Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 24
DJOÐVIUINN Sunnudagur 14. október 1979 Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. L 81333 Kvöldsimi er 81348 nafn* Undanfarna viku hefur allt snúist um brotthlaup krata úr rikisstjórninni, væntan- legt þingrof og fyrirsjáan- legar skammdegiskosning- ar. Benedikt Gröndal, for- maöur Alþýöuf lokksins, veröur aö teljast upphafs- maöur aö öllu þessu bram- bolti. Hann bar fram tillög- una um stjórnarslit og þing- rof á þingflokksfundi föstu- daginn 5. október sl. Viö tók- um Benedikt tali i Alþingis- húsinu siöd. á föstud. — Benedikt, er Alþýöu- flokkurinn tilbúinn meö minnihiutastjórn? — Viö erum tilbúnir aö mynda hana, en viö höfum ekki skipað mönnum á bása, þaö gerum viö ekki fyrr en viö sjáum hvort af slikri stjórn veröur. En viö erum reiöubúnir meö stuttum fyr- irvara. Slik bráöabirgöa- stjórn yröi ekki skipuö 9 mönnum eins og fráfarandi meirihlutastjórn, heldur lik- lega 5 eöa 6. — Er þaö rétt, sem haldiö hefur vcriö fram, aö þiö Al- þýöuflokksmenn hafiö ekki hugsaö máliö til enda þegar þiö slituö stjórnarsamstarf- inu? — Jú, viö gátum búist viö ýmsum útgáfum á þessu. Viö höföum hugsaö máliö nógu vel, en ekki samiö viö einn eöa neinn. Engin áætl- un var tilbúin og viö vitum ekki hver rás atburöanna veröur. Hver ákvöröun getur leitt til mismunandi mögu- leika, þetta er eins og i skák aö þvi leyti til. — Er Alþýöuflokkurinn fyrst og fremst aö hugsa um aö bjarga eigin skinni eins og kostur er þessa dagana, meö tilliti til væntanlegra þing- kosninga? — Ekkier þetta nú þannig hugsaö, enda erfitt aö gera sér grein fyrir stööu okkar meöal kjósenda. Viö fengum mikiö af lausafylgi siöast. Ég held aö hitt sé raunveru- lega ástæöan, vonbrigöi meö árangursleysiö sl. ár, og viö höfum fórnaö ráöherrastól- unum fyrir þennan málefna- lega ágreining. — Hefur Sjálfstæöisflokk- urinn brugöist ykkur nú meö þvi aö tefja fyrir myndun nýrrar stjórnar og þar meö ákvöröun um þingrof og kosningar? — Hann skuldar okkur ekkert, en viö höfum þetta sameiginlega stefnumál aö koma á kosningum i des- ember. Þaö er énn von min og margra annarra aö þaö takist — Hafa Alþýöufiokksráö- herrarnir fengiö iausn frá störfum? — Viö höfum fengiö lausn frá störfum, en forseti Is- lands baö ráöuneyti ólafs aö gegna störfum þangaö til ný stjórn tekur viö. — Veröur hart sótt aö þér I prófkjöri fyrir næstu kosn- ingar? — Ég býst viö fjörugu prófkjöri I Reykjavlk. — eös Ólöf Sigurlaug Guð- mundsdóttir er einn af mörgum blaðberum í borg- inni. Hún ber út Þjóðvilj- ann i Neshagahverfi og í Skjólin. Hún er nýbyrjuð núna en er þó kunnug starfinu/ því að i fyrra bar hún út blaðið í þrjá mán- uði# október/ nóvember og desember. Blaöberar eru fjölmenn stétt I landinu, og hún hefur æöimikla sérstööu á vinnumarkaönum. Blaöberar eru mestmegnis börn og fáeinir ellilifeyrisþegar og þeir eru ekki i neinu stéttarfélagi. Ólöf Sigurlaug er hvorki barn né gam- almenni, hún er ung kona, nudd- kona aö mennt og húsmóöir. Hún hefur mikiö hugsaö um kjör blaö- bera slöan hún fór sjálf aö bera út blöö og hér segir hún lesendum Þjóöviljans frá þessu starfi. Börn 9-12 ára — Blaöberarnir eru mestallt litil börn, flest á aldrinum 9-12 ára, trúi ég. Þau þurfa aö rifa sig upp eldsnemma á hverjum morgni, hvernig sem viörar, og vetrarveörin á tslandi finnst mér enginn barnaleikur á stundum. Þessi starfsstétt hefur engin rétt- indi nema þau aö þurfa ekki aö gefa tekjur slnar upp til skatts. Þaö eru einu hlunnindin og sennilega einu löglegu skatt- Þetta er engin frjálsu peningarnir i landinu. Blaöberar mega helst aldrei veikjast, ef þeir gera þaö er strax fariö aö kvarta og ég held aö mjög oft hlaupi einhver á heimilinu undir bagga og komi blööunum til skila þegar veikindi ber aö hönd- um. Rukkanirnar leiðinlegastar — Hvaö fá blaöberar mikiö i kaup? — Viö fáum i kaup 10% af áskriftarveröi blaöanna, þaö eru núna 400 kr. á blaö. Þá fáum viö einnig 7% af þvi sem viö rukkum inn og Þjóöviljinn greiöir orlof, 8.33%, mánaöarlega. Þaö gera hin blööin ekki, þau greiöa orlof- iö i einu lagi aö þvi ég best veit. Þess vegna missa sumir sem eru stutt I starfinu af orlofsgreiösl- unni. Þjóöviljinn er Iika um þess- ar mundir aö veita okkur kjara- bætur, sem nefnist vetrarálag. Þaö er 10% álag á hvert blaö og á aö greiöa fyrir tlmabiliö okt.- mars. Blaöafjöldi hvers og eins blaöbera er mjög mismunandi og kaupiö þvi lika. Ég er meö 40 blöö og þaö er meira en meöallag enda er ég meö tvö hverfi. Reynd- ar ber ég lika út nokkur eintök af Alþýöublaöinu mig munar ekkert um þaö úr þvi aö ég er á feröinni á annaö borö. Ennþá erfiöara er aö finna út tímakaupiö. Ég fer nú greitt yfir, ýmist hleyp viö fót eöa hjóla. Ég á þetta forláta hjól, 20 ára gamalt. Undir venjulegum kringumstæöum fara blaöberar af staö milli kl. 7 og hálf átta á morgnana og ég er tæpa tvo tima I hvert sinn. Ég kem nú til meö aö veröa fljótari þegar ég er almennilega búin aö læra á hverfin. Þaö tekur vissulega sinn tima, þvi aö skipu- lagiö er þarna viöa ákaflega skringilegt, eintómir botnlangar út og suöur og lika er merkingum á ibúöum og póstlúgum sums staöar ábótavant. En þaö er ekki nóg aö koma blööunum i húsin,viö veröum lika aö rukka og þessar helvitis rukk- anir þær eru bæöi leiöinlegar og timafrekar og þær veröur aö vinna um kvöld og helgar. Ætli timakaupiö sé ekki ansi lágt þeg- ar allt er reiknaö. Þess vegna gæti ég alveg eins unniö þetta LAUN: 10% af áskriftaverði blaöanna og 7% af inn- heimtu áskriftar kauplaust. Ég er aö þessu fyrst og fremst mér til heilsubótar en þaö eru börnin áreiöanlega ekki aö gera. Ég er viss um aö þau þurfa á peningunum aö halda og þetta eru alveg bráödugleg og sam- viskusöm börn, miklu samvisku- samari en margir fullorönir. Og þetta starf er engin barnavinna aö minu mati, nema kannski á sumrin. Blessuö börnin eru yfir-i leitt hundleiö á þessu og þreytt.j Lítil saga — En biddu við, ég er ekki búin aö nefna þaö alversta viö kjör þessarar stéttar.en þaö er hversu' litilsvirt hún er og stundum einsk- isvirt. Ég skal nefna eitt dæmi frá I fyrra. Ég var aö rukka eitt kvöldiö I. desember, þaö var kolniöamyrk- ur og beljandi rigning og rok. Ég kem aö húsi einu og ber uppá og þaö er komiö til dyra. Ég ber upp erindiö og er spurö heldur kulda- lega hvaö þetta sS mikiö. Ég segi þaö og kvenmaöurinn fer innfyrir aö sækja peningana. Meöan ég blö er allti einu komin aö hliöinni á mér litil tritla sem er aö rukka fyrir VIsi. Hún nær mér varla meira en I handarkrika og ég fer að tala viö hana, spyr hvernig henni liki starfiö o.s.frv. og henni finnst allt svo ágætt. Nú, konan kemur aö vörmu spori meö 5000. króna seöil og fær mér, en sér þá telpuna og spyr meö þjósti hvaö hún vilji. Hún segir þaö. en þá veröur konan hin versta og segir telpunni aö hún borgi ekkert. Blaöið sé of dýrt, dýrara en önnur blöö. (Þetta var þegar siödegis- blööin voru komin upp I 2500 krón- ur en hin voru ennþá 2300 kr.) Þannig fjasar hún yfir telpunni og segir henni svo aö koma aftur á morgun. Þá skuli hún borga. Ég dauösá eftir þvi aö hafa ekki rétt konunni peningana sem ég var aö taka viö og sagst sjálf skyldi koma á morgun. Svona framkoma heyrir til und- antekninga sem betur fer.en þess- ar undantekningar eru samt of margar. I næsta húsi voru þær lika á allt annan veg. Þar var mér boöiö uppá kaffi sem ég gat ekki þegiö sökum tlmaskorts. Og núna um daginn hringdi til min einn áskrifandinn til *aö fá blaðiö, ég haföi óvart gleymt honum þann daginn. Þegar ég kom meö þaö, þáöi ég hjá húsráöendum volgt slátur. Svona eru mennirnir misjafnir. Slysahætta — tryggingar? — Eru blaöberar slysatryggö- ir? — Nei, þeir eru þaö ekki/svo ég viti til. Ég veit ekki betur en viö séum réttlaus ef viö slösumst I vinnunni. Og þaö er svo sannar- lega auövelt aö detta og jafnvel hálsbrotna I verstu færöinni á götum Reykjavikur. — Hvaöa kjarabætur teluröu brýnastar fyrir þessa stétt? — Betur borgaö, vitaskuld, og meiri hagræöingu og aö losna viö rukkanirnar. Hvers vegna ekki aö rukka i giró t.d ársfjóröungslega. Og svo þarf viöhorfiö gagnvart börnunum aö breytast úr þvi aö þau eru i þessari vinnu. — Ætlaröu aö halda áfram I þessu starfi? — Ég veit þaö ekki, þaö fer eft- ir þvi hvernig liggur á mér. Mér þykir gaman aö hreyfingu og úti- veru og þessi vinna veitir mér hæfilegt aöhald. Ég rak nuddstof- una á Hótel Sögu I 5 ár en seldi minn hlut I henni I vor. Fyrir and- viröiö bauö ég fjölskydlu minni til Sviþjóöar 1 sumar og þar vorum viö i tvo mánuöi. Þegar hér er komiö sögu er langt liöiö á kvöld og blaöamanni best aö fara aö hypja sigænda bú- inn aö rekja garnirnar ótæplega úr Ólöfu. En ekki má gleyma aö þakka heimasætunni Hildigunni fyrir veittan beina og vinkonum hennar, tvfburunum Rannveigu og Beggu, fyrir bestu pönnukökur og sultutau I heimi. — hs SPJALLAÐ VIO ÓLÖFU S. GUÐMUNOSDÓTTUR BLAOBERA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.