Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 14. október 1979 Leikfléttur á Hótel Loftleiðum A f immtudagskvöld boðaði Stúdentafélag Reykjavíkur til borgara- fundar á Hótel Loftleið- um að góðum og gömlum sið. Fundarefni var stjórnmálaástandið og voru málshef jendur f jór- ir riddarar af skákborði stjórnmálanna. Þeir voru Geir Hallgrimsson, Steingrlmur Hermannsson, Ragnar Arnalds og Eiður Guðnason. Reyndar hafði Benedikt Gröndal ætlað að mæta til leiks en af ókunnum á- stæðum voru boðuð forföll hans. í fundarsalnum voru mættar ýmsar alþekktar fundahetjur svo sem eins og Pétur Guöjóns- son, Markús B. Þorgeirsson og Haraldur Blöndal. Nokkrir ung- ir og galvaskir þingmenn létu sjá sig þarna t.d. Vilmundur Gylfason og Ellert Schram og þarna voru lika hryggbrotnir vonbiðlar frá því í síðustu kosn- ingum sem eygja nú von undir kjörorðinu: Aldrei að gefast upp. Má þar nefna Guðmund G. Þórarinsson, Jón Armann Héðinsson og Jón Skaftason. Svo voru hinir og þessir karlar og kerlíngar. Útlit var þvl fyrir skemmti- legan fund og kannski yrði ein- hverju uppljóstrað um næstu leiki I stjórnmálataflinu. Ég varð fyrir vonbrigðum. Að vísu var fundurinn skemmtilegur á köflum en ræöumenn héldu sig að mestu við pex um fortlðina og gagnkvæmar ásakanir um hverjum var hvað að kenna. Fátt var þvi fréttnæmt. Ég veitti Geir Hallgrlmssyni nokkra athygli. Hann er orðinn hálf utanveltu karlgreyið. Þarna sat'hann upp við háborðið og horfði dreymnum og alvar- legum augum upp I loftið og öðru hvoru var eins og innri hlátur heltæki hann sem var i engum takti við það sem gerðist á fundinum. Svo fór hann I ræðustól og hætti sér út I einhverjar filósoflskar hugleiðingar sem enduðu meira eða minna I blind- götum svo að mál hans fór i óskiljanlega þvælu. Ég dauö- kenndi I brjósti um hann og klappaði ákaft I lok ræðu hans til þess að ,„peppa” hann upp. Mest vorkenndi ég þó Sjálf- stæöisflokknum fyrir að eiga ekki almennilegan foringja i sigurgöngunni miklu sem hann væntir sér núna. Svo kom Vilmundur i pontu og likti brotthlaupi krata úr rikisstjórn núna við uppgjöf Hermanns Jónassonar I vinstri stjórninni 1958 sem hann sagði hafa verið karlmannlega. En málið var greinilega einhverjum skylt, enda fór Steingrimur meö gusti i pontu og sagði að pabbi sinn hefði ekki veriö trúður. „Ariö 1958 leitaði Hermann eftir stuðningi hjá verkalýðshreyfingunni en fékk hann ekki og sagði af sér. Núna leitar verkalýðshreyfingin eftir þvi að rlkisstjórnin sitji áfram en þá hlaupa kratar,” sagði Steingrlmur illgirnislega til Vil- mundar sem strauk sér ákaft um lokka meðan á þessu stóð. Nú fannst mér nóg komið og fór á barinn og fékk mér einn campari. Þar sat fullt af fólki sem hafði engu ómerkari boðskap að flytja og var ekki minna niðri fyrir. Mér fannst eiginlega skemmtilegra að sitja Þar- Guðjón Hver var ástæðan til aö kratarnir sögðu sig úr stjórninni? spyrja margir. Alþýöuf lokksmenn halda þvi sjálfir stift fram að samstarfsflokkar þeirra hafi skellt skollaeyrum viö efna- hagsúrræöum þeirra við verð- bólguvandanum. En ástæöan kynni að vera önnur. Daginn áður en kratarnir tilkynntu ákvörðun sina um að draga sig úr stjórnarsamstarfinu, varþað ljóst að Eyvind Bolle sjávarút- vegsmálaráðherra Noregs mundi lifaaf hreinsanir Nordlis og sitja áfram I stjórninni (sjá grein bls. 14) Eyvind Bolle hefur verið einn harðasti baráttumaður Norðmanna i Ján Mayen-deil- unni. Samtimis er það ljóst að komiö er að skuldadögum fyrir kratagullið fræga, sem Alþýöu- flokkurinn hefur þegið frá Noröurlöndum og þá aðallega Noregi. Benedikt Gröndal treysti sérhreint ekki aö mæta lánardrottnum sinum I liki utanrikisráöherra til að semja i þessu viðkvæma máli. Bolle er þekktur fyrir að vera harður og ósveigjanlegur i samningum, og þaö er ekki burðugt fyrir Bensa að mæta með reisn til leiks. Þaö er ekki hlaupið að þvi að vera I tveggja þjónn... ólafur og Birgir: Nii er herskyldunni lokið. Matthias: Illt að þurfa að Benedikt: Komið að skuldadög- framlengja sjávarútvegsmála- um. ráðherratið Kjartans. Sjálfstæöis- flokkurinn hefur loksins fengist til að samþykkja minnihlutastjórn krata. Það er Matthias Bjarna- son sem lengst þrákelknaðist viö. Astæðan mun vera sú að Matti treysti sér ekki aö fara heim I Vestfjar.ðakjördæmi og tilkynna kjósendum sinum að hann hafi framlengt tið Kjartans Jóhannssonar sem sjávarútvegsmálaráðherra. Ennfremur eru dreifbýlis- þingmenn Sjálfstæöisflokksins ekki sérlega hressir með að sitja undir þvi að hafa búið til landbúnaöarráöherra úr Alþýðuflokknum. En þeir þurftu að lúta að lokum. Tvo unga iramagosa innan Sjálf- stæöisflokksins fýsir nú I prófkjör fyrir kosningarnar I desember. Eru það þeir Birgir Isleifur og Ólafur B. Thors, sem báðir þykjast nú hafa gegnt herskyldu sinni i borgarstjórn og vilja nú komast til æðri metoröa. Hins vegar er sá ljóöur á, að ekki er pláss fyrir þá báða á listanum. Samnings- makkið er nú komið i fullan gang, og ræddust ungherjarnir lengi við sl. föstudag, án þess þá aðritari skráargatsins viti hver niöurstaöan var... Leikfélag Akureyrar er á förum til Sviþjóðar fyriráramót. Dagana 3.-9. desember verður haldið Norðurlandamót byggða- leikhúsa, i örebro og mun LA vera eina leikhússtofnunin sem getur státað að þvl heiti hérlendis. A mdti þessu verða haldin námskeið og fyrirlestrar fyrir tæknimenn leikhúsanna og (h-amatúrga, en einnig fer fram kennsla i' leikhússtjórnun. Aö sjálfsögðu veröur mikiö um leiksýningar og mun LA flytja verkið „Fyrsta öngstræti til hægri” eftir örn Bjarnason, en þaö verður frumsýnt fyrir noröan 2. nóvember. Leikstjóri verður Þórunn Siguröardóttir, en leiktjöld og búninga hefur Sigurjón Jóhannsson gert. Sviarnir bjóða, en engu að siður er það kostnaðarmikil ferð sem biður LA, og er vert aö geta þess að það er hinn nýi framkvæmdastjóri félagsins Friðgeir Guðmundsson sem hefur átt stóran þátt i að gera þessa ferð að veruleika. íþróttablað Frjáls framtaks kemur alltaf á óvart. I slðasta tölublaði er grein um lyf jamisnotkun iþróttamanna eftir Ólaf Guðmundsson, lækni. Svo skemmtilega vill til að i' Sunnu- dagsblaðinu i sumar var þessu efnigerð ýtarleg skil og aö ólaf- ur notar að stofni til sömu heimildir og sá sem tók saman greinina i Sunnudagsblaöinu. Þetta er vist þaö sem kallað er frumlegblaðamennska. Hér eru stórfréttir fyrir Kópavogs- búa. Til stendur að Manchester City láti leggja hitavatnsrör undir vöh sinn, Maine Road.til þess að betra verði að leika á vellinum yfir vetrarmánuöina. Þetta ætla þeir hjá City að gera vegna þess aö góö reynsla hefur fengist af sllkum lögnum I Noregi, Sviþjóö og á ISLANDI eða öllu heldur I Kópavogi. Já, hróðurinn berst viða. Forsíðu- myndin Forslöumyndin er að þessu sinni eftir Hallgrlm Tryggvason og ber nafnið „I skyndilegum stjórnarslit- um”. Hallgrimur er fæddur 1936 á Akureyri og læröi þar prentverk (setningu) hjá Prentverki Odds Björnsson- ar. Hann stundaði siðan framhaldsnám I Danmörku sumarlangt áriö 1957. 1964 hélt hann til Bandarikjanna og kynnti sér prentverk og verkaýðsmal. A árunum 1969-70 var hann við nám i Graphic Design við Folkstone School of Art i Kent I Bretlandi. Hallgrimur vinnur nú i Blaðaprenti en fæst einnig viö sjálfstæð verkefni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.