Þjóðviljinn - 20.09.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. september 1979
Varahlutaverslun
Óskum eftir að ráða starfsmenn til starfa
við afgreiðslu á varahlutum sem fyrst.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist starfs-
mannastjóra, er veitir nánari upp-
lýsingar.
@ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
— Starfsmannahald
Vélgæslumenn
Viljum ráða nokkra vana vélgæslumenn
til starfa nú þegar. Mötuneyti á staðnum,
ódýrt fæði.
Talið við Halldór, fyrirspurnum ekki
svarað i-sima.
Kassagerð Reykjavikur h. f.
Kleppsvegi 33
Trésmiðir
Trésmið eða mann vanan verkstæðisvinnu
vantar strax.
Trésmiðjan Holt sf.
Urðarholti 3 Mosfellssveit
simi 66440
Reiknistofa Bankanna
óskar að ráða starfsmann
til simavörslu, vélritunar og annarra
skrifstofustarfa.
Laun samkvæmt launakerfi bankamanna.
Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu
Bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi,
fyrir 25. sept. nk. á eyðublöðum sem par
fást.
reykjaujhdur Aðalbókari —
Reykjalundi
Aðalbókari óskast til starfa, staðgóð
bekking og reynsla i bókhaldi áskilin.
Nánari upplýsingar gef ur skrif stofustjóri i
sima 66200.
Vinnuheimilið Reykjalundi
Vélaverkfræðingur M.Sc
sem lauk námi i Englandi i ár með sér-
grein: Explotation of Materials, og hefur
auk þess sveinspróf i vélvirkjun, óskar
eftir atvinnutilboði til lengri eða skemmri
tima.
Vinsamlega sendið uppl. til auglýsinga-
deildar Þjóðviljans merkt: „Vélaverk-
fræðingur".
Fjölmennur mótmœlafundur herstöðvaandstœðinga
í Sundahöfn
Lögreglan varði
NATO með kyifum
enda þótt bryndrekamir tveir vœru ekki í sýnilegri hœttu
Til átaka kom í gær miili
lögreglu og herstöövaand-
stæðinga inni í Sundahöf n
er hinir síðarnefndu tóku
þátt í friðsamlegurri mót-
mælaaðgerðum gegn komu
fastaflota NATÓ til
Reykjavíkur. I upphafi
f undar voru taldir rúmlega
þrjú hundruð fundarmenn/
en síðan streymdi fólk að í
hálftíma og má ætla að um
800 herstöðvaandstæðingar
hafi verið á fundinum
þegar flest var. Bjarki
Elíasson yfirlögregluþjónn
sagði í gær að á annað
hundrað manns hefðu
verið inni í Sundahöfn í
þessum mótmælum.
A útifundinum sem fór friösam-
lega fram framan af var flutt
ljóðadagskrá þar sem lesin voru
ljóö gegn her i landi og á milli ylj-
aði heimavarnarliðið í kuldanum
með söng sínum. Hrosshausinn á
níðstönginni var mættur til leiks
og auk þess báru herstöðvaand-
stæöingar uppi þorskhausa á
löngum prikum i minningu
breskra veiðiþjófa sem hér hafa
fiskað i skjóli NATÓ-herskipa, og
til þess að minna á þá ógn sem
fiskistofnum og lifsafkomu
þjóöarinnar stafar af hernaðar-
brölti NATÓ á Norður-Atlants-
hafi.
Lögreglan hafði afgirt svæðið
og voru 6-7 lögregluþjónar við
girðinguna, en allmargir biðu
þess sem verða vildi að baki úti-
fundarins. begar herstöðvaand-
stæðingar hugðust færa sig nær
herskipunum sem þarna lágu tvö
rofnaði varnarmúr lögreglunnar
skyndilega og allmargir fundar-
manna komust fram á bryggjuna
þar sem hrópað var „ísland úr
NATÓ — herinn burt" og þorsk-
hausum grýtt i vigdrekana. Liðs-
auki frá lögreglunni kom á vett-
vang og kvað Bjarki Eliasson þá
hafa verið nauðbeygða til þess að
taka upp kylfur til þess aö ryðja
bryggjuna. Lögreglan hefði ekki
átt von á áhlaupi sem þessu en úr
þessu mætti við öllu búast.
Lögreglan beitti siðan bæði
kylfum og hnefum til þess að
verja bryndrekana sem þó lágu i
seilingarfjarlægð frá bryggju og
virtust ekki i áberandi hættu.
Væntanlega hafa hörkuleg
viðbrögð lögreglunnar stafað af
ótta við að ætlun einhverra her-
stöðvaandstæðinga væri að
hressa upp á stálgráan herskipa-
litinn eins og hér um árið. Þjóð-
viljanum er þó kunnugt um að af
hálfu Miðnefndar samtaka her-
stöðvaandstæöinga var allt kapp
lagt á að aðgerðirnar færu frið-
samlega fram i hvivetna.
Astæða er til þess að minna á
það að það er skylda lögreglunnar
þegar hún stendur frammi fyrir
hugsanlegum mótmælaaðgerðum
sem kynnu að leiða til átaka aö
bera einkennisnúmer á búningum
sinum og frökkum. I skjóli nafn -
og númerleysis eiga lögreglu-
menn ekki að berja á samborg-
urum sinum. Töldu sumir her-
stöðvaandstæðinga sig hafa verið
svipta þeim rétti að fá að vita
hverjir það væru sem brygðu á þá
kylfum.
-ekh/lg
Þorskhausarnir gapa á stöngum og lentu slðan flestir á slðum herskipanna tveggja I baksýn. Ljósm.
Leifur.
Hér snýr annar lögregluþjónninn upp i handlegg um leið og hinn reiðir höndlna upp og slær bylmings-
högg. Er nokkuðannað hægtað gera en aðbjóða hinn vangarin Islfkri stöðu? Ljósm. Leifur.