Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Keppst viö I bónusvinnu. Finnur Magnús Gunnlaugsson: BÓNUSVÍRUS A Vestfjöröum hefur nú í nokk- ur ár veriö unniö skv. bónuskerfi i flestum frystihúsum. Viröast þau öfl sem á bak viö iaunasamninga- boröin sitja (þar af helmingurinn verkalýbsleiötogar) hafa sætt sig viö bónustilhögun sem eitt aöai framtiöareinkenni fiskvinnslu i hraöfrystihúsum. Töluveröur mismunur rikir þó á milli hús- anna á Vestfjöröum, hvaö varöar fyrirkomulag og framkvæmd vinnunnar. Af viðhorfum þorra þess fólks sem hér hefur unnið i bónus um einhvern tima erþesssiður en svo að vænta að likindi séu fyrir and- stöðu við bónusinn, sem stöku sinnum er kallaður „kjarabót tuttugustu aldar”. Hér er þó ekki ætlunin að ræða ítarlega galla eða kosti þessarar tegundar fram- leiðnihvetjandi vinnu, heldur reynt að nota tækifærið til að vekja athygli á stöðu verkalýðs- mála á Vestfjörðum. Nýir bónus- samningar Nú siðan I júni hefur örlað á vangaveltum um aðgerðir af hálfu verkalýsðfélaganna með það fyrir augum að knýja fram nýja bónussamninga i stað þeirra sem unnið er eftir I dag („skv. venju”). Þeir samningar hafa þó verið formlega marklausir siðan i júli ’78 en þá var þeim sagt laus- um af hálfu Alþýðusambands Vestfjarða. I júni s.l. slitnaði endanlega uppúr samfundum og viðræðum samningsaðila. Að sögn strönd- uðu samningatilraunir á ósam- vinnuþýðum atvinnurekendum, en það er (einnig skv. venju) undanfari hugsanlegra aögerða verkafólks i frystihúsum á Vestfj. nú. Það sem hel*t hefur til tals komið (forystuhugmynd) er svo- kallað bónusverkfall, en það er hægt að setja á með sólarhrings- fyrirvara. Þá yrði einungis unnið skipulega undir og upp að þeim hámarkshraða sem grunnpunkt- ar bónussamninganna segja til um,þeas. þeim hraða sem viður- kenndur er sem „eðlilegur” hraði verkafólks i timavinnu. (Hér má gjarnan varpa fram þeirri spurn- ingu, hvaða aðili það var sem í upphafi reiknaði þann hraða út og fékk hann viðurkenndan). Afleiðingarnar af „verkfalli” af þessari tegund verða liklega þær að atvinnurekendur,vegna auka- gróða af bónusvinnu og svo- kallaðarar þjóðarverðmæta- björgunar, gangi glaðari til samninga en áður og viðurkenni formlega getu sina til að borga betri bónus, greiða hærra hlutfall aukagróðans til handa þeim sem býr hann til. Hér er i rauninni ekki verið að ræða aðgerðir sem i skilningi at- vinnurekenda varða beint lág- launastéttir þjóðfélagsins. And- rúmsloft vestfiríkra frystihúsa er e.t.v. rúið þeirri staðreynd að bónus er heiti á umframvinnuaf- köstum en ekki eðlilegum vinnu- brögðum fólks einsog þau gerðust áður en náttúrulögmál ákvæðis- vinnunnar héldu innreið sina i islenzka fiskvinnsupólitik. Getur verið, að ekki riki almennur skilningur á þvi, að i spor óhóflega langrar vinnuviku og vinnuþrælkunar fyrstu ára- tuga þessarar aldar hafa atvinnu- rekendur sáð sinni einu lækningu sem þá gat staðist vaknandi stéttarvitund verkalýðsins? Neyðarkostir — sundrung Þær aðgerðir sem nú þykja lik- legastar til að knýja fram endur- bætur á bónuskerfinu eru neyðar- kostur. Neyðarkostur sem aðeins i augnablikinu tilheyrir verka- lýðsstétt á Vestfjörðum. 1 Dags- brún er róðurinn erfiðari fyrir bónusverkafólk af þvi að þar er heildin ráðandi. Stærra hlutfall timavinnufólks i Dagsbrún en A.S.V. er liklegra til að tefja framfarasókn bónusfólks þar, sem eins og hér og annarsstaðar hefúr tilhneigingu til að heyja og „sigra” sina baráttu á kostnað baráttu timavinnufólks og auka þannig tekjumismun innan A.S.I. Að auki gefur auga leið að þetta sundrar beinlínis samstöðunni með láglaunafólki. Hér er rétt að taka fram að gengið er út frá þvi að almennasta skilgreiningin á hugtakinu láglaunamaður sé sú, að tekjur séu lægstar allra tekju- hópa án tillits til afkasta eða lengdar vinnudagsins sem að baki tekjunum liggur. Ráðgert er að baráttan fyrir betri bónussamningum á Vestfj. verði fólgin i þvi að breyta eðli vinnunnar um tima „aftur” á stig timavinnu og treysta þvi þá um leið að vinnubrögðin séu ekki orðin það mötuð af bónus- hraðanum að sóknin leiði til stór- felds viðbótargróða hjá frysti- húsunum. Fyrr i sumar lét fólk sér detta til hugar að einfaldara gæti verið aðnota aðrar leiðir m.t.t. þessað sagt var að þorskveiðibann myndi rikja i ágúst hjá skut- togurunum og þess vegna yrði bónusverkfall kærkomin lausn fyrir atvinnurekendur, á þeim vanda sem skapaðist við að finna verkefni fyrir fastráðið starfefólk húsanna. Öliklegt var að til fjöldauppsagna kæmi þrátt fyrir minna hráefni til vinnslu auk þess sem fyrri reynsla af samninga- viðræðum vestfirzkra samnings- aðila gæfi góðar vonir um skjótan árangur þegar skórinn kreppti i raun og veru að. Nú kom hinsvegar i ljós að júli/ágúst reyndust ddndurafla- mánuðir. Unnið hefur verið umfram venjulegan vinnudag sem að sjálfsögðu var óhóflegur fyrir. Það liggurþvi ljóst fyrir að stjórnleysi i vestfirzku verkalýðs- félögunum hefur enn einu sinni orðið til þess að kjörið tækifæri til að knýja fram samninga glat- aðist. Skammsýni — samningaflœkja Dæmi um svivirðilega meðferð á verkafólki verða ljósari þegar mikið liggur við hjá atvinnurek- endum að „bjarga þjóðarverð- mætunum”. Enn hefur ekki verstfirska vinstrimennskan áttað sig á þvi að til eru fleiri slæmir atvinnurek- endur en einungis þeir sem flýðu og munu flýja þegar illa árar og skilja eftir sigupplausnarástand i atvinnumálum sjávarplássanna. 1 dag viröist spurningin eingöngu súhvort vert sé að fórna „kjara- bót tuttugustu aldarinnar” i nokkrar vikur eða jafnvel örfáa daga og kippa þannig i lag rómaðri samvinnu atvinnurek- enda og verkalýðsforustunnr á Vestfjörðum. Það er e.t.v. talandi tákn um afleiðingar bónusvinnu á einstak- lingshyggju verkafólks, að ótrú- lega litil umræða um þessar hugsanlegu aðgerðir á sér stað á vinnustöðum aðekki sé núminnst á verkalýðsflokkana blessuðu eða málgögn þeirra. Þaö má einnig gera þvi skóna að verkafólk sé i raun og veru illa i stakk búið til viðræðna um þá þætti bónuskerfis sem lúta að útreikningum, rétt eins og margur bónusverkstjór- inn ogtrúnaðarmennfyrir bónus- vinnu á vinnustöðum. Til þess liggur einfaldlega of lftil vit- neskja að baki um bónusinn, en það er rökrétt afleiðing af þeirri stefnu að gera öll reiknings- ákvasði og útgangspunkta i samn- ingum flóknari og óskiljanlegri. Sökum þeirrar stefnu er óum- flýjanlegt að samningsstaða verkalýðsstéttarinnar siversnar gagnvart atvinnurekendum vegna skýrari sameiginlegra hagsmuna þeirra siðarnefndu og þ.a.l. betri aðstöðu til allrar ákvarðanatöku á bak við tjöldin við samningaborðin. Þó svo að samtök verkafólks hafi einhverntima sett stimpilinn á bónussamninga, kemur I jós, er ævisaga ákvæðisvinnu á Islandi er sundurgreind, að áhrif verka- fólks eruþar jafnlitilsgildandi og við getnað bónuskerfisins. Þó þarf sem kunngt er tvo til. Ekki er úr vegi að nefna,m.t.t. þeirrar kröfu yfirstéttanna um aukna ábyrgð verkalýðsstéttar- innar á þjóðarhag, að itök og áhrif á meðferðhráefnis i vinnslu og þar með verndun sölumark- aðarins,og jafnvel fiskistofna, gæti einnig verið jafnmikilendur- bót á bónussamningum og bein krónutöluh æ kkun kaups. Atvinnuöryggi yrði með þvi a.m.k. betur tryggt eftir en áður. Sá hraði sem vinnsla fisksins ein- kennist af er nefnilega ein af meginorsökum lélegrar fram- leiðsluvöru og ekki siður mi'nus- þáttur i þvi' bónuskerfi sem byggir á hinu skammsýna sjónar- miði að fljótandi nýtingarstuöli sem notaður er við útreikninga á bónus sé baktrygging launþegans gegn þvi að hann tapi hluta bónusins þegar lélegt hráefni er til meðhöndlunar. Hvernig fær sú kenning staðist t.d. fyrir af- stæðum í vélarsal i frystihúsi þar sem premía verkafólks er reiknuð út frá heildarframleiðslu til frystingar? Flökun og roð- fletting lélegs hráefnis, sem i snyrtingu og pökkun rýnrar stór- lega, hlýtur að vera erfiðari en vinnsla á t.d. þeim úrvalsfiski sem auglýstur er vestur i U.S.A. Afstaða verkakonunnar (verka- karlar við snyrtingu eru eins og hvitir hrafnar) til snyrtingar á fiskiverður neikvæðari þegar um úldin þorskflök er að ræða en sömu (eða meiri) orkueyðslu (vinnuhraði) fyrir minni bónus- afköst. Nú má reikna með aö margt bónusfólk afgreiöi ofan- gefnar fullyrðingar með þeirri einu fullyrðingu aö sálina skilji verkafólk yfirleitt eftir fyrir utan frystíhúsdyrnar. Vinnan sé og verði ætiö ill nauðsyn og sé þvi best aflokið á sem skemmstum tima. Þvi verður fullsvarað með þeim sannleika að sálina skilur fólk ekki við sig nokkurntima svo sannanlegt sé. Vinnan hefur áhrif á sálarástand fólks og tilhögun hennar er samt sem áöur,þó ein- hverjir geri sér ekki grein fyrir þvi, mótandi þáttur á sálarlif verkafólks rétt eins og ráðstöfun þeirra launa sem fólk vinnur sér inn. Að ekki sé minnst á þá kúgun sem „herra timi” beitir til- finningalif þess manns sem,undir persónulegum og afkastalegum þrýstingi frá yfirboðara og sam- verkafólki, venst á aö lifa hraðar en honum er eðlilegt og e.t.v. deyja fyrr. Alþýðumenning? Skemmtanalif stéttar hefur i sögunni almennt verið tekið sem haldgott dæmi um rlkjandi lffs- viðhorf hennar, möo, siðferðis- ástand. Ef horft er á eöa þáttur tekinn i skemmtanalifi verka- lýðsins t.d. á Vestfjörðum og Vestmannaeyjum (þessir staöir þykja hvað „hressastir”) má sjá að megineinkenni þess eru handahóf, handalögmál, ótak- markaöur drykkjuhraði, skyndi- útrás, peningasóun o.s.frv.,1 heild eru þessi menningareinkenni andstæð þeim kristnu eða kapi- talisku siðferðisviöhorfúm sem reynt er að viðhalda i þjóðfélag- inu. Fólk étur jú og drekkur en i stað gleðinnar kemur þreytan og vlndauðinn. 1 umhverfi sem þessu, er litil von um samstöðu sem sjaldan nær að myndast á vinnustööum. I þessu greinarkorni hefur verið farið töluvert „útfyrir” umræöuefnið. Hjá þvi verður ekki komist. Samningar verkalýðs og atvinnurekenda mega ekki halda áfram að einangrastfrá vitund og vilja verkafólks. Þegar aðgerða erþörfogsigurviljierfyrir hendi, er frumskilyrði baráttímnar það að verkafólkið sjálft fái örugg- lega alla ákvarðanatöku og skipulagningu i sinar hendur. Aðgerðir veröa að samræmast hagsmunum stéttarinnar hvort sem um löglega eða ólöglega framkvæmd þeirra er að ræða. Allt rikisstjórnatal um brot gegn siðferði laga er út I hött frá og með þeirri stundu að rikisvaldiö hefur sjálft sniðgengið sama sið- ferði eða notfærir sér það til aö halda verkalýðsstéttinni við vinnu. An fullrar vitundar og sjálfstæðrar aðferðafræði verka- lýðsins er striðið i upphafi tapað, þvi I þessu sem öðru er rikis- valdið og dómstólarnir,i fram- kvæmd, sá aðili sem riður bagga- muninn. Hingað til sem nú er þessekki að vænta, að efnahags- fyrirkomulagið með atvinnurek- endur og rikisvald að bakhjörl- um, leggi nothæf vopn f hendur verkafólks. Þau vopn verða aldrei smlðuð nema af verka- fólkinu sjálfu. Með kveðju og von um aðal- fund i verkalýðsfélaginu „Skjöldur” á Flateyri, eftir nær þriggja ára hlé. Hvilft 11 ágúst, Finnur Magnils. HUSNÆÐI OSKAST Stúlka óskar að taka á leigu litla íbúð. Fyrirframgreiðsla. Simi 83593. Flóttafólk frá Vietnam Vegna fl’óttafólks frá Vietnam vantar Rauðakross íslands allan búnaö, sem þarf til venjulegs heimilishalds svo sem: a) Nauðsynleg húsgögn, búsáhöld og heimilistæki. b) Fatnað. Fatnaðurinn þarf að vera I litium stærðum og barnastærðum, ekki er unnt að taka við fatnaöi nema hann sé hreinn og í góðu ásigkomulagi. Móttökustaður er að Skipholti 7, Reykjavik (ekið inn undirgangí) föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. sept- ember n.k. milli kl. 10 og I6báða dagana. UTBOÐ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS óska eftir tilboðum i oliukatla fyrir kyndi- stöð Höfn í Hornafirði. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með fimmtudeginum 30. ágúst 1979. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 17. séptember kl. 14:00, að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.