Þjóðviljinn - 25.07.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. júli 1979.
UOÐVIUINN
Málgagn sósíaiisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjéri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Harðardóttir
L msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur áfargeirsson.
Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón
Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. lþróttafréttamaöur:
Ingólfur Hannesson.
l.jósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ölafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Kristfn Pétursdóttir.
Slmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Ilúsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Ýmis-málið
verði rannsakað
• Um fátt er meira rætt manna á meðal en það
frumhlaup Kjartans Jóhannssonar að hindra togara-
kaup til Akraness og Neskaupstaðar, þrátt fyrir
það að mjög gild rök mæli með þeim kaupum. Ráð-
herrann hefur borið fyrir sig þá röksemd að hann
vilji koma i veg fyrir aukna sókn i fiskistofnana. Ef
þessi röksemd fengi staðist væri með þó nokkrum
rétti hægt að verja ákvörðun hans, jafnvel þótt lof-
orð væri brotið á Akurnesingum.
• En málið er ekki þannig vaxið að um aukna sókn
hafi verið að ræða. Norðfirðingar ætluðu að láta
togara úr landi á móti þeim sem þeir áttu að fá.
Fyrir þeim vakti að auka rekstrarhagkvæmnina,
þvi togarinn Barði er orðinn gamall og frekur til
viðhaldsins. Akurnesingarnir hugðust selja tvö skip
úr landi, þannig að það má leiða nokkur rök að þvi,
að sókn hefði minnkað hjá þeim. Þar var einnig um
hagkvæmnisástæður að ræða á bak við ósk um tog-
ara. Þeir vildu jafna hráefnisöflun sina og losna við
tvö óhentug skip, sem auk þess biðu stórviðgerðar.
Með ákvörðun sinni hefur sjávarútvegsráðherra
stuðlað að óhagkvæmni i rekstri hjá viðkomandi út-
gerðaraðilum, án þess að draga úr sókn i fiskistofn-
ana á nokkurn hátt.
• í málgagni ráðherrans, Alþýðublaðinu, hefur
það verib tint til i röksemdafátæktinni, að það hafi
verið tilhneiging til að togarar sem átt hafi að selja
úr landi, hafi þegar til kom aldrei yfirgefið landið.
Þetta er afleit röksemd. Sjávarútvegsráðherra getur
fullt eins beitt ákveðni sinni til að tryggja að skipin
séu seld úr landi eins og að beita hörku til að stuðla
að óhagkvæmri útgerð.
• Auk þess er áðurnefnd röksemd einkum tengd
þvi atviki er sjávarútvegsráðherra kaus að hygla
sinu eigin kjördæmi á kostnað Akurnesinga. Er þar
um söluna á togaranum Júliusi Geirmundssyni að
ræða, en þeir sömu aðilar og sjávarútvegsráðherra
hefur nú brotið loforð á, höfðu gert samning um að
kaupa þann togara, þegar um það bárust fréttir að
ráðherra væri búinn að ráðstafa honum til Kefla-
vikur.
• Nú er það alkunna að verulegur hráefnisskortur
hefur verið i frystihúsum á Suðurnesjum, og lát-
um þvi vera þó að sjávarútvegsráðherra kysi að
tryggja frystihúsunum þar skip til hráefnisöflunar.
En i þvi sambandi má minna á, að þrir togarar sem
eru gerðir út i kjördæmi ráðherrans hafa ekki land-
að einu einasta tonni hérlendis það sem af er árinu.
Umhyggja ráðherrans fyrir fiskistofnunum nær
ekki lengra en svo, að slikt lætur hann átölulaust.
• Orðrómur er uppi um það að þessi skip, eða að
minnsta kosti togarinn Ýmir, séu i raun breskar
fleytur undir islenskum fána og að þarna séu bresk-
ir aðilar að reyna að laumast inn i islenska land-
helgi á ný. Um sannleiksgildi þessa verður að sjálf-
sögðu ekki fullyrt á þessu stigi málsins, en ekki er ó-
eðlilegt að krefjast þess af sjávarútvegsráðherra að
hann láti fara fram rannsókn á þessu og gripi i
taumana til að tryggja að veiðar islenskra togara
séu látnar koma islenskum fiskverkunarstöðvum til
góða.
• Islenskur sjávarútvegur á kröfu á þvi að sjávar-
útvegsráðherra standi vörð um islenska landhelgi,
en hann hefur enga þörf fyrir ráðherra sem flækist
fyrir eðlilegri endurnýjun og aukinni hagkvæmni i
rekstri.
1
Ekki nógu haróir viö Castró og Rússa, sagöi kinverski varaforsætis-
ráöherrann.
Eiturnaðra
við brjóst
t einhverju af seinni heftum
Stefnis, timarits ungra Sjálf-
stæðismanna, hefur Einar K.
Guðfinnsson áhyggjur af vin-
skap Vesturveldanna viö Kina.
Hann segir meöal annars:
„Meö þvi aö efla Kina efna-
hagsiega og hernaöarlega, án
þess að þaö leiöi til breyttrar
þjóöfélagsskipunar, eru Vestur-
lönd i raun og veru aö ala eitur-
nööru sér viö brjóst. Eins og
fyrr segir, eru öll skilyröi fyrir
hendi til þess aö Kina veröi stór-
veldi. Ef þjóöfélagsgerö Kina
breytist ekki neitt, mun afrakst-
urinn þvi veröa sá eftir nokkur
ár, aö Vesturlönd munu ekki aö-
eins standa frammi fyrir einu
voldugu alræöisriki heldur
tveimur.”
Þess má geta svo sem til
dæmis um þá siungu staðreynd,
að i pólitik lenda menn i rúmi
með óliklegustu aöilum, aö
sovéskir stjórnmálamenn og
fréttaskýrendur hafa óspart
varaö Vesturveldin einmitt viö
þessu sama: Sá sem faömar
Pekingstjórnina elur eiturnööru
sér viö brjóst, variö ykkur á aö
„spila kinverska spiliö” og þar
fram eftir götum.
Þið ráðið ekki
við Kábu
Ekkert er þó einkennilegra en
margt þaö sem kinverskir
forystumenn láta út úr
sér. Bandariska vikuritiö
Newsweek birti til aö mynda
þann 16. júli viðtal viö Li
Xiannian, sem er einn af vara-
forsætisráöherrum Kina. Ráð-
herrann segir sem svo, aö þaö
sé best að „vera harður við
Sovétrikin” eöa „töff” eins og
hann kveður að oröi. News-
week spyr þá: Er Jimmy
Carter of linur?
Li svarar:
„baö er ykkar aö dæma um
það. Kúba er staösett rétt við
dyrnar hjá Bandarikjamönn-
um, en Bandarikin sýnast ekki
kunna neitt á aö kljást viö
Kúbumenn”.
Þetta hefði fyrir skemmstu
þótt undarlegt svar úr einum
þeirra staöa sem gera tilkall til
aö vera háborg marxisma.
Ekki verður betur séð en Li
varaforsætisráðherra geri
byltingu og samfélagsþróun á
Kúbu að handaverki Sovét-
manna alfarið — þvi Kúba er
fyrsta dæmið sem honum kem-
ur til hugar um linkind svokall-
aða viö Sovétmenn. t ööru lagi
þarf ekki sérlega illviljað
hugarflug til að líta svo á, að
meö þessum ummælum sé hinn
kinverski forystumaður aö láta i
ljós undrun yfir þvi, aö ekki
| skuli hafa verið gerö innrás á
e Kúbu nýverið.
Foringjar falla
f annars heldur leiðinlegu
pólitisku andrúmslofti má þaö
veröa mönnum nokkur hressing
aö nokkrir sérlega illræmdir
einræöisherrar detta upp fyrir.
Idi Amin er farinn. Somoza er
flúinn — frá Nicaragua. Út af
þeim atburöi er mikiö lagt þessa
dagana.
Somoza var felldur með
vopnaöri uppreisn. Þaö geröist i
Nicaragua aö óvenjulega breiö
og sterk samfylking myndaðist
um aö koma hinum illa þokkaða
skjólstæöingi Bandarikjamanna
frá völdum. En einmitt i þeirri
staðreynd, að þjóðfrelsisfylking
Sandinista sameinar kristilega
demókrata, sósialdemókrata og
byltingarsinnaöa marxista, fel-
ast margar óráönar gátur. Hvaö
tekur viö?
Kratar í
Nicaragua?
Danska blaöið Information
vekur i leiðara athygli á einum
þætti þessa máls sem ekki hefur
veriö mikiö fjallaö um. Blaöiö
segir:
„Fyrir Bandarikjamenn
verður þaö afar þýöingarmikiö
að koma i veg fyrir að þróunin I
Nicaragua gangi i byltingarátt.
I þvi efni hafa Bandarikjamenn
sömu hagsmuna að gæta og só-
sialdemókratar, en að visu á
öörum forsendum. Bandarikja-
menn óttast aö byltingarþróun i
Nicaragua muni smita út frá
sér i Rómönsku Ameriku og
jafnvel viöar.
Sósialdemókratar hafa aftur
á móti áhuga á aö reyna aö
sýna fram á aö sósialdemó-
kratisk lausn sé rauntækur val-
kostur bæöi andspænis herfor-
ingjaeinræöi afturhaldsins og
sósialiskum byltingum. Ef þeim
tekst þetta, verður þaö auðveld-
ara fyrir þá að vinna sér raun-
hæf áhrif i öörum og þýöingar-
meiri löndum — fyrst og fremst
i Brasiliu, Argentinu, Kólum-
biu, Perú og Mexikó.
Sósialdemókratar hafa komið
sér vel fyrir I Nicaragua. Þeir
hafa haslaö sér vöil i þjóð-
frelsisfylkingu Sandinista,
FSLN, sem nýtur firnavinsælda
i Nicaragua og Rómönsku
Ameriku, þeir koma þar beint
viö sögu ákvaröanatöku og eiga
hlutdeild i hervaldi hreyfingar-
innar. Hér við bætist að sósial-
demókratarnir i Nicaragua eru
eini pólitiski hópurinn þar, sem
hefur náin samskipti við áhrifa-
mikla flokka og rikisstjórnir,
einkum i Vestur-Evrópu, og þá
gegnum Alþjóöasamband
sósialdemókrata”.
Þetta er allt nokkuð fróðlegt:
Sósialdemókratar hafa ekki
komið mikið viö sögu hingaö til
i Suöur-Ameriku, skarpar
stéttaandstæöur og skert mann-
réttindi hafa ekki boðiö upp á aö
menn fengju áhuga á mála-
miðlunarstefnu þeirra. A hitt er
aö lita, að dæmi Protúgals býð-
ur mönnum að efast um aö
sterk áhrif sósialdemókrata i
þjóöfélagi sem er i byltingará-
standi verði annað en millibilsá-
stand til undirbdnings þvi að
borgarastéttin nái öllum undir-
tökum i samfélaginu.
-áb
Sandinistar i sókn: Prófraun á sósialdemókrata
I Rómönsku Ameríku?
—eng.
L