Þjóðviljinn - 14.10.1979, Side 6

Þjóðviljinn - 14.10.1979, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. október 1979 SjálfstæOkvikmyndagerO hefur reynst mörgum fslenskum kvikmyndageröarmanninum þung byröi. Sjálfstæðir kvikmynda- gerðannenn verða enn að stunda auglýsingagerð segir Þorsteinn Jónsson formaður Félags kvik- myndagerðar- manna Það hefur sjálfsagt varla farið framhjá nein- um. að mikill fjörkippur hef-ur færst i íslenska kvikmyndagerð á þessu ári. Stafar þetta fyrst og fremst af því/ að í vor leið lét alþíngi lokstil leiðast að samþykkja lög um kvik- myndasjóð og kvikmynda- safn og var i fyrsta skipti veitt úr sjóðnum á þessu ári. Þeim myndum/ sem styrki hlutu/ hefur verið gerð all góð skil bæði í þessu blaði og öðrum f jöl- miðlum. Því fannst okkur tími til kominn að leita nánari upplýsinga um stöðu kvikmyndagerðar- manna almennt og helstu baráttumál þeirra og sner- um okkur því til formanns Félags kvikmyndagerðar- manna, Þorsteins Jónsson- ar. — Félag kvikmyndageröarmanna var stofnaö i febrúar 1966, en fyrsta áriö hét það Hagsmuna- samtök kvikmyndageröarmanna. 1 dag eru i félaginu 44 aöalfélagar og 33 aukafélagar. Lauslega áætl- að munu á milli 15 og 20 aðalfé- lagar starfa sjálfstætt að kvik- myndagerö, en álika margir fé- lagsmenn vinna hjá sjónvarpinu. Nær allir aukafélaganna eru utan af landi, en þeir taka m.a. frétta- myndir fyrir sjónvarpið. 1 lögum Félags kvikmynda- geröarmanna segir svo um til- gang þess og markmið, að það skuli „stuðla að skapandi, list- rænni og menningarlégri kvik- myndagerð, standa vörð um hagsmuni og höfundarrétt félags- manna gagnvart öllum notendum islenskra kvikmynda, stuðla aö náinni samvinnu við menningar- stofnanir og stjórnvöld um þessi efni, vera samningsaðili við hiö islenska sjónvarp og aöra þá að- ila, er islenskar kvikmyndir nota til fjölmiðlunar.” Þá eru þau skilyrði sett fyrir inngöngu i félagiö, að umsækj- andinn hafi lokiö prófi frá viöur- kenndum kvikmyndaskóla eða hafi haft kvikmyndagerð að aöal- starfi i a.m.k. þrjú ár. Kvik- myndageröarmenn eru þeir tald- ir, sem vinna skapandi störf við kvikmyndagerö, s.s. kvikmynda- stjórar, kvikmyndatökumenn, tónsetningarmenn og klipparar, segir ennfremur i lögum félags- ins. Stjórn félagsins skipa nú eftir- taldir einstaklingar: Þorsteinn Jónsson, formaöur, Águst Guð- mundsson, tsidór Hermannsson og Þórarinn Guðnason. — Fyrstu afskipti félagsins af þessu máli má rekja til þess, þeg- ar samningar stóðu yfir við sjón- varpið árið 1975, og kvikmynda- gerðarmenn höfðu lýst yfir banni á vinnu fyrir sjónvarpið. Mennta- málaráöuneytið reyndi að greiöa úr þeirri flækju með loforði um, að nefnd yrði skipuð til að undir- búa löggjöf um kvikmyndasjóð og -safn. Félagiö átti mann i þessari nefnd, sem siðar skilaði svo af sér tillögu að frumvarpi. Við ákváð- um að berjast fyrir samþykkt þessa frumvarps, jafnvel þó fjár- mögnunin væri heldur rýr, enda var aö okkar dómi mikilvægt, að koma hreyfingu á málið. Frumvarpid aðeins fyrsta skrefið Félagið hefur aldrei litið á þetta frumvarp nema sem fyrsta skref, því tilviljanakenndar fjárveiting- ar á fjárlögum eru ekki nægjan- leg trygging fyrir öflugu starfi sjóösins I framtiöinni, Næsta skref er að tryggja sjóðnum fast- an tekjustofn og þaö verður best gert meö þvi, að hluti skattheimtu á kvikmyndahúsunum renni til kvikmyndasjóðsins. 1 þessu sam- bandi má geta þess, að félagið hefur sent greinargerð til menntamálaráðuneytisins, þar sem stungið er uppá þvi, aö 10% af brúttótekjum seldra aðgöngu- miða gangi til sjóðsins. Sú hug- mynd kemur reyndar heim og saman viö það, sem núverandi menntamálaráöherra, Ragnar Arnalds, setti fram i þingsálykt- unartillögu, er hann flutti á sinum tima. Eðlilegt er, að innlend kvik- myndagerð njóti skatts, sem sett- ur er á innflutning á erlendum myndum, sem i raun er okkar samkeppnisaðili, þegar til þess kemur að sýna isl. myndir i bió- unum. En þá kemur nefnilega I ljós það hrikalega dæmi, aö bióin eiga um það að velja, að kaupa sýningarréttá erl. stórmynd fyrir kannski 1 milj. kr. á meöan sýn- ingar á innlendri kvikmynd þyrftu að skila tugum miljóna til að hún stæði undir sér fjárhags- lega. Sá möguleiki er lika fyrir hendi, aö auk styrkja veiti kvikmynda- sjóðurinn lán eöa ábyrgist lán, og hluti af þvi fjármagni, sem sjóð- urinn lætur af hendi, sé endur- greiddur með tekjum af mynd- inni. — Þetta er kannski ástæðan fyrir því, hversu treglega hefur gengiö að fá isl. kvikmyndir sýndar í bíóunum? — Þaö er eflaust ein af ástæð- unum. Frá sjónarhóli bióeigend- anna hlytur það að vera miklu hagstæöara að kaupa sýningar- rétt á erl. mynd þar sem ágóðinn er tryggöur en að taka áhættuna af þvi að sýna isl. kvikmynd. Þaö er einmitt eitt af okkar baráttu- málum i framtiðinni, að ein- hvers konar samkomulag verði gert viö bióin um sýningar á Isl. framleiðslu, sem tryggi það, aö sem stærstur hluti af ágóða vegna sýningar á Isl. myndum skili sér aftur til framleiöslunnar og endurgreiöslu á lánum. Samstarf kvikmynda- gerðarmanna og sjónvarpsins — Hvernig hefur samstarfi milli Félags kvikmyndagerðar- manna og sjónvarpsins veriö háttað fram tii þessa? — Að dómi félagsins var sam- starfið við sjónvarpiö heldur bág- borið framan af eða allt til ársins 1975, þegar gerður var samningur viö það. Sá samningur var tvf- þættur: annars vegar um sölu á kvikmyndum, sem félagsmenn gerðu að öllu leyti sjálfir: hins vegar um samstarf beggja aðila um gerö mynda, hvort sem sjón- varpið eða viðkomandi kvik- myndageröarmenn séu framleið- endur þeirra. Hvaö snertir hið slðarnefnda hefur veriöharla litið um slika samvinnu og mætti hún að okkar áliti vera miklu meiri. Fyrsta verkefnið, sem undir sllkt samstarf gæti flokkast, var sam- vinna sjónvarpsins og Lifandi mynda um gerð myndar um Snorra Sturluson. Nú hafa reynd- ar komiö upp vandkvæöi i sam- bandi við þessa mynd, sem ekki virðast þó eiga sér rætur i skorti á samstarfsvilja sjónvarpsins við kvikmyndageröarmenn. Það er vissulega skaöi, þvi þetta heföi orðið fyrsta myndin, sem gerö hefði verið i sliku samstarfi. Félagið hefur sagt upp núgild- andi samningi við sjónvarpið og samningaviöræður standa yfir. Kröfur okkar eru fyrst og fremst þær, aö þess konar samstarf, sem ég gat um áðan, verði aukið. ■ Einnig óskum við eftir þvi, aö inni samninginn komi ákvæði, er snertir samvinnu um gerö leik- inna mynda. Nordsat — Nú hefur Félag kvikmynda- gerðarmanna lýst efasemdum um hugmyndina að Nordsat. A hverju byggist þaö? — Þau markmið, sem stefnt er að með Nordsat-áætluninni eru fyrst og fremst þau, að auka sjónvarpssamstarf á Norðurlönd- um og auka dreifingu á norrænu sjónvarpsefni milli Norðurland- anna. Félagið er samþykkt þess- um markmiðum, en meðal kvik- myndagerðarmanna, bæði hér heima og á hinum Noröurlöndun- um, eru miklar efasemdir um að Nordsat-gervihnöttur sé hentug- asta tækið til að ná þessum mark- miðum. Auk þess höfum við ásamt öðrum listamönnum gagn- rýnt, að stjórnvöld skuli ljá máls á þvi, að hundraöfalda þá upp- hæö, sem fer til dreifingar sjónvarpsefnis, á meðan slást verður um hverja krónu til fram- leiðslu þess. Kvikmyndageröar- mönnum er þvi spurn: Hverju á að dreifa, þegar allt apparatið er komið I gang? Þarna er verið að byrja á öfugum enda. Auk þess er skilyrði fyrir Nordsat að okkar dómi það, að tryggt verði óskert tjáningarfrelsi og tryggð verði stórefld innlend dagskrárgerð. Aðstaða erlendra kvikmyndamanna hér — Nú njóta erlendir kvik- myndagerðarmenn betri aðstöðu hér á landi heldur en Islenskir, þar sem þeir síðarnefndu þurfa aö borga háa toila fyrir tæki og hráefni á meðan útiendingarnir eru óháðir sifkum skyldum. Hvert er áiit ykkar á þessu? — Félagið hefur gagnrýnt þetta mjög mikið, vegna þess að það færist sifellt i aukana, að erl. sjónvarpsstöðvar og kvikmynda- félög sendi hingað hópa til að kvikmynda, bæði myndir heim- ildarlegs eðlis og leiknar myndir. Þegar innlendir kvikmyndagerö- armenn vinna við hliö þeirra er- lendu aö gerö mynda um svipaö málefni, þá vekur það eðlilega reiöi hinna fyrrnefndu að þurfa að vinna með mun dýrari tækjum og hráefni. Einnig eru dæmi þess, að fyrirtæki og stofnanir hér á landi veiti erl. kvikmyndagerðarmönn- um þjónustu, sem viö eigum ekki að venjast, t.a.m. afslátt af flutn- ingsgjöldum og jafnvel bein fjár- framlög. Islenskir kvikmynda- gerðarmenn verða aftur á móti að greiöa flutningsgjöld af sinum tækjum, sem gerir það aö verk- um, að samkeppnisaðstaðan er þeim erlendu i vil. Við þetta bæt- ist, aö atvinnuleyfis er ekki kraf- ist af erl. kvikmyndageröar- mönnum eins og tiðkast með öðr- um stéttum. Við teljum eðlilegt, að sliks leyfis sé krafist og það veitt i samráði við félagið. Félagið hefur hins vegar engan áhuga á þvi að hindra ferðir þess- ara manna um landiö: markmið- iö er fremur það, að leita hófanna um samstarf við þessa aðila eins og tiðkast annars staðar. Bjartari horfur — Að lokum Þorsteinn: Má ætla, með tiikomu kvikmyndalög- gjafar, ásamt bættri aöstöðu, að nú séu bjartari horfur hjá islensk- um kvikmyndageröarmönnum en áður? — Horfurnar eru alltaf að verða bjartari — annað væri öfugþróun. Ég er þeirrar skoðunar, að þróun- in mætti vera örari á sviði list- rænnar kvikmyndageröar. Vegna uppkomu kvikmyndasjóðsins hafa mörg verkefni farið af staö, þó ekki sé séð fyrir endann á þeim, bæði hvað varðar fjárhags- lega og listræna hlið þeirra. Það fjármagn, sem sjóðurinn hefur látið ahhendi er engan veginn nóg til að ljúka öllum þessum verk- efnum og þá reynir á þaö, hvort bankar eða aðrar stofnanir vilji leggja þeim liö. Hinu er ekki að neita, að sjálfstæöir kvikmynda- geröarmenn verða enn um sinn aö stunda auglýsingagerö m.a. til að geta rekið þau tæki, sem þarf til að vinna að listrænni kvik- myndagerö. Margir telja, að innlend kvik- myndagerð sé mikil bjartsýni með tilliti til ibúafjölda. Það kann vel að vera, en þó held ég, að þaö sé engin bjartsýni, aö hægt sé aö standa fyrir gerð tveggja til þriggja leikinna mynda og ca. 10 styttri á ári, án þess aö setja þjóðfélagiö á hausinn. Viö verör um aö líta á það sem nauösyn, ef takast á að halda uppi sjálfstæðri menningu með reisn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.