Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. júli 1979. Tónlistardeild rlkisútvarpslns heldur væntanlega sinu striki meB fjögra tima klassik á dag hvað sem hlustendur tauta og raula. Deildin er dásamlegt dæmi um frjóa og framsækna Islenska rikisstofnun. Þar er hver siklkihúfan upp af annarri, eintómir karlmenn auövitaö, en störfin annast friöur flokkur kvenna I fjóröa og fimmta launafiokki. Mikiö erdrukkiö af kaffi og fariö heim stundvislega klukkan fjögur, en ekki hefur útvarpinu enn auðnast aö ráöa sér plötusafnsvörð. Má þvi ræna safninu einsog þaö leggur sig án þess aö nokkrum á deild- inni komi það við. Engum lifandi manni, sem áhuga hefur á klassiskri músik dettur i hug að hlusta á hana i gamla gufuradióinu i mónó. Og þeir sem ekki hafa áhuga, veröa enn forhertari i afstööu sinni þegar sinfóniurnar hellast yfir þá óforvarandis sýknt og heil agt. Þannig vinnur tónlistar- deildin stórvirki i þvi aö fæla almenning frá klasslskri tón- list. Þeir góöu menn skyldu gá aö þvi, aö þaö þarf aö laöa fólk aö þessu meö lagni, litlu efni en góöu. Þaö þarf aö mennta hlustendur meö hnitmiöuöum vinnubrögöumyþroska tónlistar- smekkinn og ala upp fagurkera á músik. Er þá skemmst að minnast þátta Atla Heimis, sem margar vanþroskaöar sálir hlýddu á sér til gagns og ánægju. Vandlæting tónlistar- páfa útvarpsins yfir léttri klassik og poppaöri hefur lika eflaust unniö ómældan skaöa. Slik tónlist er einmitt stökkpallur fjölmargra yfir á hin „æöri” tónlistarsviö og skyldi sist vanmeta hennar hlutverk. Islensk náttúrn er aö veröa býsna vinsæll bak- grunnur i erlendum kvik- myndum, og kannski kominn timi til að islensk yfirvöld athugi sinn gang I þeim efnum áöur en þau gefa erlendum kvikmyndatöku- mönnum fleiri ókeypis leik- myndir. Erlendir vilja taka hér mynd um Titanic slysiö og ku hafa valiö jökulsárlóniö á Breiöa- merkursandi fyrir Atlantshaf I myndinni. Það vill til aö Kvisker jabræöur hafa verið manna ötulastir viö aö halda erlendum feröamönnum I skefj um viö náttúruspjöllenKvisker eini bærinn þarna i nágrenninu og ógerlegt aö unnt veröi aö taka myndina án samvinnu viö ábú- endur á Kviskerjum. Aöra stór- mynd á að taka I öræfunum, „Sögunaum Sám” og hefur feng- ist leyfi náttúruverndarráðs til að taka myndina i Skaftafelli. Fleiri áform eru uppi um erlenda kvikmyndatöku hér á landi og vakna ýmsar spurningar i þessu sambandi. Þaö er óhugsandi aö islensk yfirvöld myndu hleypa hvaöa erlendum atvinnurekstri sem er upp á islensk fjöll til aö athafna sig án þess aö leita um- sagnar hliöstæöra innlendra aöila og stéttarfélaga. Islenskir kvik myndagerðarmenn greiða ýmsa tolla og gjöld af efni sinu, sem hinir erlendu gera ekki og væri þvi ekki úr vegi aö gera þær kröfur til þeirra erlendu kvikmyndafyrirtækja sem hér vilja gera myndir, aö þau yröu aö hafa ákveöinn kvóta af Islend- ingum við hin ýmsu störf t.d. kvikmyndatöku, leik, o.s.frv. Einnig hlýtur þaö aö skipta nokkru hvort verið er aö gera ómerkilegar hasarmyndir sem á að græöa á, eða hvort veriö er aö vinna viö gerð listaverka, sem ekki er hægt aö taka i ööru umhverfi en islensku. Sjónvarp ópíum fólksins Einhver mesti friöar- og verk- spillir islenskra heimila hefúr nú verið i frfi i næstum heilan mánuö.. Hver kannast ekki við þessa lýsingu?: Þreytt hjónin koma heim ein- hvern tiam milli 5 og 7 aö kvöldi, matur er búinn til I snarhasti, en öllu flytt svo sem frekast er kostur, bæöi boörhaldi og frá- gangi I eldhúsi, svo aö allt megi vera tilbúið klukkan 8 þegar sjónvarpsfréttir byrja. Siöan sitja hjónin eins og blá- ókunnugt fólk og stara úr sér augun þar til dagskrá lýkur. Kannski er konan aö prjóna litáls háttar á meðan og manninum rennur i brjóst á miðju kvöldi, en allt er átaka- laust og þægilegt. Ef gestir koma I heimsókn eru þeir gjarnan dæmdir tíl aö setjast fyrir framan hinn bláa skerm og heföu þess vegna alveg eins getaö setiö heima hjá sér. Þessi lýsing er auðvitað alhæfing, en á samt viö um býsna marga. L Sjónvarp er ópium fólks- ins. Þaö kemur i veg fyrir sam- ræður og félagslif, útiveru og leiki. Þaö sljóvgar hugsun og frumkvæöi, gerir lifiö átak- minna, dauöara og snauöara. Sjónvarpiö var bylting þegar þaö hófst að kvöldi 30. september 1966. Svo stendur fólk uppi eins og þvörur einn mánuð á ári og veit ekki hvab það á aö gera viö sig. Þaö er ónógt sjálfu sér, hjartsláttur eykst og spenna vex. Eftir þvi sem liöur á júli- mánuö fer þaö þó smám saman aö venjast þessu árstnadi. Kannski er ólesin bók gripin of- an úr hilli, kannnski gripiö til smiöa eöagrúsks, farið I göngu- feröir, litiö inn til kunningja eöa ættingja, fariöá kaffihús eöa bió eöa einfaldlega setið fram eftír kvöldi þar til rökkriö smám saman umlykur stóla, borö, börn, konur og menn, og rætt af spaklegu viti sman. Kannski uppgötvar pabbinn allt i einu að hann getur rætt um trúmál og trúleysi viö börn sln eöa mann- an aö hún getur rætt um só- sialisma við þau. En smám saman samhæfist fölskyldan eftir langa þögn. Og kannski er lika hægt að ræöa vandmeöfarin persónuleg vandamál sem lengi hafa verið vanrækt. Kannski, kannski. En rétt þegar nýtt ástand er aö skapast dynur sjónvarpiö á ný og eyöileggur allt. Pabbinn leggst i dvala, mamman i nirvana, og börnin fela sig inni i herbergjum sinum eöa laumast út og láta sér leiðast. Afengi er notaö til aö tappa af innbyrgöri spennu. Þetta er vitanlega einföldun og ýkjur, — en samt — lýsing á raunverulegu ástandi. Guöjón MYNDARTEXTI ÓSKAST Eölurnar fengu eölilega nokkra góöa texta. GIsli Sigurtryggva- son sendir þessa visu: Oft má láta dansinn duna ogdansa viðar en i Hruna Alla ævi ýmsir muna ástarinnar giimutök. Annar frá Kötu hljóöar svo: „Hold me closer, baby...” MP sendir þennan: „Eitt spor til vinstri og tvö til hægri — ” Til að jafna metin eftir að við birtum mynd af berum kvenmannsrassi um daginn, kemur hér einn af hinni sortinni. Sendiði nú snarlega góðan texta og merkið: „Myndartexti óskast”, Sunnudagsblað Þjóð- viljans, Siðumúla 6, 105 Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.