Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21. ágúst 1979. ÞJQDVILJINN — StÐA 11 iþróttir 0 íþróttirgl íþróttir annað Breiðablik vann Fylki 1 gærkvöldi fór fram einn leikur i 2. deild í knattspyrnu. Breiða- blik vann Fylki með 2 mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram á Laugardalnum. íslandsmet i 1500 m 1 fyrradag setti Jón Diöriksson glæsilegt íslandsmet i 1500 metra hlaupi á stórmóti sem hann tók þátt i í Þýskalandi en hann dvelur nú við æfingar i þvf landi. Timi hans var 3.43.2 mínútur og er það rúmri sekúndu betri timi en gamla islandsmetið sem hann átti sjálfur. Mörg óvænt úrslit i 1. umferðinni. Fyrsta umferð ensku deilda- keppninnar var á laugardaginn oguröu þessiiirslitl 1. og2. deild: 1. deild Bolton-Aston Villa 1-1 Brighton-Arsenal 0-4 Bristol C-Leeds 2-2 Everton-NorwichC. 2-4 Ipswich-Nottingham F 0-1 Manch.City-CrystalP. 0-0 Southampton-Manch. Utd. 1-1 Stoke-Coventry 3-2 Tottenham-Middlesborough 1-3 WBA-Derby 0-0 2. deild Birmingham-Fulham 3-4 Charlton-Preston 0-3 Chelsea-Sunderland 0-0 Leicester-Watford 2-0 Luton-Cambridge 1-1 Newcastle-Oldham 3-2 NottsCounty-Cardiff 4-1 Orient-Burnley 2-2 QPR-Bristol Rovers 2-0 Swansea-Shrewsbury 2-0 Wrexham-West Ham 1-0 Hannes bætti enn einni skrautfjörður í hattinn Afrekskeppni F1 i golfi var haldin um helgina með þátttöku allra bestu kylfinga landsins. ís- landsmeistarinn Hannes Ey- vindsson sigraöi, lék á 297 högg- um. Annarvarð JónHaukur Guð- laugsson á 298 höggum og þirðji Óskar Sæmundsson á 299 högg- Hugi setti íslandsmet Selfyssingurinn Hugi Harðar- son setti gott Islandsmet i 100 m baksundi á Norðurlandamótinu um helgina. Hann synti vega- lengdina á 1:05.9 min. Pétur kominn á Skot- skóna Pétur Pétursson og félagar hjá Feyenoordfóru vel á stað i fyrstu umferöhollensku 1. deildarinnar. Þeir léku á heimavelli gegn PEC Zwolleog sigruðu 2-0. Pétur gerði sér litiö fyrir og skoraði annað mark liðsins. KR-Þróttur I kvöld 1 kvöld verða 2 leikir i 1. deild- inni i knattspymu. A laugardals- velli keppa KR og Þróttur og i Kaplakrika leika Haukar og ÍBV. Báöir leikirnir hefjast kl. 19. • Jafnt hjá Celtic og Rangers Þriðja umferð skosku úrvals- deildarinnar var leikin á laugar- daginn og urðu úrslit leikjanna þessi: Rangers-Celtic 2-2 Aberdeen-Hibernian 3-0 Dundee-St. Mirren 4-1 Kilmarnock-DundeeU 1-0 Morton-Dartick 2-1 i ■■■■■■ mm ■■■■■»■■■■■■■■■!■ aJI Austri að tryggja sæti sitt í 2. deild Austri vann góðan sigur um helgina I hinni hörðu fallbaráttu. 2. deildar. Þeir Eskfiröingarnir skruppu til Sandgeröis, léku þar viö Reynismenn og fóru til baka með bæöi stigin. Þessi úrslit gera þaö að verkum aö IBt og Reynir standa mjög illa að vigi. Leikur Reynis bar öll merki fallbaráttunnar. Heimamenn léku á móti strekkingsvindi I fyrri hálfleiknum, en reyndu samt að sækja. Þeim varð þó nokkuð hált á þeim sóknaraögerðum þvi hraðaupphlaup austanmanna voru hættuleg. Úr tveimur slikum sky ndiupphlaupum skoraði Bjarni Kristjánsson, hinn eld- snöggi, 2-0 fyrir Austra i hálfleik. Reynismenn sóttu látlaust allan seinni hálfleikinn, en tókst aðeins að skora einu sinni og var þar Ómar Björnsson að verki, 2-1. Fleiri urðu mörkin ekki og fögn- uöu Austramenn ákaft I leikslok. A Grenivik áttust við Magni og Þór frá Akureyri. Þðrsararnir Framarar komnir á skrið Rótburstuðu ótrúlega slaka Keflvíkinga 4:0 Kristinn Jörundsson náði sér heldur betur á strik i leiknum gegn IBK og skoraði 2 mörk. Hér að ofan er hann i kunnuglegri stellingu, að berjast um frákast i körfuboltanum. Framarar hristu a11-- hressilega af sér slenið/ sem hef ur hrjáð þá undan- farnar vikur, þegar þeir mættu ÍBK á Laugardals- velli (Valbjarnarvöllum) á sunnudagskvöldið. Eftir nokkuð rólegan og jafnan fyrri hálf leik hrundi leikur Kef Ivíkinganna, Framar- arnir gengu á lagið, og þegar upp var staðið hafði Fram unnið stórsigur, 4-0. Strax I byrjun leiksins skoraöi Fram mark, sem kom eins og köld vatnsgusa framan I Keflvik- ingana. Pétur Ormselv tók auka- spyrnu, gaf vel fyrir, og Asgeir átti ekki i miklum erfiðleikum með að skalla boltann i netið, 1-0. Um miöbik hálfleiksins fékk IBK 3 góð færi sem öll mistókust. Fyrst lét Ólafur Júl. verja frá sér , og hið sama henti Einar As- björn. Nokkru seinna komst Guð- mundur inn fyrir ÍBK-vörnina, en Þorsteinn varði. í seinni hálfleiknum fór ’að fær- ast líf i tuskurnar. Framararnir náðu nokkrum sinnum skemmti- legum sóknarrispum. Upp úr einni slikri fengu þeir horn, sem Rafn tók. Hann gaf vel fyrir, bolt- inn barst • til Asgeirs og hann negldi og i markið fór boltinn þó að Þorsteini tækist aö slæma hendi i hann, 2-0. Eftir betta komst vörn ÍBK hvað eftir annaö i vandræði, og á 71. min. munaði minnstu aö Marteini tækist að skora eftir eina stóruvitleysu IBK-varnarinnar. Nokkru seinna geröi Þorsteinn þá reginskyssu að æöa út fyrir vitateig án þess aö ná knettinum. Asgeir plataði hann, gaf fyrir, en Kidda Jör. tókst að skalla yfir af markteig. Kiddi bætti um betur á 85. mln. þegar hann skoraði af stuttu færi eftir aö Pétur hafði neglt i stöng og siöan rennt á hann, 3-0. A næstu min. stóö Kiddi frir á markteig með boltann og átti ekki I miklum erfiðleikum með aö skora, 4-0 fyrir Fram. Keflvikingar náðu sér aldrei T strik i þessum leik, enda ekki nema furöa eins og þjálfarinn, Tom Tranter, er sifellt að breyta liðsuppstillingunni. Hann tók við liðinu á velgengnistimabili á miðju sumri og fór að breyta leik- skipulagi og liösuppstillingu eftir eigin höfði. Slikt kann ekki góðri lukku að stýra. Annars voru IBK-leikmennirnir allir fremur daufir i þessum leik, enginn skar sig úr. Þó verður þess að geta að vandséð er hvernig Þorsteinn Ólafsson á að halda stööu sinni I landsliðinu vegna þess að hann hefur verið slakur i siðustu leikjum IBK. Framararnir koma sterkir frá þessum leik. Þaö sem e.t.v. er mikilvægast fyrir þá er aö þeir virðast hafa öðiast sjálfstraust á nýjan leik. Guömundur var öruggur i markinu og vörnin traust. I framlinunni bar mest á Pétri að vanda, en hann er sann- kallaður gullspilari og á skilið tækifæri meö landsliðinu i hasust. Þá var Kristinn réttur maður á réttum tima i þessum leik. —IngH höfðu að litlu að keppa i' þessum leik, en Magnamenn reyna aö hala inn eins mörg stig og þeir geta til þess að sleppa við fall. Magni hafði undirtökin I fyrri hálfleiknum og rétt fyrir leikhlé tókst Hringi Hreinssyni að ná for- ystunni fyrir þá. Nokkru fyrir leikslok jafnaði Sigtryggur Guð- laugsson fyrir Þór eftir að þeir Þórsarar höfðu sótt af miklu kappi aö marki Magna, 1-1. Þrótti frá Neskaupstaö tókst að forða sér af mesta hættusvæði deildarinnar með þvi að sigra Selfoss 2-1 á laugardaginn. Þróttur haföi yfir i hálfleik 1-0 og var það Björgúlfur Halldórs- son, sem markið skoraði. Bjarni Jóhannesson bætti um betur i upphafi seinni hálfleiks og skor- aði gott mark. Undir lok leiksins rétti Sumarliöi Guðbjartsson hlut Selfyssinganna. A tsafiröi fengu heimamenn kennslustund I knattspyrnu þegar Framhald á 14. siðu Þessi mynd var tekin á leik KR og Þórs I 3. flokki og sækja Þórsararnir hart að marki Vesturbæinganna. Mynd:— eik— Tvöfalt hjá Val Valsmenn urðu Islandsm í 3. og 4. flokki Þó að meistaraflokkur Vals hafi tapað i Eyjum á sunnudaginn gátu áhangendur félagsins glaðst mjög þvi 3. og 4. flokkur sigruðu i úrslitakeppninni sem lauk sama dag. Úrslitakeppni 3. flokks fór fram i Kópavogi voru Valsmenn þar i riðli meö Þór og Armanni.t hinum riölinum voru KR, Fylkir og Þróttur, Neskaup-, stað.Valsararnir sigruðu Þór 3—1 og Armann 4—1 og voru þar með komnir i úrslitaleikinn. I hinum riðlinum var meira fjör. KR sigraði Þrótt 5—1, en tapaöi fyrir Fylki 1—2, en Fylkismenn höfðu áður gert jafntefli viö Þrótt, 1—1. 1 úrslitaleiknum milli Vals og Fylkis var hart barist. 1 fyrri hálfleiknum hafði Fylkir undir- tökin, en hvorugu liöinu tókst að skora. Valsmenn hresstust mikið i seinni hálfleiknum og skoruðu 2 mörk gegn 1 Fylkismanna. Fyrir Val skoruöu Jóhann Holton, fyrir- liði,og GIsli Bjarnason. Hörður Guðjónsson skoraði mark Fylkis. KR varö i 3.sæti, Þór i 4.sæti, FTamhald á 14. siöu Stewart Johnson horfir hér hinn rólegasti á aðfarir Einars Bollasonar i leik Ármanns og KR á Reykjavikurmótinu i fyrra- vetur. Ekki er enn ljóst hvort Johnson mun leika með KR eða Ármanni eba hvort hann leikur yfirleitt nokkuð hér á landi næsta vetur. Leikur Johnson ekki með KR? Likur benda nú til þess að Stewart Johnson leiki ekki með KR-ingum næsta vetur þvi heyrst hefur að hann hafi gert 10 mánaða samning viö argentinska liöiö sem hann hefur leikið með I sumar. Hann hefur aðeins verið 3. mán. af þeim 10 sem hann á að leika með liðinu. Til þess aö Johnson fái aö ieika hér á landi þarf liðiö, sem hann fer til, að borga 5 þús.dollara. Þetta hefur ekki fengist staðfest, en Bob Star, sá sem annast samninga fyrir Johnson,mun hafa látið þessi orð falla. KR-ingarnir munu hafa f höndunum bréf frá Johnson, hvar hann segist ætla að koma hingað 1. sept.og leika með liðinu. Samskonar bréf hafa Armenningar einnig upp á vasann og er ekki vitaö um þaötil hvors iiðsins Johnson fer ef hann kemur hingað i haust. „Ég hef ekkert heyrt um þetta, alla vega hefur Johnson ekki látið þaö uppi viö okkur,”sagöi Helgi Agústsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. Helgi sagöist ennfremur hafa heyrt um bréf Johnsons til Ármanns. Mái þetta mun væntanlega skýrast um næstu mánaðarmót þvi þá er Stewart Johnson væntanlegur tii landsins. IngH.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.