Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. ágúst 1979. Séö niöur til Seyöisfjaröar endurbyggja húsið. Ráðgert er að Tónskóli Seyðisfjarðar hafi þarna sina starfsemi á næstu árum. Þetta er að verða afskap- lega skemmtileg bygging. Það er Tónlistarfélagið, sem stendur fyrir þessu með bæinn sem fjár- hagslegan bakhjarl. Þá má geta þess, að bærinn hefur hafið byggingu á embættis- bústað fyrir bæjarstjóra en það verk er nú á frumstigi ennþá. Búðareyrinni. Siðan á að byggja þar mikinn landvegg og steypa þekju á milli húss og landveggs. A næsta ári mun siðan koma tré- bryggja þar framan við. Til þessa er áætlað að verja um 40 milj. kr. Hitaveita Erum við þá komnir aö þeirri framkvæmdinni, sem mest brennur á okkur núna og við erum rétt byrjaðir með undirbúning að Undirbúum fjarvarmaveitu — Jú, ég ætti nú aö geta týnt eitthvaö til fyrir þig þótt fyrir- varalitiö sé, sagöi Jónas Hall- grimsson, bæjarstjóri á Seyöis- firöi, þegar Landpóstur spuröi hann frétta þaöan,frá þeim forna höfuöstaö Austurlands, nú i vikunni. Sjúkrahúsiö — Þaö er þá fyrst að nefna sjúkrahúsbygginguna. A henni var byrjað haustið 1977 og i ár verður unnið fyrir 110-120 milj..Af þessum kostnaöi ber kaupstað- urinn rúmlega 49% og með það erum við nú mjög óhressir hér. En þannig stendur á þessari óhagstæöu kostnaöarskiptingu, að elliheimilishlutinn, sem tekur til 10 rúma af heildarrúmafjöld- anum i húsinu, sem verða 25, hann gerir þetta svona óhagstætt. Meö lögunum frá 1975, þar sem rikissjóður losnaði við þátttöku i elliheimilisbyggingu, sem áður var 33%, hefur þetta orðið svona óhagstætt fyrir okkur. Við höfum æ ofan i æ farið fram á leiðréttingu á þessu.þvi víðast hvar gildir 15% reglan um þetta fyrir bæina, en höfum talað fyrir daufum eyrum fram að þessu. Við munum samt gera eina til- raun enn i haust til þess að fá á þessu leiðréttingu. Verktaki að þessari byggingu er Brúnás h.f. á Egilsstöðum og samkvæmt byggingaráætlun á húsið að vera fokhelt orðið um áramót eða i desembermánuði n.k. og þá fullfrágengið að utan og með grófjafnaðri lóð. Þá liggur fyrir að fara i næsta áfanga verksins og væntanlega verður útboð á framhaldinu einhvern- tima i febrúar-mars á næsta ári. Væntum við þess að geta tekið húsnæðið i notkun i áföngum á næstu 2-3 árum. ibúðabyggingar Leiguibúöanefnd kaupstaðarins hefur í smiðum 12 ibúða fjölbýlis- hús. Hófust framkvæmdir við þaö 1977, þ.e.a.s. grunninn. Þetta hús er i Gilsbakkahverfi. Um mánaðamótin júni-júli 1978 var siðan hafist handa um sjálfar byggingarframkvæmdirnar, en útboð hafði farið fram i mars- mánuði. Var það Byggingaver s.f. frá Hafnarfirði, sem hreppti hnossið. Þeir skiluðu fjórum ibúðunum i desember og nú eru þeir að skila tveimur. Afgang- inum á að skila nú á næstu mán- uðum og verkinu að vera lokiö i desember. Þá eiga húsin að vera fullfrágengin með grófjafnaðri lóð. Þá eru i byggingu, öðrum þræði á vegum kaupstaðarins, verka- mannabústaðir, en stjórn verka- mannabústaða sér um þær fram- kvæmdir. Eru þetta þrjár rað- húsaibúðir. Voru þær gerðar fok- heldar á s.l hausti. Fór fram útboð á framhaldsframkvæmd- um nú í vor og á að skila þvi verki i nóvember en það eru pipulagnir, einangrun og múrverk. Verktaki að þessum framkvæmdum er Mikael Jónsson, múrarameistari á Seyðisfirði. Á næsta ári er svo gert ráð fyrir að þessar ibúðir verði afhentar. íþróttahúsið Nú i öllu þessu orkuumtali og orkuskorti drifum viö okkur i það i vor að bjóða út einangrun og klæðningu á iþróttahúsinu. Var það þarft verk þvi ekki lækkar olian. Er verkiö nú vel á veg komið og mun verða varið til þess um 14milj. kr., samkvæmt tilboð- inu, en það er Byggingaver s.f"., sem tók þetta að sér. Fyrirtækiö Byggingaver s.f. átti áður heimili i Hafnarfirði en er nú flutt hingað til okkar. Félagsheimilið Þá má geta þess að kaupstaðurinn hefur lagt fram - hlut 1 félagsheimilið. Er ekki afráðið hve mikill hann verður en Rœtt við Jónas Hall- grímsson, bæjar- stjóra á Seyðisfirði eitthvað á bilinu frá 15-20 milj. og þó sennilega nær 20. Hafa þeir fjármunir verið notaðir til þess að endurnýja snyrtingar og koma fyrir fullkominni eldhús - og grillaðstöðu i húsinu. Félags- heimilisstjórn sér um þessar framkvæmdir. Nú er rekin þarna fullkomin matsala fyrir gesti og gangandi og siðan mötuneyti. Tónlistarhús Bærinn lagði fé 1 húsnæði, sem við keyptum og gáfum Tónlistar- félaginu fyrir tveimur árum siðan. Er það talið merkilegt hús sakir útlits og uppruna og heitir Steinholt. Verða lagðar til þess, samkvæmt fjárhagsáætlun, 5 milj. kr. i ár. Er nú veriö að Jónas Haiigrimsson, bæjarstjóri á Seyðisfiröi. Varanleg gatnagerð Töluvert hefur verið unnið hér að varanlegri gatnagerð i ár, sem er framhald á 10 ára áætlun um hana. Nú 1 sumar er lokið við að leggja bundið slitlag á Vestur- veg, en það er innkeyrslan i kaup- staðinn,og hluta Garðarsvegar. Er alls búið að leggja oliumöl á 700-800 m kafla i sumar. Við höfum fullan hug á að halda þessum framkvæmdum áfram þegar sumarleyfum lýkur hjá starfsmönnunum okkar og verður þá imnið eftir þvl, sem peninga- ráðin leyfa,en við gerum ráð fyrir að leggja til varanlegrar gatna- geröar einar 50 milj. kr. i ár. Skrúðgarðurinn Haldið er áfram uppbyggingu skrúögarösins og er þetta þriðja sumarið, sem við hann er unnið. Búumst við fastlega við að þvi verki verði lokið I haust. Nú er verið að girða garðinn og ganga frá ytri umgerðinni. Aður var búiö að tyrfa og gróðursetja og er garðurinn nú að fá á sig hina skemmtilegustu mynd. Fjarðarárlónið Enn má nefna, að haldið er áfram að hlaða upp Fjarðarár- lónið. Er það allt hlaðið upp með grjótblokkum, handhlaðið. Meist- arinn við þessa hleðslu heitir Sveinn Einarsson. Hefur hann hlaðið upp mest allt Fjarðarárlón á siðustu þremur árum. Búist er við að þessu verki verði lokið á næsta ári. Þetta er afskaplega skemmti- leg framkvæmd og má margur muna aðra tíð hér I kringum þetta lón, þegar klóökin öli lágu út I það. Nú verður lónið bæjarprýði eftir þessa breytingu. Höfnin Ef við vikjum aö höfninni þá er verið að ramma niður stálbita fyrir framan Fiskvinnsluna á en höfum mikið hugsað um,og það er hitaveita. Erum við þá aftur komnir að orkukreppunni og þeim afleiðingum, sem hún hefur fyrir landsbyggðarfólkið. Þetta er - nánast að verða algert vanvit að ætla fólki að kynda hús sin með oliu. Sem dæmi get ég nefnt, að ekki er óalgengt að fólk fari með 60-80 þús. kr á mánuði fyrir oliu- kyndingu i einbýlishúsum. Viö svo búið má bara ekki sitja. Fyrir allnokkru slðan hófum við undirbúning að fjarvarma- veitu fyrir kaupstaðinn, með góðu samstarfi við Rafmagnsveitur rikisins og Iðnaðarráðuneytið. Okkar maður við þennan undir- búning hefur verið Sveinn Þór- arinsson verkfræðingur, en hann rekur Verkfræðistofu Austur- lands á Egilsstöðum. Hér var haldinn almennur borgarafundur fyrir um hálfum mánuði siöan með þeim Kristjáni Jónssyni, rafmagnsveitustjóra, og Sveini Þórarinssyni, þar sem fólk gat spurst fyrir um og kynnt sér þessa fyrirhuguðu framkvæmd okkar. Er hún i stuttu máli hugsuð þannig, að dreift verður um bæinn lögnum, sem flytja heitt vatn frá kyndistöð, sem verður staðsett nokkuð miðsvæðis I kaupstaðnum, og er orkan, sem hitar upp vatniö, raforka að megin-stofni. Er þetta lokað kerfi, sem þýðir, að vatnið kemur alltaf aftur til baka. Þaö eru rafskauts- katlar, sem hita vatnið, og sem varaafl yrði notuð kynding með svartoliu. 1 fyrsta áfanga hugsum við okkur að taka fyrir megin hlut- ann af Búðareyri, eða frá sim- stöðinni nýju, sunnan megin árfog allt hverfiö inn að disilstöð. Talið er að þessi framkvæmd muni ekki aðeins standa undir sér, heldur og leiða til þess að hitunarkostnaður lækkaöi á næstu Framhaid á 14. siöu Rétt byrjaðir að heyja Þetta sumar ætlar nú aö ■ veröa svo slöbúiö hér hjá okkur ■ á Noröausturlandi aö elstu * menn muna ekki annaö eins. t raun og veru er þaö ekki komiö I enn og hamingjan má vita hvort 1 þaö fer ekki alveg hjá garöi aö ■ þessu sinni. Þaö er nú fariö aö | styttast til haustsins. ■ Svo mælti sr. Sigmar ■ Torfason á Skeggjastöðum I Bakkafiröi, er Landpóstur náði ■ tali af honum I fyrradag. ■ Af þessu leiðir, að grasleysi er ■ hér alveg óvenjumikið, sagði sr. Sigmar Torfason. Það má ■ segja, aö nú I ágústlok séum viö rétt aöeins byrjaðir aö heyja. m Allviða hefur enginn baggi L____________________..... segir sr. Sigmar Totfason á Skeggjastöðum í Bakkafirði ennþá verið hirtur I hlöðu. Þótt sum tún séu eitthvað betur sprottin en önnur þá eru þau allsstaðar léleg. Og þegar menn eru loks byr jaðir að bera niður þá vantar þurkinn. Kuldar mega heita lát- lausir jafnvel þótt fyrir komi að sólskin sé. Þannig er nú útlitið hér. Undanfarin sumur hafa verið góð til heyskapar hér. Um fyrningar er þó auðvitað ekki að ræða hjá mönnum eftir þetta fádæma harða vor. Það er of vægt til oröa tekið, að allt sé mánuði seinna á ferð hér en vanalega, þar munar meiru. 1 vor komu hér stórhrlöar sem um miðjan vetur væri og hér var vetrarsvipur á öllu fram I júli, kuldi og grá jörð. Þaö er nú svo hlálegt til þess að vita aö við fáum helst ekki góða heyskapartlð nema hún sé slæm á Suðvesturlandi. En ástandið I þorpinu er heldur ekki gott. Aflabrögð voru sæmileg á útmánuðum, gar farið var að leggja þorskanetin. En svo kom Isinn með þeim afleiðingum, að ekki var hægt að róa og menn misstu auk þess netin. Og er isnum loks svifaði frá var fiskurinn farinn af miöunum. Slðan hefur fiskur verið mjög tregur á handfæri. Menn voru þvl gramir yfir þvl að þurfa að stoppa hér friðunarvikuna þvl þá virtist helst vera hér einhver fiskur. En þótt menn séu nú farnir að örvænta um að nokkru sinni sumri hér að þessu sinni þá er þó reynt aö róa og heyja og Sr. Sigmar Torfason. góöur septembermánuður gæti einhverju breytt, sagði sr. Sigmar Torfason. st/mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.