Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1, júll 1979
Islensk
kvikmynda-
gerð
Umsjón:
Sigurður
Jón W fflír f- ^ I wL
Ölafsson
Andrés Indriðason og
Gisli Gestsson hlutu styrk
úr kvikmyndasjóðnum að
upphæð 5 milj. kr. til að
gera barnamynd, sem ber
heitið Veiðiferðin. Andrés
er dagskrárgerðarmaður
hjá sjónvarpinu, en Gísli
hefur unnið sjálfstætt að
kvikmyndagerð í mörg ár.
Við heimsóttum þá
félaga og spurðum þá
fyrst, hver hefði verið
hvatinn að því að gera sér-
staklega kvikmynd fyrir
börn.
— Ætli þaö sé ekki fyrst og
fremst sú staðreynd, aö hér hefur
ekki veriö gerö barnamynd i 20-30
ár eöa siöan mynd óskars Gisla-
sonar, Siðasti bærinn i dalnum, og
Gilitrutt, sem Asgeir Long geröi,
litu dagsins ljós. Þaö eru rúm tvö
ár slðan viö fengum þá hugmynd
aö búa til barnamynd, en þaö var
ekki fyrr en þessi styrkur kom til
sögunnar, aö viö ákváöum aö riöa
á vaöiö.
Myndin veröur um 90 min. löng.
Hún er tekin á breiðfilmu og er
sérstaklega gerö til sýningar i
kvikmyndahúsum, enda hugsum
viö okkur aö reyna aö bæta úr
þeim skorti, sem er á efni viö hæfi
yngstu barnanna I bióunum. Hér
hafa um margra ára skeið nær
eingöngu veriö sýndar erlendar
barnamyndir og þaö þarf ekki aö
efa þaö, aö efniö fer fyrir ofan
garö og neöan hjá þessum aldurs-
flokki. Þó ber ekki að skilja þaö
svo, aö þessi mynd sé ein-
vöröungu viö hæfi barna: viö
gerum ráö fyrir, aö þeirsem eldri
eru hafi allteins gaman af henni.
— Viljiö þiö upplýsa okkur eitt-
hvaö um efni myndarinnar?
— Myndin gerist öll á einum
sumardegi á Þingvöllum, en
þennan dag drífur þar aö fjölda
manns eins og endranær. Þarna
kemur fólk meö sitthvað I huga:
sumir ætla aö renna fyrir silung
og eru staöráönir i aö veiða
marga fiska og stóra, aörir láta
sér nægja aö njóta veöurblfö-
unnar og feguröar náttúrunnar.
Astfangin hjörtu eru meö i
spilinu, svo og tveir grallara-
spóar, sem eiga stefnumót i
vændum. Þaö bregöur lika fyrir
mönnum, sem viröast eiga eitt-
hvaö óhreint i pokahorninu.
Laganna veröir eru á sinum staö
og þeir gripa inn i atburöarásina,
þegar þurfa þykir. Börn koma
mjög mikiö viö sögu i myndinni.
Sjö ára stúlka er komin meö
pabba sinum, en hann hefur meiri
áhuga á veiöiskapnum en aö
sinna henni. Hún eignast góða
vini þar sem eru miðaldra hjón.
Siöast, en ekki sist, koma viö sögu
hressir krakkar, 9 og 12 ára syst-
kini, en þau fara I rauninni meö
aöalhlutverkin I myndinni. Þau
hafa komiö meö foreldrum
sinum, sem leggja mikiö á sig til
aö geta slappaö af á þessum
sumardegi. Fyrir tilviljun rata
þessir krakkar i ævintýri, sem
ekki veröur farið nánar út I, en
frásögnin af þvi er rauöi þráöur
Rætt við Andrés
Iridríðason og Gisla
Gestsson um
kvikmyndina
Veiðiferðin
myndarinnar, á milli þess sem
fylgst er meö þvi fólki, sem hér
hefur veriö nefnt.
1 þessari kvikmynd er slegiö á
léttari strengi, enda aö sjálfsögöu
stefnt aö þvi aö hún veröi
skemmtileg á aö horfa. Hún er
gerö meö þaö I huga, aö börn geti
auðveldlega notiö hennar og börn
vita hvaö þau syngja. Þau vilja
láta koma sér á óvart. Þau vilja
brosa og hlæja. Þau vilja, aö þaö
sé lif I tuskunum. Þeim finnst
gaman aö tónlist. Viö höfum tekiö
miö af þessu og ætlum ekki aö
prédika eitteöa neitt. Hér er bara
mannlifiö eins og þaö kemur
okkur fyrir sjónir. A köflum er
talsvert lif i atburöarásinni og á
nokkrum stööum veröur kryddaö
meö léttri músik, sem verður sér-
staklega samin fyrir myndina.Vif
höfum leitast viö aö gera persón-
urnar trúveröugar. Ef þaö tekst
ættu ýmsar manngeröir að koma
kunnuglega fyrir sjónir og jafnvel
gætu sumar vakiö bros. Þegar
allt kemur til alls er ekkert eins
broslegt og veruleikinn sjálfur.
Meö hlutverk barnanna I
myndinni fara þau Guðmundur
Klemensson, 9 ára, Kristin Björg-
vinsdóttir 12 ára, og Yrsa Björt
Löve, 7 ára, en auk þeirra fara
Sigriöur Þorvaldsdóttir, Siguröur
Karlsson og Siguröur Skúlason
meö stór hlutverk i myndinni. Af
öðrum leikurum má nefna Pétur
Einarsson, Arna Ibsen, Róbert
Arnfinnsson, Guðrúnu Þ. Step-
hensen, Pétur Sveinsson, Sigurö
Jóhannesson og bræðurna Halia
og Ladda.
Andrés Indriöason hefur gert
handritiö aö kvikmyndinni og er
hann jafnframt leikstjóri. Gisli
Gestsson annast kvikmyndatöku.
Sigurður Öm er höfundur fyrstu
íslensku teiknimyndarínnar
Þaö er vist ábyggilega ekki á
hverjum degi, sem viö eigum
þess kost aö horfa á islenska
teiknimynd. Sú fyrsta þeirrar
tegundar fer nú senn aö Uta
dagsins ljós. Höfundur hennar
er Siguröur örn Brynjólfsson,
auglýsingateiknari, en hann
hlaut einnar miljón kr. styrk úr
kvikmyndasjóönum til aö full-
gera teknimynd eftir Þryms-
kviöu. Siguröur örn lauk námi
frá auglýsingadeild Myndlistar-
og handiöaskóians 1968. Eftir
þaö lagöi hann land undir fót og
var eitt ár viö iistaskóla I
Rotterdam i Hollandi, en sföan
hefur hann unniö á auglýsinga-
stofum. Viö báöum Sigurö örn
um aö skýra okkur frá efni
Þrymskviöu.
Kvæöiö hefst á þvi, aö Asinn
vaknar morgun einn viö þaö, aö
þaö er búiö aö stela hamrinum
hans. Eru nú góö ráð dýr hjá
ásunum, þegar hvergi finnst
aðalvopn þeirra. Loki sem er
hægri hönd Þórs, fær lánaöan
fuglsham hjá Freyju og þannig
búinn er hann sendur af staö til
aö leita hamarsins. Hann
flýgur til Jötunheima og hittir
þar Þrym aö máli, sem viöur-
kennir aö hafa stoliö hamr-
inum. En Þrymur vill ekki láta
hann af hendi, nema meö þvi
skilyröi aö fá Freyju fyrir
konu. Hann flýgur meö þessi
skilaboötilbaka. Þór finnst þaö
ekki nema sjálisagöur hlutur aö
gengið sé aö þessum skilmálum,
en Freyja, sem trúlega er mikil
kvenréttindakona, er alls ekki
sama sinnis. Æsirnir þinga um
þetta mál og veröur þaö loks aö
ráði meö þeim, að Þór klæöist
kvenmannsfötum og gangi á
fund Þryms, drottins þurs-'
anna. Þór er engan veginn
ánægöur meö þessa ráöstöfun
og heldur þvi fram, aö þá muni
æsirnir kalla hann argan, sem
þýðir kynvilltur. Hann veröur
þó aö hlita ráöi þeirra. Fara
þeir nú Loki saman til Jötun-
heima og er Þrymur aö vonum
ánægöur meö kvonfang-
iö. Veislu er slegiö upp til
heiöurs brúöhjónunum. Þór fær
hamarinn sinn aftur I brúöar-
gjöf, en þá er hann ekki seinn á
sér að afklæöast dulargervinu
og endar kvæöiö á þvi aö hann
gengur af öllum þursunum
dauöum með hamrinum.
— Manni sýnist á þessum
teikningum, aö þú farir nokkuö
frjálslega meö efniö?
— Já, ég bætti þarna inn ýms
um nútimalegum hlutum eins
og flugvél, sima o.þ.h. Ég er
ekki aö myndskreyta Þryms-
kviöu sem slika, öllu heldur er
þetta eigin fantasia, sem er
unnin upp úr þessum söguþræöi.
Upphaflega var hugmyndin
sú aö tengja þetta efni viö
Þd kvað það Þrymur,
þursa drottinn:
„Standið upp, jötnar,
og stráið bekki.
Nú færir mér
Freyju að kvon
Njarðar dóttur
úr Nóatúnum"
ástandiö i heiminum I dag, en sú
efnismeðferð hefur breyst alh
nokkuð meö tfmanum. Frá þvi
ég byrjaöi á þessu hafa átt sér
staö sifelldar breytingar á
túlkun kvæðisins og ef ég væri
aö byrja á þessu I dag, þá geri
ég fastlega ráö fyrir þvi, aö hug-
myndin yröi allt annars eölis en
nú er. Þetta hefur veriö einkar
timafrekt starf, enda aö lang-
mestu leyti unniö i fristundum.
1975 hóf ég aö vinna aö þessum
teikningum, en þá fékk ég
starfslaun i hálft ár, sem aö visu
fóru aö mestu leyti I efniskaup
og skatta. Ariö eftir tókst mér
þó aö ljúka viö gerö teikn-
inganna, en siöan tók viö kvik-
myndataka og klipping. í dag
standa málin þannig, aö ég á
eftir aö skipta þessu niöur i
kafla meö þvi aö setja textann
inn á myndina, en ég ætla aö
birta kvæöið meö henni. Þá er
bara hljóðvinnslan eftir, en þar
stendur hnifurinn I kúnni, þvi
mig vatnar tónskáld til aö
semja tónlist viö myndina.
Teiknimynd eftir
Þrymskviðu
— Getur þú lýst þinum
vinnuaðferöum viö þessa
mynd?
— Þaö má segja, aö ég byrji á
öfugum enda, sé miðaö viö
prófessjónal vinnubrögö, en I
sliku tilfelli er búiö aö taka upp
allt tal og semja tónlist, áöur en
hafist er handa viö aö teikna
myndirnar. Fyrst geri ég grófar
teikningar og skipti efninu I
kafla. Aö þvi búnu vinnn ég aö
hreinteikningum, geri bakgrunn
og teikna meö blýanti allar
hreyfingar á sérstakan pappir.
Siöan teikna ég þær allar aftur
meö penna á glæra filmu og
þegar þaö er búiö mála ég litina
á þessa glæru filmu. Eins og
gefur aö skilja er þetta afar
timafrek og nostursöm vinna,
en i allt munu þetta vera um
1000 teikningar, sem skipt er I 40
kafla.