Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Föstudagur 31. ágúst 1979 —199. tbl.44. árg. Fáránleg afskriftahlunnindi olíufélaganna: Búvöruverðið: HÆKKUN FRESTAÐ Rikisstjórnin ákvað á fundi sinum I gær að fresta hækkun þeirri á landbúnaðarvörum, sem átti að koma til framkvæmda frá og meö morgundeginum 1. september. Hækkun landbúnaöarvara, sem véfréttir herma aö hefði orðið allt að 25%, hefur verið frestað til 15. september. Þar til verður málið i sérlegri athugun á vegum rikisstjórnarinnar, sem væntanlega mun þýða þaö, að allsendis mun óvist hversu mikil hækkunin veröur þeg- ar hún brestur á um miðjan mánuð. —úþ Afckrifa 30% af birgðum Hagnaðurinn er fjórfalt hœrri en reikningar sýna Bókfærður hagnaður olíufélaganna, sem á síð- asta ári nam hátt í miljarð, er ekki nema lítill hluti raunverulegs hagnaðar félaganna. Þau hafa nefnilega heimild til að af- skrifa 30% af birgðum sín- um um áramót, auk allra annarra afskrifta af inn- kaupum. Þetta hefur Þjóðviljinn fengið staðfest bæði i raðuneytum og hjá hátt settum starfsmanni eins af oliufélögunum. Skv. reikningum oliufélaganna er hagnaður þeirra eftir skatt um 2% af veltu, og þykir þeim það ekki mikið. Ef hinar fáránlegu 30% afskriftir eru teknar út úr dæminu kemur I ljós að hagnaður oliufélaganna fyrir skatta er um 10% af veltu, skatturinn er um 2%, þannig að hagnaöur eftir skatta er um 8% af veltu, eða sem samsvarar oliusölu eins mánaðar á ári. Ef við tökum dæmi frá árinu 1977 þá var velta oliufélaganna um 25miljarðar og hagnaður skv. reikningum um hálfur miljarður. Birgöir félaganna I árslok voru skráðar upp á 4.5 miljarða, sem með 30% afskrift þýðir að birgð- irnar höfðu þá verið afskrifaðar um ca 1350 miljónir króna. Raun- verulegur hagnaður oliufélag- anna var þvi ekki hálfur miijarð- ur heldur tveir miljarðar. Þessi oliubirgðaafskrift kemur ekki fram i reikningum. Þannig voru raunverulegar heildaraf- skriftir oliufélaganna fyrir árið 1977 tæpar 1700 miljónir króna (sem á núvirði er i námunda við þrjá miljarða) opinberlega bók- færðar afskriftir, i reikningum, voru hinsvegar aðeins 350 miljón- ir. Mjög varlega útreiknað hafa afskriftir oliufélaganna fyrir timabilið 1968 til 1977 numið um 20 miljörðum króna, á núvirði. Og þarna er áriö 1978 ekki með, og var það gott ár fyrir félögin. Opinber hagnaður oliufélag- anna nam um 600 miljónum á sið- asta ári. Afskriftir skv. hinni makalausu 30% reglu hafa var- lega reiknað numið tveim mil- jörðum. Raunverulegur hagnað- ur félaganna hefur þvi verið ná- lægt þremur miljöröum. Á þessum tveimur árum 1977 og 1978 hefur raunverulegur hagnað- ur oliufélaganna þvi numið um 4 1/2 miljarði (sem er ekki langt frá þvi að samsvara halla rikis- sjóös, sem nú er mjög um rætt). Leki i hafi Ef einhver telur að þetta sé eölilegt afskriftahlutfall, þvl olia sé vandmeðfarin vara og rýrni nokkuö, þá er þvi til að svara að 30% afskriftin er alveg utan við þaö dæmi. Inni i verðútreikning- um á oliu eru tveir rýrnunarliöir, sem heita „leki i hafi” og „geymsluleki”, og þeir eiga að dekka eölileg afföli á oliunni. Auk þess eru félögin tryggð fyrir leka- óhöppum I bak og fyrir, og iðgjöld af þeim tryggingum eru að sjálf- sögðu gjaldfærð i reikningum félaganna. —eng. Eru fjárlögin ómerk? Alls konar nefndir stöðva framkvœmdir sem þegar hefur verið veitt fé í A hverju ári samþykkir Alþingi fjárlög og lánsfjáráætlun og mætti halda að með þvi væru framkvæmdir sem fé er veitt til komnar i höfn. En þvl er nú ekki aldeilis að heilsa. Alls konar nefndir, ráð og sjálf rikisstjórnin gripa þá i raumana,ráðskast með ákvarðanir hins háa Alþingis. Sumt er leyft eins og t.d. stórhýsi Framkvæmdastofnunar rikisins en annað bannað og má þar nefna Þjóðarbókhlöðu og útvarpshús. Otvarpiö á þó svo að eitthvaö sé nefnt hálfan miljarð i föstum sjóði sem þaö fær ekki að nota i útvarpshúsið. Um þetta hafði Andrés Björnsson að segja I samtali við Þjóðviljann i gær að hann skildi ekki vald svokallaðr- ar samstarfsnefndar um opinber- ar byggingar, sem hefur stöðvað framkvæmdir útvarpsins. Að sin- um dómi væri það óeölilega mik- iö. Sjá sfðu 5 Alþingi hefur veitt 200 milj. króna I næsta áfanga Þjóöarbókhlöðu og öll útboösgögn eru tilbúcn. Samt fæst ekki heimiid tii að bjóða verkið út. Hins vegar fær Framkvæmdastofnun rikisins að byggja. Hvers vegna? (Ljósm.: Leifur) A þessum myndum má telja 28 oliutanka sem oliufélögin nota undir birgöir sinar á höfuðborgarsvæöinu. Skv. 30% afskriftarreglunni má segja að 7—8 tanka oliubirgðir gufi upp á miðnætti á gamlársdag, en það samsvarar nokkurn veginn öllum tönkunum á einni myndinni. Sjá Snæfellingar ekki sjónvarp 1980? Erfiðleikar gætu orðið með sjónvarpssendingar til Vesturlands og þá eink- um Snæfellsness á næsta ári sökum truflana. Stafar þetta af háloftatruflunum, sem fróðir menn kalla sporadic E truflanir. Þær ná hámarki á ellefu ára fresti. Og á næsta ári má reikna með að truflanirnar verði í þessu hámarki. Þegar truflanir þessar eru miklar— og þær hafa verið veru- legar á þessu ári — berast hingað mjög sterk radiomerki frá Nor- egi. Verður þeirra mest vart á Vesturlandi. Astæðan fyrir þvi að þetta veldur einkum erfiðleikum á Snæfellsnesi er sú aö þar snúa flestar endurvarpsstöövar i aust- ur og eru þvi mjög móttækilegar fyrir hinum truflandi merkjum. Hjá sjónvarpinu fengum við upplýst að ekkert heföi veriö á- kveðiö með viðbrögö, enda ekki ljóst hve alvarlegur vandinn kann aðverða. Þar hefur þó verið rætt um aö setja upp nýjar endur- varpsstöðvar með svonefndu mikrobylgjukerfi, en með þvi móti mætti koma I veg fyrir trufl- anir sem þessar. Þetta er mjög dýrt fyrirtæki og mun kostnaður nema tugum miljóna og jafnvel nálægt hundrað miljónum. Þvi spila fjárhagsástæöur stofnunar- innar inn i ákvörðun I málinu. Þvi kynni svo aö fara að Snæ- fellingar veröi aö miklu leyti sjónvarpslausir á næsta ári. —eng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.