið verður vestur til Borgarfjarðar m.a. á slóðir Snorra Sturlusonar. Aðalfararstjóri verður hinn þjóðkunni Borgf irðingur Páll Bergþórsson veðurfræðingur en nú sem fyrr verða leiðsögumenn í hverjum bíl. Nánar verður sagt frá ferðinni í Þjóðviljanum innan tíðar. Guömundur Magnússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.