Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 14. október 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 9 * bókmenntir t bókmenntir t bókmenntir Hryggðin og vara- sjóðir mannsins Jörgen-Frantz Jacobsen. Jafnvel sjúkdómslýsingarnar eru af ætt upprunans: „Hugsaöu þér aö liggja f báti undir rennblautri en hálfvolgri nót meö grindahnif á kafi i náranum.” Jörgen-Frantz Jacobsen: Dýrmæta lif. WQIiam Heinesen tók saman. Hjálmar ólafsson þýddi. Bókaútgáfa Menningarsjóös. Bréfasöfn eru oft gagnmerkar bækur, en þeim getur fylgt sá galli, aö þar er mikiö um „óþarf- ar” upplýsingar, sem fáa varöa aöra en sérfróöa menn um bréf- ritarann, sem láta sér allt veröa aö mat, hve smátt sem þaö er. Þessi bréfabók er ööruvisi. Viötakandi bréfanna og náinn vinur býr bókina til: tveir menn i öndvegi I salarkynnum færeyskra bókmennta leggja saman. William Heinesen gengur frá bréfum, sem eru okkur sjálfs- mynd Jörgens-Frantz Jacobsens, sem flestir þekkja af hinni fun- andi sögu hans, Barböru. Viö kynnumst af þessari ein- stæöu bók mjög vel hinu velvilj- aöa og ljóöræna næmi Jörgens-Frantz á borgir og menn og náttúru: honum finnst til aö mynda aö „lögun Sjálands” sé „snilldarleg”! Um leiö er þetta næmi á hiö næsta umhverfi samfléttaö á indælan og sjálf- sagöan hátt ástinni á Færeyjum, þangaö leitar hugurinn alltaf til samanburöar og viömiöunar, þar er sá nafli heimsins, sem Heine- sen hefur mjög fjallaö um, þar hefur allt gerst, allt er þar til. I þokkafullum kafla um ár og læki bernskunnar oröar höfundur þessa hugsun svo: „Þaö er varla þann hlut aö finna i veröldinni sem maöur hefur ekki numiö sem barn —hvorki Niagara né Almannagjá”. I þessari bók segir lika frá manni sem kann aö gera sér bók- menntiroglistiraö mikilsveröum þætti I lifi si'nu, og þaö án allrar rembu og taugaveiklunar, dómar hans eru skýrir, fögnuöur hans yfir listinni smitandi. Viö höfum llka spurnir af þeirri ástarsögu, sem varö aflvaki höfundi Barböru. Sú saga er dapurleg, eins og aö likum lætur, en hann harkar þaö af sér eins og annaö — eins og þegar hann segir um hina lifandi fyrirmynd sögupersón- Jörgen Frantz Jacobsen unnar: „Hún hefur veriö góö fjár- festing sem hefur gefiö mikla skáldlega viöskiptaveltu”. En hugsar auövitaö meö allt öörum hætti. En fyrst og fremst kynnumst viö ungum manni sem á i sextán ára striöi viö berkla, sjúkdóm sem ekki er unnt að lækna og ræöst sifellt meö nýjum hætti á skáldið færeyska. Þegar frá upphafi tekur hann illri glimu viö skæöan sjúkdóm meö æöruleysi. Hann getur sagt áriö 1922, aö „hver og einn veröi aö fagna ör- lögum sinum”, og hann getur itrekaö þá sömu hugsun þegar nær dregur endalokum fimmtán árum seinna: „Styrkur minn er fólginn i þvl, aö ég sækist ekki eft- ir hamingju og velmegun, en er ástfanginn af örlögum sjálfs min i bliöu og striöu” (bls.114). Af hverju tekst honum þetta? Hann svarar meö þvi aö s-egja aö „varasjóöir” hvers mannsséusvo miklir. Ef hryggöin gripur mig, þá koma þeir samstundis, Mozart og Bellman.... Allt sem mann hef- ur dreymt i æsku og velt fyrir sér, þaö er eins og ótæmandi birgöir af gleöi.” Jörgen-Frantz fær heimsókn trúöboöa, en hafnar meö vinsemd þeirri huggun sem hann býöur. Hann sagöi honum, aö heimurinn væri yndislegur og gerði hann ekki frekari kröfur. Þessi fagri húmanismi gerir þessa litlu bók dýrmæta og skyldar okkur til aö þakka Heine- sen fyrir aö hafa tekiö hana sam- an, Hjálmari Ólafssyni fyrir aö vanda til þýöingar og útgefanda fyrir hans framtak. AB. Thor Vilhjálmsson Thor Vilhjálmsson: Faldafeykir. Lystræninginn 1979 Þetta safn af greinum og ræöum hefst áriö 1953 en yngsta Listir og þrifnaður í samfélagi manna efniö er frá þvi ári sem enn er ekki liöiö. Framan af erum viö stödd á vettvangi timaritsins Birtings fyrst og fremst og menn- ingarátaka á sjötta áratugnum. Þá var enn margt aö vinna I slagnum fyrir nýrri list, sem ihaldinu fannst rauö en sumum rauöliðum fannst borgaraleg — voru slíkir þó færri og hljóölátari hér heima en viöa annarsstaöar. Og þaö var fullt meö allskonar nátttröll sem glottu úr fyrri tima- skeiöum islensks menningar- ástands og héldu aö þau væru enn lifandi menn. Syrpur Thors I Birtingi voru helgaöar þessum málum, þær þóttu okkur strákum mjög hressi- legar og réöu miklu um aö viö vildum hafa þetta timarit nálægt okkur. Ekki stenst allt sem úr þeim syrpum er tekiö i bókina. Faldafeyki nógu vel timans tönn. En viö rifjum upp okkur til skemmtunar ágætar stungur á ýmislegan valdhroka og fáránleik i menningarlegum efnum og einnig heit meömæli, ófeimnar fagnaöaryfirlýsingar um þaö sem vel var gert. Allverulegur hluti bókarinnar geymir málaferlin viö Kristmann Guðmundsson, sem stefndi Thor fyrir ummæli i þá veru, aö þaö væri gifurleg hneisa aö láta Kristmann fá hæstu listamanna- laun og þar aö auki vasast um skóla i bókmenntakynningu. Þetta var hiö merkasta mál. Siöan þá hefur enginn getaö höfö- aö meiöyröamál án þess aö veröa aö athlægi um land allt — jafnvel þótt lif lægi viö. Thor fer einatt mjög á kostum i þessu skrýtna máli. Aö visu mætti sýnast, aö hann hafi fengið and- stæöing sem lá einum of vel við höggi. En þegar aö er gáö, þá var þessi fyrirhöfn Thors vel þeirrar vinnu viröi sem hún kostaði. Kristmennskan meö allri sinni taugaveikluöu afbrýöisemi i garö róttækra manna og spilltu sam- bandi viö pólitiskt vald var ekki einangraö fyrirbæri og er enn meö þó nokkrum blóma. Jafn þótt sporgenglar Kristmanns sjálfs hafi lært aö stiga rosabullum sin- um ögn varlegar til jaröar en áöur I menningargaröinum. Meöal yngsta efnisins eru ádrepur um herinn og vesaling- ana eöa VL-menn, Kjarvals- staöamál og bannaöa kvikmynd — ágæt dæmi um þaö hve Thor lætur vel aö ydda stilvopn I deilu. AB. Stríðsmyndabók LEIFTURSTRIÐ er annaö bindiö i styrjaldarsögu meö miklum myndakosti sem AB gefur út. Bindiö gefur ekki mikla möguleika á aö dæma um þá söguritun sem stunduö er I þess- um bókaflokki. Bindið spannar fremur stuttan tima: innrás i Pólland, hernám Danmerkur og Noregs, vetrarstriö Rússa og Finna, innrásina i Holland, Belgiu og Frakkland, undan- haldiö til Dunkirk. Höfundar rekast ekki á sérstaka túlkunar- erfiöleika eöa sneiöa hjá þeim. Herfræöilegar vangaveltur eru gamalkunnar: Maginotlina Frakka var staðfesting á úrelt- um hugsunarhætti, leifturstriö var þaö sem dugöi. Auk þess er- um viö minnt á, aö viö upphaf striðsins var þýska hernaöar- vélin miklu minni og lakari en margir héldu. Má vera aö franski herinn heföi getaö náö talsveröum árangri heföi hann þrammaö inn I Þýskaland þegar þýski herinn, eöa a.m.k. hinn vélvæddi hluti hans, var önnum kafinn i Póllandi? Kannski veröur sllkum spurn- ingum aldrei svaraö af viti. Eins og oft vill veröa i mynda- bókum Time-Life hringsins er reynt að freista lesenda meö ýmislegum blaöamennsku- brögöum og þá ekki sist meö augnabliksmyndum af tiltekn- um persónum á „örlagastund- um þjóðanna”. Sú aðferð veröur heldur en ekki til þess aö rýra viöleitni höfunda til að gefa yfir- sýn og samhengi. Myndakostur er mikill og um margt merkilegur, en hlutföll eru stundum einkennileg I myndavali. Þetta kemur t.a.m. fram i þvi, aö einatt finnst þeim sem bókinni flettir aö ofnotuö séu tækifæri til aö birta flenni- stórar myndir. Sumar syrpur koma skemmtilega á óvart eins og t.a.m. sú sem helguö er nasistalistinni meö undarlegri blöndu hennar af hetjurembu og natúralisku daöri viö kynþokka. — áb. Hermenn Hitlers brjóta niöur pólsk landamærahliö i striösbvrjun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.