Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. ágúst 1979. Kópmgskauiistaðiir K! Lögtaksúrskurður Að beiðni bæjarsjóðs Kópavogs úrskurð- ast hér með lögtak fyrir útsvörum og aðstöðugjöldum til Kópavogskaupstaðar álögðum 1979 sem gjaldfallin eru sam- kvæmt d-lið 29. gr. og 39. gr. laga nr. 8, 1972. Fari lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa til tryggingar ofangreindum gjöldum á kostnað gjald- anda en á ábyrgð bæjarsjóðs Kópavogs nema full skil hafi verið gerð. Bæjarfógetinn i Kópavogi 10. ágúst 1979 21. ág. 1968 — 21. ág. 1979 Tékkóslóvakía hernumin Baráttuaðgerðirnar 21. ág. n.k. hefjast við tékkneska sendiráðið, Smáragötu, kl. 17.00. Stutt ávarp Söngur Kl. 17.30 verður gengið að sovéska sendi- ráðinu. Mótmælafundur við sovéska sendiráðið Kl. 18.15 hefst útifundur við sovéska sendiráðið. Þar verða flutt tvö stutt ávörp, lesin ljóð og sönghópur flytur baráttusöngva. í lok fundarins afhendir fulltrúi miðnefnd- ar sovéska sendiherranum mótmæla- ályktun fundarins. Kjörorð baráttuaðgerðanna eru: — Heri Sovétríkjanna burt frá Tékkó- slóvakiu. — ísland úr NATO — herinn burt. — Styðjum baráttu Tékka og Slóvaka fyrir lýðréttindum.— Styðjum Charta ’77. MÆTUM ÖLL í BARATTUAÐGERÐ- IRNAR 21. AGUST, Samtök herstöðvaandstæðinga. mmmm^mmmmmmmmmmmm^mmm—mmmímmmmmmmm Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613 ! | * s I jÆ 111' I Viðurkenningarhafar ásamt borgarstjóra, Agli Skúla Ingibergssyni. Frá vinstri: Konráö Gylfason, 8 ára, sem tók viö viöurkenningu fyrir hönd Ibúa f Hraunbæ 62-100 fyrir bestan aöbúnað barna á ibúöar- húsalóö, Snjólaug Kristjánsdóttir, trúnaöarmaöur verkakvennafélagsins Framsóknar I isbirninum, og forstjóri isbjarnarins Jón Ingvarsson, sem tóku viö viöurkenningum fyrir best umhverfi á vinnustaö, og Gunniaugur Claessen,einn fbúanna viö Sæviöarsund,ásamt dóttur sinni. 1 afmælískaffí hjá Reykjavík A iaugardaginn lauk á Kjar- vaisstöðum Reykjavikurvikunni og hefur aösókn og áhugi borgar- búa á þvf sem þar var kynnt veriö mjög mikill. Formaöur Reykja- víkurvikunefndar, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, ávarpaöi gesti kl. 15 á Kjarvalsstööum, og siöan fór fram afhending viöurkenninga fyrir snyrtilegt umhverfi i borg- inni. Fyrirhugaö var aö halda úti- tónleika á túninu, en vegna veö- urs var þeim aflýst. Sviösvagninn var þó látinn standa, og er ætlun- in aö gripa tækifæriö og halda tónleikana þegar veður er skap- legt. Borgarstjóri afhenti viðurkenn- ingarskjöl fyrir best umhverfi á vinnustaö, bestan aðbúnað barna á Ibúðarhúsalóö og fyrir fegurstu götu borgarinnar 1979. Hrósaði hann hlutaöeigandi viðurkenn- ingarhöfum og reyndar fleiri borgarbúum fyrir góða umgengni og áhuga á sinu nánasta um- hverfi, en ræddi einnig um slæma umgengi borgarbúa,sérstaklega I miðbænum. Mjög margt var um manninn á Kjarvalsstöðum þennan laugar- dag, og kl. 17 var kynnt athugun á þéttingu byggðar, sem Þróunar- stofnunin vinnur nú að. Carl Bill- ich spilaði á flygil lög sem tileink- uð eru Reykjavik, en höfuðborgin var 193ja ára þennan sama dag. Um þessa helgi hallaði einnig sumri á Kjarvalsstöðum, og sum- arsýningin sem staðiö hefur þar undanfarna mánuöi hefur nú ver- ið tekin niður. Aðsókn á hana hef- ur verið mjög góð og mörg verk- anna selst. __ Carl Billich viöflygilinn t afmæliskaffi hjá Reykjavikurborg. Ljósm.Leifur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.