Þjóðviljinn - 23.10.1979, Page 15

Þjóðviljinn - 23.10.1979, Page 15
Þriöjudagur 23. október 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 15 Silja Aöalsteinsdóttir meö dætrum sinumSigþrúöi (t.v.) og Sif. Þaö er Sif, sem les söguna i Morgunstund barnanna ásamt Gunnari Karlssyni. Barnasaga um skrýtinn karl Útvarp kl. 9.05 Ný saga hefur göngu sina i Morgunstund barnanna i dag: Búöin hans Tromppéturs, eftir Folke Barker Jörgensen, i þýö- ingu Silju Aöalsteinsdóttur. Gunnar Karlsson og Sif Gunn- arsdóttir flytja söguna, sem veröur á dagskrá I sjö morgun- stundum. Silja gaf okkur þær upplýs- ingar um höfund sögunnar, að hann væri formaöur félags danskra barnabókahöfunda og hefði samið töluvert af barna- bókum, sem margar væru skemmtilegar. — Hann leikur sér aðallega að þvi sem er ööruvisi en við eigum að venjast, en setur það gjarna inn i ganalkunnugt um- hverfi, — sagði Silja. — Sagan um Tromppétur er samin fyrir útvarp, og kaflaskiptingin mið- uð við það. Það er sögð ein litil saga á hver jum morgni. Hún er lika miðuð við að vera lesin af tveimur. Annarsvegar er það pabbinn, sem jafnframt er sögumaður, og hinsvegar son- urinn. Samtöl þeirra mynda ramma utanum hina eiginlegu sögu. Auk þess grípur strákur- inn oft inn i gang mála og fer smám saman að stjórna sög- unni, sem pabbinn er að segja honum. Trwnppétur er gamall maður sem sest að i litlu þorpi og setur þar upp krambúð. Þar selur hann vörur sem ekki standast samkeppni, og þvi veröur full- oröna fólkiö ergilegt og flæmir karlinn burt. Krakkarnir eru hinsvegar hrifnir af Troppétri og búðinni hans. Meðal þesssem Pétur hefur á boðstólum eru pinulitlir, lifandi filar. Foreldrarnir kaupa þá handa börnunum, þött Pétur hafi varaö þá við og sagt að fil- arnir ættueftir aö stækka. Þess- ari aðvörun slær fullorðna fólkið frá sér, en svo fara filarnir að stækka og þá fer allt i bál og brand, ogTromppétri kennt um. Þarna segir frá árekstri milli fullorðna fólksins, sem vill að allt sé slétt og fellt og þolir engin frávik, og barnanna, sem vilja endilega hafa lffið fullt af frá- vikum. En það er fullorðna fólk- ið sem ræður. Fólkið sem sagt er frá er yfirleitt prútt milli- stéttarfólk, og börnin eru svolit- ið kúguð, en væru áreiðanlega til i allt ef þau fengju tækifæri. 1 rauninni er þetta sorgarsaga þvi að i henni segir frá þvl, að þeir sem eru öðruvisi fá ekki aö vera með, eru dæmdir úr leik. En i sögulokin ákveða börnin, að þurfi þau einhverntima á Tromppétri að halda, geti þau alltaf farið og sótt hann. — ih Alþjóðleg viðhorf í orkumálum Erindi Magnúsar Torfa ólafs- sonar um Alþjóðleg viðhorf I orkumálum, sem fresta varð um viku vegna stjórnmálaum- ræðna, verður loks útvarpað í kvöld. Magnús Torfi fjallar i þessu erindi um þá þróun sem orðiö hefur i orkumálum á heims- mælikvarða siöan 1973, þegar oliukreppan kom fyrst alvar- lega upp. Mun hann ræða um pólitiska þróun þessa timabils og segja frá viðbrögðum rikja viö oliuskorti og hækkuðu oli'u- Utvarp kl. 19.35 Magntfs Torfiræðirum orkumál i útvarpsþætti i kvöld. verði. Loks mun hann segja frá öörum orkulindum, sem e.t.v. geta komið i staö oliu, svo og frá viöleitni i ýmsum rikjum til aö draga úr orkusóun og nýta betur orku úr hinum ýmsu orkulind- um, sem fyrir hendi eru. — ih Hringið i sima 8 13 33 kl. 9—5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum, Siðumúla 6, 105 Reykjavík f rá [ffpesenduni Bækistöð Rafmagnsveitu Reykjavlkur við Armúia. Fangelsið við Siðumúla. Þegar við tókum upp þetta nýja form á 15. siðunni fyrir skömmu bentum við lesendum á að blaðamenn Þjóðviljans væru fúsir til að gerast milligöngu- menn milli lesenda og borgar- fulltrúa, sveitarstjórnarmanna og þingmanna, og leggja fyrir þessa aðila spurningar sem les- endur vildu fá svör við. Við viljum nú enn Itreka það, aðlesendum stendur þessi þjón- ustatil boða,oghvetjafólk til að notfæra sér hana. Munum viö ekki trúa þvi að óreyndu aö fólki liggi ekkert á hjarta, sem það vill spyrja þessa aðila um. Látið nú verða af þvi að slá á þráðinn til okkar á ritstjórnina. Við svörum I sima kl. 9-5 alla virka daga, og siminn er 8 13 33. Tvær vísur A þvi sé ég engan hæng og rætt var hér I blaði aö undan skriði auðvaldssæng ófreskjan og Skaði. Marga stjórn við fyrrum fengum fávisa og stjarfa en nú hefur fjandinn eflaust eignast með ihaldinu arfa. — á Ólíkt hafast þeir að Til lesenda Lesandi hringdi og sagöist viija benda mönnum á mismun- andi frágang lóöa við opinber- ar stofnanir i Reykjavik.' — Berið saman t.d. lóðina fyr- irutan Rafveitu Reykjavikur og fangelsið við Siðumúla, — sagði hann. — Þær eru mjög ólikar. Hjá Rafveitunni er snyrti- mennskan I hávegi höfð, en það sama verður ekki sagt um Siðu- múlafangelsið, þar sem ekkert hefur verið gert fyrir lóöina, þótt örugglega séu liðin 10-15 ár siðan fangelsið tók stil starfa. Við sendum Jón ljósmyndara út af örkinni og tók hann þessar myndir, sem hér fylgja með. Það veröur ekki annaö sagt en að lesandi hafi mikið til sins máls, eða hvað finnst ykkur? VER ER IAÐURINN? A laugardaginn birtist hér mynd af Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Verkamannasambandsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.