Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. október 1979 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 5 Sívaxandi yfirburðir Áustur-Evrópu skákmanna Hvað veldur? Sú merkilega staða er komin upp, að nú virðist enginn skákmaður á Vesturlöndum geta ógnað veldi í fyrsta lagi Sovét- manna og i öðru lagi Austurblokkarinnar. Allt útlit er fyrir að keppendur i komandi Áskorenda- keppni verði svo til allir frá Austur-* Evrópu, og þó eins og venjulega einkum frá Sovétríkjunum. Spasskí, Tal, Polugjajevski og Kortsnoj hafa þegar tryggt sér réttinn, og ljóst er sá fimmti veröur annarhvor Ungverjanna Ribli eöa Adorjan. I Rio de Janeiro viröist Portisch nokkuö öruggur um sæti i Askorenda- keppninni, og I humátt á eftir honum koma Sovétmennirnir Vaganian og Petrosjan ásamt V- Þjóöverjanum Hilbner og ungum brasiliskum skákmanni sem komiö hefur mjög á óvart. Hvorugur þeirra viröist þó eiga mikla möguleika ef til kæmi þátt- taka þeirra i Askorendaeinvigj- unum. Meö hvarfi Fischers af sjónarsviöinu var varla nokkur maöur eftir sem ógnaði veldi Sovétmanna. Larsen sem lengi vel haföi veriö von vestursins var enn i sárum eftir einvigiö gegn Fischer og hefur enn ekki náö sér verulega á strik. I dag hefur boriö mikiö á framgangi hollenska stórmeistarans Jan Timman, en árangur hans á mótum er mjög ójafn, t.a.m. hefur hann engan veginn náö sér á strik á milli- svæöamótinu i Rio. í þvi sambandi veröur þó aö hafa þaö i huga aö Timman er oft geysi- sterkur á endasprettinum, á þaö tilaö vinna 5—6 siöustu skákirnar i hverju móti. Hann er nú um miöbik mótsins i Brasiliu, en meö H'úbner: Einifulltrúi Vesturlanda I Askorunarkeppninni? góöum endaspretti gæti hann náö sér á strik og tryggt sér sæti. Hol- lendingar binda miklar vonir viö þennan unga mann, og fyrir til- stuölan Max Euwe, fyrrum heimsmeistara, var komið á laggirnar i Hollandi sérstakri nefnd, Timman-nefnd, en hún hefur það verkefni m.a. aö hlúa sem best aö stórmeistaranum svo hann veröi tilbúinn ef til einvigis um heimsmeistaratitilinn kæmi. Sviinn Ulf Anderson sem náö hef- ur mjög góöum árangri á skák- mótum undanfariö viröist ekki hafa ýkjamikinn áhuga á heims- meistarakeppninni. Hann tók ekki þátt i svæöamótinu I Luzern, en er engu aö slöur staddur i Rio — sem aöstoöarmaöur Timmans. Englendingurinn ungi Tony Miles sýndi ekkert á millisvæöa- mótinu I Riga og hefur upp á siökastið ekki náö neitt sambæri- legum árangri miöað viö frammi- stööuna á árinu 1977 þegar hann vann hvert mótiö á fætur ööru. Robert HTlbner hefur alla hæfi- leika til aö bera til aö ná langt, en einhvernveginn viröist Þjóöverj- ann skorta nauösynlegan áhuga, auk þess sem hann sinnir skák- inni I hjáverkum, en hann hefur meö kennslu i papýrusfræöum viö háskólann i Köln aö gera. Þessir sem upp hafa veriö tald- ir hafa verið hvaö mest I sviös- ljósinu og ættu samkvæmt þvi aö eiga mesta möguleika á aö skáka veldi Austurblokkarinnar, en einhvernveginn viröist eitthvaö skorta á, hvaö sem þaö nú er. I þessari upptalningu var Viktors Kortsnoj ekki getiö. Að sjálfsögöu er hann I dag stærsta von vesturs- ins, en með dálitiö öðrum hætti en hinir sem upp voru taldir. Skýr- ingin á yfirburöum A-Evrópu- þjóöanna liggur raunverulega 1 augum uppi. Rétt eins og knatt- spyrnuliö getur ekki veriö þjálfaralaust, þarf skákmaður skák einnig á tilsögn aö halda. I Sovétrikjunum, Ungverjalandi og Kúbu er þegar settur þjálfari til aöstoöar efnilegum skákmönnum og algerlega komiö i veg fyrir aö einhverjar meinlokur slæöist i koll nemandans. Allt skákstarf er geysivel skipulagt og fjöldi manns sem hefur þaö aö atvinnu sinni aö leiöbeina og þjálfa efni- lega skákmenn. Keppni á meöal skólabarna er fyrsti visirinn, og i þvi sambandi er það mjög gleði- legt hvernig byrjaö er aö halda á málum hérlendis. Eftir 10—15 ár fer sllkt starf aö skila umtals- veröum árangri. Aö sjálfsögöu eru alltaf einhverjir byrjunar- öröuleikar á feröinni, en þegar slik keppni fer aö fá á sig fast form og öll skipulagning komin i fastar skoröur er oröiö ljóst mál hversu mjög er unniö á i islensk- um skákmálum. 1 V-Evrópu þekkist skipulögö skákkeppni á meöal skólabarna ekki og öll áhersla lögö á aörar greinar iþrótta. Aö visu hafa t.d. Eng- lendingar unnið mjög gott starf i unglingamálum og hafa á aö skipa sterkasta unglingaiiöi utan Sovétrikjanna, en i öörum lönd- um er breiddin meöai sterkustu unglinganna litil og þvi viröast Islendingar hafa alla buröi til aö bera til aö geta oröiö enn meira stórveldi i skákinni en orðiö er, og þá er ekki bara miöað við fólks- fjölda. Kennslubók í jóga Bókaútgáfan örn og öriygur hefur gefiö út fyrstu Islensku bók- ina um Hatha-Yoga eftir Skúla Magnússon, en hann á aö baki margra ára æfingar i Hatha- Yoga og hefur hiotiö margháttaö- ar viöurkenningar fyrir hæfni sina. A bókarkápu segir aö margir hafi kynnst Yoga i sjónvarpinu fyrir nokkrum árum og gert sér grein fyrir ágæti þess, en fyrir þá sem fengu áhuga hafi vantaö islenska kennslubók. Þessari bók sé ætlaö aö bæta úr þeirri þörf. Skúl' A/a? ?>élí ælí^ap u» 1 bókinni eru fleiri tugir ljós- mynda af yoginunni Mariu Einarsdóttur viö yoga-æfingar. Myndirnar voru teknar af As- grimi Agústssyni. Þá eru i bók- inni fleiri tugir skýringateikninga gerðar af Geir Agústssyni. Upplag bókarinnar er 1108 tölusett og árituö eintök og er bókin seld á kostnaöarveröi. Skyndiferð Þjóðviljans ttt Íriands <é> DUBLIN - BELFAST, 25.-29. OKT. VERÐ KR. 118.000,- Dagferð tfl Belfast Þjóðviljinn skipuleggur dagsferð til Belfast sérstaklega fyrir farþega sina. Fararstjóri í þeirri ferð verður Berg- steinn Jónsson sagnfræðingur. Listviðburðir Á þessum tima verða ýmsir merkir listviðburðir í Dublin, óperuhátiö, þjóðlagahátið, myndlistasýningar og fjölbreytt leikhúslíf. Irska pundið er 10% hagstæðara en það breska. / Irsku krárnar og hinn margrómaði bjór heimamanna á hverju götuhorni. Innifalið í verði: -Flug, hótel m/morgunverði og íslensk fararstjórn, sem m.a. skipuleggur skoðunarferðir um borgina og vísar tón- listarunnendum á frábær írsk þjóðlagakvöld. Vegna mikillar eftirspurnar er mönnum bent á að bóka sig i ferðina sem fyrst í sima blaðsins, 81333. ___________________________________________________IZ_____________J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.