Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. ágúst 1979. AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10 22. mars 1960 verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir april, mai og júni 1979, og ný- álagðan söluskatt frá fyrri tima.stöðvað- ur, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir,sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraembættisins við Tryggvagötu. Lögreglustjóri i Reykjavik 15. ágúst 1979. LÖGTÖK Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fram fara án frekari fyrirvara, á kostn- að gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Aföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir april, maí og júni 1979, svo og nýálögðum viðbót- um við söluskatt, lesta-,vita- og skoðunar- gjöldum af skipum fyrir árið 1979, skoðun- argjaldi og vátryggingaiðgjaldi öku- manna fyrir árið 1979, gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreiðum og skatti samkvæmt ökumælum, almennum og sér- stökum útflutningsgjöldum, aflatrygg- ingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaið- gjöldum af skipshöfnum ásamt skráning- argjöldum. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. 16. ág. 1979. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN 1 Nemendur verða teknir i simvirkjanám nú i haust, ef næg þátttaka fæst. Umsækjendur skulu hafa lokið grunn- skólaprófi eða hliðstæðu prófi og ganga undir inntökupróf i stærðfræði, ensku og dönsku, sem verður nánar tilkynnt siðar. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði Póst- og simahússins við Austurvöll og á póst- og simstöðvum utan Reykjavikur. Umsóknir ásamt prófskirteini eða stað- festu ljósriti af þvi, heilbrigðisvottorði og sakavottorði skulu berast fyrir 31. ágúst 1979. 6 Nánari upplýsingar eru veittar i Póst- og simaskólanum, Sölvhólsgötu 11, 101 Reykjavik,eða i sima 26000. Reykjavik, 16. ágúst 1979. Póst- og simamálastjórnin. MOÐVIUINN óskar að ráða umboðsmann í Keflavik, frá og með næstu mánaðamótum. Upplýsingar i sima 81333. DJOÐVIUINN Nicaragua: Áætlun um endurreisn stjórnin sætir gagnrýni Dagblaðið Information hefur það eftir frönsku fréttastofunni AFP um helgina að bráðabirgða- stjórnin i Nicaragua hafi nú gengið frá áætlun um endurreisnarstarf í land- inu. Þess er getið að deilt sé í landinu um stefnu stjórnarinnar. Tveir félagar bráöabirgöa stjórnarinnar, i Alfonso Robelo og Daniel Ortega, kynntu efni endur- reisnaráætlunarinnar i Managua. Samkvæmt kenni á aö verja um 900 miljöröum króna til upp- byggingar i landinu á næstu tiu árum. Aætlunin byggist á þvi aö tæknileg og fjárhagsleg aöstoö berist erlendis frá. Sandinistar tóku viö landi sem Somoza-klikan haföi nær lagt i rúst. Aöflutningar matvæla höföu stöövast og sömuleiöis verslun i landinu. Enn sem komiö er hefur stjórn- in fariö sér hægt. Land Somoza hefur veriö þjóönýtt en þvi hefur enn ekki veriö útdeilt meöal land- lausra bænda. Prentfrelsi hefur veriö komið á og gjaldeyrisinni- stæöur voru frystar eftir mikinn fjármagnsflótta. En nú hefur heyrst gagnrýni á hina nýju stjórn Nicaragua úr mörgum áttum. Verslunarráö landsins og kirkjan telja aö ekki miöi nógu hratt i frjálsræöisátt. Aftur á móti hafa mörg vinstri- samtök farið kröfugöngur vegna þess aö þeim þykir sem um of hafi verib hægt á byltingarþróuninni og vilja valdið til fólksins. Fjölbrautaskóli tekur til starfa á Sauðárkróki Hinn nýstofnaöi Fjölbrauta- skóli á Sauöárkróki veröur settur i fyrsta sinn þann 20. september næstkomandi. Þá munu leggjast niöur tvær stofnanir, Iðnskólinn á Sauðárkróki og Gagnfræöa- skólinn á Sauöárkróki. Fjölbrautaskólinn á Sauöár- króki mun I vetur bjóöa upp á eftirfarandi námsbrautir: Fisk- vinnslubraut, iönbrautir i málm- iðnum, tréiönum og rafiðnum, viðskiptabraut á 1. og 2. námsári og almenna bóknámsbraut til stúdentsprófs. Umsóknarfrestur um skólavist er til 8. september. A staönum er heimavistaraöstaöa. Sjómannablaöiö Vikingur komiö út Hafsjór af fróðleik Helgl og greinum Áttunda tölublað Sjómanna- blaösins Vikings er komiö út. t blaöinu er aö finna fjölmargar greinar og frásagnir sem tengjast sjávarútvegi. Meöal efnis i blaöinu aö þessu sinni er grein þar sem rakið er upphaf útgeröar frá ólafsfirði og hefur Guömund- ur Sæmundsson skráö. Þá er og grein eftir Kristján Jó- hannsson um stjórnun fiskveiöa hér á landi. Gerir höfandur I grein sinni úttekt á þeim aöferöum sem Islendingar hafa beitt til stjórn- unar á nýtingu fiskistofnanna og bendir aö auki á nýjar leiðir i þeim efnum. t blaöinu er einnig smásagan Skipakoma eftir Jens Pauli Heinesen I þýöingu Jóns Bjarman. Þá er einnig aö finna fjöl- margar stuttar frásagnir, eins og um djúpköfun, nýtt skólaskip Kúbubúa, draugaskip sem enn sigla um höfin og margt fleira. Valsmenn Framhald af bls. 11. Armann i 5.sæti og þróttur i 6.sæti. A Akureyri var úrslitakeppni 4. flokks háö. I öðrum riðlinum var tA, Vikingur og Sindri og i hinum Valur, Grótta og Þór, Akureyri. Úr A-riðlinum komst Vikingur áfram, sigraöi Sindra 8—0 og geröi jafntefli við 1A 2—2.1A vann siöan Sindra 7—0 og munaði þar einu marki á þeim og Vikingum. Valsmenn unnu sinn riöil örugg- lega, Gróttu 5—2 og Þór 6—3. Þór vann Gróttu 7—1. Úrslitaleikur Vals og Vikings var ákaflega jafn, en Valsmönnum tókst betur að nýta færi sín og þeir sigruðú 2—1. Guöni Bergsson skoraöi bæöi mörk Vals og fyrir Viking svaraöi Andri Marteinsson. 1A nældi i 3.sætið, sigraöi Þór 3—l,og Grótta hafnaöi i 5. sæti eftir sigur gegn Sindra,4—2. Austri Framhald af bls. 11. FH rótburstaöi tBI 9-0 og var sá sigur sist of stór.FH-ingarnir yfir- spiluöu slaka tsfiröingana allan tfmann. , Er sjonvarpið bilaö?^ Fyrir FH skoruöu Pálmi Jóns- son (3), Atli Alexandersson (3), Þórir Jónsson (2) og Helgi Ragn- arsson (1). Staöani 2. deildinni er nú þessi: FH Breiöablik Fylkir Selfoss Þróttur Þór Austri tsafjöröur Reynir Magni 15 11 2 14 10 2 14 7 2 15 14 15 15 14 15 15 6 3 6 2 6 2 4 4 3 5 3 4 2 47-16 24 2 32-9 22 5 25-18 16 6 21-17 15 6 11-14 14 7 17-21 14 7 14-24 12 6 19-33 11 8 12-26 10 3 2 10 15-36 8 Framhald af bls. 5. sósialistar á Vesturlöndum sem þurfa á þeirri uppörvun að halda sem felst i kjarki og þreki andófs- mannanna. Sjálfum finnst mér hinsvegar aö Vesturlanda-sósial- istar hafi i nóg aö rýna, jafnvel þó lifiö i Austur-Evrópu væri ein- tómur dans á rósum. (Oröskýring: lundlaus sludd- menni—menn sem ekki nenna aö sannfæra landsmenn sina um ágæti eigin skoöana og stjórnar- hátta; beita þess i stað erlendu hervaldi til aö troöa þvi inn i hausinn á fólki, eru þvi geöbetri sem fleiri halda kjafti yfir vesal- dómi þeirra.) Bókhaldsrannsókn Framhald af bls. 16 byggöist á misskilningi eöa ókunnugleika og væri þvi aö mestu úr sögunni. Þá sagöi Unnsteinn aö enn væri óljóst verömæti eigna Breiöholts h.f.. Talsveröir lausafjármunir eru geymdir i Kópavogi: i véla- hlutum, steypumótum, bygging- arefiii og tækjum og væri erfitt aö giska á söluverömæti þeirra. Vonast er til aö skiptameöferð geti fariö fram I októberlok en þó kynnu þá aö vera ókönnuð ýmis atriöi. —GFr Skjárinn Spnvarpsverhskði Bergsíaáaslrtaíi 38 simi 2-1940 HJUKRUNARSKÓLI ÍSLANDS óskar að ráða ritara i hálft starf. Laun samkvæmt kjara- samningum BSRB. Skriflegar umsóknir sendist skólastjóra fyrir 27. 8. 1979. Skólastjóri. Pípulagnir Nylagnir, breyting ar, hitaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 a kvöldin) Askriftarsími Þjóðviljans 8-13-33 MODV1UINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.