Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. október 1979 GET ENN HÆLUNUM UPP I RASS Oddur Jónsson: „Og þó er ekki næsta iangt síöan ég lærbrotnaöi. Eftir öllum eðlilegum lögmálum ætti ég þvi að vera farlama núna. En sýnist þér þaö? Sýnist þér ég vera það? Það er seigt i þessum gömlu bolshévikum. Það er eins og það sé sama þótt þeir brotni þvers og krus, þeir skriða alltaf saman aftur." Enn hefur mig borið að dyrum Odds á Hrafnistu, því mig grunar fastlega að hann haf i ýmsu við það að bætasem okkur fór á milli á dögunum. Ég banka á hurðina. „Kom inn, hver er þar?" er kallað innan úr her- berginu, heldur hvat- skeytslega. Ég áræði þó innfyrir og geri Oddi Ijóst, hver gesturinn sé. „Já, komdu blessaður. Ert það þú? Hverju á ég nú að ljúga i þig núna? Eruð þið ekki alltaf að láta ljúga i ykkur einhverju, þessir blaðamenn? Er það ekki orðin heil stétt, sem bara lifir á þessu? Jæja, það verður vist að halda i ykkur liftörunni eins og öðrum.” Ég segi að hann verði sjálfur aö ráða því hverju hann „ljúgi” að mér þvi „mitt er að skrifa, þitt að tala”. / bil á klósettið „Jæja, ég var að koma inn”, segir Oddur. „Ég fer i göngutúr á hverjum degi hvernig sem viðrar. Það heldur i mér lifinu. Ég dræpiststrax ef ég gæti ekki farið undir bert loft á hverjum degi. Heldurðu að þaö sé ekki munur að hafa sjálfan himininn yfir hausn- um á sér eða loftið hérna i her- bergiskytrunni? Og svo stunda ég leikfimi. Alltaf i leikfimi á hverjum degi. Ég get enn slegið hælunum upp i rass. Heldurðu að þeir leiki það eftir þessir istru- magar sem aldrei stiga i fæturna og liggur við að geti ekki gengiö fyrir bölvaðri istrunni. Það lætur nærri að þeir stigi ofan á hana. Mér list annars ekkert á þessa þjóð ef hún hættir að komast nokkuð nema i bilum. Ætli þetta endi ekki meö þvi, að enginn komist á klósettiö nema i bil? Hvað heldur þú? Það er náttúrlega verra að vera blindur þegar maður er á göngu- túr. 1 leikfiminni gerir það ekkert til. Þaö er bara betra. Þá er ekkert til að horfa á, sem glepur. Maður iifir bara i leikfiminni og slær hælunum upp I rassinn eins og ekkert sé. Það er seigt í þessum bolshévikum — Og þó er ekki langt siöan ég lærbrotnaði. Eftir öllum eðli- legum lögmálum ætti ég að vera farlama núna. En sýnist þér það? Það er seigt i þessum gömlu bolsévikum. Það er eins og það sé sama þótt þeir brotni þvers og krus, þeir skriöa alltaf saman aftur, þótt þeir séu molaðir mjöl- inu smærra. Liklega eru kommúnistarnir lélegri. Þeir komu seinna. Þeir þurftu minna að hafa fyrir lifinu. Þessvegna eru þeir slappari, held ég. Ég hallast helst aö þvi, að fátt sé mönnum hættulegra en þessi svo- kallaöa velmegun. Það er eins og hún drepi i mönnum kjarkinn, þróttinn, hugsjónirnar. Þetta segi ég þó að ég hafi unnið lengi hjá bænum, ihaldsbænum, eins og Reykjavik hefur lengst af verið. En þú skalt ekki halda, að ég kunni ekki að meta menn, þótt þeir séu mér andstæðir i pólitik- inni. Sumir minir bestu vinir og velgerðarmenn hefðu heldur framið kviðristu en gerast bolsévikar. En það breytti engu. Ég hafði minar skoðanir og þeir sinar. Við þvi varekkert að segja. En nú eru þeir farnir til betri heima, velflestir; friður sé með þeim. Ekki kynnst elskulegra fólki — Sem dæmi um það hvað gott efni er i bolsévikum skal ég segja þér að ég lærbrotnaði eftir að ég var blindurorðinn og örvasa, eins og sagt er. Engum kom til hugar að ég gæti stigið i lappirnar framar að neinu gagni. I hæsta lagi staulast áfram við hækjur. Ég var lagður inn á Grensás- spitalann. Ég hefi ekki kynnst elskulegra fólki en læknum og hjúkrunariiði þar. Þjálfarinn þar var Englendingur. Hann fór einu sinni með mig heim til sin og þar var mér tekið eins og ég væri týndi sonurinn. Þú hefur heyrt talað um hann, er það ekki? Læknarnir töluöu við mig eins og hvern annan strák. Þarna var eilifur veisluglaumur, söngur og gamanmál. Auðvitað átti þetta lika sinn þátt i þvi hvað ég hresst- ist fljótt. Maður varö bara blátt áfram að trúa þvi, að maöur væri ennþá kornungur. Ég kunni betur við að kveðja þetta fólk og setti undir kveðjuna þessa visu: Ég lá þarna blindur og brotinn og bað um margt, mér i hag. Allt var það undireins komið alveg jafnt nótt sem dag. Englendingurinn ætlaði að koma til min á jólunum, en gat það ekki vegna anna. En hann sendi konuna sina með stórkost- legar jólagjafir til min og hún sat hjá mér i 3 kiukkutima. Blessuö manneskjan. Hvað eru þeir að gera í pólitíkinni? — Jæja, eigum viö nú ekki að hætta og fá okkur kaffi, ég er búinn aö bulla svo helviti mikið við þig, ertu ekki búinn að fá nóg af þessu? Hvað eru þeir annars að gera i pólitikinni núna? Jón Ólafsson sagði einu sinni: „Hann leit yfir þaö, sem hann haföi gert og sjá, það var harla illt”. Vonandi þyrfti hann ekki að segja þaö núna. Og Oddur réttir mér hitabrúsann. „Þú vilt ekki mjólk i kaffið, þú sagðir mér það um daginn, en hér er einhver sykurlús”. Við sötrum kaffið. „Biddu við, ég ætla að fá mér i nefið. Hvar er nú pontufjandinn? Viltu ekki korn?” Og ég fæ mér korn hjá Oddi. Henda fiskinum en hirða hrygginn — Þegar við spjölluðum saman um daginn Oddur, þá sagðirðu Magnús H. Gislason blaðamaður spjallaði við Odd Jónsson fyrir skömmu og birtist fyrri hluti viðtalsins i Sunnudagsblaðinu þ. 23. september. Ræddi Oddur þá m.a. um uppvaxtarár sin á Kjalar- nesinu, kynni sin af Stefáni á Reykjum, vist sina á skútum og togurum, slagsmál, slysfarir og sitthvað annað. í siðari hluta viðtalsins sem hér birtist, segir Oddur frá verunni i Vestmannaeyjum, venkstjórn- inni við fiskaðgerð á Hánefsstöðum i Seyðisfirði, dvöl sinni á Grensásdeildinni þegar hann lá þar i lærbroti og öðrum eftirminnilegum atburðum. mér frá hörmulegu slysi, sem þú varöst vottur að i Vestmanna- eyjum. Hvað geturðu að öðru leyti sagt mér frá þessari Vest- mannaeyjadvöl? — Og það er nú kannski ekki svo mikið af henni að segja. Já, ég flutti til Vestmannaeyja. Konan min var úr Eyjum og vildi gjarnan vera þar. En mér hálf leiddist þar. Fannst einhvern- veginn of þröngt um mig. Konan fór seinni part sumars,en ég ekki fyrr en um haustiö. Ég hafði nú litið að gera til að byrja meö þvi allir voru búnir að ráða til sin nóga menn. Þá sagði einhver: „Talaöu við hann Gisla, hann getur lengi bætt við sig manni”. Þetta var Gisli Magnússon, út- gerðarmaður og formaður. Hann byrjaði blásnauður en reif sig upp úr öllu valdi. Jú, ég lét mér þetta að kenningu verða og arkaði á fund Gisla. „Hvað hefurðu gert?” spurði hann. „Hef verið bæði til sjós og lands”, svaraði ég. „Hefurðu verið á trolli?” „Já, komið hef ég þar viö”. „Mig vantar góðan flatnings- mann. Þeir eru æriö misjafnir. Sumir henda kannski fiskinum en hirða hrygginn, en ef ég fæ góðan flatningsmann þá borga ég honum vel. Ég þekki þig ekkert en ég þekki konuna þina og það er afbragðs manneskja. En þú ert nú kominn og ég skal borga þér 900 kr. til loka en góðum flatn- ingsmanni borga ég 1000 kr. En mundu það, að ég vil engan fisk hafa eftir á hryggnum. Og svo færð þú I soðið þegar farið verður aö róa. Ég get kannski látið þig hafa eitthvað aö dunda við strax. Ég þarf að láta gera ýmislegt áður en vertiöin byrjar. Þú getur byggt fyrir mig kofa”. „Nei, kofa kann ég ekki að byggja”. „Jú, þú getur það vist, þú hefur unnið við holsteinagerð.” Jú, ég hafði nú gert það en það var nú kannski annað en að býggja. Og svo sýnir hann mér hvar kofinn eigi að standa og hvernig hann eigi að snúa. Hann gægðist svo einu sinni eða tvisvar á þessa kofabyggingu hjá mér en sagði aldrei nokkurt skammaryröi. Annars gat hann vist orðið æði grimmur ef honum likuðu ekki vinnubrögðin. Er ég hafði lokið kofa- byggingunni sagði GIsli að ég skyldi hjálpa netamanninum. Ég gerði það. Þetta var kátur maöur og skemmtilegur, var i tilhugalif- inu og leið vel. Hann var frá Akureyri. Hann sagði að ég hefði kennt sér að bæta. Ég hafði þann háttinn á að fella heilu stykkin inn i netin I stað þess að vera að rimpa i þau hér og þar. Aðgerðin hefst Svo var farið að róa upp úr nýárinu. Þá byrjaði aðgerðin. Viö hana vorum viö i einskonar kró og bara sjórinn undir. Ég var fyrst einn við flatninguna og annar hausaði. Nú var ég búinn aö fletja andskoti mikla hrúgu. Þá kemur karlinn allt i einu hlaupandi, — hann var alltaf hlaupandi — tekur upp einn hrygg, skoðar vandlega, fleygir honum, tekurannan, siöan þann þriðja, og segir svo: „Þú ert andskoti góður að fletja og eldfljótur”. Heidurðu ekki að það hafi hlakkað i mér görnin? Þegar svo mesta fiskiriið byrjar tekur hann Olduna, all- stóran bát, og rær honum sjálfur. Hann átti annað aðgerðarhús og segir nú við mig: „Oddur, ég læt þig fara i hitt húsið og þú tekur á móti fiskinum af öldunni, ef við fiskum nokkuð, og sérð um aðgerðina”. Þaö var einn karl og ein kerling, sem stöðugt unnu þarna en að öðru leyti átti ég að taka fólk eftir þörfum. Theodór heitinn Friöriksson, rithöfundur, vann með mér við flatninguna um tima. Hausunum og hryggjunum urðum við að fleygja. Það var siðurinn. Mér fannst hörmulegt að fara þannig með góðan mat. Einhverntima hefði maður nú þakkað fyrir þorkhausana og þóst góðu bættur að hafa þá. Þaö er ekki að furða þótt okkur hefnist fyrir það hvernig við förum með fiskinn. Eltur við borð — Það var nú ekki verið að lita á klukkuna þarna. Vinnutíminn var ótakmarkaður. Bara að standa við aðgerðina hverju sinni þar til henni var lokið. Þetta var ekki ósvipað vinnubrögðunum á togurunum. Ég hef fulla ástæðu til að ætla að Gisla hafi ekki þótt ég sem verstur flatningamaður. Þegar upp var staðiö borgaði hann mér hátt i 2000 kr. fyrir timann sem ég vann hjá honum. Það var mikið fé þá. En þetta var nú svona. Almennt var greitt eitthvert lág- markskaup. En þegar atvinnu- rekendur töldu sig hafa náð i „góða” menn þá var þeim borgað undir borðið, eins og það er vist orðað núna. Það gerðu þeir til þess að halda frekar i þessa menn. Það var bitist um þá. Þegar ég hætti hjá Gisla um vorið komu ýmsir til þess að fala mig i vinnu, sem ekki vildu lita við mér áður. En ekki nóg með þetta. Ég var búinn að taka vatnsföt út i reikning Gisla. Hann gerði sér litiö fyrir og gaf mér þau. Bætti þeim bara ofan á kaupið. Þegar ég fór frá Gísla um vorið tók hann af mér hátiðlegt loforö um að koma til sin aftur. Jú, jú, ég hét honum þvi. En hann virtist hafa fengið einhverja eftir-þanka um það, að ekki væri nógu tryggi- lega frá þvi gengið þvi hann elti mig út i skip þar sem ég var að leggja af stað til Austfjarða og spurði: „Er það ekki alveg áreiðanlegt að ég hafi veriö búinn að biðja þig að koma til min aftur?” Jú, ég hélt nú það og þaö mundi ég gera; ég yrði ekki frekar annarsstaðar..Hann vildi hafa alit á hreinu, gamli maðurinn. Afi „gjaldkerans ” okkar — Þú segist hafa verið að leggja af stað til Austfjarða. Hvert var erindi þitt þangað? — Ja, það var nú svona að menn trúðu þvi að ekkert væri hægt að fiska við Vestmanna- eyjar yfir sumarið. Þessvegna fór það vertiöarfólk, sem var á lausum kili, gjarnan burtu i at- vinnuleit yfir sumartímann. Það tiðkaðist mjög að fara til Aust- fjaröa. Og ég var falaður i vinnu þangaö, austur að Hánefsstöðum I Seyöisfirði, að vinna þar hjá Vil- hjálmi. Hann rak þar töluverða útgerð og átti ég aö sjá um aðgerð og beitingu. Og ég sló til og fór austur aö Hánefsstööum. Réði Framhald á bls. 21.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.