Þjóðviljinn - 29.07.1979, Page 6

Þjóðviljinn - 29.07.1979, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN' Sunnudagur 29. júlf 1979. STJÓRNMÁL A SUNNUDEGI Heit svœði og köld Kjartan Ólafsson skrifar Mismunurinn er sjö mánaða verkamannslaun Það kostar 8 sinnum meira a6 kynda með oliu á ísafiröi heldur en meö hitaveitu i Reykjavík. Þennan mismun veröur aö jafna — segir Kjartan ólafsson. Bandarikjamarkaður- inn dugar vart fyrir oliunni Rifjum fyrst upp nokkrar al- mennar staöreyndir um oliumál- in. A siöasta ári fluttum við íslendingar inn oliuvörur fyrir 28 miljarða króna. í ár er reiknað með að við þurfum aö borga 74 miljarða fyrir innfluttar olluvör- ur. Þessi hækkun nemur 46 mil- jörðum króna. Til samanburöar skal haft i huga, að á siðasta ári fengum við 46,6 miljarða króna fyrirallan Utflutning okkará fryst- um fiski til Bandrikjanna, sem er okkar langstærsti ótflutnings- markaður. Meö öörum oröum: — A árinu 1979 verðum viö Islendingar að borga svo miklu hærra verð fyrir oliuvörurnar heldur en árið áður, aö hækkunin ein nemur sömu upphæö og viö fengum I fyrra fyrir allan okkar fiskiitflutning til Bandarlkjanna. Hvað halda menn svo að hefði gerst i islenskum þjóðarbúskap, ef oliuverðiö heföi nústaöið i stað, en i stað þess hefði veröið á öllum þeim fiski, sem fluttur er héðan til Bandarikjanna hruniö niður undir ekki neitt? Heldur máske einhver, að við heföum eftir sem áöur getað lifað og leikið okkur eins og ekkert hefði skeð? Svo er varla. Freð- fiskmarkaðurinn i Bandarikjun- um skilaði okkur á siðasta ári milli 26 og 27% af öllum tekjum okkar fyrir útfluttar vörur, en samtals námu útflutningstekj- urnar 176,3 miljöröum króna á siðasta ári. Nú er gert ráö fyrir aö viö þurf- um aö borga 74 miljarða á ári bara fyrir oliuvörurnar, og aö þær gleypi a.m.k. um fjóröung allra útflutningstekna okkar i ár. Miðaö viö núverandi innkaups- veröá oliu þurfum viöum þrisvar sinnum fleiri fiska fyrir hveit tonn af ollu en á sibasta ári. Fyrir oliukreppuna fyrri, sem hófst siðla árs 1973, þá þurftum við Islendingar aö borga innan við 10% útflutningsteknanna fyrir oliuvörur. A árunum 1974 og 1975 fór þetta hlutfall upp undir 20%, en var komið niður I 12,3% á ný á slöasta ári. Nú er reiknað meö að ollureikningurinn muni gleypa 25 — 30% af útflutningstekjunum I ár og á næsta ári, enda eru við- skiptakjör okkar nú orðin nær 15% lakari en þau voru á sföasta ári. Það þarf þvi engan aö undra þótt rlkisstjórnin hafi talið óhjá- kvæmilegt að gripa til sérstakra ráöstafana vegna olíumálanna eins og nú hefur veriö gert, þótt að sjálfsögðu megi lengi um það deila hvernig þeim ráöstöfunum ætti að haga. Ráðstafanir rikisstjórnar I staö tillagna Alþýöubanda- lagsins sem ekki er rúm til aö rifja upp hér um stórfelldar niöurgreiðslur á ollu og tekjuöfl- un I þvi sambandi, varð niöur- staöan hjá rikisstjórninni sú að hækka gasolfuliterinn nú úr kr. 103,- i kr. 137,- og væntanlega mun hann hækka i kr. 155,- þann 1. okt. n.k., og verða þá i fullu samræmi við innkaupsverð erlendis. Jafn- framt var ákveðiö að hækka oliu- gjald til fiskiskipa úr 7% i 15%, enþóþannigaðþaraf komi 3% til skipta til sjómanna samkvæmt sérstakri kröfu Alþýðubanda- lagsins. Þá hefur rikisstjórnin einnig lýst þvi yfir, aö sú hækkun sem núhefur siöast orðiöáoliu til hitunar íbúðarhúsnæðis verði aö fullu bætt. Ekki kemur til greina að láta útgerðina og þann hluta þjóð- félagsþegnanna, sem kyndir hý- býlisin meðolíu, bera hinar nýju olíuverðhækkanir ofan á aðrar fyrri bótalaust.Afleiðingum oliu- verðhækkananna verður að jafna niður á þjóöfélagsheildina, og það er krafa Alþýðubandalagsins að þaö veröi gert með þeim hætti, að þeim sem við kröppust kjör búa verði hlift, en hinir sem betur mega axli hver sinn skammt og þeir mest sem næst allsnægta- borðinu sitja. Ljóst er aö hækkun oliugjalds- ins tíl útgeröarinnar mun þrengja að fiskiðnaðinum i landinu og þrýsta á um hraðara gengissig. Afleiðingar þess verða allveru- legar verðhækkanir á innfluttum vörum. Með efnahagslögunum, sem samþykkt voru á Alþingi i vor, var hins vegar kveðið á um aö verðbætur á laun skerðist sjálfkrafa vegna versnandi við- skiptakjara og mun það lagaá- kvæði aö sjálfsögöu segja alvar- lega tii sin við útreikning verð- bóta á laun siöar á þessu ári og i framtiðinni, nema viðskiptakjör batni á ný. Og vegna þess að i efnahagslögunum var ákveðið aö miða hreyfingu viðskiptakjar- anna á hverjum tíma út frá meðaltali ársins 1978, þegar við- skiptakjörin voru einna best, þá skerðast kjörin um nær 3% meira en veriö hefði, ef reiknað væri út frá viðskiptakjaragrundvellinum einsoghann var siöasta hálfa ár- ið áöur en efnahagslögin voru sett. Þaö mun þvl vanta allmikið á, aö verkafólk fái að fullu bættar þær veröhækkanir, sem gengið hafa yfir aö undanförnu og sem framundan eru. Ekkert svigrúm fyrir brask og bruðl Aúðvitaö væri fjarstæða að krefjast þess, að allt launafóik héldi óskertum kjörum, þegar þjóðarbúiö veröur fyrir sliku á- falli, sem ollukreppan er. Hins ber aö krefjast, aö þeim sem lægst hafa launin veröi hlift og að álögunum, sem óhjákvæmilegt er að leggja á, verði jafnað niöur i anda þeirrar jafnaðarstefnu, sem ein getur reist mynd rikist- stjórnarinnar úr þeirri þoku mála- miðlana, sem sú mynd er nú hulin i. Við núverandi aöstæður er ekk- ert svigrúm í islensku þjóðfélagi fyrir afætulýö, ekkert svigrúm fyrir brask og bruöl og margvis- lega þjóöfélagslega sóun, ekkert svigrúm fyrir óhæfilega auðsöfn- un fárra einstaklinga. Allt slikt ber aö uppræta og stöðva, svo sem framast er unnt. Þvi aðeins aö i þeim efnum sé rösklega tekið til höndum er meö góðri sam- visku hægt að leggja óhjákvæmi- legar byrðar á fólk með mið- lungslaun eða jafnvel lægri. Viö þær aöstæður, sem nú hafa skapast, þegar 25 — 30% allra okkar útflutningstekna ganga til kaupa á oliuvörum, þá má það t.d. kallast næsta fjarstæöukennt, að sérhver prangari i heildsala- stétt skuli eiga þess kost að ganga hömlulaust i þaö litla sem eftír er af gjaldeyrissjöðnum, þegar oliu- reikningurinn hefur veriö greidd- ur og ausa þaöan gjaldeyri til kaupa á hverju þvi, sem nokkur leið er að nota alveldi auglýsing- anna til að pranga inn á saklaust fólk. — En i þessum efnum og fleirum verður að sjálfsögðu litlu breytt, hvaða rikisstjórn, sem i landinu situr, nema á Alþingi sé pólitiskur meirihlutavilji fyrir skýrum breytingum. Sá vilji er enn dtki fyrir hendi. Það er slæmt, aö enn skuli rikisstjórnin ekki hafa komiö sér saman um þá tekjuöflun, sem ó- hjákvæmileg er vegna olfuvand- ans. Oliureikninginn verður að borga og þvi lengur sem niöur- jöfnunin dregst þeim mun verra verður við málin aö eiga. Nú reynir á, hvort jafnréttishug- myndir verkalýöshreyfingar- innar og samvinnuhreyfingar- innar ná að segja tilsin i verkum rikisstjórnarinnar, svo að munur- inn á hennar úrræðum og úrræð- um Sjálfstæðisflokksins verði allri alþýöu ljós. Þvi ber aö fagna, að rlkis- stjórnin hefur heitiö þvi aö bæta siöustu oliuhækkuninaaö fullu þvi fólki, sem kynda verður hýbýli sin meö ollu. Þetta fólk er um það bil einn fjórðungur þjóöar- innar og vinnur margt langan vinnudag að hinum mikilvægustu framleiðslustörfum, sem eru undirstaða okkar þjóðarbúskap- ar. Á ísafirði um kr. 800 þús. á ári Sá sem þetta ritar kom fyrir stuttu til gamalla hjóna vestur á ísafirði, sem hvorugt eru lengur vinnufær utan heimilis. Égspurði þau um hitunarkostnaöinn, en hann reyndist lægri en ég átti von á. Þegar ég spuröi um skýringu kom I ljós, aö þau höfðu dregiö mjög verulega úr oliunotkun, þegar hækkanirnar fóru aö dynja yfir.en halda þessistaö á sér hita með þvf að kynda spýtum og ýmsu úrgangstimbri, sem gamli maðurinn dregur aö fyrir litiðfé. Þetta eru ráðagóð hjón og þannig bjarga þausér. Ensennilega yrði spýtnabrakið fljótt að ganga til þurrðar, ef fjöldinn hygðist fylgja fordæmi þeirra. Það vantar stundum nokkuð á, að allir sem búa á hitaveitu- svæðinuí Stór-Reykjavik geri sér fulla grein fyrir hversu hrikalegt vandamál húsahitunin á ollu- kyndingarsvæöunum er. Ég tek hér dæmi frá Isafirði af þvi það þekki ég einna best. Aslðasta ári var gasoliunotkun vegna Ibúöarhúsnæðis 5.178.303 litrar á Isafirði. Nær allir i- búarnir kynda hýbýli sin með oliu, eða 3054 einstaklingar. Oliu- notkunin er þvf réttum 1700 litrar á ári á hvern Ibúa, sem við oliu- hitun býr. Þetta er nokkru meiri oliunotkun, en Þjóöhagsstofnun reiknar meö sem meöaltali, en detti einhverjum I hug að það sé vegna þess, að Isfirðingar búi við rýmra húsnæðienalmennt gerist, þá stenstsúskýringekki, þarsem Þjóðhagsstofnun áætlar 100 rúm- metra húsnæði á mann, en á Isa- firði er I ibúöarhúsnæöi tæplega 91 rúmmetri á mann samkvæmt opinberum gögnum. — Enda er um þriðjungur Ibúðarhúsnæöis byggöur fyrir 1930. 1700 litrar af oliu á mann á ári, — og hvaðkostarþáþessiolia yfir árið að meðaltali fyrir fjögurra manna fjölskyldu? Ibyrjunþessa árs, meðan oliu- literinn kostaði kr. 57,50 var kostnaðurinn fyrir fjögurra manna fjölskyldu kr. 391.000,- þá var olíustyrkurinn ráðgerður samkvæmt fjárlögum kr. 60.000,- fyrir slika fjögurra manna fjöl- skyldu, og hefði hún þvi sjálf þurft að greiða kr. 331.000,- i kyndingarkostnað á ári. Þegar oliuliterinn kostaði fyrir 20. júli 103,- krónur máttí ætla að slik fjögurra manna fjölskylda þyrfti að borga kr. 700.400,- fyrir ársnotkun af oliu, eða að frá- dregnum ollustyrk, sem siðast varhækkaður i kr. 136.000,- á.ári fyrir slika fjölskyldu, hefði eigin greiðsla fyrir upphitunina oröiö kr. 564.400.-. Nú hefur olíullterinn hækkað i kr. 137.-og þá verður verðið fyrir ársnotkun þessarar sömu fjöl- skyldu kr. 931.600,- eöa kr. 795.600,-aöfrádregnum olfustyrk. Og fari verðið þann 1. október n.k. i kr. 155,- literinn kostar ársnotk- unin af olíu kr. 1.054.000,- fyrm þessa meöalfjölskyldu á ísafirði, en það gerir kr. 918.000,- á ári, þegar frá hefur veriö dreginn sá oliustyrkur, sem nú er greiddur. í Reykjavik um kr. 100 þús. á ári Til samanburöar skal þess get- ið, að frá Hitaveitu Reykjavikur kostartonniöaf vatni til neytenda núkr. 119.- Þjóöhagsstofnun ger- ir ráö fyrir 2rja tonna vatnsnotkun á hvern rúmmetra á ári, og ef við reiknum meö að meðalfjölskylda iReykjavik búi I 364 rúmmetra I- búö eins og á Isafirði, þá verður hitunarkostnaöur meðalfjöl- skyldunnar I Reykjavik kr. 86.632,- + kr. 12.384,- i mælaleigu, eða samtals á ári kr. 99.016. Hér er að sjálfsögðu um ósæmilegan mismun að ræða, sem gera verð- ur skýlausa kröfu um að minnkaður veröi verulega og helst jafnaður út. Framhald á 21. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.