Þjóðviljinn - 30.10.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.10.1979, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJáÐVILJlNN ÞriOjudagur 30. oktáber 1979 AUGLÝSING um styrk úr Rannsóknarsjóði IBM v/Reiknistofnunar Háskólans. Fyrirhugaö er aö úthlutun úr sjóönum fari fram I lok nóv- ember næstkomandi. Tilgangur sjóösins er aö veita fjárhagslegan stuöning til visindalegra rannsókna og menntunar á sviöi gagna- vinnslu með rafreiknum. Styrkinn má meöal annars veita: a. til greiðslu fyrir gagnavinnslu við Reiknistofnun Há- skólans. b. til framhaldsmenntunar i gagnavinnslu aö loknu há- skólaprófi. c. til visindamanna, sem um skemmri tima þurfa á starfs- aðstoö að halda til aö geta lokiö ákveönu rannsóknarverk- efni. d. til útgáfu vlsindalegra verka og þýöinga þeirra á erlend mál. Frekari upplýsingar veitir ritari sjóösins, Páll Jensson, i sima 25088. Umsóknir, merktar Rannsóknarsjóöur IBM vegna Reiknistofnunar Háskólans, skulu hafa borist fyrir 26. nóvember 1979 I pósthólf 5330, 125 Reykjavik. Stjórn sjóðsins Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Styrkir til háskólanáms eða rannsóknastarfa i Finnlandi Finnsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa tsiendingi til háskólanáms eöa rannsóknastarfa I Finnlandi námsáriö 1980-81. Styrkurinn er veittur til niu mánaöa dvalar frá 10. september 1980 aö telja og er styrkfjárhæöin 1200 finnsk mörk á mánuöi. Skipting styrksins kemur þó til greina. Þá bjóöa finnsk stjórnvöld einnig fram eftirgreinda styrki er mönnum af ölium þjóöernum er heimilt aö sækja um: 1. Tiu fjögurra og hálfs tii nlu mánaöa styrki til náms I j finnskri tungu eöa öörum fræöum er varöa finnska : menningu. Styrkfjárhæöin er 1200 finnsk mörk á mán- uöi. 2. Nokkra eins til tveggja mánaöa styrki handa vísinda- mönnum, listamönnum eöa gagnrýnendum til sérfræöi- starfa eöa námsdvalar i Finnlandi. Strykfjárhæöin er 1500 finnsk mörk á mánuöi. Umsóknum um framangreinda styrki skal komiö til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 15. desember n.k..Umsókn skal fylgja staöfest afrit prófskirteina, meömæli og vottorö um kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eöa þýsku. — Sérstök umsóknareyöublöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 25. otkóber 1979. Auglýsíngasmii: _ . Þjóðviljans er ^^ Bróöir okkar Hannes Ástráðsson skipasmiöur Smiöjustig 13 veröur jarösettur frá Fossvogskirkju miövikudaginn 31. október kl. 13.30. Geirþóra Ástráösdóttir, Guðmundur Ástráösson. .... ....................................... Faöir okkar og afi Benedikt Friðriksson frá Broddanesi «. veröur jarösunginn miövikudaginn 31. október kl. 10.30 f.h. frá Fossvogskirkju. Ingibjörg Benediktsdóttir Torfi Benediktsson 'TrygSi Benediktsson Svala Noröberg. \mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmf Uppboð í Stóðhesta- stöðinni Litla-Hrauni Skaröifrá Syöra-Sköröugili. Eigandi: Stóöhestastööin. Rit Héraðsskjala- og héraös- bókasafns Skagfirðinga Safnamál Blaöinu hefur borist 3. hefti Safnamála, en útgefendur þess eru Héraösskjala- og Héraös- bókasafn Skagfirðinga, ekki ýkja mikiö aö fyrirferö en þeim mun efnismeira. Ritiö hefst á þvi, aö birt eru úrslit vfsnakeppninnar áriö 1978, en visnakeppni er árviss viöburöur á vegum útgefenda Safnamála. Þá er fyrripartur sá, er glíma skal viö I vísna- keppninni 1979. Hljóöar hann svo: Lækkarsól á sjónarhrng, suma riö brátt er liöiö. Sagt er frá visnakeppni 1977 en undirtektir voru þá raunar svo dræmar aö keppnin er naumast talin hafa náö tilgangi sinum. Visnamál nefnist þáttur þar sem birtar eru nokkrar stökur úr visnasyrpum þeim, sem varöveittar eru á Héraös- skjalasafninu. Þeir Hjalti Páls- son bókavöröur og Kristmund- ur Bjarnason skjalavöröur skýra frá starfsemi safnanna á árinu 1987 og birt er skrá yfir þá, sem fært hafa söfnunum gjafir. Kári Jónsson skrifar um Listasafn Skagfirðinga. Krist- mundur Bjarnason ritar aldar- minningu Péturs Zóphonlasson- ar, ættfræöings. Þá segir hann og frá því mikla starfi, sem Björn Egilsson frá Sveins- stööum hefur unniö í þágu Héraösskjalasafnsins, en Björn hefur á undanförnum árum endasenst um allt Skaga- fjaröarhéraö til þess aö tina saman margvisleg skjöl og bækur og koma þeim i hús hjá Héraðsskjalasafninu. Hefur þar áreiöanlega ýmsu merku veriö bjargað frá glatkistunni. Hannes Pétursson á þarna greinina Drepiö á vfsnasöfnun. Héraösbókasafn Skagfirðinga, hlutverk þess og starfsemi nefnist grein eftir Eirik Rögnvaldsson. Birt er bréf Þór- arins Jónssonar frá Hóli i Sæmundarhlfö, er hann skrifaði einhverjum bræöra sinna. Þór- arinn fluttist til Kanada og er bréfiö dagsett þar 1. febrúar 1890. Nokkrum mánuöum siöar drukknaöi Þórarinn viö fisk- veiöar á Winnipegvatni. Enn er i ritinu þáttur úr Árbók Skaga- fjaröarsýslu 1939, skrásettur af Stefáni Vagnssyni. «r þar frá þvf skýrt þegar vélbáturinn Þengill fórst á Skagafiröi aö- faranótt hins 7. ftiirúar 1939 og meö honum átta manns, eöa all- ir, sem um borövoru. Birtar eru allmargar mannamyndir úr myndasafni héraösskjalasafns- ins og auglýst eftirupplýsingum um af hverjum þær séu. Loks er svo þátturinn Safnafréttir. Umsjón meö útgáfu Safna- mála hafa þeir Hjalti Pálsson, Kári Jónsson og Kristmundur Bjarnason. — mhg Samkaupafundir hjá Sambandinu L Innflutningsdeikl SIS hefur gertsittaf hverju undanfarin ár til þess aö ná sem hagstæö- ustum kjörum I innkaupum. Liöur í þeirri viöleitni er aö sameina innkaup og pantanir kaupfélaganna á ýmsum vöru- flokkum. Þvl er þaö, aö meö reglulegu millibili hittast inn- kaupafulltrúar kaupfélaganna á svonefndum samkaupafundi, til þess aö gera þar sameiginlegar pantanir. Að þvi er Sambandsfréttir skýra frá þá eru nú þrir slfltir fundir framundan. Hinn 12. nóv. verður samkaupaf undur 1 sport- og feröavörum fyrir söluna næsta vor og sumar. Einpig veröa þar keypt garðyrkjuverk- færi og garösláttuvélar. 13. nóvemberer fyrirhugaöur fund- ur um kaup á vor- og sumar- fatnaöi, til aö undirbúa söluna á þessum vörum i kaupfélögunum á næsta ári. Loks verður svo hinn 14. nóv. fundur um innkaup á gólfteppum, gilfdúk og e.t.v. fleiri byggingarvörum. A fund- inn koma m.a. fulltrúar frá ýmsum erlendum fyrirtækjum I þessari grein, sem Sambandiö hefur umboö fyrir. — mhg Á stóðhestastöö Búnaöar- félags Islands eru aldir upp fol- ar, allt frá folaldsaldri til fimm vetraaldurs. Tilgangurinn er aö fá fram góöa undaneldishesta. Viö uppeldiö fæst reynsla á ýmsaeiginleika hvers hests, t.d. heilbrigöi, þroska og öll þrif, geöslag og umgengnishæfni, byggingarlag og þar meö fóta- gerö, viöbrögö hestanna viö þeim og framfarir i tvo vetur. Ab þessu loknu er svo kveðið upp úr meö þaö hvort gripirnir séu álitiegir til kynbóta og þá einnigmeötillititilætta, sem aö þeim standa. Þvi er aö vonum, aö margir heltast úr lestinni, vegna eins eöa annars, sem aö má finna, og raunar væri einfalt aö þurrka þá alla út, ef ekkert mætti aö finna. Þeir folar, sem vanaöir veröa, eru siöan seldir á opinberu upp- boöi aö haustinu. Þar er alltaf margt um manninn. Nú hafa borist óvenjumargar fyrir- spurnirum þá fola, sem selja á I haust, og vænta má góörar salu. Reynslan hefur verið sú, aö þeir folar, sem áöur hafa veriö seld- ir, hafa staöið sig vel, veriö sterkir og hörkuduglegir og margir ágætir reiöhestar. Folarnir sem nú veröa boönir til kaups, eru þessir: 1. Mjalli, hvitingur, þriggja vetra, sem notaöur var vegna litatilrauna. Er af ætt Sleipnis 249 frá Uxahrygg og hrossum Kristjáns á Hvoli i Mýrdal. Folinn er viljalegur og meö öllum gangi. 2. Drómi, rauöur, 3ja vetra, frá Vatnsleysu, Skag^Foreldrar hafa báöir hlotið góö verölaun og þarna á aö vera mikiö vekringsefni á feröinni. 3. Glúmur, glórauöur, bles- óttur, 5 vetra, frá Kirkjubæ, Þáttarsonur. Viljugur, góöur töltari,lyftir vel, nokkur vekurð en brokkiö er takmarkaö. 4. Háleggur, rauöstjörnóttur, 5 vetra, frá Ytra-Dalsgeröi I Eyjafiröi, sonur Náttfara 776, hins fræga gæöings. Lipur og þjáll töltari, gangsamur, vek- uröin gæti veriö botnlaus, eftir byrjunninni aö dæma. 5. Bótólfur, rauöur, 5 vetra, frá Svignaskaröi, sonarsonur Sörla 653, Sauöárkróki, og dótt- ursonur Lýsings 409, Voömúla- stöðum. Reistur og stórglæsi- legur klárhestur meö tölti. 6. Glói, glórauöur, 4 vetra, frá Svignaskaröi, sonur hins vinsæla og ágæta stóöhests Roöa 453, Ytra-Sköröugili. Prúöur og settur foli meö öllum gangi. 7. Fylkir, rauður, 4 vetra, frá Akureyri. Framfallegur, veröur glæsilegurá töltinu, ef aö likum lætifr, er meö öllum gangi. Fylkir á sömu móöurog djásniö hún ör Gests Jónssonar á Akur- eyri, sem stóð næstefst kynbóta- hryssna i eldra flokki á lands- móti á Vindheimamelum 1974. Uppboöiö hefst i stóöhesta- stööinni aö Litla-Hrauni 10. nóv. nJc. kl. 15:00. þb/mvg A ► á m Omsjón: Magnús H. Gislason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.