Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Stöðugur þrýstingur frá hægri öflunum um samdrátt í heilbrigðis- og tryggingakerfinu er farinn að rjúfa skörð í varnarmúra vinstri manna. Millistéttin A siöustu timum hafa komið upp margvislegar umræður um efnahagsmál iðnþróaðra vesturlanda. Það virðist ljóst að nú eru að verða viss skil i þessum efnum. Sú staðreynd er að renna upp fyrir leikum og lærðum að hag- vöxturinn getur ekki haldið áfram. Og sumir halda því hik- laust fram að grundvöllurinn fyrir auknum hagvexti sé löngu brostinnef á heildina erlitið. Af ýmsum orsökum, sem ekki verða raktar hér, hefur kapp- hlaupið ekki stöövast, heldur hafa auðlindirnarogýmis önnur verðmæti, verið blóðmjólkaðar i þágu hagvaxtarins. Einstaka iðnvæddar þjöðir með háþróaða tækni og harð- neskjulegt stjórnarfar hafa ennþá haf t möguleika á að fly tja efnahagsvanda sinn út. Dæmi- gerðast fyrir þessa leið er Vest- ur-Þýskaland og Japan, sem teygja anga sina um allan heiminn. En flestar þjóðir sitja uppi meö ótraustan grundvöll i efna- hagsmálum og i tengslum viö þessar ný ju staðreyndir er verið að stokka upp I hugmynda- fræðinni. Þessi umræða er aðeins á frumstigi en hún mun teygja anga sina inn i hagfræðina og faglegar einingar og verkalýös- hreyfing vesturlanda i heild mun þurfa að taka afstöðu til og glíma við nýjar aðstæður og ný vandamál á næstu áratugum. Kraftaverkið Þvihefur veriðhaldið fram aö efnahagslif Islendinga sé utan allra þeirra kerfa sem ráöa höfuðþáttum I fjármálum heimsins. Þaö er visst sann- leikskorn i þessu. En auðvitaö hljóta íslendingar að lenda inn i alþjóðlegum straumi méira og minna I þessum efnum þó aö stundum hafi þeir b jargast með þvi að keyra á móti öllum lög- málum og allri skynsemi i fjármálum. Ég vil þó i þessu sambandi benda mönnum á þá staðreynd að sá timi sem liður á milli kollsteypanna i efnahagsmálum íslendinga verður stööugt styttri. Og ég vil einnig benda á þá staðreynd að kraftaverk Islendinga I efnahagsmálumeru þónokkuð auðskýrð.þegar allt kemur til alls. Þau felast i þvi, aðallega, að ganga á auölindirn- ar og nýta lánamöguleikana án nokkurrar yfirsýnar i nútið eða framtið. Þegar litið er á þessar staðreyndir dofnar nokkuð yfir kraftaverkinu. Þarna hefur raunar litið gerst annað en það aö gálausir st jórnmálamenn hafa teflt afkomu fólksins og þjóðarinnar I tvísýnu fyrir þröng persónuleg og fíokksleg sjónarmið. Þetta vita allir þó að fæstir hafi hug- rekki til að viðurkenna það. A5 rotta sig saman Þegar þaö blasir nú viö aö „ævintýrinu” fer að ljúka þá hefst umræðan um þaö á hvern hátt samdrátturinn eigi að fara fram. Hvernig eigi að lifa viö minnkandi hagvöxt og spila úr þeim raunverulegu gæðum sem fýrir hendi eru. Um þessi atriði mun verða rætt og ritað á næstu árum. En þó raunveruleg umræða sé aðeins i buröarliön- um virðast vissar höfuðllnur byrjaðar að skýrast. Og þaö sem blasir við er heldur dapur- legt. Éghef ofthvattvinstri sinnað fólk til að vera á verði. Nú er alveg sérstök ástæða til viövarana vegna þess að hætt- urnar koma nú úr fleiri áttum. Óvinurinn er ekki aðeins gegnt okkur, heldur verðum við nú að glima viðhann i ýmsum mynd- um að baki viglinunnar. Þaö er útilokað aö gera þess- um málum nema óveruleg skil I stuttri blaðagrein. Þó langar mig að benda á örfáa þætti sem nú virðast vera aö koma i ljós. Ef draga ætti málin saman i hnotskurn þá sést nú þegar að vissir aðilar i þjóöfélaginu eru byrjaðir að rotta sig saman. Og þessir aðilar eru af óliku sauða- húsi, þó aö þeir eigi einn hlut sameiginlegan. Þetta eru þeir sem orðið hafa ofaná i efna- hagsmálunum á undanförnum árum. Þarna er ekki eingöngu um að ræöa svokallaða bisnesmenn, sem hlotið hafa nöfn eins og verðbólgubraskarar, milliliðir og afætur. Til viðbótar þessu fólki er mætt til leiks þónokkuð breið millistétt, sem telur sig þurfa að verja stöðu sina og þá möguleika og sérréttindi sem hún hefur helgaö sér undanfarin ár. Innyflin eru lík Eins og égsagðiþáer útilokað að draga upp heildarmynd af þessum nýju vandamálum I stuttu máli. En til að sýna hvað innyflin eru lik i bisnesmönnun- um og þessari millistétt, þá langar mig að nefna dæmi úr einum þætti fjármálanna sem raunar vegur ekki þungt. Það eru skattamálin. Þegar skattskrá er flett sést að þar eru margir tekjuskatts- lausir eöa borga óverulega til samneyslunnar. Og þarna eru ekki eingöngu „peningamenn” á ferðinni, heldur einnig launþegar og jafnvel forustu- menn þeirra. Þarna er ekki verið að stela neinu. Lögin eru bara svona. \ Að losna við að greiða tekju- skatt gerist ekki á annan hátt en aði skattalögum eru frádráttar- liðir sem menn nýta. Og margir þessara frádráttarliða byggjast ekki á neinum siöferðislegum rökum. Þetta er litið dæmi, en sýnir einkar vel hvað lagst er lágt þegar um einkafjármál er að ræða. Og þegar menn hafa geð til að nýta þessa möguleika sem eru fyrir allra augum, hvernig er þá hinu varið sem samtrygging þessa fólks felur undir yfirborðinu, bæði lögleg og ólögleg skattsvik. En þarna er á ferðinni svo sterkur þrýstihópur að ekki verður mýgjað við honum. Alþingismennirnir ganga þar fremstir. Þeir gætu einfaldlega lokað þessu gati i skattalögun- um með einfaldri lagasetningu. En þeir vilja þaö ekki. Þá pólitisku áhættu þora þeir ekki að taka. Skörð í múrana En eins og ég sagði, vegur skattadæmið ekki þungt I fjármálum rikisins. Það er aðeins nefnt hér til skýringar. Hitt er alvarlegra að bisnes- menn og millistéttin virðast vera aö ná samkomulagi um að samdrátturinn skuli lenda með þunga á samneyslunni og félagslegu og fjárhagslegu öryggi þeirra verst settu. Ég held að þarna sé á ferðinni þegjandi samkomulag sem þró- ast hefur upp úr áralangri fyrir- greiöslupólitik þar sem leiðir þessara aðila hafa oft legiö saman. Til að rökstyðja þetta má nefna þaö að ótrúleg deyfð rikir meöalforustu vinstrimannaum aö tryggja hlut hinna verst settu. Dæmið um lifeyrissjóð allra landsmanna, vaxtamálin og heildarlausn húsnæð- ismálanna er skýrten þessimál öll eru eitt af þvi fáa sem mögu- leiki væri að gera meö tilfærslu og breyttu skipulagi I þvi kreppuástandi sem nú er að skapast. Með lausn þessara mála myndilosna um spennuog það ástand væri hægt að nota sem stökkpall til áframhaldandi tekjuöflunar. 1 staö þessarar þróunar eru aðrir hlutir farnir að gægjast fyrir hornið. Stööugur þrýst- ingur frá hægrí öflunum um samdrátt í heilbrigöis og trygg- ingakerfinu er farinn að rjúfa skörð I varnarmúra vinstri manna. Það er byrjaö aö gefa I skyn I málgögnum þeirra þó að varlega sé farið I þaö, að einhversstaðar verði nú að setja mörkin. A meöan er einn og einn þáttur sem áunnist hefur klipinn af án neinna raunhæfra mót- mæla. Óvinafagnaður Þetta eru staðreyndir sem vinstri sinnað fólk ætti ekki að lita framhjá. Við vitum auövitað, að i rikis- rekstri er ýmsu ábótavant. Það hefur hinsvegar farið fram hjá mörgum að rikisreksturinn hef- ur verið notaöurmiskunnarlaust til þess að sanna þá kenningu hægriaflanna að einkaframtak- ið standi framar. Þetta hefur ekki verið erfitt vegna þess að megnið af rikisrekstrinum er stjórnað af andstæðingum hans. Svo sterkur og lævis hefur þessi áróöur verið gegnum árin að fjöldinn allur af vinstra fólki hefur ánetjast honum. Þaö etur upp áróðurstugguna eftir „pen- ingamönnunum”, sem nú sjá sér leik á borði. Ég vil eindregið vara við þessari þróun. Hún stefnir þjóðfélaginu aftur til þess ástands þegar öryggisleysið rikti og með þvi að ganga þess- um áróðri á hönd er verið að eyðileggja þann árangur sem unnist hefur i mannréttindum og jafnrétti undanfarna áratugi. Og við gerum aðeins óvina- fagnað meö þvi aö sýna það hugleysi aö þora ekki að horfa á þá staðreynd að i okkar röðum eru einnig sterkir aðilar sem vilja tryggja stöðu sina áfram og hika ekki viö aö fórna réttindum litilmagnans fyrir áframhaldandi sérréttindi sln. Þarna eru á ferðinni greinileg einkenni. Þaðer kominn af stað þrýstingur á mænu hreyfingar- innar sem orðið getur að veru- legri skemmd ef ekkert veröur aö gert. Það tekur auðvitað lengri tima fyrir okkar hreyfingu að úrkynjast en aðrar stjórnmála- hreyfingar á Islandi. Til þess liggja söguleg rök. En nóg eru vitin að varast þegar horft er til annarra flokka, og Kópavogs- dæmið ætti einnig að vera okkur viðvörun um það hvernig farið getur ef engir öryggisventlar eru hafðir opnir. Það er að minu viti raunsaá að benda á þessa hluti. Ég held að við töpum ekki á þvi þegar til lengri tima er litið að ætla þeirri gagnrýni rúm i umræðum okkar um stöðu hreyfingarinnar. Hrafn Sæmundsson. „Þetta er besti og ódýrasti farkosturinn I landinu”, sagði Stefán frá Mörðudal, listmálari og skáld, þar sem blaöamaöur hitti hann I Vatns- mýrinni. Hann var þá aö reiöa um 300 pund af nýslegnu grasi á reiö- hjóiinu sinu, en Stefán heyjar ofan I 9 hross sin meö þeim hætti aö hann hiröir af grasblettum og úr Gamla kirkjugarðinum og brciöir til þerris á Vallavöilum. Þar standa nú hinar myndarlegustu sátur. Ljóan-... Ai Kynnið ykkur leigjendalögin Félagsmálaráöuneytið hefur sent frá sér séfprentun húsa- leigulaganna sem samþykkt voru á alþingi siðast liöið vor. Samkvæmt lögunum á ráðu- neytið að sjá um kynningu á þeim og er það algjör nýjung I Islensk- um lögum. Ráðuneytið hefur hins vegarekkienn þá komið kynning- unni I framkvæmd og er boriö við fjárskorti. Þaö mætti benda þeim góðu mönnum á aö blaðamanna- fundir reynast oft vel þó að annað sé látið bfða. Þeir sem vilja kynna sér lögin og hafa þau handbær, ef á þarf aö halda, geta nú gengið sig niður i ráðuneyti eða á skrifstofu Leigj- endasamtakanna og fengiö eintak af lögunum þar. — ká Eyðublöðin komin — fyrir húsaleigu- samninga Nú eiga aö liggja frammi hjá skirfstofum bæjarfélaga, ráöu- neytis féiagsmála, Leigjenda- samtökunum og þeim aöilum öörum sem láta sig leigjendamál varða, eyöublöö fyrir húsaleigu- samninga sem félagsmálaráðu- neytiö hefur látiö útbúa. A eyðublaðinu er tekið fram allt þaö sem varðar leigusala og leigjanda og á þvi hér eftir ekkert að fara milli mála, hver leigan er, hvernig ástand ibúðar er þegar hún er leigð, hvað greitt er i tryggingu o.s.frv. Það er ástæða til að benda leigjendum á að hér eftir telst þessi samningur vera sá eini lög- legi sem hér er I gildi. —ká Söngvaka í I kvöld kl. 21 hefst i Norræna húsinu sjötta og siðasta söngvaka Félags islenskra einsöngvara á þessu sumri. Þá munu Njáll Sigurðsson og Magnús J. Jóhannsson, félagar úr kvæðamannafélaginu Iðunni, fara með nokkrar stemmur viö visur úr Númarimum eftir Sigurð Breiðfjörð. A söngvikunni syngja Elisabet Erlingsdóttir og Ingveldur Norræna Hjaltested islensk þjóölög og ein- söngslög. Agnes Löve og Jónina Gisladóttir annast undirleik. Söngvökur þessar hafa verið vel sóttar og gefst fólki þar tæki- færi til þess að hlusta á fjöl- breytta og skemmtilega dagskrá. Eftir eina söngvöku i fyrra- sumar var þeim Ingveldi og Jón- ínu boðið i söngför til Sviþjóðar og munu þær fara þangað i tónleika- ferð I haust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.