Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. ágúst 1979. MOÐVIUINN Málgagn sósíaiisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis t'tgefandi: Útgáfufélag þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir L msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuÖjón FriÖriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardottir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla:Guömundur Steinsson, Kristln Pétursdóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33. .Prentun: Blaöaprent hf. Lœrdómurinn frá Tékkóslóvakíu • Áratugur og ár betur er nú síðan þau ótíðindi spurð- ust að herir Varsjárbandalagsrikja hetðu farið inn yfir landamæri Tékkóslóvakíu til að binda endi á //vorið í Prag". íhaldsöflin iskruðu af „Þórðargleði" en sósíal- ista setti hljóða. Með vopnavaldi var bundinn endir á þá þróun sem sósíalistar í Vestur-Evrópu höfðu horft til vonbjörtum augum. I naf ni sósíalismans höfðu Sovétrík- in kæft tilraunina um „sósíalisma með mannlegt yfir- bragð" sem svo er nefndur til aðgreiningar frá ritskoð- uðum bákn-„sósíalisma" Sovétríkjanna. • Islenskir sósíalistar lýstu því yf ir um leið og innrásin spurðist hingað til lands að hún væri fordæmanleg og ætti sér „enga stoð i hugsjónum sósíalismans". Þeim mun meira hefði hún með skiptingu Evrópu í áhrifa- svæði milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna að gera. Enda var Bandaríkjunum gert viðvart um innrásina og þau orð látin með fljóta af sovéskri hálfu að engin ástæða væri til að óttast neitt af þeim sökum. Þetta væri aðeins „innanhússmál" hjá Varsjárbandalagsríkjunum. • I ályktun Sósíalistaf lokksins/ sem gerð var vegna inn- rásarinnar, var lögð áhersla á þann lærdóm sem Islend- ingar þyrftu að draga af innrásinni, en hann væri sá að þátttaka i hernaðarbandalagi væri lítilli þjóð engin vörn en stór háski. Segir í ályktuninni að það sé „réttur og þjóðleg skylda hvers sósíalísks flokks að móta og berjast fyrir sósíalisma í eigin landi í samræmi við sögulegar aðstæður og hagsmuni eigin þjóðar. Flokkurinn telur að innrásin í Tékkóslóvakíu sé hið alvarlegasta brot á þess- um grundvallarreglum og lýsir eindregnum stuðningi sinum við þjóðir Tekkóslóvakiu og forystumenn þeirra. Sósíalistaflokkurinn er þeirrar skoðunar að fyrir okkur Islendinga, vopnlausa smáþjóð, sé sjálfsákvörðunar- réttur þjóðanna svo mikilvægur að frá honum megi ekki víkja. En þessi sjálfsákvörðunarréttur verður jafnan í hættu meðan hernaðarbandalög stórvelda og erlendar herstöðvar þeirra í öðrum löndum eru til. Þess vegna áréttum við enn einu sinni kröfu okkar að við Islendingar skipum okkur í sveit þeirra f jölmörgu þjóða sem standa utan hernaðarbandalaga og neita um erlendar herstöðv- ar i landi sinu". Þannig fordæmdum við þá aðför að mannlegum sósíalisma og lýðfrelsi sem innrásin var og bentum jaf nf ramt á þá lærdóma sem draga mætti af um eðli hernaðarbandalaga. • Á þeim ellef u árum sem liðin eru hef ur margt breyst i henni veröld. En það sem mótmælt var íágúst 1968 stend- ur því miður enn óhaggað: Tékkóslóvakia er enn undir rússneskum hæl, og Island er enn undir bandarískum. í báðum löndum er að finna hóp fólks sem lætur sér á sama standa um auðmýkinguna, sumir njóta lífsins í auðmýkingu og sökum auðmýkingar. Enn aðrir hafa gef ist upp þótt þeirsjái auðmýkinguna, líta undan, yppta öxlum og segja „þetta þýðir ekki neitt" þegar minnst er á andóf. En til allrar hamingju er þá að finna í báðum löndum er hafa til þess þor og dug að synda á móti straumnum og rísa upp gegn kúgun og auðmýkingu. • (slenskir sósíalistar og hernámsandstæðingar for- dæma því enn sem fyrr innrásina í Tékkóslóvakíu og taka undir með þeim sósíalistum sem þar halda uppi andófi í heimalandi sínu, að full mannréttindi verði hið fyrsta endurreist í Tékkóslóvakíu. Sá kyndill sósíalisma og mannréttinda sem andófsfólkið heldur á lofti getur orðið okkur að birtu í baráttunni gegn því herveldinu sem hef ur okkur undir hæl sér. Því helgar Þjóðviljinn andóf- inu í Tékkóslóvakíu nokkurt rúm í dag og minnir enn á fordæmingu íslenskra sósíalista á innrásinni með þvi að taka undir slagorð herstöðvaandstæðinga: GEGN HER- VALDI — GEGN AUÐVALDI. — eng Eyjan Jan Mayen hefur veril sannkölluö Jan Mayen vikí dagblaöanna. Þeir hafa gripiö til þess ráös aö reyna aö rugla menn f riminu meö dæmalausum gauragangi i fjölmiölum. Snjöll samlíking Menn eru misjafnlega heppn- irmeð samlíkingar i pólitiskum skrifum. Ein sú langsóttasta sem sést hefur á prenti kom i Alþýöublaðinu sl. laugardag. Þaðmætti halda aö Jón Baldvin Hannibalsson væri þegar tekinn við ritstjórninni,svo langt er sótt til þess aö koma höggi á Dag- blaðs-Jónas og Ólaf Ragnar: Pol Pot og Dr. Ieng Hvað skyldi vera lfkt með þeim Pol Pot og Dr. Ieng Sari, sem til skamms tima réðu rikjum i Kampucheu annars vegar og þeim Dr. Ólafi Ragn- ari Grimssyni og Jónasi Krist- jánssyni hins vegar? Svariö kemur kannski mönn- um á óvart, en það er, að þeir hafa allir numið þjóðféiagsfræði I háskólum V-Evrópu. Um árangur námsins má deila, en þeir Dr. Ieng og Dr. ólafur munu menntaðastir af þeim fjórmenningum þótt Jónas og Pol Pot standi þeim skammt að baki. Þegar þeir PolPot og Dr. Ieng hófu að láta ljós sitt skína I heimalandi sinu þótti innfædd- um heldur litið til þekkingar þeirra koma. Það vandamál leystu þeir eftir að þeir höfðu komizt til vaida i landinu meö aðstoð voldugs nágranna. Þeir afnámu þegar i stað Iestrar- kunnáttu meðal almennings svo aö enginn gæti skyggt á þekk- ingu þeirra. ÖUum, sem kunnu aðlesa, var einfaldiega útrýmt. Að rugla menn i ríminu Þeim Jónasi og Dr. ólafi kemur ekkert slikt til hugar, en vandamálið er lika erfitt úr- iausnar fyrir þá félaga. Hvernig á að telja almenningi á tslandi trú um, að þeirhafi manna mest vit á hafréttarmálum, þegar læsir menn sjá, að svo er ekki? Þeir hafa gripiö til þess ráðs að reyna að rugla menn I rtminu með dæmalausum gauragangi I fjölmiðlum sinum og annarra. L Norska leiöin og 1975 Timinn hefur að undanförnu verið að brýna menn til atlögu viö visitölubætur á laun og hefur flokkaö það undir pólitlskt hug- rekki ef menn létu hafa sig til ■ þess að fjarlægja verðbæturnar af launum verkafólks og skildu þaðeftir varnarlaust gegn verö- bólgunni. Hefur Timinn hampað mjög svokallaðri „norskri leið”, sem felur I sérstöðvun verðhækkana og kauphækkana. A móti hefur Þjóöviljinn t.d. bent Tima-Jóni á aö ef þeir framsóknarmenn treysti sér til þess að stöðva Asmundur Stefánsson: Vafa- söm lausn að stöðva kauphækk- anir einar. veröhækkanir þá þurfi þeir ekki að hafa áhyggjur af kauphækk- unum, og verkalýðshreyfingin yrði vafalaust til viðtals ef treysta mætti þvi að verölag héldist stöðugt. 1 viðtali viö Dagblaöið fyrir helgina segir Asmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ASI þetta um fjarlægingu verö- bóta: „Það er alveg Ijóst, að meðan verðbólgan geisar er það vafa- söm lausn að fara að stöðva kauphækkanir einar,” sagði As- mundur. „Við minnumst þess, að árið 1975 féll kaupmátturinn en verðbólgan náði um leið toppi. Stöðvun verðbóta leysir engan vanda, menn verða að stöðva veröbólguna jafnframt. Menn skyldu athuga, að visi- tölukerfið leiðir auðvitað ekki til kauphækkunar fyrr en verð- hækkun hefur orðið. Ég treysti þvi, að þessi rikisstjórn fari aörar leiðir en að klippa sifellt á kaupið,” sagði Asmundur. Fráleitar fram- sóknarkröfur í þvi Alþýðublaði sem sú stór- fenglega samliking birtist er fyrr hefur veriö klippt úr er Vil- mundur Gylfason aö skamma Framsóknarflokkinn. Merkilegt nokk tekur Vilmundur undir með Asmundi Stefánssyni um vfeitölubæturnar, þótt það slái hinsvegar út I fyrir honum þegar hann fjallar um bændur: Nú þykist Tíminn hafa fundið ný töframeðöl, sem aHt snúist um: Það er að taka visitölu- kerfið úr sambandi. Kjarni málsins er sá, að efna- hagskerfið er allt of sjálfvirkt. Þegar milli fimmtán og tuttugu af hundraði fjárlaga fara I það aö flytja fjármuni frá skatt- greiðendum til landbúnaöar á formi niöurgreiðslna, út- flutningsbóta og til skrifstofu- halds, þá erþað sjálfvirkni, sem er stórkostlega skaölegog held- ur niðri lifskjörum I landinu og veldur auk þess ómældri verö- bólgu. A slika sjálfvirkni hefur Framsóknarflokkurinn reynzt ófær um að geta skorið, enda krefst skrifstofukerfið og StS-valdiö þess, aö við þessu kerfi verði ekki hreyft. Visitölukerfið er sjálfvirkt varnarkerfi launafólks, sem veröur aö beita, ef rikisvaldið sjálft hefur ekki getu til þess að skera á þá eyðsluþætti, sem þaö ræður yfir og mikiUi verðbólgu valda. En kröfur Framsóknar- flokksins um það, að skera á vlsitölukerfið eitt, án þess að snert verði á öðrum þáttum hins sjálfvirka efnahagslifs, eru auðvitað fráleitar og út I hött. Hvar á að skera Einhver góöur maður lét svo um mælt að þaö sem skildi milli stjórnarflokkanna væri hvar þeir vildu skera til aö lækka verðbólguna. Kratarnir vildu skera bændur, framsókn vildi skera launþega en Alþýðu- bandalagið vildi skera versl- unarauðvaldið. Við slikan dóm getum við fyllilega sætt okkur. e.k.h./eng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.