Þjóðviljinn - 30.10.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.10.1979, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. október 1979 Landspjöll og fjárskaðar í skriðufalli - taliö er að um 100 kindur hafi drepist og mikið skóglendi eyðilagðist austur í Fljótsdal Mikiö tjón varö af, er aurskriöa féll i landi Viöivalla 2 i Fljótsdal austur um siöustu helgi. Taliö er aö skriöan hafi drepiö um 100 kindur, auk þess sem hún eyöi- lagöi mikiö af birkiskógi og einnig uröu skemmdir á súrheysturni á bænum Viöivöllum 2. Oddur Sigurösson jaröfræö- ingur var einn af þeim sem skoöaöi vegsummerki fyrir austan um helgina. Hann sagöi i stuttu samtali viö Þjóöviljann aö aökoman heföi veriö ljót, kinda- hræ og trjáviöur um alla skriöuna og landspjöll mikil. Oddur sagöi aö mikil úrkoma heföi veriö á þessum slóöum I síöustu viku og væri þaö álit manna aö aur- skiröan heföi runniö eftir jarö- klaka i jörö.semekkiheföi náöaö þiöna sl. sumar. Vatniö eftirhina miklu úrkomu dagana á undan heföi ekki náö aö siga niöur I jörö- ina vegna jaröklakans og heföi þaö komiö skriöunni af staö. Þar sem skriöan byrjaöi var hún ekki nema 20 til 30 m. breiö en þar sem hún endaöi i árfarvegi árinnar Kelduá, var hún oröin um 300 m breiö. Þá gat Oddur þess, aö fleiri smáskriöur heföu falliö þarna eystra, m.a. ein skriöa sem fór yfir veginn skammt frá Glúmstööum 1 og voru 3 bæir I Fljótsdal úr vega- sambandi eftir aö skriöurnar féllu. Þess má geta aö árin 1942 og 1968uröu mikil skriöuföll i Fljóts- dal og i bæöi skiptin aö hausti til. Loks má geta þess aö eitthvaö af búvélum mun haf a oröiö undir I þessum skriöuföllum, þannig aö ljóst er aö þarna hefur oröið miljóna tjón þegar allt er taliö saman.—S.dór. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við Sjúkrahúsið i Húsavik: Staða meinatæknis Staða röntgentæknis Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri i sima 96-4-13-33. laðberar óskast Vesturborg: Granaskjól — Nesveg- ur (strax) Sörlaskjól — Ægissiða (1. nóv.) Austurborg: Gunnarsbraut — Bolla- gata (strax) Borgartún— Skúlagata (strax) Langahlið — Skaftahlið (strax) DJOÐvnnNN 81333 Áttatíu og fimm ára í dag Hallgrímur Jónasson kennari Hallgrimur Jónasson kennari er hálfniræöur i dag. Hann er fæddur á Fremrikotum I Blöndu- hliö 30. október 1894, sonur hjón- anna Þóreyjar Magnúsdóttur og Jónasar Hallgrimssonar, er þar bjuggu. Ungur aö aldri sýktist Hallgrimur af berklum I fæti og átti þá um skeiö viö mikla van- heilsu aö striöa, og minjar þess sjúkdóms uröu honum ævifylgja, þvi aö hann er nokkuö bagaöur á fæti. Ekki er mér kunnugt, hvort sjúkleiki þessi átti sinn þátt i þvi, aö Hallgrimur lagöi Ut á skóla- brautina istað búskapar I átthög- um si'num, eins og þá var hlut- skipti flestra ungra manna I sveitum landsins. Hallgrimur lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1920 og sigldi samsumars til eins árs framhaldsnáms viö Kennarahá- skólann i Kaupmannahöfn. Viö heimkomuna réöst hann kennari viö barnaskólann i Vestmanna- eyjum, þar sem hann kenndi um tiu ára bil, uns hann tókst á hend- ur kennslu viö Kennaraskólann oggegndi henni uns hann varö aö láta af störfum fyrir aldurssakir, en mun þó hafa kennt þar nokkuö san timakennari næstu árin. Hann kvæntist 1921 Elisabetu Valgeröi Ingvarsdóttur frá Akur- eyri, sem nú er látin fyrir nokkr- um árum. Hiö opinbera ævistarf Hall- grlms var kennsla og aö búa kennaraefni landsins undir framtiöarstarf sitt. En Hallgrimur var aldrei einelskur. Ahugamál hans voru margvisleg, og hygg ég aö þar hafi borið hæst kveöskap, landafræöi og sögu. Mér er kennsla hans ókunn, en vel láta nemendur hans af henni, einkum sögukennslunni, enda vart annaö hugsandi, þvi vel fylgdist hann meö nýjum kennsluaöferöum og sótti mörg framhaldsnámskeiö, bæöi á Noröurlöndum og Englandi. Um tima tók hann nokkurn þátt i stjórnmálum og var aðstoöarrit- stjóri Nýja dagblaösins um skeiö. Siöar hygg ég aö hugur hans haf i hvarflað frekar til vinstri, þótt hann ætti ekki þátt 1 sjórnmála- sennum. Ungum ab árum varö Hallgrimi gengiö upp á byggöafjöllin fyrir ofan Blönduhliöina. ÁFremrikot- um er fremur aöþröngt,en þarna opnaöist viöerni miöhálendisins suöur aö jöklum, þar sem Hofs- jökull var í öndvegi. Hallgrimur hefur oft minnst á þessa ferö við kunningja sina, og ég hygg, aö hér hafi oröib ást viö fyrstu sýn, eins og segir i rómantiskum frá- sögnum, og Hallgrimur hefur alltaf veriö dálitiö rómantiskur eins og algengt var meöal unglinga á þeim árum. Siöar hafa leiöir hans legiö oft um þessi og önnur aræfi landsins, og þó aö vandi sé aö geta i hug annarra, er mér tilefs, aðhann uni hag sinum beturannarsstaöar,en þegarleiö hans liggur um fjöll og óbyggðir landsins i hópi góöra vina og kunningja. Lætur hann þá óspart fjúka i kveðlingum aö góöum og gildum skagfirskum hætti. Ekki spillir þaö ánægjunni ef einhver i hópnum hefur vald á ljóö - pundara aö dæmi Egils, svo aö vegist er á i gamni eins og I Val- höll foröum, skeyti hent á lofti og send til baka. Hallgrimur er býsna fróöur um örnefni og lands- hætti og kann margt aö segja um sögu og önnur atvik tengd þeim slóöum, er leiðin liggur um. Hann sat upp undir þrjátiu ár i stjórn Ferðafélags Islands og var oft leiösögumaöur á feröum þess, ekki sist hinum lengri öræfaferð- um og oftastmun hann hafa verið meö I för, þegar leitaö var nýrra leiöa um torfærar slóöir, sem voru aö opnast fjallabilum á ár- unum eftir striöiö. Hefur Hall- grlmur rakiö margar þeirra frá- sagna I útvarpserindum og siöar prentuöum bókum. Fyrir Feröafélagiö hefur Hall- grimur ritaö þrjár árbækur: Skagafjörður (1945), Sprengisand- ur (1967) og Kjalvegur hinn forni (1971). Hann hefur flutt fjölda út- varpserinda og annarra frá- sagnaþátta og er uppistaöan oft- ast feröalög hans um landiö eöa erlendis. Sumt af þessu hefur siö- ar birst á prenti, og vil ég þar nefna Frændlönd og heimahagar (1946), A öræfum (1961) og Viö fjöll og sæ (1963), en auk þess er mér kunnugt, aö hann á i fórum sinum allmikiö af óprentuöu efni. Ég gat þess hér aö framan að Hallgrimur léti fjúka I kveöling- um þar sem leið hans liggur um öræfaslóöir. Áriö 1950 gaf hann út litib safn ljóöa, sem hann nefndi Ferhendur á feröaleiöum. Flest eru ljóöin náttúrustemmningar frá feröum hans og þá um leiö brugöiö upp svipmyndum gam- alla sagna og þjóötrúar, ekki slst er farið er um fornar útilegu- mannaslóöir. Eg býst varla viö, að Hallgrimur veröi nokkru sinni talinn til höfuöskálda, enda lik- legt, aö hann hafi aldrei ætlaö sér þann hlut. Þó eru visur hans margar vel kveönar og bera ekki sist vott aögætnu auga höfundar- ins. Þó aö elli sé nú farin aö reyna fast á þolrif Hallgrims og feröum farivisast fækkandi I framtiöinni, er hann enn furöulega brattur, feröast töluvert og er glaöur I vinahópi eins og I gamla daga. Enn kveöur hann visur og sýpur á glasi eins og sönnum Skagfirðingi sæmir og ég hygg að hann horfi æörulaust til framtiöarinnar. Gamall feröafélagi. Auglýsing frá ríkisskattstjóra V erðbreytingarstuðull Samkvæmt ákvæðum 2. mgr. IV. tl. ákvæði til bráðabirgða i lögum nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt hefur rikisskattstjóri reiknað verðbreyt- ingarstuðul fyrir eignir sem skattaðili hef- ur eignast á árunum 1964 til 1978 sem nota skal sem margföldunarstuðul skv. ákvæð- um IV. og V, tl. ákvæði til bráðabirgða I greindum lögum. Margföldunarstuðull umræddra ára er sem hér segir: Ársins 1978: 1,4551 Ársins 1977: 2,1558 Ársins 1976: 2,7625 Ársins 1975: 3,4650 Ársins 1974: 5,1541 Ársins 1973: 7,5762 Ársins 1972: 9,4085 Ársins 1971:11,1809 Ársins 1970: 12,8280 Ársins 1969: 15,0316 Ársins 1968: 18,4961 Ársins 1967: 20,0168 Ársins 1966 : 20,8932 Ársins 1965 : 24,5645 Ársins 1964 : 28,0271 Reykjavik 26. október 1979. Sigurbjörn Þorbjörnsson, rikisskattstjóri. 1 ...... ' Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri ínnréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. N erslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, sími 41070. >------------- RAUDA DAGATAUD Fæst i bókaverslunum Dreifing: Mál og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.