Þjóðviljinn - 30.10.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.10.1979, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 30. október 1979: ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Dýrlingurinn - fyrr og svo nú Dýrlingurinn kemur sér á kaf i Morðhring i kvöld og það er vist enginn vafi á þvf, að hann splundrar þeim hring með glæsibrag og klussar öll- um glæpamönnunum tO and- skotans þar sem þeir eiga heima. Dýrlingurinn er reyndar dæmi um skemmtisagnaper- sónu sem hnignar jafnt og þétt eftir þvi sem lengra lýður. í bókum Leslie Charteris var Simon Templar sjálfur skálkur — en haföi sérstöðu aö þvi leyti, að hann vann á öðrum skálkum. Þegar hann Sjónvarp kl. 21.00 var kominn í sjónvarpiö I fyrri umferö var enn dálltið af skálkskapnum eftir i Roger Moore og fyndnar uppákomur voru ekki útilokaðar. Nú er ekkert eftir annað af Simoni greyinu en sætur og sléttgreiddur sjálfboðaliði og varalögga, sem hefur allar tilviljanir og alla heimsins hundaheppni með sér. Orkusparnaður á tveim vígstöðvum Hvað sem pólitikinni liður verður orkusparnaður að hafa sinn gang. Þau mál eru á dag- skrá bæði i útvarpi og sjón- varpi f kvöld. Valdimar K. Jónsson veltir þvi upp hvaö sé til ráða i orku- sparnaði hér á landi i erindi sem hefst útvarpinu kl. 19.35. Og i sjónvarpinu er fjallað um orkusparnað i Islenska fiski- skipaflotanum — en þar fer fram einmitt sú eyðsla á orku sem okkur er dýrkeyptust og veldur mestri slagsiðu á þjóð- arskútunni. Myndin er einmitt af nýrri tegund oliueyðslumæla f skip. Svona erum við SJónvarp kl. 21.50: Þemavikunni um börn með sérþarfir, sem Framkvæmda- nefnd barnaárs hefur staðið fyrir I samvinnu við rlkisfjöi- miðlana undanfarna daga, lýkur i sjónvarpinu i kvöid, en þá verður sýndur þótturinn Svona erum við. Umsjónar- maður þáttarins er Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Við sýnum brot úr llfi nokkurra barna og aöstand- enda þeirra, sagði Asta. Fyrst eru það hreyfihömluð börn. Við ræðum m.a. við for- eldra sem eiga tvö börn og eru þau bæði hreyfihömluð. Svo fylgjumst við meö nokkrum blindum börnum á aldrinum 2- 3 ára, og ræðum við mæður þeirra. Þá fáum við að fylgjast með einhverfubarni og ræðum við föður þess og einnig Sverri Bjarnason barnageölækni. Sverrir útskýrir hvað ein- hverfa er og segir frá þvl sem hægt er að gera fyrir einhverf börn hér á landi. Næst kynnumst við heyrnarlausu barni og móður þess. Eg ræði lika við Marlu Kjeld, heyrnleysingja- kennara. Aö slðustu fylgjumst við meö vangefnu barni á Skála- túni, og ræðum viö foreldra þess, — sagði Asta aö lokum. frá lescndum Loðnuveiðar Islendinga vekja ugg í Noregi: Heiöur þeim Sigla norskir sjómenn á miðin við Jan Mayen? Ókló. 20. oklúbrr. (rá J«n Krik ijiurr IrOliriIiri Mbl. HIN MIKLA loðnuveiði íslendinga að undanfórnu hefur vakið ukk meðal norskra sjómanna. óttast þeir. að innan íárra vikna verði heildarveiðin úr norsk-íslen/ka loðnustofninum. sem hrygnir við Jan Mayen. orðin fiOO.OflO tonn. sem norskir og íslenzkir fiskifræðingar segja. að sé hámarkstekja úr stofninum haustið 1979 og vorið 1980. Haft er fyrir satt. að norskir sjómenn ætli að virða veiðibann stjórnvalda að vettugi og sigla á miðin við Jan Mayen á næstunni. en útvegsmenn haía m.a. beðið sjávarútvegsráðuneytið um leyfi til að senda þrjú loðnuskip á miðin til að kanna veiðihorfurnar. sem heiður ber Þ.ó. hafði samband við okkur um daginn og sagði: Það mætti skrifa meira um möður Tersu I Kalkútta sem hlaut friöarverðlaun Nöbels á dögun- um. Ég var ein af þeim sem varð fyrir vonbrigðum þegar Helder Camara biskup I Brasiliu fékk ekki þessi friðarverðlaun eins og margir vildu. Þvi satt að segja er feg ein af þeim sem fylgist af áhuga með þvLkristna folki sem vill taka alvarlega boðskap meistara sins um hjálp við þá sem minnst mega sin og láta hann móta allt sitt lif. Helder Camara og m'oðir Teresa eru llkast til mjög 'olikar manngeröir. En bæði eiga þau einn dýrmætan eiginleika sam- eiginlegan eða þann sem orða má meðþvi sem einu sinni var sagt: sýn mér trú þlna af verkunum . Móðir Teresa hefur valiö þann kostinn sem erfiðastur er: aö hjálpa þeim sem eru alls vesælir. Heiður þeim sem heiður ber... þiÓÐVILIINN fyrir 40 árum Pólitikin fyrir 40 árum. „Löggjafinn segir blátt áfram: Rikiö þarf miklar tekjur. Þaö er ekki hægt að fá efnamennina til þess að greiða meira i rlkissjóöinn en þeir gera. Þaö sem á vantar verðum við að tína saman úr vösum fáráðlinga, Istöðuleysingja og sjúklinga, og til þess þurfum við að nota áfengiö, viö höfum ekkert annað verkfæri sem til þess dugar.” Pétur G. Guðmundsson I Þjóðviljanum 11. okt. 1939. „Þegar verkalýðurinn heimtar atvinnu og kaup fyrir vinnu slna, sem nægi honum til sómasamlegs llfs, — þá er hann ekki að biðja auðmannastéttina um neitt náðarbrauð. Það er auðmannastéttin sem lifir af brauðinu, sem verkamanninn vantar á borð sitt, — en ekki verkamaðurinn sem#lifir á molunum, sem hrynja af borði allsnægtanna.” Leiðari Þjóðviljans 12. október 1939. Nýyrði Moggans Guðmundur Ragnarsson á Vopnafirði hafði samband við blaðið og kvaðst hafa verið hneyksiaður yfir nýyrði sem Morgunblaðið notaði s.i. sunnudag. 1 frétt frá Noregi talar Morgunblaðið um „norsk-Is- lenska” loðnustofninn. Guömundur taldi að islenskir sjómenn yrðu ekki ýkja þakklátir Morgunblaðinu fyrir að festa þetta nýyrði i málinu. Guðmundur kvaðst hafa haft samband við fréttastjóra Morgun- blaðsins og hann hefði brugðist hinn versti við og sagt það óhæfu aö breyta nokkru i frétt frá norskum fréttaritara Morgunblaðsins. Guðmundur taldi þó að lágmark hefði verið af svo vlölesnu blaði að hafa „norsk-Islenska loönustofninn” I gæsalöppum. A laugardaginn: Þorgeir Þorgeirsson kvikmynda-og rithöfundur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.