Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. október 1979 Spunapíamstinn HOWARD RILEY heldur tónleika um næstu helgi Þaö bendir allt til að heimsóknir erlendra tón- listamanna til landsins verði nokkuðtíðar í vetur. Núna nýlega voru tón- lejkar bandaríska djass- leikarans Johns McNeal/ og um síðustu helgi hélt vísnasöngkonan Birgitte Grimstad tónleika í Nor- ræna húsinu. Nú um næstu helgi ætlar Gallerí Suðurgata 7 að bjóða hingað til lands breska spunapíanistanum How- ard Riley og í næsta mánuði kemur kvartett djasspíanistans Dons Pullen til landsins á veg- um Jazzvakningar. Galleri Suöurgata 7 hefur unniö aö þvi að kynna ýmis fyrir- bæri nútfma listar og alls ekki einskoröaö sig viö myndlist ööru fremur. Hefur félagsskapurinn m.a. boöiö hingaö til lands spunablásurunum Evan Parker og Peter Brötzmann og kvenna- hljómsveitinni Feminist Im- provising Group. Gallerliö ætlar aö halda þessu kynningarstarfi áfram meö heimsókn Howards Riley um næstu helgi. Veröa haldnir tvennir tónleikar, 1 Hamrahliö laugardaginn 20. okt. kl. 16.00 annarsvegar og sunnudaginn 21. okt. i Félags- stofnun stúdenta kl. 21.00 hinsvegar. Howard Riley er meöal þekkt- ustu spunamanna Breta og hef- ur hann komiö fram sem ein- leikari eöa ásamt öörum spuna- mönnum á tónleikum viös vegar Spunapianistinn Howard Riley skemmtilegan pianóleik. um Evrópu og Bandarikin. Auk þess hefur Riley leikiö á fjölda hljómplatna bæöi sem sólóisti og meölimur hljómsveita. Er fjöldi þeirra platna sem hann hefur leikiö inná frá árinu 1967 oröinn um 20 talsins. Howard Riley er 36 ára aö aldri, fæddur I Yorkshire i Eng- landi I febrúarmánuöi áriö 1943. Hann stundaöi tónlistarnám viö háskólann i Wales og frá þeim skóla lauk hann M.A. prófi. Framhaldsskólanám stundaöi hann sföan viö Indiana er þekktur fyrir sérkennilegan og háskólann i Bandarikjunum og lauk þaöan Master prófi i tónlist og siöan stundaöi hann nám viö Jórvikur háskóla I Englandi. Howard Riley hefur veriö mjög virkur i spunahreyfing- unni bresku. Hafa sólóplötur hans komiö út hjá ýmsum merkjum, þar á meöal hjá Incus, CBS, Vinyl og ECM. Riley hefur auk þess aö leika inná eigin hljómplötur tekiö þátt i gerö platna ásamt The New Jazz Composers Orchestra fyrir djassmerkiö Verve, London Jazz Composers Orchestra fyrir Incus, sem er óháö útgáfa, Trevor Watts fyrir Ogun (óháö) og leikiö á plötu trommuleikar- ans Tonys Oxley fyrir Incus. Tony Oxley þekkja ef til vill ein- hverjir fyrir leik hans á plötu Johns McLaughlin, Extrapola- tion. Howard Riley er heldur ekki meö öllu ókunnur John McLaughlin þvi aö hann hefur leikiö nokkuö meö þessum gitarmeistara. Howard Riley vinnur sam- kvæmt formúlu spunamanna aö þvi aö leita hins óvænta I tónlist sinni og þróun eigin tækni og kunnáttu. Riley fer allsekki heföbundnar leiöir I pianóleik heldur notar hann möguleika hljóöfærisins út I ystu æsar. Fremur hann tónlist sina meö þvi aö leika á hljómkassa pianósins, plokka tónstrengina og fremur ýmsar aörar kúnstir, sem örugglega veröur forvitni- legt aö fylgjast meö. Koma Howard Riley til landsins vek- ur sannarlega áhuga og veröur athyglisvert aö fylgjast meö pianóleik hans og tónsköpun á tónleikunum um næstu helgi. — jg Bob Marley með nýja plötu Þeir hæfustu munu lifa Reggae stjaman Bob Marley er nú búinn að senda frá sér nýja plötu, sem að dómi breskra gagnrýnenda er sú albesta sem hann hefur sent frá sér. Ber platan heitið Survival og höfðar titillinn greinilega til kenning- ar Darwin um að , ,þeir hæfustu muni lifa”. Platan er mjög pólitisk i alla staöi aö sögn breskra blaöa. Er jafnvel talaö um aö nokkuö kveði viö nýjan tón hjá Marley, þar eö hann fjalli eingöngu um mjög pólitisk málefni sem varöa afkomu svartra i heimi vélvæddrar hvitrar „menning- araldar”. Þráttfyrir aöMarley hafi ávallt veriö mjög pólitiskur i textagerö sinni gegnum árin, hafa trúarljóö og ástarsöngvar ætiö fengiö nokkurt rúm á plöt- um hans.Svomunvistekki vera nú, heldur er eingöngu fjallaö um réttarstööu blakkra á plöt- unni Survival. Meðal efnis er lag sem fjallar um frelsisbar- áttu svertingja i Zimbabwe, lag sem heitir einfaldlega „Surviv- al” og fjallar um hæfni svartra til aö lifa af i firrtum heimi hinna hvi'tu og lag sem heitir „Africa Unite” sem fjallar um frelsisþrá og þörf svartra til samstööu gegn kúgun þeirra hvitu. Aömati breskra gagnrýnenda stendur Bob Marley á viölika timamótum núna ogBob Dylan. Dylan er aö snúa sér aö iökun trúarlegra vangavelta, en Mar- ley er aö brjótast útúr skel trú- arljómunarinnar og aö sækja á rökvissari miö meövitaörar réttarbaráttu. Bob Marley hefur snúið aftur á heimaslóöir sinar á Jamaica eftir um tveggja ára útlegö sem hann lagöist i þegar honum var sýnt banatilræöi i Kingston. Hann hefur byggt 24 rása hljóö- ver i Hope-Road og endurreist útgáfufyrirtækiö sitt Tuff Gong. Þaö er greinilegt á öllu aö Marley ætlar sér aö leiöa tónlist sina inná nýjar og markvissari brautir i framtiöinni og aö hann býr enn yfir ógnarkrafti sem pólitiskur baráttumaöur. Bob Marley hefur aldrei hlotiö meíra lof fyrir plötu en einmitt núna og á hann trúlega eftir aö tryggja nafni sinu enn meiri íslenskar tónlistarfrétt- ir í erlendum blöðum island er komiö inná heinis- kortiö hjá tónlistarspekúlöntum viös vegar um heiminn, aö þvi er viröist. Athygli sú, er Jakob Magnússon hefur hlotið aö und- anförnu, hefur leitt augu manna aö tónlistarlifi landans, á ai- þýöutónlistarsviöinu I þaö minnsta. Einnig hefur Halldór Ingi Andrésson fengiö birtar stuttar fréttagreinar eftir sig I tveimur þekktum tónlistartima- ritum. Er hér um aö ræöa annars- vegar frekar stutta grein, sem birtist i breska tónlistarritinu Music Week dagsettu 6. októ- ber, oghinsvegar nokkuð lengri og ýtarlegri grein, sem birtist I bandariska tónlistartimaritinu Billboard. Billboard er eitt þekktasta tónlistartimarit sem gefiö er út I heiminum og er tal- iö vera mjög áreiöanlegt. Grein sú sem birtist i Bill- board eftir Halldór Inga And- résson greinir nokkuö frá stööu Islenska markaöarins og er þar m.a. talaö um nokkur fyrirtæki oggeröur samanburöur á veröi platna á íslandi og i Bandarikj- unum. Bob Marley hefur stundum veriö kallaöur fyrsta stórstjarna þriöja heimsins. Hann viröist ekki ætla aö bregöast þeirri nafngift meö nýju plötunni sinni „Survival”. viröingu en áöur meö áfram- haldandi velgengni sinni i kjöl- far hennar. Er vonandi aö Bob Marley og félagar hans 1 Wail- ers veröi gestir okkar Islend- inga á Listahátiö næsta sumar, þvíaöenginnvafileikurá þvi aö Marley er meðal merkustu tón- listarmanna poppsins þessa stundina. — jg Breski blús-listamaöurinn John Mayail varö fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu um daginn, aö missa heimiliö sitt I eldsvoöa. John Mayali er gjarnan nefndur faöir breska blúsins eöa rokkblúsins sem hvaö mest blómstraöi siöasta áratug i Bretlandi. Undanfarin ár hef- ur Mayall haft fremur hægt um sig. Hann hefur búiö I Laurel Cany- on, dai skammt undan Los Angeles. John Mayall sést hér á mynd- inni viö rústir heimilis sins i Laurei Canyon. Eins og myndin sýnir brann allt sem brunniö gat og er John þvi ákaflega illa staddur um þessar mundir. John Mayall var nýbúinn aö leggja siöustu hönd á nýja hljómplötu þegar atburöurinn varö. Er áætlaö aö hún komi út i lok þessa mán- aöar eöa byrjun þess næsta. Zappa búinn að skera hár sitt Francis Vincent Zappa, eöa Frank Zappa einsog hann ef oft- ast kallaöur, hefur veriö æöi af- kastamikill á þessu ári. Hann gaf út tvöfalda plötu I upphafi ársins þar sem hann skopaöist m.a. aö Gyöingum, en nú er komin á markaöinn plata sem inniheldur fyrsta hlutann af verki sem fjallar um afskipti stjórnvaldai Bandarikjunum af ferli ogtónsköpun kappans. Ber fyrsti hlutinn nafniö Joe’s Gar- age. Annars er kappinn æöi at- orkusamur á fleiri sviöum, þvi aö nýlega bættist honum nýr fjölskyldumeölimur sem sam- kvæmt fyrstu fréttum átti aö heita Clint Eastwood. Eigin- kona Zappa var ekki allskostar ánægö meö aö dóttir (já dóttir) þeirri yröi skirö I höfuö þessa kúrekaleikara og hefur þvi hug- myndin veriö felld á jöfnum at- kvæöum. Zappa mun hinsvegar ekki af baki dottinn, þvi að hann skar sitt slöa hár nú fyrir stuttu og er þvi einsog nýrúin rolla á sumardegi. * f ringrarrim * fingrarím *fingrarím « f ingrarám

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.