Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.08.1979, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 21. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Úr þjóöar- djúpinu Þenslan i bankakerfinu Nil vilja menn fara aö setja á stofn alkó-banka fyrir drykkjumenn sem drekka ekki lengur. Fái alkó-bank- inn starfsleyfi má búast við þvi aö fólk meö hvurs konar sérþarfir fariö aö hugsa sér til hreyfings. Senn má þá búast viö þvi aö migrenis- sjúklingar bregöi undir sig bankafætinum, og ugglaust veröur þá skammt I aö viö - kvefhrelldir mörlandar get- um stofnað reikning I banka háls- nef- og eyrnasjúkra. Þannig mætti lengi telja. En hvort sem þessir bankar fá starfsleyfi eður ei, þá er nær öruggt taliö, aö viö nyjustu bankaumsókninni veröi fús- lega goldiö jáyröi. En i henni er sótt um aö stofna sæöis- banka. Sænska plottið Allir vita hversu heiftúð- ugur Svarthöföi er I garö sænskra. t skrifum sinum um „sænskar maflur” syöur stundum og bullar svo niöri honum aö maöur sér næstum hvernig hiö biksvarta höfuö veröur glóandi rautt af þeirri reiöi, sem allt blindar og for- heimskar. En nú hafa þeir svensku endanlega goldiö honum rauöan belg fyrir blá- an. Frá Svlþjóð mun nefni- lega koma innleggið I hinn nýja sæðisbanka. Enn um Björn — leiðrétting Velunnari Björns Bjarna- sonar kom aö mdli viö öngul og taldi hann ómaklega hafa veist aö Birni fyrir aö vera ritari á fundum rikisstjórn- arinnar, þrátt fyrir aö hann sé jaftiframt innsti koppur I ihaldsbúrinu. „Björn er máski voldugur” sagði viömælandi vor, „en hann setur sig þö fjandakornið varla sjálfur i stööu einsog þessa. Skammaöu frekar Óla Jó og ráðherranefnurnar.” Og þetta er auðvitaö rétt. Það er fyrst og fremst ólafur garpurinn Jóhannesson sem veldur þvf að Geir vinur hans Hallgrimsson hefur manna bestar fregnir af stjórnar- fundum. Ekki liggja ráö- herrar Alþýöubandalagsins og Alþýöuflokksins síöur marflatir i súpunni, fyrst þeir láta bjóöa sér svona. Eöa ætli Ihaldsstjórn yndi þvl, ef þaö væri ungur Al- þýöubandalagsmaöur, sem ritaði frásagnir af slikum fundum? En þd væri líka gaman aö vera blaðamaöur á Þjóðviljanum. ONGULL Sósíalistar spurðir: HVERS VIRÐI ER ANDÓFIÐ? Andófsmenn í Tékkóslóvakiu sœta nú vaxandi ofsóknum af hálfu yfirvalda, eins og um er fjallað í opnu blaðsins. En um leið hefur orðið vart meiri samstöðu með baráttu þeirra meðal vinstri manna á Vesturlöndum. Við spurðum því nokkra íslenska sósialista, hvaða þýðingu þeir teldu að barátta andófsmanna i Tékkóslóvakiu hefði fyrir sósíalistaá Vesturlöndum. Svörþeirra fara hérá eftir: Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðar- ráðherra Andófsbaráttan i Tékkó- slóvakiu hefur ótvirætt gildi sem liöur I mannréttindabaráttu hvar sem er gegn skertum lýö- réttindum I heiminum. Þessi barátta I Tékkóslóvakiu og i öörum Austur-Evrópurikjum minnir sósialista á Vesturlöndum á þann dapurlega veruleika og afskræmingu sóslaliskra hug- sjóna sem enn virðist hið daglega brauö I Tékkóslóvaklu og viöar, hugsjóna sem baröar voru niöur meö vopnavaldi fyrir 11 árum. Hún er jafnframt áminning til okkar sósialista hér og I Vestur- Evrópu um það, aö enginn sósiai- ismi og jafnréttishugsjón fær risið undir nafni án lýöréttinda, fullkomnari en þau gerast I borgaralegum þjóöfélögum, þar sem mjög skortir á efnahagslegt lýöræöi og skoöanamyndun er háð fjármagni og auödrottnun, svo ekki sé minnst á ástandið I fasiskum einræöisrikjum sem dafna I skjóli vestrænna stór- velda. - Ámi Björnsson þjóðháttqfrœðingur Þaö er ekki ljóst hvað orðið heföi úr vorinu ’68 af þvi tilraunin var kæfð I fæöingu. Andöfsmenn sjálfir bæði heima og I útlegð vita þaö ekki. En sósiaiistar hvarvetna I heiminum hljóta aö fagna slikum tilraunum þvl aö árangurinn getur varla orðið mikiö verri en skrifræöiö og stöönunin sem rlkir viöast hvar i Austur-Evrdpu. Ég þekki ekki nógu vel til forsendna I Asi'u og skal þvi ekkert fullyröa um ástandiö þar. Af sérstökum ástæöum vildi svo til aö af vesturlandasósialistum viröast islenskir sósialistar hafa kynnst ástandi mála i Austur-Evrópu einna best á sjötta og sjöunda áratugnum vegna þess aö þeir dvöldu þar sem námsmenn og deildu kjörum meö landsfólkinu. Annars var þar varla um aö ræöa námsmenn frá öörum Vesturlöndum, hinir voru aðallega frá þriöja heiminum. Is- land var aö vissu leyti taliö van- þróaö land og menn héöan þvl taldir álika hættulausir og fólk úr þriöja heiminum. Næstum allir þessir íslensku sóslalistar töldu. aö tilraunin i Tékkóslóvakiu stefndi i rétta átt. Þegar Sovétrlkin kæföu hana vakti það mikla aödáun hvaö Tékkar þráuðust lengi viö aö gefast upp, einkum menntamenn og verkamenn. Ihaldinu haföi þá ekki tekist aö reka fleyg milli þessara aöila þar einsog hér. Þvl var spáö aö þessi andstaöa hlyti aö koöna niöur smám saman. Svo virtist um tlma og þaö fyllti menn vissu vonleysi. Þess vegna er hugrekki andófs- manna nú sérstakt fagnaöarefni og áskorun til okkar hér'á Vestur- löndum aö sætta okkur ekki viö rikjandi ástand I heiminum eins- og þaö séeitthvertnáttúrulögmál. Þorgeir Pálsson, formaður Stúdentaráðs „Það kviknaöi örlitil sósíalisk ljóstýra i svartnætti stallnismans þegar Dubcek og félagar voru við völd i Tékkóslóvakiu. Nú þegar 11 ár eru Iiöin frá þvl aö herir Varsjárbandalagsins slökktu þessa vonarglætu eiga yfirvöld fullt I fangi með að hemja óánægjuraddir. Þau hafa iátiö til skarar skríöa . Þaö sýna réttar- höldin yfir 10 baráttumönnum sem fara nú fram I Prag ásamt þeirri staðreynd aö stöðugt kem- , ur nýtt fólk til starfa I staö þess sem handtekiö er. Vinstri menn á Islandi mættu standa sig betur viö aö kynna baráttu andóísmanna I Tékkó- slóvakíu sem og Austur-Evrópu allri. Ef borgarapressan er látin ein um hituna er þeim andófs- mönnum sem berjast fyrir mann- réttindum á grundvelli lýðræðis- legs sósialisma sist hampaö. Það er liöur i baráttunni fyrir raunverulegum sóslalisma i Au^tur-Evrópu aö vinstri menn I Vesturheimi kynni málstaö skoöanabræöra sinna þar eystra — ekki slst þegar kommúnista- flokkar I Evrópu viröast komnir aö þeirri niöurstööu aö Evrópu- kommúnismi og gagnrýni þeirra á stjórnarhætti austantjalds færi þeim ekki nægiiega mörg atkvæði i kjörkassana. Baráttumenn i Tékkóslóvakiu hafa nú þörf fyrir stuöning frá vinstri mönnum á Vesturlöndum. Við getum sýnt hann i verki i dag með þvi aö taka þátt I aögeröum Samtaka herstöövaandstæöinga. Guðrún Hall- grimsdóttir mat- vœlaverkfrœðingur — Ég hef nú reyndar alltaf sett þessa spurningu ööruvisi upp, sagöi Guörún Hallgrimsdóttir, — ég hef fremur hugsaö um það, hvaðaþýöingubarátta sósialista i Vestur-Evrópu gæti haft fyrir andófsmenn i Tékkóslóvakiu, og hvernig hægt væri aö veita þeim Uö. En úr því aö spurt er á þennan veg get ég svarað þvi til, aö vegna andófsbaráttunnar I Tékkósló- vaklu og öörum rikjum Austur-Evrópu hafa augu sóslal- ista á Vesturlöndum opnast fyrir göUum þessaraþjóöfélagaog þeir hafa orðiö gagnrýnni i hugsun I leit aö sinni framtiðarsýn. Annars er þaö hugrekki þessa andófsfólks sem hefur haft mest áhrif á mig persónulega. Meiri- hluti þess er fólk, sem haföi aUa aðstööu til aö komast vel áfram innan rikjandi kerfis, en hefur lagt allt i sölurnar vegna barátt- unnar fýrir fegurra mannlifi og betra þjóðskipulagi. Andófsbaráttan I Tékkósló- vakiu minnir okkur sósialista I Vestur-Evrópu á þaö, hve vlöa félagsleg réttindi eru fótum troö- in, og veröur okkur um leiö stööug áminning um aö standa vörö um þau réttindi sem viö höfum og horfa jafnframt fram á viö og berjast fyrir auknum lýðréttind- um. Helgi Guðmunds- son trésmiður Skilji ég spurninguna rétt, felur hún I sér vangaveltur um það, aö hvaöa gagni andófsbaráttan I Tékkóslóvaklu getur oröiö fyrir sósíalista á Vesturlöndum viö til- raunir þeirra til aö umbreyta eigin þjóöfélögum i átt til sósial- isma. Þaö er auövitaö mikilvægt fyrir sóslalista hvar sem er I heiminum aö gera sér grein fyrir þvi sem gerist I öörum löndum ogdraga af þvi skynsamlega lærdóma. Eger hinsvegar lítill spekingur i innanrlkismálum Tékkóslóvakiu og hef næsta takmarkaba hug- mynd um hvaö andófsmenn austur þar eiga i raun og veru sameiginlegt annað en ströggliö viö þau lundlausu sluddmenni sem nú standa fyrir málum þar I landi. Einhverjir andófsmanna stefna þó vafalaust að breytingum i átt til raunverulegs sóslalisma, aðrir I þveröfuga átt hinir þriöju láta sér þjóðfélagsskipanina væntan- lega I léttu rúmi liggja ef þeir fá tækifæri til aö skrifa þær bækur, gera þær kvikmyndir, flytja þau leikrit, mála þær myndir, fremja þá tónlist o.s.frv. o.s.frv., sem þá langar til. Vafalaust eru svo enn abrir meö enn önnur markmið I huga. íslenskir sósialistar hafa um langan aldur starfaö f þeim anda að samfylkja ólíkum öflum til baráttu fyrir einstökum málum, sbr. hernámsandstöðuna og ný- sköpunarstjórnina svo tvö kunn dæmi séu nefnd. Fari andófs- menn I Tékkóslóvaklu svipaö aö, þá sýnist mér þeir vinna af miklu viti, þó að leiðir þeirra hljóti svo aö skilja þegar vissum áföngum er náö (frelsi til aö berjast fyrir skoðunum slnum leiöir eöli máls- (ins samkvæmt tilþess aö fyrrver- andi samherjar i baráttunni fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi veröa I mörgum tilfellum and- stæöingar í baráUunni fýrir þjóö- félagsgerðnni). Það eru sjálfsagt margir Framhaid á 14. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.