Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 01.07.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 1. jdll 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 19 Keith Carradine býr sig undir Ioka- einvigiO i mynd Kidleys Scotts, Einvigiskapparnir. Elizabeth Taylor leikur eitt aðalhlutverkib i kvikmynd- inni Risinn. Lausar stöður Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða tvo kennara að Búvisindadeild: 1. Grunnfagakennara, aðalkennslugreinar liffræði og lifefnafræði búfjár. 2. Kennara á búfjárræktarsviði. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist landbúnaðarráðu- neytinu fyrir 26. júli n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 29. júni 1979 Háskólabíó: Einvígiskappamir (The Duellists) Ensk frá 1977 Leikstjóri: Ridlay Scott Þessi mynd hlaut viðurkenningu á kvikmyndahá- tiðinni i Cannes sem besta frumraun kvikmynda- leikstjóra. Sú viðurkenning skal ekki dregin i efa, enda er mjög vel til myndarinnar vandað i alla staði. Auk ágætrar meðhöndlunar leikstjórans á efninu eru ýmis tæknileg atriði eins og kvikmyndun, klipping og lýsing listavel gerð. Og ekki sakar að geta góðs leiks þeirra Keiths Garradines og Harv- eys Keitels. Sagan gerist á fyrri hluta 19du aldar og greinir frá tveimur metnaðargjörnum ungum mönnum, sem þjónuðu i her Napóleons og háðu sögulegt einvigi. Austurbæjarbíó: Risinn (Giant) Leikstjóri: George Stevens Aðalhlutverk: Elizabeth Taylor, Rock Hudson, James Dean. Bandarisk frá 1955 Kvikmynd þessi naut mikilla vinsælda, þegar hún var sýnd hér fyrr á árum, og það er ekki óliklegt, að hún eigi enn eftir að slá I gegn — allavega geta þeir, sem komnir eru um miðjan aldur fariö að rif ja upp gamlar minningar. Það ætti að vera óþarfi að rekja efni hennar, en það krefst þolinmæði að sitja yfir rúmlega 3ja klst. sýningu. Þeim, sem hafa gaman af stórbrotinni sögu ásamt hæfilegum skammti af melódramatik, ætti þó varla að leiðast. Og ekki spillir, að átrúnaðargoðið gamla James heitinn Dean var sérstæður og skemmtilegur leikari. Gamla bíó: Bobbie Jo og útlaginn Fyrirmyndin er augsýnilega Bonnie og Clyde, nema hvað eftiröpunin stendur hinni frábæru mynd Arthurs Penns langt að baki. Lögreglan á I höggi við forherta bankaræningja, sem einskis svifast, sist af öllu, þegar um mannslif er að ræða. Ahorfandinn verður trúlega þeirri stund fegnastur, þegar lög- reglunni loks tekst að kála þessu bófahyski, enda nóg komiðaf blóðslettum vitt og breitt á hvita tjald- inu. Regnboginn: Hver var sekur? Máliö snýst um dularfullan dauðdaga eiginkonu rithöfundar. Allavega finnst núverandi sambýlis- konu þessa rithöfundar málið þess eölis. Ekki bætir hegðun 12 ára gamals sonar hans úr skák, þvi hún K stjórnast af einhverri afbrigðilegri kynhvöt. Sam- skipti hennar og drengsins leiöa svo til þess, að hún fær taugaáfall og er send á geöveikrahæli. En þar með er ekki öll sagan sögð og gpdirinn á þessari annars litt áhugaverðu mynd er jafn einkennilegur og myndin i heild. Háskólabíó (mánudagsmynd): Endurreisn Christu Klages Leikstjóri: Margarethe von Trotta V-þýsk frá 1978 Christa Klages er ung móðir, sem fremur banka- rán ásamt tveim karlmönnum i þvi skyni að afla fjár til barnaheimilis, sem hún hafði tekið þátt i að . koma á fót. Karlmennirnir nást og enginn vill taka við ránsfengnum. Með hjálp góöra vina tekst Christu að fara huldu höfði, en hún er einmana og utangarðs i þjóðfélaginu. Þetta er fyrsta mynd Margarethu von Trotta, en áður hafði hún starfað sem leikari og handritshöf- undur, m.a. hjá eiginmanni sinum, Volker Schloen- dorff, sem er þekktur kvikmyndaleikstjóri. Frum- raun hennar á þessu sviöi lofar góðu; hér er á ferðinni einkar raunsæ þjóðfélagsádeila meö sál- fræðilegu ivafi. Nýja bíó: Heimsins mesti elskhugi Leikstjóri, handritshöfundur og aðalleikari: Gene Wilder. Kvikmyndaverið Regnboginn auglýsir eftir heimsins mesta elskhuga. Hann á að vera svar þess við Rudolf Valentino, sem er á samningi hjá Para- mount-félaginu. Einn þeirra, sem býður sig fram i þetta hlutverk er Rudy Valentine (leikinn af Gene Wilder) en honum hafði ekki gengið sem best i þeirri vinnu, sem hann hefur haft hingað til. Þetta er bráðfyndin mynd á köflum, einkum fyrri hluti hennar, þó stundum sé skotið yfir markið. Ýmsar manngeröir I aukahlutverkum eru dýrlegar. Tónabíó: Njósnarinn sem elskaöi mig Leikstjóri: Lewis Gilbert Þetta er skrautleg James Bond mynd með hinni nýju 007 hetju, Roger Moore, sem tók við af Sean Connery, eftir að sá siöarnefndi var farinn að eldast ogfitna. Glfurleg tækniumgjörð um þunna frásögn, en ekki skal þvi neitað aö ákveðinn húmor er i myndinni, sem hæðist að sjálfri dellunni. Þetta er tilvalin mynd fyrir fólk, sem nennir aö sitja á þriðja tima undir eldglæringum, sprengingum og alls kyns tæknifurðum. Fyrir þá sem hafa áhuga á kvik- myndatöku er byrjunaratriðiö kannski með þvi besta sem gert hefur veríð i þeirri grein. ............d glens Afsakið, ætlið þér að taka allt, eða tek- ur það þvi fyrir okkur að biöa svolltið. Þvi miður, fröken, fæðingarblettur er ekki nóg. Hafið þér ekki nafnskirteini? Tilkynnlng frá Heilbrigðiseftirliti rildsins Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Heii- brigðiseftirlits rikisins lokuð frá 9. júli til 5. ágúst næst komandi. Heilbrigðiseftirlit rikisins Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra H.f. Raftækja- verksmiðjunnar i Hafnarfirði er hér með auglýst til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist til formanns stjórnarinnar, Sunnuvegi 1., Hafnarfirði fyrir 1. ágúst n.k. Stjórnin. 1*1 Félagsmalastofnun Reykjavíkurborgar | jj j Vonarstræti 4 sími 25500 Lausar stöður 1. Félagsráðgjafi eða maður með starfs- menntun á skyldu sviði óskast i hálft starf við Útideild F.R. Reynsla af ráðgjafa og leiðbeiningarstarfi fyrir unglinga skilyrði. Umsóknarfrestur er til 23. júli n.k. Upplýsingar veitir yfirmaður fjöl- skyldudeildar i sima 25500. 2. Starfskraftur óskast við unglingaat- hvarf Hagamel 19, eitt til þrjú kvöld i vikukl. 17.00 — 23.00 til afleysinga frá 1. ágúst 1979. Um er að ræða starf með unglingum á aldrinum 13 — 16 ára. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun eða reynslu i félags- og/eða uppeldisstörfum. Upplýsingar veittar i sima 74544. Umsóknarfrestur til 15. júli n.k. 3. Staða ritara 100% starf. Góð vélritunar- kunnátta skilyrði. 4. Staða skrifstofumanns 100% starf. Vélritunarkunnátta skilyrði. Upplýsingar um tvær siðastnefndu stöðurnar gefur skrifstofustjóri. Umsóknir er greini aldur, menntun, fyrri störf og meðmæli skulu berast fyrir 5. júli n.k. F élagsmálastofnun Reykjavikurborgar, Vonarstræti 4, simi 25500. l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.