Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. ágúst 1979. — Hér hefur veriö, eins og vlöar á Noröurlandi, alveg meö fádæmum erfitt tlöarfar I sumar, sagöi Gunnar Rafn Sigurbjörns- son, skólastjóri á Siglufiröi er Landpóstur ræddi viö hann s.l. fimmtudag. Úrkomudagar i júni og júli hafa hvorki veriö fleiri né færri hér en 35; 20 I júni og 15 I júli. inn vigöur meö knattspyrnu- keppni milli Siglfiröinga og Eiöis- manna. Þó aö ekki hafi veriö unniö aö öörum stórframkvæmdum á vegum bæjarins I sumar þá er bærinn einn af stærstu atvinnu- rekendunum hér. Hjá honum vinnur mikill fjöldi fólks, flest viö ýmiss konar þjónustustörf. ■&&.W ikj fÍfjMÍÍi MHjjj \ IU 'lWt" 13;-- frv: Siglufjöröur. Tídarfarid tefur framkvæmdir Rœtt við Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, skólastjóra á Siglufirði Þessi ótið hefur auðvitað haft sin áhrif á framkvæmdir hér og jafnvel skaplyndi manna og mannlif yfirleitt. Og m.a. vegna þess hve viö erum skammt komn- ir hér á Siglufirði með aö leggja varanlegt slitlag á götur, má segja, að bærinn sé heldur ókræsilegur eftir alla úrkomuna. iþróttavöllur aðal framkvæmdin I sumar hefur i raun og veru ekki verið unnið hér aö neinum sérstökum stórframkvæmdum heldur fengist viö ýmis smærri verkefni, sem áöur var hafin vinna viö og þurfti aö ljúka, eins og t.d. aö steypa gangstéttir hér I miðbænum og framkvæmdir viö dagheimiliö. Þó má segja, aö eitt stórt átak hafi verið gert i sumar og þaö er viö iþróttavöllinn (knattspyrnu- völlinn). Ýkjulaust er, aö nýr knattspyrnuvöllur hafi verið geröur meö algerri umsköpun á gamla vellinum. Má þvi verki nú heita lokiö. tþróttamenn segja mér aö þetta hafi tekist mjög vel og völlurinn sé góður, enda hefur þessi framkvæmd kostaö mjög mikiö fé. Völlurinn var tekinn i notkun þegar hingaö kom knattspyrnuliö frá Eiöi i Færeyjum, en Eiöi er vinabær Siglufjarðar. Var völlur- Af labrögðin Ef viö vikjum þá aö sjávar- aflanum þá hafa borist hér á land i júli 830 tonn af fiski. Áriö áöur, 1978, voru þetta 930 tonn. Munar þarna 100 tonnum. Skýringin á þessari minnkun er fyrst og fremst sú, aö af þessum 830 tonn- um voru innan viö 100 tonn af smábátunum. Færaveiðin hér I sumar hefur gersamlega brugð- ist. Júlimánuöur, sem löngum hefur veriö drýgsti aflamánuöur færafiskimanna, mátti nú heita dauður. Telja elstu menn hér sig ekki muna jafn lélega færaveiöi, en hér hefur hún oft verið góö og stundum ágæt. Þaö liggur þvf I augum uppi aö afkoma færa- sjómanna hér er mjög slæm nú. Mikil vinna við fiskverkun Mjög mikiö er aö gera viö fisk- verkunina. Hjá Þormóöi ramma er alla daga unniö til kl. 7 og auk þess á laugardögum. Þar vinnur um 180 manns. Hjá Isafold er einnig mikið aö gera, en húsin hafa samvinnu um nýtingu aflans. Togaranum Siglfirðingi, sem áöur hét Fontur, hefur gengiö sæmilega, síöan hann kom I eigu Siglfiröinga. Hann hefur fariö þrjár veiðiferöir, en ekki landaö nema einu sinni hér heima; hitt hafa veriö sölutúrar. Og þegar talaö er um aflamagniö, sem landað hefur veriö, þá veröur aö hafa i huga þessar söluferðir. 'Héöan eru nú geröir út hvorki meira né minna en 5 skuttogarar. En þrir þeirra stunda dálitiö sölu erlendis. Þaö eru fyrst og fremst skip Þormóös ramma, sem landa hér heima. Segja má, að þessi skip nýtist okkur þvi ekki til fulls, en þá er þess aö gæta, aö viö höfum ekki fólk til aö vinna úr aflanum, ef honum væri öllum landað hér heima. Hér mætti, þess vegna, gjarnan vera fleira fólk Annar atvinnurekstur Svo vinna 60—70 manns hjá Siglósild. Er gert ráö fyrir aö vinna viö þá framleiöslu, sem búiö er aö gera sölusamninga um, endist út september. Og vonandi veröur búiö aö gera nýja samn- inga fyrir þann tima, svo aö framleiöslan þurfi ekki aö stöövast. Hér er starfandi saumastofa þar sem vinna að öllum jafnaöi um 20 stúlkur. Fer sú framleiösla á erlendan markaö. Ég veit ekki annaö en þar séu framundan nóg verkefni. Sama er aö segja um Húsein- ingar. Þar er næg vinna og húsin viröast renna út. Stærsta fyrirtækið Og þá erum viö komnir að stærsta fyrirtækinu i bænum en það eru Sildarverksmiöjur rikis- ins. Þar er nú allur undirbúningur i gangi fyrir loðnuvertiðina og er aö þvi stefnt, aö allt veröi tilbúiö er sú vertíö hefst. Mikiö hefur verið unniö aö lag- færingum og endurbótum. Má t.d. nefna, aö löndunaraðstööu hefur veriö breytt og hún endurbætt, vogir hafa veriö endurbættar, unniö hefur veriö aö lagfæringu á þrónum, stefnt er aö þvi aö auka geymslurými verksmiöjunnar, komnar eru upp nýjar skilvindur og þurrkarar endurbættir. Allt þeíta á að leiöa til þess aö afköst verksmiöjunnar og geymslurými aukist og nýting verði betri. Sildarverksmiöjur rikisins hér eiga þvi aö geta tekiö á móti miklu magni á skömmum tima eftir aö loönuveiöin hefst. Byggingar Þvi má svo bæta við aö hús- byggingar eru töluverðar hér i kaupstaönum. Til dæmis er veriö aö byggja tvær sex ibúöa blokkir, samkvæmt lögum um leigu- og söluibdðir. í vor var úthlutaö lóöum utidir 12 einbýlishús hér suður á Bökkunum, sem svo eru kallaöir. Ég hygg að alls séu hér I byggingu nú 30—40 Ibúðir. Allt þetta gerir þaö aö verkum að ágæt atvinna er hjá iðnaöar- mönnum og er svo raunar oftast nær. Kemur þar ýmislegt til eins og t.d. þjónustan viö þennan stóra skipaflota. Yfirleitt má segja aö vinna sé mikil I bænum og raunar ekki trútt um að sumir telji aö hún mætti að ósekju vera ofurlitiö minni. Fristundirnar eru fáar. Mannaskipti Hér hefur nú veriö ráöinn nýr sparisjóösstjóri, en Kjartan Bjarnason, sem gegnt hefur þvi starfi undanfariö og unnið hjá Sparisjóönum I 50 ár, lætur af störfum 1 haust. Við tekur Björn Jónasson, sem starfað hefur all- lengi viö Sparisjóöinn. Þá er kominn hér nýr bæjar- stjóri, Ingimundur Einarsson, og mun hann taka við störfum i þess- um mánuöi. —grs/mhg Borunin bar lítinn árangur Rœtt við Hilmar Kristjánsson, oddvita á Blönduósi j— Umfangsmestu fram- kvæmdirnar hér I surnar hafa vériö viö hitaveituna, sagöi Hílmar Kristjansson oddviti á Blönduósi I spjalli, sem Land- póstur átti viö hann s.l. fimmtu- dag. ! D|ýr borun en litill árangur — Þaö var boruö ný hola á Reykjum I vor en hún gaf þvi miður aðeins takmarkaö vatn eöa ekki nema 5 sekl. af liölega 70 gráðu heitu vatni. Þessi bor- un var hinsvegar ekki alveg ó- keypis þótt ekki kæmi hún fyrir mjkiö þvi hún kostaöi okkur rúmlega 80 milj kr. Þegar þetta láifyrir þá ákváðum viö aö leit- ast viö aö leysa vandamáliö meö þvi aö fá dælu I holuna. Viö vorum svo heppnir, aö komast ínn I orkupakkann hjá iönaðar- rábuneytinu og fáum allt aö 100 mílj. kr. lán til þess aö koma dælum i holuna. Þar aö auki fá Rafmagnsveitur rikisins 50 milj. til þess aö leggja nýja stófnlinu frá Laxárstööinni aö Reykjum. Veröur sú linulögn liCjur i þeim áfanga, aö breyta einfasa llnum I héraðinu I þri- fasa. þaö má vel koma fram, aö iönaöarráöuneytið brást mjög fljjótt og vel viö að leysa meö þéssum hætti úr hitaveitu- vándamáli okkar og á þaö fyllstu þakkir skiliö fyrir. Ný kaldavatnslögn þá erum viö aö leggja nýja stofnæö fyrir kalt vatn. Er þaö fengiö frammi á Breiöavaöi en þar eru mjög góöar uppsprettu- lindir. Ætlun okkar er aö ljúka nú i sumar fyrsta áfanga þess- arar framkvæmdar og er gert ráö fyrir aö hann kosti 60 milj. kr . Lögnin er um 3 km. aö lengd og æöin, sem eru plaströr frá Reykjalundi, veröur 10 tommu við. Þarna fáum viö 42 sekl. af mjög góöu neysluvatni. Þegar þessi nýja vatnslögn hefur veriö tekin I notkun veröa núverandi vatnsbói lögö niöur, en vatninu hefur til þessa verið safnaö saman héöan og þaðan undan brekkunum hér i kring. Blönduós. S|tt af hverju kýlega er lokiö viö aö ganga fra búningsklefum viö sundlaug og iþróttahús en við hófum þær frámkvæmdir I fyrra haust. Töluvert er unniö aö gerö gangstétta. Er ætlunin aö leggja gggnstéttir viö flestar þær göt- uri, sem komiö er á varanlegt slitlag. Verk þetta er nú komiö vel á veg. I fyrrahaust hófust fram- kýæmdir við byggingu leik- skióla. Tókst aö gera hann fok- heldan fyrir áramót. Þessari býggingu hefur nú raunar mið- að hægt i sumar en viö hyggj- umst ýta þar betur á eftir meö haustinu. Byggingar jMikil atvinna er hér á Blöndu- ósi og okkur vantar alltaf fólk. En úr þvi er erfitt aö bæta nema bétur blási i húsnæðismálunum, en hér vantar tilfinnanlega hús- næði. Viö erum nú aö undirbúa byggingu á 12 verkamannabú- stöðum og vonandi veröur hægt aðhefja vinnu viö þá meö haust- inú. 1 sumar var úthlutaö 12 lóöum uijdir einbýlishús. Þá hefur og Pólarprjón fengiö úthlutaö 1000 ferm. lóð undir výrksmiöjuhús. Enginn barlómur i bjændum jVið spuröum Hilmar aö lokum hýort hann gæti sagt okkur ein- hverjar fréttir af heyskapnum hjá Húnvetningum. Hann sagðist hafa hitt þrjá bændur I morgun, einn framan úr Vatnsdal, annan framan úr Svartárdal og hinn þriðja úr Réfasveitinni. Hafi þeir allir borið sig vel. Svartdælingurinn sagðist raunar vera skammt á veg kominn meö sláttinn þvi hann heföi verið aö biða eftir heyhleösluvagni. Bóndinn úr Vátnsdalnum taldi sprettu þar ekki lakari en i fyrra og gott hljóö var einnig I þeim úr Refa- SYeitinni. — Mér heyrist á bændum, aö þeir séu frekar bjartsýnir en það er nú svo, finnst mér, að þeir berja sér ógjarnan þótt á móti blási, hvað svo sem Höur þvi orötaki, aö enginn sé bú- maður nema sá, sem kunni aö berja sér. —hk/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.