Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 31. ágúst 1979. DWDVnilNN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvcmdastjóri: Eifiur Bergmann Riutjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiösiustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuÖjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. LjóSmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla : GuÖmundur Steinsson, Kristín PétUrsdóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárÖardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavík, sfmi 8 13)8. Prentun: Blaöaprent hf. Vandræði hávaxta- postulanna • Á undanförnum dögum hefur mátt sjá þess ýmis merki aö fylgismenn hávaxtastef nunnar eru orðnir ugg- andi og ráðvilltirsökum þeirra vandræða sem þeir eru nú að komast i með framkvæmd Ólafslaganna í vaxtamál- um. I kjölfar þess undansláttar Seðlabankans að hækka vextina um aðeins 5% í stað rúmlega 9% eins og Ólafs- lögin sögðu til um, hef ur hver talsmaður vaxtahækkunar- flokkanna af öðrum dregið í land með japli og jamli. Þannig segir Sighvatur Björgvinsson í viðtali við Morgunblaðið að það sé „engin leið að halda vaxtapólit- íkinni einni úti", Steingrímur Hermannsson talar um að vaxtapólitík Olafslaganna hafi verið miðuð við 30% verðbólgu og Halldór Ásgrímsson segir í grein mikilli að „verðtryggingastefnan (sé) dæmd til að mistakast ef ekki er spyrnt fast í verðbólguhjólið". Vaxtapólitíkin sem átti að hala verðbólguna niður er nú allt i einu orðin óf ramkvæmanleg sökum verðbólgu. Er nema von að vér dauðlegir eigum erfitt með að skilja þann æðri vísdóm sem vaxtapólitík þessi er. • En einn er sá sem engan bilbug lætur á sér f inna. Það er löghyggjumaðurinn Vilmundur Gylfason, sem dag eftir dag lætur nú á þrykk út ganga þann vísdóm að há- vaxtastefnan hafi verið lögfest á Alþingi og því eigi menn að fylgja henni fram í rauðan dauðann, jafnvel þótt öllum sé orðið Ijóst að hin samþykkta stefna er endaleysa. Hið forna spakmæli „nauðsyn brýtur lög" gildir víst ekki á þeim bæ. Og svo mikill er löghyggju- hamagangurinn að jafnvel hjáseta fulltrúa Alþýðu- bandalagsins í bankaráði Seðlabankans þegar fjallað var um vaxtahækkunina flokkast í augum Vilmundar undir fyrirlitningu á lögunum og nánast lögbrot. • En þótt Framsóknarmenn séu farnir að tvístíga í vaxtamálunum eru þeir harla ákveðnir í því nýja bar- áttumáli sínu að hækka söluskattinn til að ná saman end- um hjá ríkissjóði, samfara afnámi verðbóta á laun. Þjóðviljinn hefur að undanförnu eytt í það nokkru plássi að benda f jármálaráðherra á hvernig hann getur rétt stöðu ríkiskassans af án þess að fara út í aukna skatt- lagningu. Höfum við bent honum á ýmsa pósta í ríkis- kerfinu þar sem koma má við sparnaði og einnig bent honum á hvernig hann getur aukið tekjur ríkissjóðs. ( Þjóðviljanum í dag er f jármálaráðherra bent á hvernig olíufélögin hafa skotiðsér undan eðlilegri skattlagningu svo miljörðum og miljarðatugum nemur. • En það er f ull ástæða til að benda sámstarfsf lokk'um Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn á þaðað ef farið verður í öllu eftir þeim hugmyndum sem þeir hafa sett f ram að undanf örnu þá verða vextirnir komnir upp í tæp 50% um áramótin, söluskatturinn verður þá orðinn 2% hærri og verðbætur á laun horfnar eða skertar verulega frá því sem nú er. Að sjálfsögðu hafa slíkar lausnir ekkert með stefnu Alþýðubandalagsins að gera, og jafnvel þótt svo væri er alveg fráleitt að ímynda sér að verkalýðs- hreyf ingin gæti setiðaðgerðarlaus undir slíkum árásum. • Alþýðubandalagið hefur jafnan boðað og boðar enn að í stað vandræðalegra samdráttaraðgerða beri að snú- astgegn efnahagsvandanum með uppskurði á efnahags- kerf inu— svo sem þjóðnýtingu olíusvikamyllunnar, sem frá er sagt í fréttum blaðsins í dag — og með aukinni framleiðslu og framleiðni. Það hef ur jafnan verið skoð- un okkar að það sé vænlegra hungruðum manni að leysa þann vanda sinn með því að af la sér matar heldur en að þrengja sultarólina. Fyrstur með fréttirnar Morgunblaöiö mun seint fyr- irgefa Guörúnu Helgadóttur aö hún velti þunga hlassinu af Reykvikingum i siöustu borgar- stjórnarkosningum. Sérstak- lega hefur Morgunblaöiö haft gaman af þvi aö etja þeim sam- an Sjöfn og Guörúnu en gengur misvel eins og þegar Guörún svaraöi þvl til aö hún væri him- inlifandi yfir þvi aö Sjöfn heföi veriö kvödd sem varamaöur i . hennar staö á fund borgarráös. t þessu tilefni hefur Morgun- blaöiö ekki minna viö en aö draga fram tveggja mánaöa gamlar umræöur i borgarstjórn og rifja upp sex ára gamalt ráöningarmál frá þvi aö Magnús Kjartansson skipaöi Guörún Helgadóttur deildar- stjóra i Tryggingastofnun góöu heilli. Það verður ekki ofsögum sagt af þvf aö Morgunblaöiö er fyrst meö fréttirnar. Upplýsingasókn Klippari sér sérstaka ástæðu til þess aö taka undir orö Þórar- ins Þórarinssonar ritstjóra Timans iforystugrein l gær, þar sem hann endurtekur kröfur Þjdðviljans um aö sérstakur blaöafulltrúi veröi sendur til Osló til þessaö túlka málstaö Is- lendinga i Jan Mayen deilunni. Minna má á aö Þjóöviljinn hefur einnig lagt til að myndaöur verði hópur samansettur af kunnáttumönnum í fjölmiölum I ráöuneytum, sérfræöingum okkar i hafréttarmálum svo og fjölmiölamönnum á Alþingi til þess aö skipuleggja upplýsinga- herferö ogútbúa fjölmiölagögn i aögengilegu formi. Röksemdafærsla Þórarins er nóg staðfesting fyrir réttmæti þessarar kröfu, en hún er svo- hljóöandi: Blaðafulltrúi í Noregi „Margt bendir orðiö til þess, aö Norömenn ætli aö fara sér hægt i viöræöum viö Islendinga um Jan Mayen-máliö. Þeir ætli sér að reyna að þreyta Islend- inga og tefja viöræöur meö þvi aö segjast þurfa aö ræða máliö i þingnefridum og jafnvel við önn- ur riki, t.d. Sovétrikin og Efna- hagsbandalagsrikin. Af þessum ástæðum er nauö- synlegt aö sýna Norömönnum aö tslendingar ætli ekki aö vikja frá þeirri stefnu, sem sam- komulag er oröiö um milli þing- flokkanna. Eitt þýöingarmesta skrefiö i þeim efnum er aö veita norskum almenningi sem gleggstar upplýsingar um af- stööu Islands i Jan Mayenmál- inu. Þetta veröur tæpast vel gert, nema sérstakur blaöafull- tr.úi veröi starfandi viö sendiráö tslands i' Osló og annist þaöan sh'kt upplýsingastarf. Sendiráö- iö er ekki nægilega mannaö til þess aö geta leyst þaö af hendi. Þaö eitt, að senda sérstakan blaðafulltrUa til Noregs i þessu tilefni, myndi vekja verulega athygli þar.” Meiri vitneskja „Staðreyndin er sU, að norsk- ur almenningur veit hvergi Bara vinstri menn í embætti? Mikill gauragangur haf- ur orðiö í rööum kommúniata og Fram- sóknarmanna vagna réöningar Ómars Einars- sonar í stööu fram- kvæmdastjóra Æskulýös- ráös Reykjavíkur. Ekki er Þaö Þó vegna Þess, að honum sé ekki treyst til aö rækja Þaö embætti vel. Þannig hefur Þjóövilj- inn farið lofsamlegum oröum um starfshæfni hans og getiö Þess, aö hann hafi unnið hjá ráö- inu um skeiö og haft „stuöning starfsfólks og hiö bezta orö á sér“. A hinn bóginn hefur Ómar alvarlegan ókost aö mati Þjóöviljans: Hann er hægri maöur, segir blaöiö. — „Gylfi Þótti almennt góóur vinstri kostur, sem tefla mætti á móti góöum hægra kosti. Og nú héldu ýmsir aö málið væri klappaö og klárt úr pví aó vinstri öfl eru í hinum nýja meiri- hluta hjá borginni eins og kunnugt er“. Þetta er sá hugsunar- háttur, sem ýmsir í hinum nýja borgarstjórnarmeiri- hluta eru sýktir af. Þaö er alveg sama, hversu vel maður stendur sig í starfi og Þótt samstarfsfólk hans kunni vel aó meta hans veróleika, — samt Þykir hinum nýju herrum rátt aö sækja mann út á götuna, — bara ef hann er vinstri maöur. Fremst í flokki Þvílíkra er Guörún Helgadóttir, enda ekki aó furöa, ef rifjaó er upp, hvernig hún komst á sín- um tíma í stööu sína hjá Tryggingarstofnun ríkis- ins. Sú embættisveiting Magnúsar Kjartanssonar mun ávallt talin táknrænt dæmi um misbeitingu ráöherra á pólitísku valdi sínu. Herstöövaand- stæöingur, — hvaö er þaö? í Þjóöviljanum í gær birtist athugasemd frá „herstöðvaandstæöingi", sem lýkur á Þessum orö- nærri nógu mikiö um þessa deilu. Honum er kunnugt um, aö Noregur er bUinn aö hafa form- leg yfirráö yfir Jan Mayen I hálfa öld, án mótmæla annarra rikja. Hann álítur þvi réttar- stööu Noregs allgóöa. Honum er ekki nægjanlega ljóst, aö allt byggðist þetta á þvi, að Jan Mayen var álitin verömætalaus Þórarinn Þórarinsson. eyja, sem væri ekki til annars gagns en aö hægt væri aö hafa þar veöurathugunarstöö. Menn mátu þaö viö Norömenn, aö þeir ráku þar slika stöö, sem kom mörgum öörum en þeim að not- um. Heföi þaö hins vegar verið grunur manna, aö á grundvelli þessara formlegu yfirráða Norðmanna á Jan Mayen, myndu þeir siöar krefjast 200 mflna efnahagslögsögu, heföu mótmælin streymt Ur öllum átt- um, þegar Norðmenn lögöu Jan Mayen undir sig.” Siðferðilegur réttur „Afstaöa tslands i Jan May- en-málinu byggist á svipuðum grundvelli og i þroskastyrjöld- unum viö Breta. Samkvæmt rikjandi hefö áttu Bretar þáorö- iö vissan sögulegan rétt á Is- landsmiðum. tslendingar sóttu mál sitt þvi fyrst og fremst á grundvelli hins siöferöilega réttar. Þaö var á grundvelli hans, sem íslendingar unnu þorskastriöin. tslendingar telja sig hafa mikinn siöferöilegan rétt til að gera kröfur um vissan forgang á Jan Mayen-svæöinu. Þetta sjónarmiö viröast norsk stjórnarvöld lika skilja og þvi hafiö viöræöur viö tslendinga um Jan Mayen á undan öörum. Þennan skilning þarf aö efla hjá norskum almenningi og fá hann til aö knýjastjórnarvöldin til aö leysa þessa deilu á þann veg, aö góö vinátta megi haldast áfram milli Norðmanna og íslend- inga.” —e.k.h. — eng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.