Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.08.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 31. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA S Grunnur nýja útvarpshússins.Hálfur miljarður biður I sérstökum sjóði, en samt faest ekki leyfi til að halda áfram. A me&an brennur féö f óöaver&bólgu (Ljósm.: Leifur). Samstarfsnefnd um opinberar byggingar: Gróflega mikið vald — segir Andrés Björnsson útvarpsstjóri Já, viö tókum eftir því hér i út- varpinu að Framkvæmdastofnun rikisins hefur verið gefið grænt Ijós til að halda áfram bygginga- framkvæmdum við stórbyggingu sina meðan byggingaárið hefur verið eyðilagt fyrir okkur. Við eigum hálfan miljarð i sjóði sem eyðist óðfluga vegna bullandi verðhækkana. Við satt að segja skiljum ekki vald samstarfs- nefndar um opinberar byggingar og teljum það gróflega og óeðli- lega mikið. Þessi orð mælti Andrés Björnsson útvarpsstjóri i samtali við Þjóðviljann I gær. Ef byrjað heföi verið á framkvæmdum við húsið I vor er talið að það fé sem til er hefði hrokkið langt til að koma þvi upp. Þess skal getið hér að þrir menn sitja i samstarfsnefndinni, þeir Brynjólfur Sigurðsson hag- sýslustjóri, Geir Gunnarsson formaöur fjárveitinganefndar og Skúli Guðmundsson frá Innkaupastofnun rikisins. — GFr Bygging Þjóðarbókhlöðu V onumst eftir heimild med haust- skipum segir Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður Gr þvi að við fengum ekki heimild til að bjóða út hús Þjóöar- bókhlöðunnar með vorskipunum vonumst við til að fá hana með haustskipunum. Við fengum 220 miljón króna fjárveitingu i láns- fjáráætlun fyrir árið 1979 og 611 út boðsgögn voru tilbúin i vor svo að Eins og sagt var frá I Þjóöviljanum i gær hefur meirihluti rfkis- stjórnarinnar gefiö grænt ljós á áframhaldandi framkvæmdir viö nýbyggingu Framkvæmdastofnunar rikisins. Myndin er tekin I grunn- inum i janúar I vetur rétt áður en rikisstjórnin setti bann á verkiö (Ljósm.: Leifur). málið strandar nú eingöngu á heimild til útboðs. Samstarfs- nefnd um opinberar framkvæmd- ir visaði málinu til fjármálaráð- herra og hann er enn að athuga sinn gang. Þetta hafði Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður um byggingu Þjóðarbókhlöðunn- ar að segja er Þjóðviljinn hafði samband við hann i gær. Landsbókavörður sagöist vona I lengstu lög að heimild fengist nú I haust, þvi að það kostaði stórá- tak að koma húsinuu upp, og ef það drægist nú þegar fé hefur verið veitt I verkið, kæmist húsið ekki upp fyrr en um aldamót. — GFr. r Utgerðarfélag Þórshafnar: Til gjaldþrotaskipta — Viö vitum nd ekki ennþá hvaö skuldir Útgeröarfélagsins eru miklar þvi innköllunarfrestur er ekki liðinn og það er verið aö byrja að lýsa kröfunum. Svo fórust Sigurði Briem, full- trúa bæjarfógetans á Húsavik orð er blaðið spurði hann um skuldir Otgerðarfélags Þórshafnar, sem hefur nú verið ákveðið að taka til gjaldþrotameðferðar, að þess eigin ósk. Útgerðarfélagið átti sem kunn- ugt er togarann Font, sem það neyddist til að selja i mars s.l. og var söluverð hans um 560 milj. kr. Þótt sú sala létti skuldabyrðina nægði hún ekki til þess, að félagið treysti sér til þess að halda rekstrinum áfram. Var þvl kveð- inn upp úrskurður um gjaldþrota- skipti i júll s.l. en frestur til að skila kröfum er til 18. okt. Fram eru komnar kröfur frá Byggðasjóði upp á 90-100 milj., önnur hljóðar upp á 96 þús. vest- ur-þýsk mörk eða tæpar 20 milj. isl. kr. „og svo er eitthvað komið af smærri kröfum”, sagði Sigurð- ur Briem. ,,En við sjáum ekki fyrir endann á þessu enn, vafa- laust á eftir að berast eitthvað meira,” bætti hann við. Eignir félagsins áleit Sigurður Briem ekki vera miklar, ef til vill eitthvert lausafé en naumast svo verulegu næmi. Fontur var aðal eignin og beiðnin um gjaldþrota- skiptin kom i beinu framhaldi af sölu hans. Blaðinu tókstekki að ná tali af Jóhanni Jónassyni, fram- kvæmdastjóra útgerðarfélags Þórshafnar. —mhg. Sparnaðarráöstafanir á Tímanum: Fækkun í starfsliði engar erlendar fréttir „Uppsagnir hafa veriö mjög fá- ar, ætli þær séu ekki þrjár frá þvi i vor. Hinsvegar er þaö rétt, aö Timinn hefur ekki ráöiö fólk i staöinn fyrir þá sem hafa hætt og ég gæti trúaö aö þaö væri um 8 manns á þessu ári.” Þetta sag&i Jóhann H. Jónsson framkvæmda- stjóri Timans i gær, er blaöamaö- ur Þjóöviljans spur&i hann um uppsagnir og fækkun starfs- manna á Timanum aö undan- förnu. Jóhann sagði að þetta væru sparnaðarráðstafanir. „Menn verða að sniða sér stakk eftir vexti,” sagöi hann. Undanfarna daga hafa engar erlendar fréttir veriö i Timanum. Jóhann sagði að blaðiö birti ekki erlendar fréttir I bili, en ekki væri þó búið að segja upp samningnum við Reuters-fréttastofuna. Ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun I þvi máli. „Fjársöfnunin er i fullum gangi,” sagði Jóhann. „Að visu hefur verið nokkur deyfð yfir henni núna seinnipartinn I júli og I ágústmánuði og við kennum þvi um að hásumarið er erfitt til svona verka. Viö gerum okkur vonir um að það komist kraftur i hana aftur á næstunni.” —eös. Vaxtaaukalánin í 40% Seðlabankinn gaf i gær út tilkynningu um vaxtabreytingarnar 1. september, og greinargerö með þeirri tilkynningu. Samkvæmt tilkynn- ingu bankans verða vextir sem hér segir: Vextir og veröbót frá 1.9. ’79 Sparifé 12 mán og 10 ára reikn Sparifé 3ja mán vaxtaaukar. . Hlaupareikningslán Vextir rni Grunri- Verðbóta- Vextir samtals vextir þáttur alis % % % % .. 5,5 11,0 11,0 .. 22,0 5,0 22,0 27,0 .. 23,0 6,9 22,2 28,0 .. 24,5 7,5 22,0 29,5 .. 27,5 5,5 27,0 32,5 .. 34,5 7,5 32,0 39,5 3,5 20,0 23,5 .. 25,5 5,5 23,0 28,5 .. 27,0 5,0 25,5 30,5 .. 28,5 6,5 25,5 32,0 .. 35,5 8,5 31,5 40,0 .. 2,0 2,0 .. 4,0 4.5 Kjör lána út á útflutningsafurðir, sem almennt eru bundin gengi Bandarikjadollars, eru háð kjörum erlends fjármagns I Seðlabankan- um, og er engin breyting gerð á þeim nú, en vextir þeirra eru 8,5%. Blaðberar óskast Austurborg: Laufásvegur (4. september). Stórholt — (8. sept. — 22. sept). Kópavogur (Þjóðviljinn og Timinn) Hliðavegur (4. september) Fifuhvammsvegur (16. september). Við munum i vetur greiða 10% vetrarálag. Nánari uppl. á af- greiðslu blaðsins. UOBVIUINN Simi 81333 Sumarferð Nessóknar verður farin i Viðey, ef veður leyfir, n.k. sunnudag kl. 13.30. Lifeyrisþegum i sókn- inni er boðið endurgjaldslaust. Upplýsing- ar hjá kirkjuverði i sima 16783.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.