Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 13
ÞriOjudagur 21. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Þáttur fyrir börn og fullorðna í kvöld verður hnýttur endahnúturinn á þemaviku þá um börn og skilnaði sem staðið hefur yfir í ríkisf jöl- miðlunum. Kl. 21.20 hefst í sjónvarpinu umræðuþáttur um þetta mál og er stjórn- andi hans Asta R. Jó- hannesdóttir. — Við vonumst til að bæði foreldrar og börn horfi á þennan þátt, sagði Ásta, því að í honum ætti að koma fram ýmislegt sem foreldrar geta rætt um við börn sín. Þátttakendur i umræðunum verða sr. Guðmundur óskar Olafsson, Guörún Erlendsdóttir, Gunnar Eydal, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson og Sigrún Július- dóttir. Hluti af þættinum veröur i formi brúðusamtals. Brúðurnar gerði Guðrún Svava Svavars- dóttir, en auk hennar sömdu brúðuleikinn þær Þórunn Sigurðardóttir og Sigrún Július- dóttir. Leikararnir Þórunn Sigurðardóttir og Kjartan Ragnarsson ljá brúðunum raddir sinar. Næsta þemavika verður i sept- ember, og veröur þá fjallaö um efnið Umhverfi barna. Það er Þessa mynd tók Leifur I upptökusal sjónvarpsins þegar verið var aö taka upp brúðuleikþáttinn sem verður á skjánum I kvöld. F.v. Kjartan Ragnarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðrún Svava Svavarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Framkvæmdanefnd barnaársins sem stendur fyrir'þessum þema- vikum. I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ K 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Margrét Guðmundsdóttir heldur áfram lestri sögunn- ar „Sumar á heimsenda” eftir Moniku Dickens (7). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 10.25 Tónleikar. 11.00 Sjávarútvegur og sigl- ingar. Jónas Haraldsson ræöir við Hannes Hafstein um tilkynningaskyldu is- lenskra skipa. 11.15 Morguntónleikar. Maurice Gendron, Marijke Smit Sibinga og Hans Lang leika Sónötu fyrir selló og fylgiraddir eftir Vivaldi / Nicanor Zabaleta leikur Hörpusónötu i B-dúr eftir Viotti / David Oistrakh og Hans Pischner leika Sónötu nr. 5 i f-moll fyrir fiðlu og sembal eftir Bach. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. A fri- vaktinni. Sigrún Siguröar- dóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Miðdegissagan. „Aðeins móöir” eftir Anne De Moor. Jóhanna G. Möller les þýð- ingu sina (11). 15.00 M iðdegistónl eikar . Georges Barboteu, Michel Berges, Daniel Dubar, Gil- bert Coursier og kammer- sveit leika Konsertþátt fyrir fjögur horn og hljómsveit op. 86 eftir Schumann, Karl Ristenpart stj. / Maurice Durufle organleikari og hljómsveit Tónlistarháskól- ans IParis leika Sinfóniunr. 3 i c-moll op 78 eftir Saint-Saens, Georges Prétre stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp. 17.20 Sagan. „Ulfur, úlfur” eftir Farley Mowat.Bryndis Víglundsdóttir les þýðingu sina (8). 17.55 A faraldsfæti. Endurtdt- inn þáttur Birnu G. Bjarn- leifsdóttur frá sunnudags- morgni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hvalveiðar tslendinga og Alþjóða hvalveiöiráöiö. Dr. Jón Jónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar, flytur erindi. 20.00 NBC-hljómsveitin leikur forleiki eftir Cherubini og Rossini. Stjórnandi. Arturo Toscanini. 20.30 Útvarpssagan. „Trúöur- inn” eftir Heinrich Böll. Franz A. Gislason les þýð- ingu slna (18). 21.00 Sjö æskusöngvar eftir Alban Berg. Bethany Beardslee syngur meö Cólumblu sinfóniuhljóm- sveitinni. Stjórnandi Robert Craft. 21.20 Sumarvaka. a. Eilifur Ijómi og séra Jón Magnús- son 1 Laufási.Séra Kolbeinn Þorleifeson flytur erindi. b. Kvæði eftir Steingrim Thor- steinsson. Ingibjörg Stephensen les. c. Þegar ég hrapaði. Arni Helgason les frásögn úr einni af bókum Arna Óla. d. Kórsöngur. Þjóðleikhúskórinn syngur. Söngstjóri, Carl Billich. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Harmonikulög. Guðjón Matthiasson og Harry J6- hannesson leika. 23.00 A hljóðbergi. Umsjónar- maður. BjörnTh. Björnsson listfræöingur. „Jane Eyre” eftir Charlotte Bronté. Helstuhlutverk og leikarar: Jane Eyre/Claire Bloom, Edward Rochester/ Ant- hony Quayle, Mars. Fair- fax/ Cathleen Nesbitt, Adéle Varens/ Anna Justine Steiger. Annar hluti. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Afrika. Nýsjálenskur fræðslumyndaflokkur. Annar þáttur. Hin nýja ásýnd Afríku. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.20 Börn og hjónaskilnaðir. Umræðuþáttur undir stjórn Astu R. Jóhannesdóttur. Þátttakendur sr. Guð- mundur óskar ólafsson, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar Eydal, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson og Sigrún Júliusdóttir. í þættinum verður samtal barna i brúðuleikformi eftir Guð- rúnu Svövu Svavarsdóttur, Sigrúnu Júliusdóttur og Þórunni Sigurðardóttur. Flytjendur Kjartan Ragn- arsson og Þórunn Siguröar- dóttir. Stjórn upptöku örn Haröarson. 22.10 Dýrlingurinn. Prófessor á glapstigum. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 23.00 Dagskrárlok. -ih 1 ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i i ■ i ■ i i ■ i ■ i ■ i i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ -■ Hvalveiðar . Jón Jónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar flytur erindi I hljóövarpi kl. 19.35 i kvöld, og nefnist það Hvalveiðar tslendinga og Alþjóða hvalveiöiárið. Hvalveiðar hafa veriö mjög ofarlega á baugi að undanförnu, og veröur án efa fróölegt aö heyra álit Jóns á þeim. Blaöamaður hringdi þvl I hann og spurði um hvað hann ætlaði að tala. — Ég mun í fyrsta lagi ræða nokkuð um hvalveiðar Norð- manna hér viö land, sem hófust árið 1883 og stóðu yfir allt til 1915, þegar Alþingi stöðvaði þær. Þess- ar veiöar eru dæmi um ótak- markaða sókn sem getur eyöilagt heilu stofnana, og þarna var vissulega um ofveiöi að ræða. Siðan mun ég taka fyrir hval- veiðar okkar nú, og það sem við vitum um líffræði þeirra hvala- stofna sem eru hér við land. Ég mun segja frá ýmsum rannsókn- um sem gerðar eru, einsog t.d. aldursákvörðunum og merking- um, sem notaöar eru til að meta fjölda dýra I hinum einstöku stofnum. Þá mun ég ræöa um Alþjóða- hvalveiöiárið og starfsemi þess, sem mikiö hefur verið til umræðu upp á siðkastiö. Til að byrja með er óhætt aö segja að ráðið hafi ekki staðiö i stöðu sinni og ekki tryggt hassmuni hvalsins sjálfs einsog skyldi, en þarna hefur orðið breyting á slöari árum, og ég veit ekki um aðrar stofnanir þar sem visindamenn fá að ráða jafnmiklu. Ég mun ekki fjalla mikiö um þessar Greenpeaceaögeröir, enda vildi ég fremur koma á framfæri upplýsingum um þaö sem verið er að gera I þessum málum af okkar hálfu og Alþjóða hvalveiöi- ráðsins. Ég var ekki staddur hér i júli þegar lætin voru sem mest, en ég hefði nú gjarnan viljað taka i lurginn á sumum þessara stráka sem hæst gaspra og minnst vita. Ég tel að af þeim þjóöum sem fást við hvalveiðar eigum viö Islendingar sist skilið að á okkur sé ráðist. Það ber öllum saman um að við höfum fariö sérstak- lega varlega, og má t.d. benda á, að hér hefur aldrei verið leyfð nema ein hvalstöð, og að sami bátafjöldinn hefur verið við hval- veiðar i 30 ár. —*h PÉTUR OG VÉLMENNIÐ Eftir Kjaitan Arnórsson STUTTU EFTIP. HpjPSGID KEmUR. ^KlNtTy C T T<L Pi£> RTHU&fí HU&RNlö I SÖGUHiTTJUcO VORUPfí G&N&UR ... Umsjón: Helgi ólafsson Efnilegasti nemandi Botvinniks Hinn ungi meistari Harry Kasparov hefur veriö mikiö i sviösljósinu aö undanförnu, ekki sist fyrir tílverknaö sigurs sins á alþjóöamótinu I Banja Luka. Til stóöaö hann yröi meöal þátttakenda á HM unglinga i Skien á dög- unum en ekkert varö úr sakir veikinda, eöa svo tilkynntu a.m.k. sovésk skákyfirvöld. Mikhael Botvinnik fyrrum heimsmeistari hefur haft meö þjálfun piltsins aö gera, og ekki alls fyrir löngu gaf hann út þá yfirlýsingu ab Kasparov væri sá alefni- legasti skákmaöur sem hann heföi þjálfaö. Mætti ætla aö Karpov heimsmeistari væri ekkert alltof hrifinn af slik- um yfirlýsingum, þvi eins og kunnugt er þá var hann á timabUi undir handleiöslu Botvinniks. A Spartakiöðu-leikunum á dögunum var ekki aö sjá að heilsa Kasparovs væri ýkja slæm. Hann tefldi á 2. borði fyrir Aserbeidchan sem er borg rétt við Kasplahafiö eft- ir þvi sem ég kemst næst. Hann náði ágætis árangri, sigraöi meðal annarra Polugajevskl i vel tefldri skák og náði næstbestum árangri á 2. borði. Sýnishorn af taflmennsku hans gefur hér að lita: Hvítt: Kasparov (Aserbeidchan) Svart: Butnoris (Latvia) Bogo-indversk vörn 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rf3-Bb4 + 4. Rbd2-0-0 5. e3-b6 6. Bd3-Bb7 7. 0-0-d5 8. a3-Bxd2 9. Bxd2-Rbd7 10. cxd5-Bxd5 11. b4-c5 12. Hacl-cxd4 13. Rxd4-Re5 14. Ba6-Re4 15. Bel-Dg5 16. f4-Dg6 17. fxe5-Rc5 18. Bg3-Rxa6 19. Rf5'.-Hae8 (19. -exf5 20. Dxd5 leiöir til yfirburöastööu fyrir hvitan, en nú upphefst sannkölluð ógnarpressa eftir f-linunni.) 20. Rd6-He7 24. Hc3-Dh6 21. Hf4-h5 25. Dfl-Rc7 22. e4-Ba8 26. Hcf3-f5 23. Bh4-Hd7 (Menn svarts hafa verið á hinum mestu hrakhólum að undanförnu og ekki nema von að stjórnandi hins flýjandi liðs reyni örlitið að losa um sig.) 27. exf6!(framhjáhlaup) Hxd6 28. f7+-Kh7 29. Be7-e5 30. Bxf8-exf4 31. Bxd6-Dxd6 32. Dd3-De7 ( Eða 32. -Df8 33. e5+ g6 34. Hxf4 Re6 35. Hf6 og vinnur.) 33. Ðc4-Kh6 34. Hxf4-Re6 35. Dc8 (Þaö er athyglisvert að hvft- ur hefur engan áhuga á riddaranum á e6, hann teflir upp á mát.) 35. ...Dd6 36. Dh8 + -Kg6 37. f8(R) +-Rxf8 38. Dxf8-Ddl + 39. Kf2! -Dd2 + 40. Kg3-Ðel + 41. Kh3-Bb7 — og svartur gafst upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.