Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Föstudagur 31. ágúst 1979. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f .h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Þtan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfs- menn biaðsins i þessum simurn: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Kvöldsími er 81348 Björgvin borgarráösmaður: Athugun á yinnusemí Utanrlkisráöherrar Norðurlandanna hafa undanfarna tvo daga fundaö hér I Eeykjavík, en hverfa heim f dag. A tnyndinni frá vinstri: Frydenlund frá Noregi, Blix frá Sviþjdö, Gröndal, Lise östergárd, og Henning Christoffersen frá Danmörku og VSrinen frá Finnlandi. Enn ein túlkun Ólafslaganna 5% vaxtahækkun Sighvatur Björgvinsson dregur í land, r en Vilmundur vill halda Olafslög Seðlabankinn hefur nú ákveðið að vaxtahækk- unin 1. september verði ekki 5.5% eins og til stóð heldur 5% af almennum lánum og 3% af lánum atvinnuveganna. Gerist nú æ langsóttara svar hávaxtamanna við vaxtahækkun- inni 1. september að Seöla- bankinn sé að fylgja landslögum. Skv. Ólafslögunum frá i vor áttu vextir að hækka um 9.8% hinn 1. september. Seðlabankan- um þótti nóg um og lagði fram tvo aöra valkosti sem voru 5.5% og 4.1% vaxtaaukahækkun, og áttu báöir að heita hækkun i samræmi við Ólafslögin. Alþýðubandalagiö vildi enga hækkun, Framsókn vildi 4.1%, Kratar 9.8% og aö lok- um var 5.5% hækkunartillaga tekin fyrir i bankaráöi Seöla- bankans. En nú hefur Seðlabankinn lagt fram enn eina túlkunina á ólafs- lögunum og fer brátt aö veröa leit aÖ teygjanlegri lögum. Það hefur þegar veriö upplýst aö Olafslögin höföu að forsendu 30% veröbólgu. Nú hafa oliu- hækkanirnar aukiö verðbólguna. M.a. af þeim orsökum eru komn- ar vomur á ýmsa talsmenn vaxtahækkana. Þannig veröur ekki betur séö en aö formaður þingflokks Alþýöu- flokksins, Sighvatur Björgvins- son sé aö draga i land er hann segir i blaðaviötali: „... takmark vaxtastefnunnar var miöaö viö á- kveöinn árangur i baráttunni viö veröbólguna og það er engin leiö aö halda vaxtapólitikinni einni úti ef öll önnur efnahagsatriöi keyra áfram á fullu, meira eöa minna laus úr böndunum.” Þarna er Sighvatur kominn i andstööu viö þau viðhorf sem Vilmundur Gylfason hefur sett fram, aö öll frávik frd vaxtahækkunaráform- unum séu lögbrot. —eng. Samkvæmt frétt i dag- blaðinu Visi i gær er nú i athugun i viðskiptaráðu- neytinu hver séu afköst Björgvins Guðmunds- sonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, hversu mörgum vinnustundum hánn skilar sem skrif- stofustjóri, og hvort hann geti yfirleitt talist starfandi fyrir ráðu- neytið vegna anna við störf utan þess. Þórhallur Ásgeirsson, ráöu- neytisstjóri, staöfesti þaö i viötali viö téö blaö, aö vinnusemi Björg- vins væri I athugun og á hvern hátt hin fjölþættu störf hans utan ráðuneytisins bitnuöu á ráöuneyt- isstörfunum. Björgvin Guömundsson, skrif- stofustjóri viöskiptaráöuneytis- ins, er borgarfulltrúi fyrir Al- þýöuflokkinn, og borgarráösmaö- ué. Hann situr þar af leiðandi I fjölmörgum nefndum á vegum borgarinnar og er formaöur I nokkrum þeirra, þar á meðal i hafnarstjórn og útgeröarráöi. Þá er Björgvin formaður verölags- nefndar, en formannsstarfi i Vinnusemi Björgvins er nú til at- hugunar I ráöuneytinu. gjaldeyrisnefnd hefur hann ný- vérið hætt. Þjóöviljinn bar þessa frétt VIsis uhdir viöskiptaráöherra, en hann viidi ekkert um málið segja. -úþ. Höfn í Hornafirði: Síldarsöltun er hafín í gær hófst söltun sildar í Fiskimjöls- verksmiðju Horna- fjarðar, en fjórir bátar komu þá með afla þang- að. Söltun hjá Stemmu hefsí aftur á móti ekki fyrr en á laugardag. Þar er nú verið að taka i notkun 100 miljón króna sænska sildarsöltunar- vél. Iscargo yfirtekur flug Vængja Félag íslenska prentiðnaðarins: Heimtar verkbann á Grafiska sveinafélagið og aðra viðsemjendur sína Allar likur eru nú á aö öll vinna félagsmanna Graiiska sveinafé- lagsins leggist niöur um helgina. Mikil harka er I deilunni og virö- ist litill samningahugur I mönn- um. i gær samþykkti félagsfund- ur I Félagi islenskra prentiönaö- arins meö öllum greiddum at- kvæöum, aö fara þess á leit viö sambandsstjórn Vinnuveitenda- sambandsins aö hún boöi án tafar verkbann gagnvart Graffska sveinafélaginu. Jafnframt óskaöi fundurinn eftir þvi við sambandsstjórnina, aö framkvæmdastjórn Vinnu- veitendasambandsins veröi veitt heimild til þess aö ákveöa sam- ööarverkbann gagnvart öörum viösemjendum þeirra atvinnu- fyrirtækja, sem aögeröir Graf- iska sveinafélagsins beinast gegn. Fundur hefur veriö boöaöur hjá sambandsstjórn Vinnuveitenda- sambandsinskl. 11 i dag, þar sem fjallað veröur um þetta erindi Félags prentiðnaðarins. Sáttafundur veröur haldinn hjá sáttasemjara rikisins i kjaradeil- unni kl. 6 i dag. — eös Bátarnir sem komu meö sild i gær voru Hornafjaröarbátarnir Gissur hviti, sem kom meö 160 tunnur, og Skógey meö 80—90 tunnur og aökomubátarnir Jó- hannes Gunnar meö 40 tunnur og Skúmur. Aö sögn Guömundar Finnbogasonar verkstjóra hjá Fiskimjölsverksmiöjunni er sildin I milliflokki aö stærö og fitumágnið er 17,5 % sem þykir sæmilegt á þessum árstima 60—70 manns unnu viö söltunina I gær en verða um 90 þegar allt er komiö I fullan gang. Eyjólfur Magnússon verkstjóri hjá Stemmu sagði aö allt væri nýtt hjá stööinni núna, bæöi vélar og hús en hún brann i fyrra eins og kunnugt er. Saltaö veröur I nýju 1800 fermetra húsi og einnig er veriö aö reisa 1200 fermetra skemmu þar sem verka á sildina I vetur. Fyrrgreind sildarsöltunar- vél virkar þannig aö sildinni er raöað á færiband inn I hana og þar hristist siðan saman sildin og saltiö og vélraöar loks i tunnurn- ar. Sagöi Eyjólfur ’ aö færra verkafólk þyrfti eftir aö vélin er komin. — GFr aö kaupa skíp Stjórnir Vængja og Iscargo hafa ákveðiö aö gera samning um aö Iscargo taki viö flugrekstri á flugieiöum Vængja frá og meö 1. september 1979. I fréttatilkynningu frá stjórn Vængja segir aö á. undanförnum árum hafi veriö mikill taprekstur hjá Vængjum eins og I inn- anlandsflugi almennt. Og sé þess vænst aö með þessum breyting- um sé unnt að ná hagkvæmum rekstri og tryggja áframhaldandi öruggar flugsamgöngur inn- anlands. Vængir hafa flogið til 10—12 staöa innanlands og auk þess verið meö leiguflug. — eng. HAFSKIP: Fær ekki Hiö nýendurreista skipaút- geröarfyrirtæki Hafskip hf. hyggst festa kaup á tveimur skip- um til viöbótar viö þann skipastól sem félagiö á. Hefur fyrirtækiö tekiö annaö þessara skipa á leigu til 12 mánaöa og undirbýr leigu- töku á hinu. Hins vegar hefur fyrirtækinu Iáöst aö sækja um leyfi til kaupa á þessum skipum, en sllk leyfi eru ekki veitt um þessar mundir. Aö sögn viöskiptaráöherra, Svavars Gestssonar, hefur Hafskip hf. ekki sótt um gjaldeyrisleyfi til skipakaupa, og fyrr en slikt leyfi liggur fyrir getur ekki oröiö úr neinum skipa- kaupum. Starfandi er nefnd viö aö athuga farskipaflota lands- manna, stærö hans og ásigkomu- lag. Þessi nefnd á siöan aö gera áætlun um endurnýjunarþörf far- skipastólsins. Fyrr en nefndin hefur lokiö störfum veröa ekki gefin leyfi til kaupa á farskip- um. Samkvæmt upplýsingum ráö- herra hafa beiönir um skipakaup borist á borö hjá honum, en þeim veriö neitaö af ofangreindum ástæöum. — úþ. j Karl j : sigraði i j | Puerto Rico! IKarl Þorsteins vann þaö I frækilega afrek aö sigra á | barnaársskákmótinu, sem • | Iauk I Puerto Rico I gær. I I Þátttakendur voru 24, frá 16 I I löndum. Karl er 14 ára I 2 gamall.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.