Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. ágúst 1979. Jóhann J.E. Kúld fískimá1 grunni okkar. Eftir útfaerslu fisk- veiöilandhelginnar Ur fjórum milum i tólf milur og siöan i fimmtiu milur og að siðustu i tvö hundruð milur, þá er fyrst feng- inn góður grundvöllur til að byggja á bæði fiskveiðar og fisk- vinnslu hér á landi. Til þess að fólk sem ekki þekkir nógu mikið til þessara mála átti sigá þessum staðreyndum, þá vil ég benda á að langstærsti hluti allra framfara á Islandi allt frá aldamótum, hefur verið kostaður með arði frá sjávarútvegi. Og þó réðum við ekki, lengst af,nema litlu brotabroti af þeim fiskimið; um sem við ráöum nú. Fram á allra síöustu ár urðum við að keppa viðstóraerlenda veiðiflota sem tölduhundruð skipa og fluttu árlega heim af miðum okkar mörg hundruð þúsund smálesta af fiski. Menn þurfa að átta sig á þvi, að skilyrðin til fiskveiða og fisk- iðnaðar á Islandi eru stórbreytt til hins betra fyrir IbUa landsins, eftir að hinir stóru erlendu veiði- flotar eru farnir héðan. Viljum við halda áfram að vera sjálfstæð þjóð, þá verðum viö að gera okk- ur það ljóst, að undirstaða þess um langa framtíð er og verður þróttmikill sjávarUtvegur. Við verðum að nýta vel og skynsam- lega alla fiskistofna á landgrunni okkar, og vinna úr þeim fiski, sem á land berst, eftirsótta manneldisvöru. Margt hefur verið gert, en þö þarf að gera betur 1 fiskveiðum okkar og fisk- vinnslu hefur margt veriö gert á slðustu áratugum, en þó þarf að gerabetur, ogá það jafntvið á sjó og landi. Ennþá hendum við dýr- mætum hráefnum i sjóinn á fisk- veiðiflota okkar, svo sem lifur og slógi. úrlifrinni mætti vinna dýra og eftirsótta manneldisvöru með því að sjóöa hana niður fyrir er- lenda markaði. Og Ur skíginu er hægt að vinna verömæta fóður- vöru með þvl að safna þvf á geyma og blanda I ákveðnum efn- um. A þessu s viöi skortir hagsýni og framtak. Ég sagði frá því I slðasta þætti mínum, að í aflahrotum að sumrinu þá færu stór verðmæti I fiskvinnshinni forgörðum sökum þess að ekkert samræmi væri á er undir- staðan í íslenskum nútíma þjóðarbúskap milli veiða og vinnslu. Hvaða vit er I þvi að taka ekkert tillit til þess þó stórir hópar fiskvinnslu- fólks séu I sumarleyfi og vinna liggi niðri yfir helgar á fisk- vinnslustöðvum. Náttúrlega þarf aðdraga úrsókninnihjá flotanum sem nemurminnkuðum afköstum I landi þegar svona stendur á, eða að öðrum kosti að breyta yfir á veiðar I salt hjá nokkrum hluta flotans, á meðann þannig er ástatt. Enda ætti það ekki að vera nein vandræði að salta fisk um borð I skipum þegar góðan salt- fisk vantar á markaðina. Hér er um mikla vanstjórn að ræða, sem kemur þvert á öll friöunarsjónarmið gagnvart fiskistofnum, en veldur um leiö ómælanlegu miljónatjóni i fram- leiöslunni og getur sett markaði okkar i' hættu verði áfram haldið á þessari braut. En fyrst ég er farinn að benda hér á galla sem verðurað lagfæra, þá getég ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd að afturför er nú á blóðgun fisks um borð I flotanum, en það getur orðið okkur hættulegt ef þannig verður haldið áfram. Þessiafturför i blóðgun fisksins er fólgin i þvf að menn eru farnir að skera fiskinn á kviðinn sam- timis þvi'sem hanner blóðgaður. Þetta er röng blóðgun þvi á þenn- an hátt tæmast ekki æðar fisksins og flök af slikum fiski verða dökk á útsiðu þegar þau eru roðflett. Fiskur sem er meðhöndlaður á þennan hátt, hann þolir af framangreindri ástæöu allt að þriðjungi styttri geymslu i is, heldur en fiskur sem ekki er slægður fyrr en hann er örugg- lega dauður eftir blóðgun. Þetta þurfa sjómenn aö vita, þvi röng meðferð á fiski getur grafið und- an lifskjörum þeirra. Og þvi að- eins er hagkvæmt að spara sér handtök við fiskinn að það leiði ekki til verri vörugæða. Það má vel vera að þaö sé ekki beinlinis vinsælt að vera meö umvandanir og aðfinnslur af þessutagi, en það verður aö gerast. Gömlu togara- sjómennirnir,allt frá skipstjóra til háseta, vissu að góð blóðgun á fiski var undirstaða þess að góður afli, sem þyldi vel hæfilega geymslu i is, kæmiuppúr skipi að endaðri veiðiferð. Þessi undir- stöðuþekking byggö á langri reynslu á sjónum, má ekki niður- falla, því þetta eru visindi, stað- reyndir sem ekki er hægt að vikja frá, án þess að það valdi skaða. Sjávarútvegur og verð- bólga Alversti óvinur sjávarútvegs á Skattlagning á olíuvörur Ég tel þaö vera mikil mistök í stjórnsýslu þegar rikisvaldiö grfcur til þess ráðs að hækka upp úr öllu valdi verð á bensíni og ollu til ágóða fyrir rikissjóðinn. Allir sem eitthvert skyn bera á sam- setningu nútfma þjóðfélags, þeir ættu að vita að framleiðsla, sam- göngur og flutningur á sjó og landi eru aö stærsta hluta háð notkun á oliu eða bensúii. Hækkun á þessum vörum fram yfir það sem ekki veröur undan komist vegna hækkunar á heimsmarkaöi erþvivanhugsuðaögerð, þarsem aðrir vöruflokkar verða tæp- lega fundnir, sem eru jafn verö- bólguhvetjandi eins og bensln og Lega lands okkar,á skilum kaldraog hlýrra hafstrauma með stóru landgrunni, gerir það að verkum að hér eru góö fiskimið, hringinn I kringum landið. Nýting þessara fiskimiða er undirstaðan i islenskum nútima þjóðarbúskap i dag. Við nýtingu þessara miða er okkur óneitanlega ýmis vandi á höndum, sem taka verður tillit til. Þessi vandi er tvíþættur. Ann- ars vegar eru breytingar á haf- straumum, veöurfari og’lifsskil- yrðum á miöunum, sem virðast hafa valdið talsverðum sveiflum á stærö fiskistofna við landið1 gegnum aldir I okkar sögu. Þetta er ennþá ekki á okkar valdi, en við verðum að taka tillit til þess- ara staðreynda. Hinsvegar er svo nýting fiski- stofnanna sjálfra á hverjum tima, burtséðfrá þvihvernig llfs- skilyrðum þeirraer háttað á mið- unum. Hér kemur aðal vandinn til sögunnar. Liffræöi hafsins er ennþá á bernskuskeiði og þar er mikið ólært. 1 þessu sambandi kemur mér i hug okkar saga. Hlunnindajarðir sjávarsiðunnar sem vel voru setnar og skynsam- lega nýttar gegnum ár og aldir, þær héldu sinum hlunnindum, varpi og veiöum, með ótrúlega litlum sveiflum. En strax og hætt er að nýta þessi hlunnindi, þá fer þeim að hraka og verða ekki svip- ur hjá sjón eftir að þær leggjast I eyðioghlunnindineruekkilengur nýtt. A likan hátt þarf og verður að nýta okkar fiskimið, þanning aðfiskistofnar séu á öllum timum i sem mestu jafnvægi á land- Af innlendum vettvangi tslandi á siðustu áratugum er og hefur verið sú óðaveröbólga sem hér hefur riðið húsum i Islensku þjóðli'fi, og alltaf hefur haldið áfram aðmagnast.einsogpúkinn á fjósbitanum forðum i Odda, sem nærðist og fitnaði á bölvi fjósamannsins. Þessi islenska óðaverðbólga er alveg sérislenskt fyrirbrigði, þar sem hún er i miklu ósamræmi við verö- hækkanir þær sem orðið hafa á sama tima íöllum öðrum löndum á norðurhveli jarðar. tslensk verðbólga verður þvi að skoðast sem heimatilbúin að meirihluta, mögnuð vitandi vits af sérgróða- stéttum þjóðfélagsins með aðstoð sérfræðinga um stjórnsýslu landsins, sem hefur skort þrek og vilja til raunhæfra aðgerða gegn vágestinum. Þræöir verðbólgu á tslandi fram yfir verðbólgu i viðskipta- löndum okkar eru margslungnir og liggja sem vel riðið net um þjóðlífið. Égætla mérekki þá dul að reyna að rekja alla þessa þræði hér, en þó vil ég nefna að þeir sameinist i einum marg- slungnum hnút, yfirbyggingu þjóðfélagsins, sem eri engu sam- ræmi við undirstööu þess. Hér eiga gróðastéttir landsins og stjórnsýslan sameiginlega sök. Þeir sem vinna aröbær fram- leiöslustörf i þjóðfélaginu á sjó og landi eru og fáir, miðað við þann mikla fjölda sem vinnur þjón- ustustörf, þörf eða óþörf,og lifa á framleiðslunni. Þetta er likast þvi, ef maður.sem er að byggja hús, vanrækti algjörlega að ganga sómasamlega frá undir- stöðu þess, en leggði i staðinn alla áherslu á að flýta byggingu þess sem mest upp i loftið. íslenskt þjóðfélag likist óneitanlega mikið slikri byggingu I dag. Ég skal góðfúslega viðurkenna að þeim sé mikill vandi á hönd- um, sem taka viðslikribyggingu i smiðum, og gildir þá einu hvort um er að ræða venjulegt hús eða sjálft þjóðfélagið. En frá mínum sjónarhól séð, þá er það aðeins eitt sem hægt er að gera af viti i sliku tilfelli og það er að treysta undirstöðuna áður en lengra er haldið áfram. Þegar litið er ýfir islenskt verð- bólguþjóðfélag nú, þá verður eitt mjög áberandi og miða ég þá við vestræn þjóðfélög sem islenskt þjóðfélag er sniðið eftir, og það sem sker sigúrhérmester þetta : Verkalýðshreyfingin á tslandi hefur borið mjög skertan hlut frá borði i viðskiptum sinum við rikisvald og atvinnurekendur á undangengnum áratugum. Þetta kemur fram i lengri vinnu- tlma hér heldur en I öðrum vest- rænum löndum, þar sem verka- maður lifir sæmilegu lifi með þvi að vinna átta stunda vinnudag. Hér er það hinsvegar útilokaö i þeirridýrtið ogóðaverðbólgu sem hér rikir. Of langur vinnutími, sérstak- lega I framleiðslunni, svo og öðrum störfum, veldur ekki að- eins skaða þvi verkafólki sem störfin vinnur, heldur er þetta orðið að þjóðfélagslegum sjúk- dómi sem verður þvl erfiðari við- fangs sem þetta ástand varir lengur. Það er slæmur og þrálátur mis- skilninguraðmeðsllkri vanstjðrn sé veriö aö bjarga verðmætum. Það er áreiðanlega hagur, ekki bara verkafólksins heldur jafn- framt framleiöslufyrirtækjanna sjálfra, að af þessari braut verði snúið hið snarasta, áöur en þetta slæma ástand veldur meiri skaða en orðið er. Röng stefna að skattleggja bensln og oliuvörur umfram erlendar hækkanir. olía. Frá minum sjónarhóli rétt- lætir vöntun á fé i rikissjóð ekki slika álagningu, og er þá sama hvað þessum peningum er ætlað að fara. Þar var alla vega hag- kvæmara fyrir rfkið sjálft og rekstur þess, svo og þjóöfélagið i heild, aö peninganna væri aflað á annan hátt. Vill ekki Þjóðhags- stofnun reikna út og birta þann skaða I tölum, sem þjóðfélagið verður fyrir vegna framan- greindra mistaka i álagningu á bensmi og ollu? Þá væri einnig fróðlegt að fá frá sérfræðingum útkomu úr þvi dæmi,hvaö mikið væri eftir af oliu- og bensins-álagningu rlkisins þegar rikið er búið að greiða þá hækkun á útgjöldum slnum sem álagning- in beinlinis veldur. 27. ágúst 1979. Liffræði hafsins er enn á bernskuskeiði og þar er anargt ólært. Auðæfi hafsins og nýting þeirra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.