Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. október 1979 DJOÐVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis t’tgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Franikvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harðardóttir l msjónarmaöur SunnudagsblaÖs: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. I.júsmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. -t tlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ölafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir SigurÖsson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Kristín Pétursdóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigriÖur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. íhaldið er þríeitt • Staðan í íslenskum stjórnmálum hefur skýrst. Gamla íhaldið stendur ekki lengur eitt og einangrað. ihaldið í landinu er orðið þríeitt og samstætt í þremur flokkum. Það er gamla íhaldið, krataíhaldið og Fram- sóknaríhaldið. I megindráttum sameinast hið þríeina íhald um kauplækkun, eflingu einkagróða, óhefta markaðshyggju, erlenda stóriðju og aukið hermang. Gamla íhaldið, krataíhaldiðog Framsóknaríhaldið bjóða að vísu enn f ram í þremur f lokkum, en hið þríeina íhald býður fram sömu meginhugmyndirnar sem tefla munu efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði þjóðarinnar í tví- sýnu. • Gamla íhaldið gengur nú til kosninga með hug- myndasjóð járnfrúarinnar, Margaret Thathcher, að leiðarljósi. Hin járnhörðu lögmál óheftrar markaðs- hyggju skulu ríkja ein á Islandi. Ekki aðeins í atvinnu- starfsemi heldur í heilbrigðiskerfinu, skólamálum, menningar- og félagslífi. Gamla ihaldið ætlar sér að efna til stóriðju í félagi við erlenda aðila og pumpa inn erlendu f jármagni í íslenskt atvinnulíf. Þaðætlar sér að tengja ísland órjúfanlegum böndum við alþjóðlegt f jár- málaauðvaldog bandaríska hervaldið. Til þessara verka nýtur það fulltingis krataíhaldsins og Framsóknar- íhaldsins. • Krataíhaldið gengur nú til kosninga grímulaust. Hin nýju andlit Alþýðuf lokksins hrósa sér nú af því að hafa beygt verkalýðssinnana í flokknum í duftið. Kjörorð krataíhaldsins nú er kauplækkun og aftur kauplækkun. Benedikt Gröndal kvittar fyrir þjónkun sína við Banda- ríkjastjórn á sama degi og hann rýf ur stjórn launafólks á íslandi með því að leggja f ram skýrslu um stórkostleg- ustu aukningu umsvifa Bandaríkjahers hér á landi í seinni tíð. Ofanjarðar á flugstöðin nýja á Keflavíkur- f lugvelli, sem Bandaríkjastjórn hyggst kosta að veruleg- um hluta, að vera íslensk, en neðanjarðar mun banda- ríski herinn eiga sitt stærsta athvarf á Islandi. Þetta er sá grunnur sem krataíhaldið ætlar að reisa starf sitt á. Og undir aronskusöng Gröndals spilar garmurinn Ketill, fyrsti þingmaður hernámsins á Islandi Karl Steinar Guðnason, með tollf rjálst iðnaðarsvæði fyrir útlendinga á Kef lavíkurf lugvelli og drauma um erlenda stóriðju á Suðurnesjum. • Framsóknaríhaldið gengur nú til kosninga vígreift undir merkjum einkaframtaksins. Framsóknarfólkið sem átti rætur sínar í ungmennafélagshreyfingunni, bændasamtökunum og samvinnuhreyfingunni ræður ekki lengur för. Til forystu eru nú komnir fulltrúar einkaframtaksins Steingrímur Hermannsson, Tómas Árnason og Guðmundur G. Þórarinsson. Sá síðastnefndi hefur unnið sér það til ágætis að vera eini nefndar- maðurinn í þeirri nefnd sem nú undirbýr byggingu skipaverkstöðvar í Reykjavík sem lagst hefur gegn því að hún verði reist á félagslegum grunni. Fulltrúi Fram- sóknarflokksins hafnar því að nokkur samvinnufyrir- tæki, ríkisfyrirtæki eða önnur samtök fólksins komi ná- lægt því að gera við skip og smíða í Reykjavík. Allt á að vera í höndum einkaframtaksins. Sjálfur forsætisráð- herrann lét sig og hafa það að leggja fram í rfkisstjórn í síðustu viku hugmynd um að mæta orkukreppunni með sióriðju í samvinnu við útlendinga. • Þetta er sá veruleiki sem við blasir í upphafi kosningabaráttu. Þríeitt íhald stefnir að því að breyta í grundvallaratriðum íslensku þjóðfélagi. Heil kynslóð Is- lendinga hefur vanist þvi að líta á ávinninga þá sem is- lensk verkalýðshreyfing hefur knúið fram, almanna- tryggingakerfið, samneysluna í menntakerfinu, skóla- kerfinu og heilbrigðiskerfinu, sem sjálfsagða hluti. Þeir eru það ekki lengur frammi fyrir sókn hins þríeina íhalds. • í stjórnarskrárnefnd hafa fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins lagt fram tillögur um að sett verði ákvæði í stjórnarskrá Islenska lýðveldisins sem banni „óábyrgum hagsmunasamtökum" að setja stjórnvöldum stólinn fyrir dyrnar. Hér er að sjálfsögðu átt við verkalýðssamtökin í landinu og í kjölfarið munu fylgja kröfur um vinnulöggjöf gegn verkafólki. • Frammi fyrir þessum veruleika stendur Alþýðu- bandalagið eitt. Aðeins stóraukið fylgi þess í komandi kosningum getur tryggt íslenskri alþýðu stöðvunarvald gegn þeirri háskalegu þróun sem nú er komin á f lugstig. Gegn gamla íhaldinu, krataíhaldinu og Framsóknar- íhaldinu stendur Alþýðubandalagið eitt. — ekh * úr almanakinu / Byggingabruðl /Jnf/ á Egilsstöðum Menntaskólinn á Egilsstööum verður settur i dag i fyrsta sinn. bessi skóli, sem að öllum likind- um verður hinn slöasti sinnar tegundar á landinu, hefur lengi verið I deiglunni. Bygging hans tafðist árum saman vegna hrepparigs á Austurlandi. Sam- kvæmt lensku deildu menn grimmt um staðsetningu þessa helsta menntaseturs I fjórð- ungnum og stóðu deilurnar framgangi málsins lengi fyrir þrifum. En skólinn er nú loks risinn á Egilsstöðum og tekur formlega til starfa I dag. staða fyrir hendi og næg salar- kynni, svo hér er komið hið frambærilegasta hótel. A Egilsstöðum viröast þvi ætla aö verða þrjú gistihús inn- an tiðar, og er vandséð hvernig þau fá borið sig öllsömul. Aö Laugarvatni voru til skamms tíma þrjú hótel, eitt þeirra (Húsmæðraskólinn) byggt eftir sömu formúlu og Egilsstaða- «kólinn, en þetta lánaðist ekki til lengdar einsog gefur að skilja. Fáein dæmi um ffnheitin á Egilsstöðum: Punttröppur miklar eru steyptar utan á hús- er utan húss og innan og ótrú- legustu steypuútskot, en hvergi virðist horft i kostnaðinn. Skýjaborgir arkitektanna koma þóbesti ljós þegar skoðuð er yfirlitsteikning af mennta- skólasvæðinu. Húsið sem nú er risiö á nefnilega aöeins að vera félagsmiðstöö skólans iframtið- inni. Kennsluhúsnæði er þvi óbyggt auk þriggja stærðar heimavistarhúsa, skólameist- ara- og kennarabústaða. Greini- legter að skólameistarinnhefúr enga oftrú á þessum óraunsæju áætlunum, þvi hann er langt Hér var reyndar ekki ætlunin að ræða um skólann sjálfan, heldur að vikja fáeinum orðum að umgjörð hans, skölahúsinu. Þar birtist nefnilega einkar ljós- lega ein höfuömeinsemd is- lenskrar byggingarlistar á und- anförnum árum, — bruðliö, só- unin, óhófið. Syndir hins islenska arkitekt- úrs eru vissulega stórar á um- liðnum áratugum, — andleysið, smekkleysurnar, stllleysið og algjör vöntun á innlendri hefð — við þekkjum ótalmörg átak- anleg dæmi um alla þessa hluti. Enn lengist syndaregistrið þeg- ar bruðliö bætist við. Ég tala ekki um kirkjubyggingar, enda guðshús langt utan viö minn andlega fókus, llklega æðri mi'n- um ótútlega skilningi. Bruðlið og óhófið virðist hinsvegar blómstra vel i opinberum bygg- ingum af ýmsu tagi, og arki- tektar og hönnuðir blóömjólka kerfið gegndarlaust. Menntaskólinn á Egilsstööum er ekki ósnotur bygging til að sjá. Að vlsu dálitið ofhlaðin og margbrotin i orösins fyllstu merkingu, en glæsilegt hús engu að siður. En hvað veldur öllum þeim Iburöi, sem blasir þar við, einkum þegar inn er komið? Jú, Ferðamálaráö Islands haföi hönd I bagga með gerð hússins, þvl hér á ekki bara að vera skóli, heldur llka lúxushótel af fyrstu gráðu. Útlendingar, sem Flugleiðir flytja um land elds og ísa, eiga að fá hér fyrsta flokks þjónustu og nemendur menntaskólans nýja njdta góðs af ferðamálastefnu rikisins að þvi leyti til, að þeir geta farið I bað hver I sinu herbergi. Reyndar er gistihús á Egils- staðabúinu. Það er auðvitað ekki nógu flnt fyrir háttsettta túrista úr útlandinu. En einmitt nú í haust var verið að leggja siðustu hönd á reisulega við- byggingu viö félagsheimilið Valaskjálf, sem allir hrepparnir á Héraði reka, og eru þar gisti- herbergi hin vistlegustu. í Vala- skjálf er prýðileg veitingaað- inu upp á verönd á annarri hæð, en aðalinngangur er á fyrstu hæð hússins. Þetta rándýra tröppubákn þjónar engum sér- stökum tilgangi. Þegar inn er komið, blasir við óhemju stórt hótelanddyri, sem I vetur verð- ur notað sem matsalur fyrir 70 - 80 manns! A annarri hæð er geysistór matsalur og samkomusalur og er stór hluti hans upphækkaður. Ekki er þar þó um að ræða fær- anlegan trépall, heldur stein- steypt gólf. Reyndar eru engir færanlegir hlutar I húsinu, þótt sllkt þyki nú sjálfsagt I nýjum skólabyggingum. A setustofu einni eru gluggar frá gólfi til lofts á öllum út- veggnum, nema á miðjunni — þar er ofn eftir endilöngum veggnum! Litlir útskotagluggar eru i hverju herbergi út frá að- algluggum, — vafasöm prýði en afar kostnaðarsamir og hafa ekkert notagildi. Heimavistarherbergin eru mörg á tveim hæöum að hluta til. Beint á móti dyrum inni I þessum herbergjum kemur harðviðarhringstigi upp á „næstu hæð” og kostar 3 miljón- ir hver stigi. Auk þess þarf handrið á efri pallinn. Bað og snyrting fylgir hverju heima- vistarherbergi. Sorpgeymsla, mikið glmald, er á efri hæðinni og tvennar voldugar dyr að henni, einar út á pall og aðrar að geymslunni sjálfri. Stórt herbergi er merkt „Niðursuöuvörur” á teikningu. Fyrirhugað eldhús er óhemju stórt en þó sagt rétt undir staðli ráðuneytisins. Mikið glerverk Einar Örn Stefánsson skrifar kominn með byggingu eigin húss I nágrenni skólans. — 0 — Fleyg eru dæmin af feðgunum fræknu, sem öllu virðast ráða um iþróttamannvirki á landinu. Skilyrði þeirra eru svo ströng og reglugeröarákvæöi svo ramm- ger, að fátæk hreppsfélög kljúfa vart kostnaöinn af teikningun- um einum saman, hvað þá meiru. Það þurfti gos I Eyjum til að sýna fram á aö fulltrúar kerfisins eru hvorki almáttugir né óskeikulir. Iþröttamiðstöðin I Vestmannaeyjum er danskt mannvirki og reyndist þegar til kom ódýrari, hagkvæmari og mun fljótreistari en öll þau steinsteypubákn og bautastein- ar fordildarinnar, sem risið hafa á vegum hins opinbera viösvegar um land. Vonandi þarf ekki fleiri feikn- stafi af náttúruvöldum til að koma fslenskum arkitektum og embættismönnum niður á jörð- ina. Ferðamálaspekúlantar eigaekki að vasast I skólabygg- ingum. Embættismenn eiga aö sjá um að halarófa hönnuða og misviturra ráðgjafa maki ekki einlægt krók sinn á kostnað hins opinbera. Arkitektar geta reist sér minnismerki með tilstyrk „athafnamanna” og sértrúar- söfnuða, ef þeim sýnist svo. Byggingar i þágu fólksins i landinu eiga að vera ódýrar, en hagnýtar, — einfaldar, en fal - legar. Babelsturninn skulum við byggja seinna, eða um það bil sem örkin hans Nóa fer aftur á flot.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.