Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.07.1979, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 29. júli 1979. Rætt við Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur myndlistar- mann sem nýlega hlaut 12 mánaða starfslaun „Það er kannski gleggsta dæmið um hvernig rikisvaldið og þá um leiö almenningur lita á listamenn sem þurfalinga i þjóðfélaginu, að þessi starfs- laun skuli i engu fylgjaákvæðum um kaup og kjör. Starfslaunin eru greidd i einu lagi og siðan á maður að framfleyta sér af þeim i eitt ár. Þaö fyrsta sem maður verður þvi að gera er að segja sig inn á fjármála- spekúlasjónir, koma þessu fé á vexti eöa verðtryggja það, þvi ööru visi veröa þetta engin 12 mánaða laun.” 53 listamenn sóttu i ár um starfslaun listamanna og 7 hrepptu hnossið. Einn lista- maður, Guðrún Svava Svav- arsdóttir, myndlistarmaö- ur, hlaut starfslaun i eitt ár og það er hún sem rætt er við. „Þetta fyrirkomulag á starfs- laununum gerir manni erfitt fyrir i verðbólgunni. Það býður heim þeirri hættu að þau verði ekki notuð sem starfslaun, heldur til einhvers konar fjár- festingar, þegar þau eru greidd svona á einu bretti. Auk þess ræður maður engu um það hvenær maður fer aö vinna á þessum launum. Maður verður að byrja strax, og þaö getur verið erfitt fyrir þá sem sækja um þetta upp á von og óvon að losa sig fyrirvarlaust úr þeim verkefnum eða störfum sem þeir hugsanlega eru i, þvi mað- ur má ekki taka föst laun annars staðar á meðan.” Moskvu „Hvaö geturðu, sagt mér um myndlistarferil þinn, Guðrún?” „Ég fór IMR, en hætti og hélt til Moskvu, þar sem ég fór i myndlistarnám. Ég tók skúlptúr sem aðalgrein á Myndlistaakademiunni og teikningu, málun, keramik og skartgripasmiði sem aukafög. Ég var þarna I eitt ár og kom svo heim.” „Hvað tók þá við?” „Ég fór að vinna við keramik hjá Glit. Ég hafði áður veriö i Myndlistaskólanum i Reykjavik i skúlptúr hjá Asmundi Sveins- syni siðasta áriö sem hann kenndi og siöan Ragnari Kjart- anssyni. Eftir aö ég átti seinna barniö mitt tók ég svo til við menntaskólann aftur og lauk stúdentsprófi. Ég byrjaöi i Há- skólanum, en leiddist og hætti eftir fyrstu timana. Þá tók ég aftur til við myndlistina af full- um krafti og fór I teikningu hjá Hringi Jóhannessyni, en hann hefur verið minn aöalkennari. Það má eiginlega segja að ég hafi veriö i stanslausu námi siö- an, en fyrstu sýninguna hélt ég 1977 i Galleri Súm.” „Nú vakti þessi fyrsta sýníng þin talsveröa athugli. Hvernig fannst þér aö halda opinbera sýningu á verkum þlnum?” Lærdómsrikt aö útskýra I myndirnar ,,Það var mjög skrýtin tilfinn- ing. Maöur rennir alveg blint i sjóinn og finnst maður standa berskjaldaður. Það kom lika svo margt fóik á opnunina, miklu fleira en ég átti von á. Mér fannst ég læra mikið á að sitja yfir sýningunni og ræða viö fólk og reyna að útskýra i oröum Guðrún Svava og maöur hennar, Þorsteinn skáld frá Hamri. r • það sem ég hafði verið að leitast við að segja i myndunum.” „Þú fjallar mikiö um þina nánustu i ýmiss konar umhverfi i myndum þinum. Geturðu út- skýrt hvers vegna þú velur þér þetta viöfangsefni? ” „1 skólanum hafði ég fengist mest við að teikna mannslik- amann. Það var þvl eölileg þró- un aö glima viö það sem næst mér stóð, fjölskyldu og vini. Það var mjög gaman að sjá hvernig fólk tók þessu. Ég þurfti oft að útskýra myndirnar og fólk virtist taka afstöðu til þeirra, bæði sem málverks og sem einhvers konar upp- lýsingar um sjálfa mig.” Kynslóðamunur í leikhús- um „Hvernig stóö á þvi að þú fórst svo aö vinna i leikhúsi?” „Min fyrstu afskipti af leik- húsvinnu voru aö ég geröi brúð- ur fyrir LR á Listahátið ’74 i verk um Sæmund fróöa eftir Böðvar Guömundsson. Siöar fór ég að vinna meira við þetta, það kom af sjálfu sér. Ég gerði ýmist bara búninga, eða búninga, tjöld og jafnvel lika brúður. Ég hef á þessum árum unnið i leikhúsunum hér i Reykjavik, Þjóöleikhúsinu, Leikfélaginu, Alþýöuleikhúsinu og Nemendaleikhúsinu, jafn- framt þvi sem ég hef málaö.” „Er mikill munur á að vinna i þessum leikhúsum?” „Já, hann hefur verið allmik- ill. Þó kannski ekki endilega vegna þess að mikill munur sé á þessum stofnunum, heldur frekar af þvi að ég hef unniö með óliku fólki. Það er óneitan- lega nokkur munur á kynslóðum i leikhúsunum, auk þess sem sú vinnuaðferð sem hverri sýningu er valin er að miklu leyti undir leikstjóranum komin. Þess vegna skiptir það mestu máli meö hvaða fólki maður vinnur, en ekki endilega i hvaða leik- húsi. Það hefur óneitanlega veriö mikill munur að vinna við þessi leikhús, vegna þess aö að- staða fyrir leikmyndateiknara er svo ólik. 1 Alþýöuleikhúsinu og Nemendaleikhúsinu gera all- ir allt og það hefur vissulega sina kosti, þótt það sé erfitt stundum.” ríkisvaldsins til listamanna að starfslaun ákvæðum um kaup ogkjör” gerð búnings, þannig að búningurinn hjálpi leikaranum en hefti hann ekki. Ég verð aö segja að ég hef oröiö vör við nokkurt kynslóöabil hvað þetta snertir, og oftast náð betri á- rangri meö yngri leikurunum I slikri samvinnu.” Listræn forusta nauösyn- leg „Hvað finnst þér um þær umræður, sem hafa verið mjög háværar á s.l. ári að nauðsyn- legt sé að auka völd starfsfólks I leikhúsum?” „Lýðræði er vissulega nauð- synlegt á öllum vinnustööum. Hins vegar er þaö svo með list- greinar að þær eru mismunandi lýðræðislegar i eðli sinu. Leiksýning og leikhús verða að hafa listræna forustu. Hvernig tekst að koma henni I framkvæmd er svo að mestu undir samvinnunni komið, en ég tel ekki að listamenn eigi t.d. að ráða sig sjálfir. Þaö er allt ann- að mál hvort þeir hafa áhrif á verkefnaval o.s.frv. En mér sýn ist reynslan viða á Noröurlönd- um hafa sannaö að þaö tryggir ekki listrænan árangur að lista- menn húsanna stjórni t.d. mannaráðningum. Arangurinn hefur m.a. sýnt sig i einangrun, ihaldsemi og listrænni stöðnun, þar sem engu nýju fólki er hleypt inn og hver hugsar um að vernda sinn hag. Ég held að hæfilegt öryggisleysi sé öllum listamönnum hollt. Það er þroskandi aö þurfa að berjast.” Ekki hægt aö sameina „Hvernig hefur þér gengið að sameina málaralistina og leik- myndageröina?” „Það gengur alls ekki. Ég hef ekkert getað unnið við aö mála á meöan ég hef verið aö vinna i leikhúsinu. Það er eins og að ganga i björg aö fara að vinna i leikhúsi. Þaö gleypir mann ger- samlega og ég hef verið lengi að koma mér að þvi að mála eftir tarnirnar i leikhúsinu. En til að brauðfæða mig og fjölskylduna hef ég tekið leikhúsvinnuna. Ég býst hins vegar ekki við að vinna i leikhúsi á meðan ég er á starfslaununum, heldur reyna aö einbeita mér að málverki og teikningu. Ég vona að ég eigi eftir að vinna við leikhús siðar, þvi mér finnst fátt eins spenn- andi og aö sitja á æfingum og fylgjast meö þvi hvernig leik- ararnir þróa sinar persónur og sýningin verður til.” „Finnst þér þú hafa breyst mikið sem myndlistarmaöur á þessum árum frá þvi að þú hélst þina fyrstu sýningu?” „Ja, ég býst við aö þeir sem hafa fylgst meö þeim sýningum sem ég hef tekið þátt I geti séð ákveðna þróun. Til dæmis eru þær teikningar sem ég á nú i Listmunahúsinu i Lækjargötu 2 talsvert ólikar minum fyrstu myndum. Ég hlakka vissulega til aö geta helgað mig myndlistinni ein- göngu næstu mánuði og þróað á- fram þau viðfangsefni sem ég hef verið aö fást við.” —-Þ8 Forvinna — samvinna „Hvernig finnst þér best aö vinna sem leikmyndateikn- ari?” „Mér finnst árangurinn verða bestur þegar samvinnan við leikstjórann og leikarana er sem nánust. Mér finnst ýtarleg forvinna með leikstjóra alveg nauðsynleg og siðan aö fylgjast vel meö æfingum og nýta hug- myndir leikaranna. Þetta þarf að renna saman og allir þurfa aö hafa sameiginlegt markmið með sýningunni. Ég vil t.d. vinna mjög náið með leikara að Guðrún Svava við mynd sina „Börnin okkar”, en hún er ein þeirra mynda sem nú eru sýndar I List- munahúsinu i Lækjargötu á samsýningu sex islenskra myndlistarkvenna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.