Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.10.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 14. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 \ferztunarbankim í Urnferöarrráðstööinni 12. október breyttist hin almenna afgreiðsla Verzlunarbankans í Umferðarmiðstöðinni í úti- bú með öll innlend bankaviðskipti og sjálfstæða reikninga. Verið velkomin til viðskipta við útibú okkar mið- svæðis í alfaraleið þar sem bflastæði eru þó ætíð til staðar. d; Karl G. Jónsson útibússtjóri. D UTIBUIÐ UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI Franska sendiráðið mun sýna, þriðjudaginn 16. október kl. 20.30 i Franska bókasafninu Laufásvegi 12, kvikmyndina: „PAULINE 1880”. Leikstjóri Bertuccelli. Ókeypis aðgangur. Enskir sýningartextar. I sláturtíðiimi / athugið Höfum til sölu vaxbornar umbúðir, hent- ugar til geymslu hverskonar matvæla. Komið á afgreiðsluna. Kassagerð Reykjavíkur Kleppsvegi 33 Tónleikar á vegum Nýja tónlistarskólans: Þekktur bandarískur organleikari David Pizarro organleikari frá New York heldur tónleika i Landakotskirkju n.k. þriðjudag kl. 20.30. Pizarro er þekktur Aukning gesta með skemmti- ferðaskipum Fleiri útlendingar komu til landsins með skemmtiferða- skipum i sumar en nokkru sinni fyrr, eða alls 16.351 i 25 feröum. Aður hafa flestir komið sumarið 1972, 13.734 I 26 feröum. í fyrra komu rúmlega 9 þúsund. Flestir farþeganna i sumar komu frá V-Þýskalandi, rúm- lega 11 þúsund. Frá Bretlandi komu 1660, 884 frá Frakklandi, 814 frá Sviþjóð. Um 300 komu frá Hollandi og annaö eins frá Sovétrikjunum, en frá öðrum löndum færri, að þvi er fram kemur i skýrslu frá út- lendingaeftirlitinu. — vh organleikari bæði austan hafs og vestan. Hann hefur farið fjöl- margar tónleikaferðir til Evrópu, leikið bæði i austur- og vestur- hluta álfunnar og hlotið mjög lofsverða dóma fyrir orgelleik sinn. Pizarro kemur hingað á ferð sinni til Bandarikjanna, en hann hefur verið á tónleikaferð um Vestur- og Austur-Evrópu frá þvi um miðjan júlfmánuö. Efnisskrá tónleikanna á þriðju- daginn er forvitnileg. Auk prelúdiu og fúgu I h-moll eftir J.S. Bach leikur Pizarro eigin útsetn- ingu á svitu eftir Johan Ludvig Krebs og verk eftir franska, tékkneska og bandariska höf- unda. Tónleikarnir á þriðjudaginn eru á vegum Nýja tónlistar- skólans. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Þess má að lokum geta að David Pizarro lauk meistara- gráðu i tónlist frá Yale háskólan- um og við háskólann hlaut hann fyrstu verölaun i samkeppni organleikara. Meðal kennara Pizarro i Evrópu má nefna dr. Michael Schneider, M. Dupré, Fortner og Kurt Thomas. 1974 varð Pizarro dómorganleikari við kirkju heilags Jóhannesar i New York. -ekh Séð inn eftir Kristskirkju (Landa- kotskirkju). UtlbUl rrlfrrrrrl £s\\ orM°r, w Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudaginn 16. október 1979, kl. 13-16, i porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: Simca 1508, fólksbifreið.....................árg. 1977 Peugeot 504, station diesei .................árg. 1975 Volvo P145 station...........................árg. 1974 Chevy Sport Van...............................árg. 1976 Volkswagen 1200...............................árg. 1974 Volkswagen 1200...............................árg. 1973 Peugeot 404, fólksbifreið.....................árg. 1969 Ford Bronco, 6 cyl...........................árg. 1974 International Scout...........................árg. 1973 Willys Wagoneer .............................árg.1974 Willys Wagoneer .............................árg. 1972 Land Rover dlesei..................................árg. 1976 Land Rover diesel.................................árg. 1974 Land Rover bensin..................................árg. 1973 Land Rover bensin.................................árg. 1968 UAZ 452, torfærubifreið............................árg. 1973 Chevrolet, sendiferöabifr..........................árg. 1968 Chevy Van, sendiferðabifr..........................árg. 1974 Chervolet, sendiferðabifr..........................árg. 1972 Mercedes Benz, sendiferðabifr.....................árg. 1967 Bedford sendiferðabifr.............................árg. 1964 International, vörubifreið.........................árg. 1964 Ford vörubifreið, ógangfær........................árg. 1967 Til sýnis hjá Vegagerð rikisins Reyðarfirði: Voivo 4x4 vörubifreið....................... árg. 1962 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að taka á leigu 2 — 4 herbergja ibúð með eða án húsgagna á Stór-Reykjavikur- svæðinu fyrir danskan tæknimann, frá og með 15. nóvember n.k. i 6—7 mánuði. Upplýsingar veita Hilmar Ragnarsson verkfræðingur og Brandur Hermannsson tæknifræðingur i sima 26000, á venjuleg- um skrifstofutima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.