Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júll 1979 Um dýr og um fugla og fiska þú kvaöst.... í hitteðfyrra kom út í íslenskri þýðingu Kristjáns Eldjárns merkur kvæðabálkur norskur, Norðurlandstrómet eftir Petter Dass, átjándu aldar klerk. Um bálkinn segir þýðarinn m.a. á þessa leið í formála: „Kvæðið er stórbrotin tilraun til að draga upp mynd af staðháttum og þjóðlífi í heilum landshluta, gögnum hans og gæðum til lands og sjávar." Þetta kvæði dróá eftir sér langan slóða í bókmenntasögu Norðmanna, margir f undu hjá sér hvöt til að yrkja í sama anda og með sama hætti og gert hafði Petter Dass. Og nú hafa þau skemmtilegu tið- indi gerst að „einn Mörlandi" hef ur látið hina íslensku þýðingu verksins verða sér að yrkisefni og Ijóðar hann bæði á höfund og þýðara eftir ströngustu formsins kröfum. En um þær kröf ur segir Kristján Eldjárn í formála sínum: „En um með- ferð háttarins sjálfs gerir Petter Dass aftur á móti kröfu um vægðarlausa full- komnun. Bragliðir skulu réttir vera án nokkurra undanbragða og forliður fyrir hverju visuorði undantekningalaust." Mörlandi hefur leyft okkur að birta kvæði sitt og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Kjartan Guðjónsson er höf- undur ágætra teikninga við Norðurlands- trómet sem hér fylgja. Velfær til stórræba þýöandinn er Sœll Petter minn Dass! Sæll, Petter minn Dass, þú sem ortir þann óð sem andanum lyfti hjá fátækri þjóð í norðasta Noregi forðum. Á hreinskilni byggðirðu veg þinn og vald en vísaðir fláttskap í grátt brókarhald með ekki neitt hlýlegum orðum. Um bændur og fiskara og strit þeirra strítt af staklegri mannelsku ræddirðu títt; einn trúfastur vin þeirra varstu. En þegar þeir brugðu á brennivínsþamb þá brýndirðu róminn og ýfðir þinn kamb og skammir við nögl ekki skarstu. Um dýr og um f ugla og f iska þú kvaðst og farsældar öllu þvi samkvæmi baðst og lofsöngst þinn Guð og þinn Lúter. Ég er hér að tala um „Trómetinn" þinn með tónglaða hressandi blásturinn sinn sem kominn á íslensku út er. það er ekkert prjál í þá útgáfu lagt en um hana get ég það fortakslaust sagt í einlægni okkar á milli að verkið í hvívetna vitni þess ber að velfær til stórræða þýðandinn er. Hann snarar því öllu af snilli. Þinn klerklega boðskap með sóma og sann af samúð og skilningi útleggur hann í stuðlanna sniðfasta búning. I öllu sem lýtur að alþýðumennt og öllu sem klassísku fræðin fá kennt þar stenst hann þér mætavel snúning. Á íslenskum skeifum fer skáldfákur hans um skörðótta fjallvegi Hálogalands og ekkert er á honum hikið, og hann getur skotið þér ref fyrir rass í rímsnilld og orðkynngi, Petter minn Dass, og þá er sagt meira en mikið. Og langt út á miðin við Lóf ót hann rær og landáttin glettin í siglunni hlær og hratt yfir bylgjurnar ber hann, og karl þessi lætur það lítt á sig fá þó löðrinu köldu þær skvetti hann á. I vosklæðum íslenskum er hann. Og norður um frerana fetar hann stig til Finna og Lappa sem híbýla sig í skinntjöldum, skútum og gjótum. Þó stormarnir kaldir þar kveði við raust hann kemst þetta alltsaman hindrunarlaust með mannbrodda frónska á fótum. Já, þetta þitt háttfasta hljómsterka Ijóð sem hann hefur fært sinni bókelsku þjóð er mikill og fágætur fengur. Ég játa aðtil þess að láta í Ijós um list ykkar skáldbræðra verðskuldað hrós mér endist ei örendið lengur. En þá er þér spurn: ,, Hver er seggurinn sá sem svo mikið dálæti hafði mér á að hann réðst í þýðingu þessa?" Hann norðanlands borinn og barnfæddur er en býr nú við f jörð sem er kenndur við sker á bæ sem er kenndur við Bessa. Einn mörlandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.