Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. ágúst 1979. Kópawogskaupstaðiir H Frá grunnskólum Kópavogs Grunnskólarnir (harna- og gagnfræða- skólar) i Kópavogi verða settir með kenn- arafundum i skólunum kl. 10 fh. mánudag- inn 3. september. Næstu daga á eftir verða notaðir til undir- búnings kennslustarfs. Nemendur eiga að koma i skólana föstu- daginn 7. sept. sem hér segir: 7 ára bekkir (börn fædd 1972) kl. 15:00 8 ára bekkir (börn fædd 1971) kl. 14:00 9 ára bekkir (börn fædd 1970) kl. 13:00 lOárabekkir (börn fædd 1969) kl. 11:00 llárabekkir (börn fædd 1968) kl. 10:00 12árabekkir (börn fædd 1967) kl. 9:00 13árabekkir (börn fædd 1966) kl. 14:00 14. ára bekkir (börn fædd 1965) kl. 11:00 15árabekkir (börn fædd 1964) kl. 10:00 Framhaldsdeildir og fornám kl. 9:00 Forskólabörn (fædd 1973, boðuð siðar simleiðis. 6 ára) verða ÓNSKÓLI SIGURSVEIN5 D. KRISTINSSONAR I Hellusundi 7 . Reykjavik Innritun og greiðsla námsgjalda fyrir haustönn verður I Hellusundi 7 föstudaginn 31. ágúst, múnudaginn 3. sept- ember og þriðjudaginn 4. september, við Norðurfell i Breiðholti miövikudaginn 5. september, kl. 16-19 alla dag- ana. Nýir nemendur og einnig þeir sem sóttu um skólavist siö- astliðið vor þurfa að staðfesta umsóknir sinar meö greiöslu námsgjalda áöur en kennsla hefst. Athugið að ekki veröur svaraö I sima meðan á innritun stendur. Nem- endur mæti til stundaskrárgerðar I Hellusundi 7 laugar- daginn 8. september þannig: gitarnemendur kl. 13, pianó- nemendur kl. 14, nemendur i einsöng, fiölu.selló, bassa, þverflautu, klarinettu, trompet, horni og básúnu kl. 15. Kennsla hefst mánudaginn 10. september samkvafmt stundaskrá. Skólastjóri Almennur lífeyrisjóður iðnaðarmanna AÐALFUNDUR Almenns lifeyrissjóðs iðnaðarmanna verður haldinn mánudaginn 10. september kl. 17 i fundarsal Landssambands iðn- aðarmanna Hallveigarstig 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Onnur mál stjórnin. Ibúð óskast 3ja til 5 herbergja ibúð óskast til leigu'á á Stór-Reykjavikursvæðinu, strax. Reglu- semi og góðri umgengni heitið. Upplýsing- ar i sima 71184. flji Frá Grunnskólum *§/ Reykjavíkur Grunnskólar Reykjavikur hefja starf sem hér segir: Kennarar komi til undirbúnings- og starfsfunda, hver i sinum skóla, mánu- daginn 3. september kl. 9 árdegis. Nemendur komi i skólana föstudaginn 7. september. Nánar auglýst siðar. Fræðslustjóri. Þessimvnd sýnir ástand tannhjóls í girkassa við aðaltogvinduna Greinargerð frá Hafrannsóknarstofnun vegna Hafþórsmálins Aðaltogvindan var algjörlega ónothæf — auk þess sem skipiö var ekki útbúið til flotvörpuveiöa þegar stofnunin „Togvindur skipsins voru gjörsamlega ónot- hæfar auk þess sem ó- gjörlegt var að nýta skipið með góðu móti til veiða með flotvörpu. Þetta er allt að finna i þremur skýrslum, sem gefnar voru út um það leyti sem farið var að vinna að breytingum á varðskipinu Baldri yfir í hafrannsóknarskipið Hafþór”, sagði Jakob Jakobsson, varafor- stjóri Hafrannsóknar- stofnunar, i samtali við Þjóðviljann i fyrradag. Baldursnefndin Hafrannsóknarstofnun kallaði blaðamann á sinn fund til að svara þeim spurningum sem birt- ust i forsiöufrétt Þjóðviljans i gær um Hafþórsmáliö, en þaö var m.a. spurt um hvaöa aðilar hefðu ásinum tima dæmtaöaltogvindu- kerfið I Hafþóri ónýtt. Meðal gagna, sem lögð voru fram á fundinum með hafrann- sóknarmönnum i gær, er skýrsla svonefndrar Baldursnefndar, sem sett vará stofn I janúar 1977. í skipunarbréfi nefndarinnar var nefndarmönnum faliö ,,aö athuga aö gera tillögur um hvað hægt er að gera til þess aö skapa sem besta aðstöðu um borö i b/v Baldri, bæöi aö þvi er snertir að- stööu til rannsókna svo og til fiskileitar”. I nefndina voruskip- aðir þeir Jakob Jakobsson, Jakob Magnússon, Guðni Þorsteinsson, Guðmundur Guömundsson og Siguröur Lýðsson, allir starfs- menn Hafrannsóknarstofnunar. Nefndin hélt 10 fundi þar til hún skilaði frá sér skýrslu um niður- tók viö því stööur nefndarstarfa i febrúar sama ár. Skipið illa hannað 1 áðumefndri skýrslu segir orð- rétt: „Baldur og systurskip hans (Engey, Hrönn, Guðsteinn og Ver) voru frá upphafi mjög illa hönnuð, hvað fyrirkomulag tog- þilfcU's varðar og hefur nefndin fengið staðfestingu Arinbjarnar Sigurössonar, fyrrverandi skip- stjóra á Engey, á þvi. Eftirfar- andi annmarkar eru augljósir: 1. Skipin eru mjög vanbúin til trolltöku og þarf t.d. tvisvar að hifa á kopp tá þess að ná trollinu inn. Þarf því meiri mannskap en annars, auk þess sem slysahætta af þessum sökum er veruleg. 2. Ekki vargertráð fyrir þvi að notuöyrði flotvarpa á skipinu, og er ýmsum vandkvæöum bundið að nota hana án þess að hafa net- vindu. Það hefur þó veriö gert á togurunum Hrönn og Engey með þvi aö hafa flotvörpuna búlkaða stjórnborðsmegin á togþilfari. Slíkt fyrirkomulag er þó allsendis ófullnægjandi, enda bæði mann- og timafrekt og þvi mjög dýrt i rekstri. Eins og nú háttar kemur skipiðekki að hálfum notum, t.d. viö fiskileit vegna þess að góðan flotvörpubúnað vantar algerlega. 3. Togvinda Baldurs hefur reynst illa frá upphafi og ónothæf eins og er, þrátt fyrir sérstaka viðgerðarferð til Póliánds, sem farin var i árslok 1975, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Að þvi er varðar ástand togvindu visast 1 skýrslu þar að lútandi eftir Sigurö Sigurpálsson, yfirvélstjóra skips- ins, frá 10.1. ’77 (fylgiskjal 3). Þá er augljós slysahætta af þvi að hafa togvindu fremst á togþilfari og togvira þar af leiðandi strengda yfir endilöngu vinnuþil- fari. Hafa þegar orðiö slys af þessum sökum á Baldri og Guð- steini, þar á meðal eitt banaslys.” Settar upp vökva- drifnar vindur SBar segir i sömu skýrslu um tillögur nefndarinnar til úrbóta: ,,a) Vindukerfiö verði endur- nýjað að hluta og verði allar vind- ur nú vökvadrifnar. Togvindu verði breytt, girkassi ekki notað- ur lengur og vindan verði vökva- drifin splitvinda staösett aftar- lega á togþilfari. Þannig nýtast flestir hlutar núverandi togvindu nema girkassinn. Núverandi grandaravindur verði settar i land og vökvaknúnar vindur sett- ar I staðinn og þeim komið fyrir þar sem togvindur eru nú. Flot- vörputromlu veröi komið fyrir þar sem grandaravindur eru nú. Vökvadælur verði knúnar af jafn- straumsmótor þeim sem nú knýr togvindu og veröi hann nú látinn knýja togvindu, grandaravindur, flotvörputromlu og vindur þær sem verða á forgálga samkvæmt nánari tillögum.” Meðal annarra skýrslna, sem vitnað var i á fundinum, þar sem rafmagnstogvindur Baldurs voru dæmdar ónýtar að meira eða minna leyti, er I fyrsta lagi skýrsla frá Sigurði Sigurpálssyni, þáverandi yfirvélstjóra á land- helgisskipinu Baldri, en i skýrslu Sigurðar,sem erfrá 10. jan. 1977, segirm.a. um ástand togvindunn- ar: „Landsmiöjan hóf vinnu við vinduna ll.desember 1975 ogvar vinnu hætt 2. janúar 1970. I ljós kom að smiðagallar voru á flönsum ádriföxlinum og var álit- ið að kastið á öxlinum stafaði af því. Ekki haföi veriö skipt um pinnjóninn I girkassanum og tannhjól sem hann gripur i. Sam- tals 3 tannhjól. Þessi tannhjól eru öll ónýt að dómi Landsmiöjunnar og fer ekki viögerð á þessum hlut- um fram fyrr en varahlutir eru komnir frá Póllandi. Einnig má ætla aö lega I spil- mótornum sé skemmd þó það sé ekki fullsannaö. Þá eru legur á driföxlinum ónýtar. Eftir aö Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.