Þjóðviljinn - 14.10.1979, Síða 12

Þjóðviljinn - 14.10.1979, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. október 1979 Sunnudagur 14. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Eftir Árna Bergmann og órannsakanlega miskunn Drottins (sem er einnig hægt aB fá visbendingu um af spásögnum ritninga). Eöa hverjir eru hinir hvitklæddu i opinberunarbók- inni? Þaö eru hinir kristnu menn allra alda á leiö inn i sæluna, sagöi prestur vonglaöur á svip i anda forákvöröunar. Kenningin var heldur ströng, nema hvaö helviti var dottiö út úr myndinni. A Donaneyju víö Loch Diuch er sextándu aldar kastali endur- reistur, geysiskemmtileg bygg- ing og kallar til lifsins og gerir trúveröuga alla óra strákaáranna um skylmingar, samsæri, hleran- ir, leynigöng og ævintýralega björgun. tJti á Skye er svo Don- vegan kastali, þar sem höföingjar H já Ipræðisherinn í Inverness var með sam- komu. Nokkrar konur með stórar tennur og börn þeirra sungu við raust og slógu trumbur með: Dare to be a Daniel dare to make it known Þorðu að vera spámað- ur, þorðu að vera spámað- ur sem stælir hugprýði sína í eldsofni, áræddu að láta aðra vita hver þú ert. Sumum finnst líka að það sé meinlæti og af rek að hjóla. Hjóla um Skotland? Fimm hundruð kílómetra? 1 raun og veru er ekkert ein- faldara. Þaö voru ágæt hjól til ieigu i Inverness. Kostuöu ellefu pund á viku og þrjú pund til viö- bótar fyrir aukadaga. Þriggja gira. Biluðu aldrei. t stórum bæj- um jafnt sem uppi á heiöum eru vinsamlegar konur sem leigja út rúm og selja morgunmat. Verö fjögur pund, stundum aöeins meira, stundum minna. Þegar þú ert þreyttur og blautur nemur þú staöar. Öþarfi aö gera nema laus- legar áætlanir. Flugur og förunautar Þetta reyndum viö þrir saman. Tveir voru átján ára, Snorri og Hans. Þeir ætluöu að passa karl- inn fyrir bilum. Þeir skuldbundu sig til að vera viö öllu búnir og ekkert grenj. Þetta var um leið meövituö og lævisleg atlaga gegn kynslóöaskiptingunni. Þaö var mórinn. Auövitaö þarf ekki aö hafa mörg orð um ágæti þess aö vera ekki einn á svona feröalagi. Ég læt bara eitt dæmi nægja. Sam- býliö viö lífriki Skotlands var ekki alltaf eins og það best gat oröiö. Alltaf ööru hvoru voru flug- ur aö rjúka upp i augun á mér. Hvernig hefði ég náð þeim án fylgdarmanna? Myndir: Á. B. og Hans Beck Sem leið liggur Viö lögöum upp frá Inverness snemma morguns, héldum inn fjöröinn, noröur eftir og svo inn I land, upp milda dali og mjúkar hæðir, bleikar fyrir lyngi. Þaö var fljótlegt aö komast aö þeirri niöurstööu, aö þaö væri lygilega djöfull gaman aö hjóla. Jafnvel þótt viö værum þrjá tima aö þaufast upp á viö nálægt miöju landi og heföum vestanvindinn i fangiö þar að auki. Enda rétt aö niöurlotum komnir þegar viö stauluöumst I hlaö þar sem heitir Achnasheen, litil járnbrautar- stöö: fáein hús, laxá og sauöir margir. I stuttu máli sagt: Viö fórum þvert yfir landiö frá Inverness á austurströndinni, yfir Ross, niöur á Lochalshskaga, út á eyna Skye og fórum þar stóran hring, siðan til baka yfir mjótt sund milli lands og eyjar, inn fjörö friöan sem heitir Loch Duich, yfir heiöar og niöur I Loc Ness dalinn og þaö- an aftur til Inverness. Góð samviska A þessari leið er mikil fegurö i fjöllum, löngum vötnum, kastala- rústum, skógum, lygnum fjörö- um, lyngi og bröttum klettum. Það eru til þeir hlutir sem feröa- manni á hjóli eru andstæöir. Sumar brekkur eru óguðlega langar og heimta sterk hné og þolinmæði. Það geta komið yfir þig miklar dembur, stundum meö vindhviöum sem vilja blása þér út af veginum. Það er allavega gott aö hafa i pússi slnu dálitiö af þeirri irsku afstööu sem heitir: it could be worse, þaö gæti veriö verra. En þaö er líklega ekki ástæöa til aö vera hræddur viö neitt nema aö láta gamminn geisa niöur Förunautar Hans og Snorri I rústum kastala Marlu hinnar ágjörnu á Skye. brekkur i vætu. Þá eru hand- bremsurnar á hjólunum illa virk- ar, og sauökindur skoskar eru lik- lega heimskari en aörar og gera sér að reglu aö hlaupa þvert fyrir farkosti rétt þegar að þeim er komiö. Enda töldum viö margar rollur á dag dauöar viö veginn. Þaö var engu likara en bilarnir heföu tekiö aö sér þaö hlutverk aö hefna sin á sauðkindinni, sem á sinum tima var höfö til þess aö hrekja Hálendinga úr byggöum sinum og svo af landinu og er af þvi mikil harmsaga sem viö kannski vikjum aö siöar. Nema þá aö kindadráparar hafi veriö óánægöir skattborgarar að mót- mæla rikisstyrk viö óþægt sauö- fé: fjögur pund á hverja kind. Hvaö um þaö: feröalag af þessu tagi skapar sérstakt sálarástand og furöulega hreina samvisku. Frá þvi segir i visu sem til varö á leiöinni: Hæöir Skotlands brosa blltt þótt blár sér rass og marinn allt er nú sem oröiö nýtt: ærnar, konur, barinn. Blár rass og marinn eru raun- verulegt vandamál, þvi hnakkar á reiðhjólum eru enn gallagripir. En visan kemur þvi og til skila, aö þær þrautir eru gjald fyrir eitt- hvaö annaö og betra i anda þeirr- ar alþýðuvisku, aö enginn veröur óbarinn biskup. Kráin, kalvínistar, kastalar Vitaskuld er gott aö koma á krána, ekki sist á laugardags- kvöldi, þegar stúlka úr sveitinni syngur irska og skoska ástar- söngva og drykkjuvisur og er ekki viss um þaö hvort hún eigi aö láta eins og henni er eðlilegt eða eins og stjörnur gera i sjónvarpi. Þaö er lika ágæt lifsreynsla aö skreppa morguninn eftir til messu hjá kalvinistum, sem ekki vilja neina skurögoöadýrkun og hafa þvi kirkjur sinar myndlaus- ar: kirkjugestir horfa á skrúö- lausan prest og himinbláan vegg. Presturinn ræðir á grjótharðri skosku um órannsakanleg auöævi jaröar (sem menn samt rannsaka meö borunum i sjávarbotn, geim- feröum og annarri afskiptasemi) Fort Augustus: bátar I Calcdóniuskuröinum Plockton, snyrtilegur listamannabær úti á Lochalsskaga Hæöir Skotlands brosa blltt... VlacLeod klansins hafa búið i 700 ár og búa enn. Og þar situr trúr þjónn ættarinnar og segir gamlar skrýtlur af hjónabandserjum, ættarrig og sjóránum og ferða- menn hlusta með andagt. Margir þeirra eru afkomendur Hálend- inga, búsettir i Kanada eða Astraliu, hingað komnir til aö leita aö „rótunum” eins og nú er i tisku, kaupa skjaldarmerki ættar- innar og velja sér flik meö hennar tartan, hennar munstri. Og hafa gleymt þvi aö höföingjarnir sviku feöur þeirra herfilega, ráku þá af landinu og brenndu ofan af þeim húsin. Á tali Þaö er heldur ekki litils Viröi aö lita i kringum sig á heimilum þar sem þú færö rúm og morgunverö. Konurnar eru mjög vinsamlegar, en þaö er ekki vist aö þú sjáir nokkru sinni framan i húsbónd- ann. Svo getur meira en veriö aö þér veröi boöið i te um kvöldiö og þá eru ættarsögur raktar á báöa bóga. I einu húsi kynntumst viö prýöilegum enskum hjónum: þau voru náttúruskoöarar, elskuöu fugla, Skota, hvali (eru þiö enn að drepa hvali? spuröu þau) og voru sérfræöingar i aö brugga vin sem þau höfðu svo engan áhuga á að drekka. I Dunvegan úti á Skye, þar sem kastalinn er, þar eru geliskar heföir enn i nokkrum heiöri. Frú MacGregor, sem viö bjuggum hjá, kvaöst tala gelisku betur en ensku, hún átti Bibliuna á þvi máli og heitir Biobull, og margar gamlar bækur um sögu átti hún. A barnum þar i plássi reyndu ungir menn aö telja mér trú um, aö endurvakinn væri mikill áhugi á hinni gelisku tungu Hálendinga, aö um ein miljón manna kynnu máliö vel. Þvi miöur gat ég ekki trúaö þessu, þótt ég feginn vildi. Viö töluðum lika um þaö hvaÖ þaö væri aö vera Skoti en þaö var far- ið aö spila reels og airs á fiölu og harmoniku og athyglin kannski ekki nógu vösk. Samt skulum við halda áfram meö þessa spurn- ingu næsta sunnudag: Hvaö er aö vera Skoti? Hvaö er þaö annaö en fara i pils, blása i sekkjapipu og láta segja af sér skrýtlur? SKOTLAND Rústir á Skye Kastalinn á Donan-eyju iifgar viö alia strákadrauma

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.