Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. ágúst 1979. 11 ár frá inn- rásinni í Tékkó- slóvakíu: óánægja og beiskja var rikjandi meöal ibúanna og aö öll andöfs- baráttan ætti samúö visa. Þaö kom lika á daginn þegar mann- réttindasinnar sendu frá sér yfir- lýsinguna Charta-77 fyrir tveimur árum og hálfu betur. Yfir þúsund manns hafa nú ritað undir hina upphaflegu áskorun til stjórn- valda i Tékkóslóvakiu um að viröa ákvæði þeirra mann- réttindayfiriysinga sem þau hafa undirritað. Fjölmargir hafa tekiö þátt i starfi þessarar hreyfingar og gerst talsmenn hennar um skeið þó atvinnumissir og ofsóknir af hálfu yfirvalda vofi yfir þeim. Og það þó andófsmennirnir vinni allt sitt starf á grundvelli ákvæða i stjórnarskrá og lögum Tékkó- slóvakiu. Baráttu þessa fólks helgar Þjóöviljinn rúm i dag. Þaö sætir nú ofsóknum af hálfu stjórnvalda og tiu forystumenn Charta-77 hreyfingarinnar, sem jafnframt eru félagar i i „Nefndinni til varnar þeim sem sæta órétt- mætum ofsóknum” biða nú dóms i Prag. Þau eiga yfir höfði sér margra ára fangelsisdóma, og er mál manna að yfirvöld hafi ekki gert aðra eins atlögu að andófs- mönnum i Tékkóslóvakiu siðan 1971. Þvi meiru skiptir að só- Andófsmenn ofsóttir I dag eru 11 ár liðiö frá þvi herir Varsjárbandalagsins réöust inn i Tékkóslóvakiu og bundu þar meö endi á þá merku lýöræöisþróun sem gefið haföi sósialistum um alian heiin nýja von. Eftir 1971 virtist sem stjórn- völdum hefði tekist að þagga niður i andófsmönnum. Margir af forystumönnum vorsins i Prag voru flUnir vestur, aðrir voru i fangelsi eða mUlbundnir á annan hátt. Þó vissu menn að mikil Öflug andmæli verkalýðs- hreyfingar á Vesturlöndum sialistar á Vesturlöndum sýni þeim samstöðu. Loks eru nokkrir islenskir sóslalistar spurðir hvaða þýðingt þeir áliti að barátta andófsmann anna i Tékkóslóvakiu hafi fyrii sósialista á Vesturlöndum. hg Alþjódleg áskorun Handtöku timenninga og væntanlegum réttarhöldum yfir þeim hefur veriö harðlega mót- mælt meöal ólikustu hópa á Vesturlöndum. Byltingarsinn- aöir sósfaiistar sem þýskir kaþólikkar og allt þar á miili hafa andmælt og boðið andófs- mönnum aöstoö sína. Til dæmis buðust Fransmenn til að senda lögfræöinga til Prag, en ljóst virðist að fólkið fær enga verjendur eftir að Jos- ef Danisz var sviptur mál- flutningsréttindum. Enn sem komið er hafa þessir erlendu lögfræðingarþóekki fengið leyfi til að komast inn i Tékkó- slóvakiu. Að þessu sinni urðu viöbrögð meðal sósialista á Vesturlönd- um mjög harkaleg og hefur handtökunum verið mótmælt nær einum rómi. Það ávarp sem hér fer á eftir hefur verið kynnt sósialistum, kommúnistum og forystumönnum verkalýðs- félaga i eftirfarandi löndum: Bretlandi, Vestur-Þýskalandi, Frakklandi, Italiu, Belgiu, Hollandi Sviss, Svíþjóö, Austur- riki, Bandarikjunum og Kanada. Það hefur lika verið kynnt nýkjörnum þingmönnum V-Evrópuþingsins. Meðalþeirrasem að ávarpinu standa má nefna Jiri Pelikan, Betrand Russell friöarstofnun- ina, 1. maf nefndina I Brilssel, Nefndir til varnar Rudolf Bahro i Berlln og Bretlandi, bresku samtökin „Labour Focus on Eastern Europe”, Sósialisku Austur-Evrópunefndina f Berlín og ensku Samstöðuhreyfinguna með Austur-Evrópu. Ávarpið fer hér á eftir í laus- legri endursögn: „Handtaka 10 kunnra bar- áttumanna Charta-77 f mai lok verður ekki túlkuð ööru vfsi en svo, að yfirvöld Tékkóslóvakfu séu að reyna að ber ja niöur alla mannréttindahreyfinguna I landinu. Þau hafa aö engu þær meginreglur sem yfirgnæfandi meirihluti sósialista og verka- lýðssinna á Vesturlöndum að- hyllist. Og handtakan er i hróp- andi mótsögn við endurteknar yfirlýsingar stjórnar Tékkó- slóvakiu þess efnis að ekki verði gripiö til neina kúgunaraðgerða gegn mannréttindabaráttufólki. I ljósi þess hve margir voru handteknir og hversu þungum sökum þeir voru bornir verður að líta á núverandi aðgerðir sem mestu ofsóknir I Tékkó- slóvakfu alveg siðan sósialistar sem framarlega voru i flokki vormanna i Prag voru hand- teknir 1971. Meðal hinna hand- teknu eru tveir af þremur tals- mönnum Charta-77, Jiri Dienstbier og Vaclav Benda, og ritstjóri upplýsingablaðs Charta hreyfingarinnar PetrUhl.Meöal þeirra er lika kunnur tékknesk- ur leikritahöfundur og fyrrum talsmaður Charta, Vaclav Hav- el. Allir tiu féiagar Charta- hreyfingarinnar eru lika meðlimir „Nefndarinnar til varnar þeim sem sæta órétt- mætum ofsóknum” (Vons), sem stofnuð var af nokkrum stuðningsmönnum Charta I apríl 1978 og sem unnið hefur mikilvægt starf til varnar lýð- réttindum. Starf sitt byggir VONS á meginreglum Amnesty International en þeim má einnig finna stað i lögum Tékkóslóva- kiu. Nefndin hefur sett saman meira en 100 nákvæmar skýrsfúr-þar sem gerð er grein fyrir lögbrotum löggæslu- og dómsyfirvalda við meðferöpóli- tiskra mála. Af þessum sökum eru tfmenningarnir sakaðir um niðurrifsstarfsemi. Hámarks- viðurlög við henni eru 5 ára fangelsi. Einn timenninganna, Petr Uhl, sem tekið hefur á- byrgðá að koma mörgum yfir- lýsingum VONS til erlendra fjölmiðla, er sakaður um „al- varlega niðurrifsstarfsemi” (grave subversion) og á á hættu minnst þriggja ára og mest tíu ára fangelsi1. Hin opinbera fréttastofaTékkóslóvakfu sakaði hópinn um að , ,stefna að þvi að vekja vantraust með al- menningi á rikiskerfinu og stofnunum þess”, sem er svo ó- ljós ákæra að hún getur nánast átt við aila þá sem gagnrýna yfirvöld. Þegar hún er notuð f þessu tilviki verður hún liður I tilraun til að hræða alla baráttu- menn fyrir lýðréttindum i Tékkóslóvakiu. Allt frá þvf Charta-77 hreyfingin var stofnuö i janúar 1977 hafa stuðningsmenn henn- ar veriðreknir Ur vinnu, sætt of- sóknum og fangelsunum. Jiri Lederer og Ales Machacek hafa setið I fangelsi alveg frá fyrstu vikum hreyfingarinnar. Og verði Vaclav Havel fundinn sek- ur um niðurrifsstarfsemi á hann von á 18 mánaða fangelsi til viö- bótar vegna skilorðbundins dóms sem hann hlaut i október 1977. Handtökurnar i mai koma I kjölfar 2 ára og þriggja mánaða fangelsissdóms yfir Jaroslaw Sabata.handtöku AlbertCerny, félaga i VONS og brottreksturs hins hugrakka verjanda Josefs Danizs Ur Lögmannasamtökum Prag sem jafngildir atvinnu- banni. Og skömmu eftir hand- tökurnar var Zdena Tominova, eini talsmaður Charta, sem ekki hafði verið settur inn, barinn illa af ókunnum árásarmanni — það er gamalkunn ógnunar- aðferð sem kúgunarstjórnir i mörgum heimshlutum beita. Það er ekki lengra sfðan en i vor að Husak forseti fullvissaði forseta Austurrikis um að stuöningsmenn Carta-77 yröu ekki látnir sæta neins konar of- sóknum. Leiöi yfirvöld i Tékkóslóvakfu timenningana til stuðnings andófsfólkinu ? fyrir rétt sýnir það að ummæli dr. Husaks voru ekki annað en ómerkileg tilraun til að þyrla ryki I augu almennings á Vesturlöndum. Við neitum með öllu að trúa þvi að hinir tiu handteknu með- limir Charta hafi tekiö þátt i nokkurri þeirri starfsemi sem réttlæti handtöku þeirra. Við skorum á yfirvöld i Tékkóslóva- kiu að hlutast til um að timenningarnir verði alliriátnir lausir: Otka Bednarova, Jar- mila Belikova, Vaclav Benda, Jiri Dienstbier, Vaclav Havel, Ladislav Lis, Vaclav Maly, Dana Nemcova, Jiri Nemec og Petr Uhl. Við skorum einnig á þau að láta lausa Jiri Lederer, Ales Machacek, Jaroslav Sabata, Al- bert Cerny og alla aðra hand- tekna stuðningsmenn Charta-77. Við krefjumst þess aö dr. Daniszveröi leyftað stunda lög- fræðistörf að nýju. Við skorum á yfirvöld Tékkó- slóvakiu að leyfi „Nefndinni til varnar þeim sem sæta ofsókn- um” að halda starfi sinu áfram óáreittri. Ef réttarhöld fara fram yfir tfmenningunum krefjumst við þess að þau verði opin og að verkalýðssamtökum og mann- réttindafélögum á Vesturlönd- um verði tryggt að fá að senda áheyrnarfulltrúa til þeirra. Við setjum þessa áskorun framsem sannfærðir sósfalistar sem álitum að kúgunaraðgerðir og þröngsýni sem þessi séuand- stæðar hugsjónum sósíalism- ans.” 1) Siðan þetta var ritað hafa all- ir hinna handteknu verið látriir sæta sömu ákæru og Petr Uhl. Þriöjudagur 21. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 \Ávarp Listy-hópsins: I ■ I ■ I ■ I ■ I I ■ I ■ I ■ I ■ i ■ i ■ i L Verjið slökunarstefnuna—mótmælið ofsóknunum í Tékkóslóvakíu ,,Tiu þeirra sem undirritaö hafa yfirlýsinguna CHARTA 77 verða dregnir fyrir rétt I Prag á næstu vikum. Þrir þeirra eru talsmenn þessarár mannrétt- indahreyfingar — kaþólikkinn Vaclav Benda, marxistinn Jiri Dienstbier og rithöfundurinn Vaclav Havel. Ollu þessu fólki er hótað þriggja' til tiu árá fangelsi. „Niðurrifsstarf” þess og „afbrot gegn rikinu” felst I þvi að þau hafa birt gagnrýnar upplýsingar um ástandið i land- inu, og i þvf að þau hafa sem fé - lagar i „Nefndinni til varnar þeim sem sæta óréttmætum of- sóknum” skipulagt — bæði heimafyrir og meðal lýðræðis- sinna erlendis — aöstoð við fórnarlömb kúgunaraðgerða stjórnarinnar. Réttur þeirra til að njóta lagalegrar varnar hefur verið skertur verulega. Atvinnubann hefur verið lagt á dr. Josef Daniszsemhefúr variðaf miklui hugrekki þá baráttumenni fyrirmannréttindum sem áður hafa verið ákærðir i pólitiskum réttarhöldum. Stjórnvöld i Prag sýna. á þennanháttenneinu sinni fram, á að Tékkóslóvakía nútimans er ekki meðal réttarríkja Evrópu: og að ægivald stjórnarinnar er| meira en t.d. i Póilandi og Ung-j verjalandi. Andstætt þeim yfirlýsingum sem Husak forseti og Strouglas forsætisráðherra gáfu við heim- sóknir sinar til Bonn og Vinar- borgar gangast stjórnvöld nú fyrir réttarhöldum yfir fólki sem trúir á Helsinki-yfirlýsing- una og aðrar alþjóðlegar ráð- stefnur um mannréttindi. Þessi trú hefur verið dregrn fyrir rétt I Prag með ákærunni á hendur mannréttindabaráttumönnun- um tiu — og það I nafni biygðúri- arlausra glamuryrða einsog „hagsmuna sósialismans”. Við skorum á alla sósialista og lýðræðissinna, öll samtök og allar rikisstjórnú- sem styöja slökunarstefnuna i Evrópu: Geriö ykkar til aö koma i veg íyrir aö aöferöir lögregluein- ræöisins úrkalda striöinu veröi endurreistar I Tékkóslóvakiu nútimans! Krefjist þess aö ofsóknunum gegn undirriturum Charta-77 yfirlýsingarinnar veröi hætt — I nafni þeirra alþjóölegu sam- þykkta sem jafnvel Tékkóslóva- kia hefur staöfest! Krefjistþess aö erlendum lýö- ræöissinnuöum lögfræöingum vcröi leyft aö verja hina ákæröu i Prag og að réttarhöldin yfir þeim veröi opin, einnig eriend- um fjölmiölum — þaö er krafa sem jafnvel nasistarnir þoröu ekki aö neita viö réttarhöldin yfir Georg Dimitrov! Stjórnvöld sem gegna ekki einu sinni skyldum sinum um lágmarks upplýsingafrelsi geta ekki notiö minnsta trausts. En slökunarstefnan gerir ráö fýrir lágmarks trausti. Brýna nauösyn ber nú til aö stuðningmenn slökunarstefn- unnar hefji öfluga alþjóölega mótmælaherferö til aö koma I veg fyrir aö grundvellinum sé kippt undan þeirri stefnu f Tékkóslóvakiu! ” Fyrir hönd Listy-hóps tékkóslóvakisku sósfalisku and- stöðunnar: Zdenek Hejzlar /Stokkhólmi /, Zdenek Mlynar / Vínarborg / Adolf Mulier / Köln /, Jiri Pelikán / Róm /. 1.7. 1979. ■1 ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I m I Vaclav Maly Jiri Nemec 10 stuðnmgsmenn Charta-77: Bíða dóms í Prag Vaclav Havel TIu stuöningsmenn Charta-77 sem jafnframt eru féiagar i Nefndinni til varnar þeim sem sæta óréttmætum ofsóknum hafa setiö I fangelsi I Prag frá 29. mai siðast Iiönum. Upphaflega var búist við þvi að yfirvöld i Tékkóslóvakiu myndu reyna að flýta réttarhöldunum sem mest til að forðast alþjóö- lega athygli, en á Vesturlöndum var brugðist skjótt við og mót- mæli bárust hvaöanæva að. Útlaginn Zdenek Hejzlar, sem hingaðkom ifyrra, er spuröur um þetta I Information i siðustu viku. Hann segir: „Ennþá hefurhinum handteknu ekki veriö afhent á- kæruskjal, en samkvæmt tékkn- eskum lögum geta réttarhöld ekki hafist fyrr en 1 fyrsta lagi átta dögum eftir að þetta hefur verið gert. Fólki I Prag er hulið hvers vegna þetta hefur verið dregið jafn mikið á langinn og raun ber vitni. Að sjálfsögðu kunna and- mælin frá mörgum vestur - Evrópulöndum að eiga sinn þátt i þvi. En margar aörar ástæður koma lika til greina — til dæmis sú að yfirheyrslur yfir hinum handteknu og tilraúnir til að hafa upp á sönnunargögnum hafi ekki boriö tilætlaöan árangur. Samt held ég að það sé of mikil bjart- sýni að ætla að yfirvöld hafi á- kveðið að láta máliö niður falla.” Helsti möguleikinn til að þrýsta á að svo verði gert er að andmæl- in hér á Vesturlöndum verði nógu öflug meðal verkalýðshreyfing- arinnar. Mótmæli hafa þegar heyrst frá evrópukommúniskum flokkum, byltingarsamtökum til vinstri, sósialdemókrataflokkn- um og fjölmörgum mannrétt- indasamtökum. Amnesty Inter- national ætlar að beita sér i þágu þessa fólks, þýskir kaþólikkar vilja senda þeim lögfræðinga og sama hafa franskir vinstrimenn reynt. Meira en 100 þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa skrif- að undir mótmælaskjal vegna þessarar framgöngu yfirvalda i Tékkóslóvakiu. Það veldur sjálf- sagt einhverju um hve viðtæk mótmælin eru að andófsfólkið sem handtekið var speglar þau mismundandi viðhorf sem uppi hafa verið meðal andófsmanna. Þessi sitja nú inni: Vaciav Maiyer ungur kaþólsk- ur prestur frá borginni Plzen. Hann hefur veriö atvinnulaus uppá sfökastiö vegna stuönings sins viö Charta-77. Að öðru leyti er ekkert kunnugt um ævi hans. Dana Nemcovaer sálfræðingur og hefur tekið virkan þátt i þvi blómlega neöanjarðarmenning- arstarfi sem þrifst i Tékkóslóva- kiu, Sú menningarstarfsemi hef- ur átt fylgi að fagna meðal ungs verkafólks í Prag og viðar. Dana er gift Jiri Nemec sem einnig var handtekinn núna. Þau eiga sex börn sem flest eru ung og er óvist um afkomu þeirra. Jiri Nemec er sálfræðingur fæddur 1932. Hann skrifaði grein- ar i bókmenntaritið TVAR á sjö- unda áratugnum og eftir innrás starfaði hann við neðanjarðarhá- skóla þann sem andófsmenn komu á fót. Af öðru pólitisku starfi má nefna að hann undirrit- aði mótmælaskjal vegna atvinnu- banna i V-Þýskalandi 1978. Peter Uhl er fæddur 1941 og lærði hann verkfræöi. Hann varð marxisti meðan hann var við nám ÍPrag og um miöjan sjöunda ára- tuginn fór hann til Frakklands þar sem hann gekk I stúdenta- samtök franska kommúnista- flokksins. I deilunum sem urðu innan þeirra geröist hann stuðn- ingsmaður Fjórða Alþjóöasam- bandsins (trotskýista). Hann var einn af stofnendum Byltingar- sinnuðu æskulýðshreyfingarinnar 1968, sem var einhver fyrsta skipulagöa andstaðan við innrás Varsjárbandalagsins. Fyrir það var Uhl dæmdur i fjögurra ára fangelsi 1969. Hann hefur starfað mikið i Charta-77 og var ritstjóri Upplýsingabréfs hreyfingarinnar þegar hann var handtekinn. Þess má geta að hann er giftur Onnu Sabatovu, sem einnig hefur orðið að þola fangavist. Hún er dóttir Jaroslavs Sabata sem nýlega hlaut fangelsisdóm fyrir andófs- baráttu sina. Vaclav Haveler einhver kunn- asti leikritahöfundur Tékkóslóva- kiu og kvað mikið að honum vorið ’68. 1 ágúst 1969 undirritaöi hann með öðrum „10 liöa skjalið” sem voru síðustu opinberu mótmæli gegn innrásinni i Tékkóslóvakiu. Hann var meðal helstu hvata- manna að stofnun Charta-77 og einn af þremur fyrstu talsmönn- um hreyfingarinnar. t október 1977 hlaut hann eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm og siðan hefur hann í raun verið i stofu- fangelsi. Hann er meðal helstu fræöimanna andófshreyfingar- innar. Vaclav Benda er fæddur 1946. Hann læröi stæröfræði og heim- speki og er meðal kunnustu kaþól ikka Tékkóslóvakiu. Vinir hans lýsa honum sem „byltingarsinn- uöum lýöræöissinna”. Hann missti kennarastööu sina og vann sem bilstjóri um það leyti sem hann var handtekinn. Þá var hann bæöi ritari Nefndarinnar til varnar þeim sem sæta óréttmæt- um ofsóknum og opinber tals- maður Charta-77. Hann á 5 börn. Jiri Dienstbier er kommúnisti og var einhver þekktasti frétta- maðurinn við útvarpið i Prag 1968. Siðar var hann gerður að fréttaritara i Washington áður en hann var rekinn úr kommúnista- flokknum fyrir að veita stefnu Husaks i kjölfar innrásar Sovét- manna mótspyrnu. Um leið missti hann starf sitt. Hann var yfirheyrður meðan á réttarhöld- unum gegn sósialiskum og kommúniskum andófsmönnum stóö 1971/2 en ekki handtekinn. t febrúar 1979 var hann gerður aö talsmanni Charta-77. Jarmila Belikova er fædd 1948. Hún lærði sálarfræði og vann sem félagsráðgjafi en missti vinnuna af pólitiskum ástæðum. Siðan hefur hún unnið fyrir sér með ræstingum og i almennri verka- mannavinnu, en hefur ekki fengiö stöðuga vinnu neins staðar. Ladislav Lis er faglæröur verkamaður, fæddur 1926. Hann var einn af skipuleggjendum upp- reisnarinnar i Prag i mai 1945 og gekk þá I kommúnistaflokkinn. Hann starfaði i verkamannaráð- um og 1952 varö hann aöalritari Æskulýðssambands Tékkóslóva- kiu og varaforseti Heimssam- bands lýðræðissinnaðrar æsku (WFDY). Asjötta áratugnum átti hann i útistöðum við Novotny flokksleiðtoga og var hann þá fjarlægður úr þessum stöðum. 1961 var hann rekinn úr kommún- istaflokknum fyrir að berjast fyrir endurreisn fórnarlamba réttarhaldanna á sjötta áratugn- um. Hann var tekinn inn i flokk- inn að nýju 1968 og varð ritari flokksdeildarinnar i Prag. 1969 er hann aftur rekinn úr flokknum og siðan hefur hann starfað sem skógarhöggsmaöur. Lis hefur tvi- vegis áður verið handtekinn. Otka Bednarovaer fædd 1927 og gekk i kommúnistaflokkinn 1945. Hún var rekin úr honum 1970. A sjöunda áratugnum var hún með kunnustu sjónvarpsfréttamönn- um Tékkóslóvakíu þó oft væri að henni þrengt. 1968 var hún rekin frá sjónvarpinu og hefur siðan unnið sem ræstingarkona. Hún er mjög heilsuveil og fékk snert af heilablóöfalli 1970, frá 1973 hlaut hún örorkubætur. Þeim bótum var hún svipt 1978 og þegar hún andmælti staðfesti dómstóll þá á- kvörðun. Undanfarin þrjú ár hef- ur hún hvað eftir annað veriö tek- in til yfirheyrslu og oft orðið aö sæta húsleit. 1 desember 1978 réðst ókunnur maður á hana úti á götu og baröi hana. Jiri Dienstbier Petr Uhl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.