Þjóðviljinn - 30.10.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA —' ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. október 1979 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgcfaodi: Útgáíufélag ÞjóOviljans Framkvcmdactjóri: Eióur Bergmann Riutjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson FrétUstjórl: Vilborg Harbardóttir Umsjónarmaóur Sunnudagsblaós: Ingólfur Margeirsson Kekstrarstjóri: CJlfar Þormóösson Augiýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór HlöÖversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ólafsson Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Símavarsla: ólöf Hálldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárÖardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. (Jtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumdla 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Afl gegn íhaldi • ( kosningunum 1978 lagði Alþýðubandalagið mikla á- herslu á nauðsyn þess að kjósendur losuðu sig við f jötra vanans, að þeir gerðu málin upp við sig með sjálfstæðum hætti hver og einn og án þess að láta vanann eða háværar áróðursmaskínur stórnmálaflokkanna segja sér fyrir verkum. Fyrir þessar kosningar leggur Þjóðviljinn enn áherslu á þessi sömu atriði. • Þjóðviljinn minnir nú á, að úrslitin í kosningunum i fyrra virtust geta boðað þáttaskil; þá fengu Alþýðu- bandalagið, Alþýðuflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna um 50% atkvæða og 28 af sextíu þing- mönnum kjörna. Jafnframt urðu þau þáttaskil sem þekkt eru í stjórn Reykjavíkur — íhaldið tapaði meirihluta sínum. Reynslan nú, aðeins 16 mánuðum síð- ar, sýnir hins vegar ákaf lega nöturlegar pólitískar stað- reyndir; þær fyrst og síðast að Alþýðuflokkurinn var ekki verður þess trausts sem launafólk sýndi honum í kosningunum í f yrra. I Reykjavík er þetta einna skýrast þar sem f lokkur þessi hef ur bæði yf irgefið grundvallar- atriði eðlilegs samstarfs á vettvangi landsstjórnar og borgarstjórnar. Hin bitra staðreynd, sem kjósendur Al- þýðuf lokksins frá í fyrra standa nú frammi fyrir er sú að f lokkur þessi er ekki verkhæf ur, hann er ósamstæður og ósamstarf shæf ur með öllu. Jaf nf ramt liggur f yrir að hann hef ur ekki þrek til þess að standa að róttækum að- gerðum í efnahagsmálum í þágu launafólks, þar sem stefna hans öll virðist taka mið af sömu meginforsend- um og stefna íhaldsins. • Sjálfstæðisflokkurinn á nú allskostar við Alþýðu- flokkinn — því miður. Þannig er komið — en þessar ömurlegu pólitísku staðreyndir mega ekki verða til þess að kjósendur Alþýðuf lokksins frá í fyrrasumar gefist upp við að knýja fram þau málefni sem þeir vildu hafa áhrif á með atkvæði sínu þá. Þeir mega ekki falla í f jötra vanans á nýjan leik. • Stærri og stærri hópur kjósenda Alþýðuf lokksins frá síðustu kosningum gerir sér þetta Ijóst og þar með hef ur þetta fólk ákveðið að snúast til liðs við Alþýðubandalag- ið, þann eina flokk sem er reiðubúinn til þess að leggja allt í sölurnar fyrir það að myndað verði sterkt pólitískt og faglegt einingarafl gegn afturhaldinu. Alþýðubanda- lagið er nú í greinilegri sókn og sú sókn mun halda áf ram eftir því sem f leiri launamenn gera sér Ijóst að í Alþýðu- bandalaginu einu er að f inna það einingaraf I gegn íhaldi sem nú þarf að efla og treysta fremur en nokkru sinni fyrr. — s. Frambjóðandi í felum • Eins og kunnugt er var mikið um það rætt, að Ölaf ur Jóhannesson gæfi kost á sér til forsetaframboðs. Töldu margir forvígismenn Framsóknar Ölaf svo sterkan frambjóðanda að slíkt yrði flokknum vafalaust til styrktar. Þegar ákveða átti framboðslista Framsóknar- flokksins í Reykjavík urðu forsetahugleiðingarnar að víkja um sinn. Ástæðan er sú að f lokksforystan vissi sem var að Guðmundur G. Þórarinsson, eftirlæti hennar, myndi tapa eina þingsæti flokksins í Reykjavík. Eina vonin var að bregða fyrir hann skildi f ram yf ir kosning- ar. Þess vegna var Ólafur settur í fyrsta sætiðhér í Reykjavík; hlutverk hans er að fela Guðmund í kosn- ingabaráttunni. Sannarlega er þessi afstaða Framsókn- arforystunnar óvenjuleg, þar sem venjan er sú að f lokk- arnir sýni f rambjóðendur sína. Framsókn býður nú kjós- endum upp á frambjóðanda í felum. — s„ Vinstri sigur • Astæða er til þess að vekja sérstaka athygli á glæsi- legum sigri vinstri manna í Háskóla Islands er kosið var um fullveldisdagskrána 1. desember. Að þessu sinni fengu vinstri menn 60% atkvæða. Sannast hér að ,,hægri sveif lan" sem íhaldið gumar af um þessar mundir er á- róðurinn einber; í raun er vinstristefna í sókn, einkum meðal yngri kynslóðarinnar. — s. Framsóknar- galdrar Finnbogi Hermannsson, NUpi Dýrafiröi, skrifar hugvekju i Timinn og leggur nokkuö þunga áherslu á þaö, aö sér sé meinilla viö erlenda stóriöju. Hann segir meöal annars: „Þvi kemur þaö mér á óvart ef kjósendur í væntanlegum Al- þingiskosningum veita þeim mönnum brautargengi sem predika innrás erlends fjár- magns aö búa til meiri eimyrju i Islenskum fjöröum og dölum”. Gott og vel. En nú mætti þvi viö bæta, aö þetta er Finnbogi einmitt aö gera sjálfur. Hann hefur tekiö sæti á lista þess flokks fyrir vestan sem hér fyrir sunnan lagö^í anda ólafslaga, fram drög aö þjóöhagsáætlun þar sem eitt helsta bjargráöiö átti aö vera aukin erlend stór- iöja. Og ööru hvoru hefur Tim- inn tekiö svipaöa stefnu i póli- tiskri umfjöllun og sagt aö m.enn megi ekki vera meö úrelta for- pokun I garö erlendrar stóriöju. En þaö er svo margt sem get- ur gerst fyrir vestan, þar sem loftiö er hreint og tært, en þó blandaö galdri aftan úr forn- eskju. bar er Karvel Pálmason, verkalýösforingi sem finnst ein- mitt þá nauösyn aö sameinast Alþýöuflokknum þegar sá flokkur hefur neglt sig upp viö Sjálfstæöisflokkinn I efnahags- og kjaramálum rækilegar en lengst af fyrr. Vestfirðir skólabóka dæmi Finnbogi Hermannsson Núpi Dýrafirði: Smáfjóla En áöur en viö þessi efni er skiliö — einn af vinum Jóns Sól- ness Bjarni Sveinsson skrifar grein i Morgunblaöiö honum til málsbóta. Þar er aö finna gull- korn sem vert er aö halda til haga, meöal annars þetta hér: ,,Ég þarf ekki aö taka upp hanskann fyrir Jón G. Sólnes, vegna þess aö hann hafi i bankastjóratiö sinni lánaöi mér eöa fyrirtækjum þeim sem ég er einn aö aöaleigendum aö. Ég minnist þess ekki aö haffn hafi nokkurn timann keypt af mér vöruvlxil eöa lánaö mér per- sónulega stórar upphæöir.” Rússadindlar tala? Hér i blaöinu hefur veriö tl- unduö ýmisleg gagnrýni, sem fram hefur komiö á þau áform sem uppi eru I Nató um aö setja upp I Vestur-Evrópu 570 nýjar meöallangdrægar eldflaugar búnar kjarnorkuskeytum. Visir og Morgunblaöiö flýttu sér aö lýsa yfir þvi, aö nú væri Þjóö- viljinn rétt einu sinni búinn aö fá Hnuna frá Rússum um þaö hvernig eigi aö vinna gegn vörn- um Vestur-Evrópu. Aldrei dettur þessum gaurum neitt nýtt i hug. Nema hvaö: Viö skulum til gamans þjappa saman nokkr- um staöhæfingum um þessi mál úr nýlegu viötali viö tvo menn. Bjarni Sveinsson: Framboð Sjálfstæðisflokksins til kom- andi alþingiskosninga í Norðurlands-] kjördæmi eystra og Jón G. Sólnes Gunnar hjá öllum flokkum Þegar þetta er skrifaö eru menn enn aö biöa spenntir eft- ir úrslitum I prófkosn- ingum. Framb jóöendur Sjálfstæöisflokksins hafa aö þvi leyti sérstööu aö þeir hafa óspart rekiö fyrir sér persónu- legan áróöur, fengiö stuönings- menn sína til þess eöa keypt auglýsingar f blööum f stórum stfl. Hafa út úr þeim gaura- gangi komiö mjörg óvart gamanmál, eins og litillega hefur veriö á minnst hér. Yfirieitt stilltu áróöursmenn sig um aö höföa til stuönings- manna annarra flokka I sam- bandi viö þennan áróöur. Þó var á þvi fróöleg undantekning. Einn af stuöningsmönnum Gunnars Thoroddsens lagöi sinn málflutning upp á þann veg, aö Gunnar Væri svo nytsamur maöur i stjórnarskrárstarfi, aö án hans mættu menn ekki vera, „hvar sem þeir 1 fylkingu standa flokkslega”. Eöa eins og I þessari Morgunblaösgrein ség- ir: „Þeir sem þetta skilja þurfa þá aö greiöa Gunnari greiöa leiö nú gegnum forkosninguna. í þessu efni mætast hagsmunir allra stjórnmálaflokka”. Þaö er vert aö gefa gaum þessari visbendingu um aö Gunnar Thoroddsen standi þaö höllum fæti meöal stuönings- manna sins flokks, aö þaö skuli taliö rétt aö skirskota til ann- arra meö þessum hætti. Jón píslarvottur Viö vitum ekki enn hvort Jón Sólnes fer I sérframboö fyrir noröan. En viö höfum spurt, aö I þvi máli sé aö gerast þaö séris- lenska undur, aö Jón muni standa uppi sem einskonar píslarvottur — en fyrrum meö- frambjóöandi hans, Halldór Blöndal, veröi haföur fyrir aöal- sökudólg I málinu. Haföi Hall - dór þó I þessu máli ekki gert ann aö en aö gegna skyldum sinum sem ' endurskoöunarmaöur rikisreikninga og basta. Þaö er merkilegt skoöunar- efni hvers vegna þaö gerist hvaö eftir annaöhér á landi, aö þegar einhver veröur uppvís aö hæpnu bókhaldi, þá fær hann úm leiö talsveröa samúö. Samúöin byggist aö visu á þeirri nei- kvæöu forsendu, aö „allir eru þeir eins” og þvl sé rangt, aö taka einhvern höföingja út úr og stilla upp viö vegg. En þessi for- senda nægir ekki ein til skýring- ar. Og viö munum áfram búa viö þann absúrdskóla I almenn- ingsálitinu, aö annarsvegar heimta háttvirtir kjósendur: Afhjúpiö spillinguna, flettiö ofan af mafiunum! En um leiö og eitthvaö pinulitiö gerist I þeim efnum, þá krefjast þessir sömu fræknu firar og fullgild atkvæöi þess, aö aumingja maöurinn veröi látinn i firöi. Þeir segja m.a.: Eldflaugarnar nýju auka styrjaldarhættu. Torvelda öll áform um niöurskurö á vlgbún- aöi. Þaö er óþarft aö setja niöur þessar eldflaugar til aö mæta sovéskum yfirburöum I eld- flaugabúnaöi — vegna þess aö þaö eru Bandarikin sem hafa þessa yfirburöi. Viö vitum aö hernaöarútgjöld Sovét- manna eru 3/4 af hernaöarútgjöldum Bandarlkj- anna — og einn þriöji af hinum sovésku útgjöldum fer þar aö auki til aö byggja upp herstyrk gegn Kínverjum. Þaö ber aö taka alvarlega tilboöi Brésjnéfs um fækkun meöallangdrægra eldflauga. Þeir sem vilja nú fleiri, atómeldflaugar eru m.a. fulltrúar þess hugsunarháttar sem telur mögulegt aö vinna sigur í „takmörkuöu” atóm- striöi. Hvaöa Rússadindlar eru hér aö tala? Þeir eru bandariskir. Annar er Herbert Scoville, fyrrum aö- stoöarforstjóri bandarlsku leyniþjónustunnar CIA, og hinn er Arthur Cox, var fyrrum Evrópusérfræöingur innan CIA. Viötaliö kom I vikublaöi norskra sósialista, Ny Tid. Amen. AB «NAT0s atomplanar i Vest-Europa< fprer til ukontrollert opprustning»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.