Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN Þriðjudagur 21. ágúst 1979 —190. tbl. 44. árg. pessi mynd var tekin þegar þegar Ægir kom á veiöisvæöin djúpt út af Reykjanesi. Framan viö Hval 7 sést hraöbátur grænfriöunga sem þeir nota til aö fæla hvalina á brottu. ljósm. Einar Jónsson. A sunnudagskvöld kom varð- skipiö Ægir meö skip Grænfriö- unga Rainbow Warrior til hafnar og fylgdist mannfjöldi meö þvi er skipin lögöust viö akkeri út á ytri höfninni. En Landhelgisgæslan var kvödd til, eftir aö skipverjar af Rainbow Warrior höföu truflaö veiöar Hvals 7 i marga klukkutima djúpt suðvestur af Reykjanesi. Eftir tökuna neituöu græn- friöungar aö gangsetja vélar skipsins og tók Ægir þvi skipiö i tog til Reykjavikur. Lokaö var fyrir sendistöö skipsins á leiöinni til hafnar, en aö sögn dómsmálaráðherra er þaö regla i slikum tilvikum. Grænfriöungar hafa á hinn bóginn bent á, aö meö þvi var þeim meinað að hafa samband viö lögmann sinn en þaö er I blóra við samþykktir Evrópuráösins um mannréttindi. Þetta meinta lögbrot hafa skipverjar á Rainbow Warrior nú kært til Evrópuráösins. Þess ná geta, að mál gæslunnar gegn þeim verður tekiö fyrir á fimmtudag. Þrátt fyrir tökuna eru græn- friöungar hvergi bangnir og kveöast siöur en svo á neinum uppgjafarbuxunum. Talsmaöur þeirra, Pete Wilkinson sagöi:,,Allt mannkyniö á hvalina og viö getum ekki horft upp á Hval h/f útrýma þeim á skipu- legan hátt. Fyrirtækiö byggir veiöarnar ekki á visindalegum útreikningum, og viö vekjum athygli á, aö þeir litlu útreikn- ingar sem til eru, benda til þess aö stofnarnir séu aö minnka”. -OS. Sjá siðu 3 ANDÓFIÐ í TÉKKÓSLÓVAKÍU 1 dag eru 11 ár liöin frá innrás herja Varsjárbandalagsins i Tékkó- slóvakiu. Vinstri menn á Vesturlöndum minnast þess meö þvi aö andmæla kröftuglega mannréttindaskeröingunni I landinu. Af þessu tilefni efna Samtök herstöövaandstæöinga til baráttuaö- geröa sem hef jast kl. 5 viö tékkneska sendiráöiö, Smáragötu. Verö- ur siöar gengiö aö sovéska sendiráöinu og þar veröur stuttur úti- fundur kl. 18.15 (sjá nánar s. 3) Þjóöviljinn helgar baráttu andófsmanna opnu I dag (sjá s.8-9) og leitar jafnframt álits nokkurra sósialista á gildi andófsins. (sjá siöu 5) Tœp 2000 tonn til Siglufjarðar F armarnir misjafnir Þrær í Síldarverksmiðj- um ríkisins á Siglufirði eru nú fullar af loðnu en að sögn Geirs Zoð'ga tækni- framkvæmdastjóra verk- smiðjunnar er talið æski- legt að geyma loðnuna i nokkra daga áður en farið er að bræða hana þar sem hún er veidd í mjög köldum sjó. Bátarnir sem lestaö hafa á Siglu- firöi eru þrir. Albert og Helga II ,komu meö um 600 tonn en Súlan meö um 700 tonn. Loönan er svo- litiö misjöfn aö gæöum. I einum bátnum var talsvert af rauðátu saman viö og einnig er smáloöna inn á milli stórrar og fallegrar loönu. Geir Zoðga sagöi aö sumarloön- an i fyrra heföi komiö úr mun hlýrri sjó og þar af leiöandi veriö I viökvæmara ástandi heldur en sú sem nú er veidd. Vetrarloönan er hins vegar yfirleitt geymd i 4-5 daga áöur en hún er brædd en loðnan sem nú er aö berast á land er þó ekki veidd i eins köldum sjó og vetrarloðnan. —GFr Loðnuvertiðin hafin af fullum krafti 17.000 lestir veiddar í gær Loðnuveiðarnar sem hófust á miðnætti aðfarar- nótt mánudagsins hafa gengið vel og í gærkvöldi höfðu 26 skip tilkynnt loðnunefnd um afla sam- tals 17.000 fonn. 31 skip var I gær komiö á miöin sem eru út af Halanum undan Vestfjöröum. Loönan viröist ágæt til vinnslu, og er allt þróarrými frá Grindavik til Krossaness uppuriö. Eitthvaö mun laust enn i Þorlákshöfn og Raufarhöfn. I gærdag voru margir bátar á leið til lands af miðunum og var löndun hafin i Bolungarvik og á Siglufiröi. 1 gærkvöldi kom svo fyrsti loönufarmurinn til Reykja- vikur. Var það Hrafn GK og var hann meö 650 lestir. — AI i Loðmveiöarnar við Jan Mayen: i ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I i ■ I m I i ■ I ■ L Norðmenn hætta yeiðum á miðnætti annað kvöld 99 Yfirgengilegur ruglingur og ístöðuleysi”, segir Kjartan Jóhanns- son sjávarútvegsráðherra — „Hljótum að mótmæla mjög harðlega 99 Eyvind Bolle, sjá- varútvegsráðherra Noregs, ákvað i gær al- gera stöðvun loðnu- veiða Norðmanna við Jan Mayen á miðnætti annað kvöld. Áður höfðu Norðmenn ákveðið að stöðva veið- arnar um sl. helgi, en féllu siðan frá þvi. Þeir bátar, sem héldu til veiða 14. ágúst eða fyrr, verða þó að hætta veiðum sólar- hring fyrr, eða á mið- nættii nótt. Aðrir mega veiða til miðnættis annað kvöld. Nú er fullt tungl og eiga sjómenn þvi von á stórum köstum áður en veið- arnar stöðvast. Aö sögn Þorgrlms Gests- sonar, fréttaritara Þjv. i Noregi, er hluti norsku loönu- bátanna nú farinn til veiöa i Barentshafi, og I gær voru ein- hverjir þeirrabúnir aö tilkynna afla þar, viö Hopen. Er þvi lik- legt aö flotinn flytji sig þangaö .Ip k „Ekki til aö bæta andrúms- loftiö,” segir Kjartan Jóhanns- son um þá ákvöröun Norö- manna aö framlengja loönu- veiöarnar fram á miönætti annaö kvöld. til loönuveiöa, þegar banniö viö Jan Mayen tekur gildi. „Viö getum kannski sagt aö þaö sé lán I óláni,” sagöi Kjart- an Jóhannsson sjávarútvegs- ráöherra um ákvöröun Norö- manna I gær. „Annars finnst mér þetta yfirgengilegur rugl- ingur og istööuleysi og vona aö þeir eigi ekki sftir aö skipta enn einu sinni um skoöun.” Sjávarútvegsráöherra sagöi, aö sér sýndistallt stefna I þá átt, aö loönuafli Norömanna viö Jan Mayen fari fram úr þeim 90 þús- and lestum, sem þeir heföu æv- inlega miöaö viö. ,,Og viö hljót- am aö mótmæla þvi mjög harö- lega,” sagöi hann. Aöspuröur hvort þetta hátía- lag Norömanna þýddi einhverja breytingu á fyrirhuguöum viöræöum I Reykjavik, sagöi Kjartan Jóhannsson, aö a.m.k. yröi þetta ekki til aö bæta and- rúmsloftiö. Fráleitt væri aö 'Norömenn skyldu ekki hafa staöiö viö fyrri ákvöröun. Kjartan sagöi aö Norömenn heföu engar skýringar gefiö á þessari breytingu, aörar en þær sem komiö heföu fram i opin- berum fréttatilkynningum, um aö bátarnir þurfi aö fylla sig svo aö þeir hafi fyrir oliunni. Fyrirhugaö er aö fundur islensku og norsku viöræöu- nefndanna um Jan Mayen-máliö hefjist i Reykjavik 29. ágúst nk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.