Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 14. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 UM HELGINA Atriði úr „DeltaJdlkunni”: Leitað i rusli aö prófspurningum. Austurbæjarbíó: Dirty Harry beitir hörku Bandarisk 1977 Leikstjórn James Fargo Drullu-Halli heldur áfram aö taka lögin I eigin hendur meö mögnuöum skotvopnum og öörum til- tækum ráöum. Clint Eastwood sýnir ekki beinlinis nýja hliö á sér sem leikari. Hann pirir augun, bitur saman munnvikunum og liöur yfir léreftiö eins og draugur á hjólum. Þegar hann er ekki meö hugann fullan viö aö berja mann og annan, skýtur hann á allt lauslegt sem hann sér og réttlætir þannig kúgun kerfisins á einstaklingsfrelsinu. Fyrir þá, sem fá kikk út úr þvi aö sjá náungann laminn og skotinn er þetta hin æskilegasta afþrey- ing. Þeim sem gera meiri kröfur til kvikmynda er bent á aö sjá einhverja aöra mynd. Stjörnubíó: Köngulóarmaðurinn Bandarisk 1977 Leikstjórn B.W. Swackhamer Húrra! Þá er komin ný mynd i anda Supermans. Aö þessu sinni er þaö önnur fræg teiknimyndafi- gúra úr bandarisku skrlpópressunni, Kóngulóar- maöurinn svonefndi. Hann hefur alla þræöi i hönd- um sér (og fótum) bókstaflega talaö, og ögrar nátt- úrulögmálunum á þann hátt. Eins og fyrirrennaar hans er hann I sólarhringslangri baráttu gegn illum öflum og lætur ekkert tækifæri úr greipum ganga til aö góma hina svörtu sauöi. Myndin er góö skemmt- un fyrir dýravini. Tónabíó: Sjómenn á rúmstokknum Danir hafa sem kunnugt er afskaplega gaman af aö gantast á rúmstokkum. Nú eru þaö sjómenn, sem koma viö sögu. Um þessamynder irauninni ekkert aö segja, hún er hvorki betri né verri en aörar „gáskafullar og djarfar danskar rúmstokksmyndir” sem fram- leiddareruáfæribandi hjá Palladium. Ung súlka er rekin úr vinnu fyrir aö bregöast illa viö þegar yfir- maöur hennar káfar á henni. Hún er i miklu upp- námi yfir þessu, einsog gefur aö skilja, og gripur til þess ráös (?) aö sofa hjá s jómanni, sem hún hittir á förnum vegi. Sjómaöurinn lendir á sjúkrahúsi eftir ástarfundinn, og þá tekur stelpan viö starfi hans á skipinu, dulbúin sem karlmaöur. Siöan upphefjast miklar ástarflækjur, misskilningur og fleira skemmtilegt, þangaö tÚ allt fellur i ljúfa löö, „ástin ogsiögæöiö sigra um siöir” einsog segir I sýningar- skránni. Nýja bíó: C.A.S.H. Bandarisk frá árinu 1977 Leikstjóri Ted Post Eins og nafniö gefur til kynna, svo og aöalleikar- inn Elliott Gould, þá er þetta tilraun til aö apa eftir hinni ágætu svörtu kómediu M.A.S.H. Bandarikja- herinn er enn sjónarsviöiö, en I þetta skipti leikur hinn fyrrverandi eiginmaöur Barböru Streisand tilraunadýr sem fæst viö efnafræöileg vopn. Vegna ýmissa galla er hann rekinn úr vinnu sinni en reynir siöan ásamt félögum sinum aö notfæra sér fyrri þekkingu á efnafræöilegum drápstækjum til aö komast af I hinni höröu lifsbaráttu bandarisks sam- . félags. Viö segjum ekki meira, en spennan stigur aö visu, jafnframt þvi sem boöskapur kvikmyndarinnar versnar. En bandariskar kvikmyndir sem hér hafa veriö á boöstólunum upp á siökastiö hafa ekki bein- Hnis höföaö til frjórrar hugsunar. Háskólabíó (mánudagsmynd): Frœndi og frænka Frönsk frá 1975 Handrit og leikstjórn Jean-Charles Tacchella Mynd þessi fjallar I stuttu máli um karl og konu sem veröa ástfangin,en þaö háir þeim þó, aö þau eru bæöi föst I sitt hvoru hjónabandinu. Eiginlega háir þetta þeim þó ekkúþvi rás myndarinnar felur nefni- lega i sér þann yndæla boöskap aö kalli hjartaö skalt þú hlýöa. Inn I söguþráöinn blandast ótal atvik . og persónur og þótt umhverfiö og rammi myndar- innar sé Iviö franskur, getur þó meöaljóninn á Is- landi vel skemmt sér viö þann létta húmor og gleöi- tón sem I myndinni er. Fjölskyldulifiö og hvers- dagslygin er þvi miöur alþjóöleg. Laugarásbíó: Delta-klíkan Bandarlsk frá árinu 1978 Leikstjóri John Landis Sjöundi áratugurinn séöur meö geöveikum aug- um ameriskrar menntaskólaæsku. Kannski mætti segja aö þetta væri dæmigerö útvötnun á þeirri frjálslyndis- og baráttubylgju sem gekk yfir bandariska skóla á tlmum Vietnam-striösins. Ef maöur leggur hins vegar þjóöfélagslega gagnrýni á hilluna og einbeitir sér aö horfa á hiö farsakennda og klikkaöa I myndinni má hafa af henni allgóöa skemmtun. Alla vega kemur hún manni oft á óvart... n ................................................................. tók mig langan tima bara aö komast frá Þjóöleikhúsinu. Ég var þá búinn að vinna á sama stað i 20 ár og á þessum 20 árum breyttist sáralitið nema það að ég eltist um 20 ár. Gunnar Bjarnason I viðtali viö Timann Rökræður Bogi var lögga áður en Hjálmar fæddist Fyrirsögn i Dagblaöinu Rétt nýting hæfileikanna Ennþá kemur vatn i munninn á þeim sem neyttu kræsinganna sem Jónas Kristjánsson ritstjóri og Sigmar B. Hauksson útvarps- maöur kokkuðu á sælkerakvöld- inu sem haldin voru i fyrra. Þótti þá svo vel takast, aö nú er ákveö- ið aö byrja þau aftur meö lækk- andi sól. Dagblaðiö Góð íþrótt gulli betri t fimmtu þrautinni tók Guö- mundur Gunnarsson langt tilhlaup i góöa brekku en i brekk- unni kipptist drifskaftið I sundur og snerist framhásingin við. Guö- mundur brá þá á þaö ráö aö hlaupa timabrautina sem eftir var til að ljúka keppninni. Sigur- steinn Þórsson beygöi fram- fjaörirnar sneri hásingunni kvarthring og siöan slóst alltsaman i oliupönnuna og tók oliudæluna úr sambandi. Bragi Finnbogason braut millikassann i þriðju brautinni. Reynir Jóhanns- son braut framöxul. Skipti hann um öxulinn en stuttu seinna braut hann annan öxul og bætti um bet- ur þvi hásingin bognaði lika. Hlöðver Gunnarsson beygöi stýrisstöngina svo hressilega aö framdekkin stefndu hvort á annað. Tókst honum aö gera viö stöngina og halda keppninni áfram. Benedikt Eyjólfsson sprengdi oliusiuslöngu og missti alla oliuna af vélinni. Litlu mun- aöi þá að hann bræddi úr vélinni. Dagblaöiö Listin fyrir listina — Þaö má segja þaö, þvi aö það Að kunna fagið Okukennsla er mitt fag, á þvi hef ég bezta lag. Veröi stilla vil i hóf Vantar þig ekki ökupróf? 1 nitján átta niu sex, náöu i sima og gleðin vex. t gögn ég næ og greiöi veg. Geir P. Þormar heiti ég. Hjálpa einnig þeim sem af ein- hverjum ástæöum hafa misst ökuleyfi sitt til aö öölast þaö aö nýju. Auglýsing I Dagblaðinu Forlagatrú „Refurinn mun lifa okkur alla” Fyrirsögn i Timanum. visna- mál Umsjón: Adolf J. Petersen Blær í laufi andar ótt í tveim siðustu þáttum Visnamála hefur verið sagt frá ferð til Hveravalla sem Kvæöamannafélagið Iöunn stofnaöi til sumariö 1969; seinni þátturinn endaöi þar sem feröafólkiö gekk til hvild- ar, kvaö og orti sjálft sig inn I svefninn. Daginn eftir skein sól i heiði. Lognmildur blær. Andrúms- loftiö eins hreint og tært sem það best getur orðið. Náttúran fagnaöi og faldaöi sinu besta skrúöi til lofts og láös. útúr tjaldi sinu kom Magnús Jóns- son frá Baröi, hress og glaöur meö friö og rósemi i hjartanu, likt og umhverfiö sem haföi hýst hann og hann lýsir á lát- lausan hátt meö þakklátum huga: Sofiö hef ég sætt og rótt sæll i draumum minum. Hveraveliir væra nótt veittu gesti sinum. öræfadýröin kom öllum I sólskinsskap og menn tjá hug sinn til himinhvels og heiöa, Þórhildur Sveinsdóttir frá Hóli I Svartárdal kvaö: Brosir sumar-sólin heiö, svalir vindar gjalla. Dável endar okkar leiö inn til Hveravalla. Endurminning léttir lund iikt og sól á vetri. Ein og hraöfleyg unaösstund oft er mörgum betri. Jóhannes Jónsson frá Asparvik varö hugfanginn af töfrum fjalla og foldar og sagöi: Fagurt er um foldarból, fjöllin giröing mynda. Unaösfögur sumarsól, signir fjallatinda. Náttúran skartar sinu feg- ursta skrúöi i faömi fjalla- hringsins. Litir lyngs og móa gleöja augun. Harpa lækja og loftsvana hljómar meö ótal til- brigðum; ilmur jaröarinnar lét ekki sitt eftir liggja. Adolf geröi tilraun til aö lýsa þeim áhrifum sem þetta allt haföi á hann: Blær I laufi andar ótt, ilmar reyr á stöllum. Þaö er yndi aö eiga nótt inn á Hveravöllum. Fegrar sólin fjöll og grund, fagna önd og lóa. Harpa dagsins bregöur , . . , blund brosir lyng i móa. Gengið var aö Eyvindartóft, hún og annaö umhverfí skoð- aö, nefnd voru fjöll, jöklar, gil og gnýpur, sagtfrá þekktustu útlögunum sem dvalið höföu á Hveravöllum, þaö voru auk Eyvindar og Höllu, Grettir, Oddný og Magnús sálarháski, viö tóftarbrot Eyvindar kvaö Siguröur Jónsson frá Hauka- gili: Augum birtist óttufegurö Isiandsfjalla, útiaganna auönuleysi, Eyvindar hjá lágu hreysi. Hlustaö á þyt öræfanna og, rýnt igrund auönarinnar haföi Ormur Ólafsson gert og kvaö: Erfiö sporin Eyvindar engir fundiö hafa. Afreksverk sem unnið var auönir kaldar grafa. Flestir hugsuöu til Eyvindar og Höllu meö samúö og hlý- hug. Þórhildur Sveinsdóttir haföi um þau þetta aö segja: Fornu reynast kynnin kær, kenndir glevmast varla. stundum Ey vind angurvær yfirgefur Halla. Frá Hveravöllum var farið I Innri Ásgarö og upp i Kerl- ingarfjöll. Veöur var bjart,- svo útsýni var mikiö og naut feröafólkiö þess. Sérstaka at- hygli vakti þvi hinn mikli fjöldi fólks sem lék sér þar á skiöum svo mörgum fannst þaö alLnýstárleg sjón að sjá á miöju sumri, enda sagöi Andrés Valberg. A sólskinsdegi sumarbliöum sjálfsagt vekur eftirtekt, að hér er fjöldi fólks á skiöum, þaö finnst mér alveg stórkostlegt. Kerlingarfjallaloftiö fyllti lungu gestanna, og var það góöur beini veittur rikulega. Ingþór Sigurbjörnsson varð lika hrifinn af útsýninu,léttur i anda lét hann sina skoðun i ljósi þannig: Gljúfra i hamrahöllunum heillast ég af öllu. Fagurt viöa á fjöllunum finnst mér eins og Höilu. Andrés Valberg leit yfir hina miklu viðáttu, sá gæöi hennar og gnægtir, en lika skuggalega sögu úr fortiðinni: Kosti nóga Kjölur fól l kletta frjóvum sölum, áöur bófar áttu skjól inn i Þjófadölum. Or Kerlingarfjöllum sést vitt yfir þegar bjart er; viöa má sjá gróöurrikar hllðar og hvamma, en lika hraun og . berar melöldur. Þjáning landsins er uppblásturinn, en samt finnst flestum eins og Adolf: Fögur ertu fóstra min, fjöll og heiöar þinar; hafa lika hrjóstur þin heillaö sjónir minar. Frá Kerlingarfjöllum var haldiö heim; ferðin var farin til aö minnast viö mold og steina, komast i andlegt sam- band við náttúruna, kynnast kostum hennar og kynngi, koma samar^yrkja og kveöa i gamansömum tón, hagyröing- ar og kvæöamenn I hópferö á vit öræfanna. Viö heimkomuna á sunnu- dagskvöldinu kvöddust feröa- félagarnir með hagmælsku sinni. Þórhildur Sveinsdóttir kvaö: Þessa daga þakka verö þó ég vanmátt finni. Glaöan hóp og góöa ferö geyini ég I minni. Sigurunn i Hafnarfiröi sendi kveöju sina til þeirrar náttúru sem hún umgekkst og feröafélaganna: Kveðjum fagran fjallasal, fossa, hraun og grundir. Kveöjum hrund og kveðjum hal kærar þökkum stundir. Sumarferð Kvæöamanna- félagsins Iöunnar var lokiö og hver hélt til sins heima. Jó- hannes Jónsson frá Asparvik lauk ferðinni meö sinni al- kunnu hagmælsku: Kveöjuoröin vil ég vanda, vel sé ykkur sveinn og sprund. Heitra kossa og handabanda hlýt ég minnast hverja stund. Góöar stundir geymi I sjóöi gieöur margt um farinn veg, þökk ég ölium þyl i ljóöi, þessi ferö var dásamleg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.