Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 16
UOOVIUINN Þriðjudagur 21. ágúst 1979. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. L'tan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simurn: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. Q81333 Kvöldsími er 81348 Þeir Guðni og Tryggvi undu sér vel i sandinum úti fyrir nýja skóladagheimilinu sinu. Meö þeim á myndinni eru Anna Bára fóstra og Soffia starfsstúika. Ljósm. Leifur. Nýtt skóladaghcimili viö Völvufell Nýtt skóladagheimili er risiö i Feliahverfi, þaö fyrsta hér á landi sem hannaö er og byggt sérstak- lega sem slikt. Þessa dagana er veriö aö leggja siöustu hönd á innréttingu hússins, sem stendur viö Völvufell, og þrjú börn hafa þar nú þegar aðsetur sitt. Nýja skóladagheimilið er hluti af heilmikilli „barnamiðstöð” sem risin er i hverfinu, þvi auk þess eru starfrækt þarna dag- heimili, leikskóli og gæsluvöllur. Dagheimilið og skóladagheimilið eru rekin að nokkru leyti á sám- eiginlegum grundvelli, t.d. er Selma Þorsteinsdóttir forstöðu- kona beggja heimilanna og mat- urinn sem skóladagheimilisbörn- in fá kemur úr eldhúsi dagheimil- isins. Um næstu mánaðamót verður skóladagheimilið formiega opn- að, og bætast þá fleiri börn i hóp- inn, en skóladagheimilið er byggt fyrir 20 börn. Húsið er snoturt steinhús, hannað af arkitektunum Guð- mundi Kr. Guðmundssyni og Ólafi Sigurðssyni. Stór lóð fylgir húsinu og er nú verið að ganga frá henni og koma þar fyrir leiktækj- um. Reynir Vilhjálmsson hefur hannað lóðina. Innanhúss eru setustofa, borð- stofa, föndur- og smiðaherbergi, púðaherbergi þar sem hægt er að ærslast að vild og skemmtilegt leikloft undir súð, auk eldhúss og snyrtiaöstöðu. Elin Pálsdóttir er yfirfóstra heimilisins og með henni starfa fóstra og tvær starfs- stúlkur, önnur i hálfu starfi. Ekki er að efa að skóladag- heimilið við Völvufell bætir úr brýnni þörf i barnmörgu hverfi. — ih Skiptafundur i þrotabúi Breið- holts hfi í gœr: Rannsókn bók- halds ólokið lgær varhaldinn skiptafundur f þrotabúi Breiöholts h.f. en þar sem bókhaldsrannsókn er ekki lokiö var þvi slegiö á frest til 9. október aö kanna kröfur I þrota- búiö til þess aö hægt væri aö bera þær saman viö endanlegar niöur- stööur bókhaldsrannsóknarinnar. Unnsteinn Beck skiptaráöandi sagöi I samtali viö Þjóöviljann i gæraökröfurnarværuá 7. hundr- aö mQjón króna en fljótt á litiö viröist þar eitthvaö vera oftaliö. Algjörlega vonlaust er taliö aö eignir félagsins standi undir kröf- unum. Unnsteinn sagöi aö á fundinum i gær hefði verið farið vandlega ofan i kröfu lögmanns Breiðholts h.f. á hendur Alþýðubankanum um að vextir hefðu verið ofreikn- aðir um nær 6 miljónir króna og heföi komiö i ljós að krafan Framhald á 14. siðu Alvarlegt slys á Þingvöllum Um 5-leytið i gær fór blæjubill út af veginum heim að bænum að Þingvöllum við öxará og valt þannig að hann endastakkst. Gerðist þetta á móts við svo kallaðan Arnesingakrók. í bilnum voru nokkrir Þjóöverjar og sluppu þeir litt meiddir nema einn þeirra sem fékk högg á höfuöið. Var hann fluttur meðvitundarlaus til Reykjavikur og talinn mikið slasaður að sögn lögreglunnar á Selfossi. -GFr. Asgeir Pétursson Asgeir Péturs- son í Kópavog? Steingrimur Hermannsson, dómsmáiaráöherra hefur afgreitt umsóknir um bæjarfógetastööuna I Kópavogi, en þar sem forseti hefur ekki afgreitt skipunarbréf vildi Steingrimur I gær ekki láta neitt uppi um hver hinna 9 umsækjenda heföi veriö valinn. Þjóöviljinn hefur þó öruggar heimildir fyrir því að það hafi verið Asgeir Pétursson, sýslu- maður I Borgarnesi, og enn- fremur að starfsreynsla hafi verið látin ráða I þetta sinn. Mun skipunin til þess ætluð að lægja nokkuð þær óánægjuraddir sem uppkomu þegar gengið var fram- hjá reynslumiklum starfs- mönnum rikisins við veitingu yfirborgarfógetaembættisins I Reykjavik. Krafa sveitarfélaga sem reka heimavistarskóla: RMð kosti upphitun og yidhald að hluta Nœr 8 sinnum dýrara að kynda Nesja- skóla en skóla i Reykjavík Um siöustu helgi efndi Sam- band islenskra sveitarfélaga til fundar á Húnavöllum meö full- trúum þeirra sveitarfélaga, sem standa aö rekstri heimavistar- skóla. A fundinum var einkum rættum þann vanda, sem þessum sveitarfélögum er á höndum vegna mikilla olluveröhækkana, sem auka mjög verulega upphit- unarkostnaö skólahúsnæöisins. Ennfremur var fjallaö um viöhald og endurnýjun skólahús- næöis og búnaöar, rekstur mötu- neyta og ræstingu skólahúsnæöis, . akstur skólabarna svo og húsa- leigu og hlunnindi starfsfólks heim a vistarskóla. Fundurinn taldi óhjákvæmi- legt, aö dregið yrði úr þeirri út- gjaldaaukningu, sem fámenn' og fjárvana sveitarfélög veröa fyrir vegna upphitunar. 1 framsöguerindi Þrúðmars Sigurðssonar oddvita Nesja- hrepps kom m.a. fram, aö kostnaöur við upphitun Nesja- skóla er 1850 kr. á hvern rúm- metra skólahúsnæöisins á einu ári. A sama tima kostar hver „ársrúmmetri”238 krónur á hita- veitusvæðinu Reykjavlk. Upphitun Nesjaskóla er þvi nær áttfalt dýrari en upphitun skóla- húsnæðis i Reykjavik. „Þetta finnst fulltrúum strjálbýlishrepp- anna meiri munur en svo, að sanngjarnt sé að ætlast til þess að hrepparnir taki á sig olíuverö- hækkunina einir og bótalaust”, sagði Unnar Stefánsson starfs- maður Sambands Isl. sveitarfé- laga i samtali við Þjóðviljann i gær, en Unnar sat fundinn á Húnavöllum. Með tilliti til þeirra breytinga, sem stórhækkað oliuverö hefur haft á hlutfallslega skiptingu rekstrarkostnaöar heimavistar- skóla milli rikis og sveitarfélaga krafðist fundurinn þess, aö rikis- sjóöur kosti framvegis upphitun húsnæðis fyrir heimavistir og mötuneyti. Að öðru leyti lýsti fundurinn stuðningi við tillögu, sem borin var fram á seinasta Alþingi um jöfnun upphitunar- kostnaðar I skólum. Fundurinn fór fram á, aö þær endurbætur sem geröar yrðu á skólahúsnæði gagngert til þess að spara orku, verði ekki kostaöar af hreppunum einum, heldur fái þeir einhvern stuöning frá rikinu til þeirra aögeröa. Veröi þessar úr- bætur ekki skoðaðar sem venju- legt viðhald, heldur aö hluta til sem stofnkostnaður. Þá lagði fundurinn til að viðhaldskostnaöur á heima- vistarhúsnæði verði borinn jafnt af riki og sveitarfélögum. Fund- urinn áleit aö sú breyting, sem gerövar á verkaskiptingurikis og sveitarfélaga varöandi þetta atr- iði meö lögum 1975, hafi kœniö mjög illa við þau sveitarfélög, sem stóðu að rekstri heimavistar- skóla. Þvi sé eðlilegt, að skipta þessum kostnaöi á mÚli rikis og sveitarfélaga. —eös vetur. — Ljósm.: Leifur. Grunnskólarnir að hefjast Nemendum fækkar um 400 í Reykjavík Reykviskir grunnskólanem- endur munu veröa um 400 færri næsta vetur en I fyrra. Fækkunin nemur þvi sem svarar um 20—30 bekkjardeildum, og að • sögn Ragnars Georgssonar hjá Fræösluskrifstofu Reykjavikur munu nýráðningar kennara i Reykjavík minnka sem þvi nemur. Ragnar sagði að fækkunin kæmi alls staöar fram I bænum, nema I Breiðholti, þar sem fjölg- un ætti sér stað á grunnskólastigi fremur en hitt. örust væri fækk- unin I gamla bænum, þar sem ekkert væri byggt, þannig að barnafólki bættist lltill liðsauki. Hann sagði að fækkunin væri þó ekki eins mikil og siðustu ár, en börnum i grunnskóla hefur fækk- aö um 500 að meðaltali undanfar- ið, en fækkunin nú væri þó ekki nema 400. Ekki kvað Ragnar þetta leiða til þess aö leggja þyrfti niöur skóla, en sagði að þó væri ákveöiö að leggja af kennslu á grunn- skólaátigi I Armúlaskóla. Grunn- skólum fækkaði þó ekki I Reykja- vík, þvl I Seljahverfi bættist viö einn nýr i haust. 1 stuttu viötali við Hjalta Jóns- son skólastjóra i hinum nýja Seljaskóla kom fram, að I haust verður kennt 7—10 ára börnum og jafnframt haldið uppi forskóla- kennslu. Kennarar yrðu um 10 talsíns, og myndu kenna umþað- bil 375 börnum. 1 framtiðinni mun þó nemendum i Seljaskóla f jölga mjög, þvi enn er bara búið að byggja fyrsta skólahúsið af mörgum sem fyrirhugað er að risi þar. —ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.